Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT MARVIN Valdimarsson, leikmaður Hamars í körfu- knattleik, verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna olnbogabrots sem hann varð fyrir í leik ÍR fyrir viku. Þar með er Marvin bæði nefbrotinn og olnboga- brotinn. Hann vonast til að vera búinn að taka meiðsli út á keppnistímabilinu. Með afbragðsnýtingu Marvin hefur látið mikið að sér kveða í liði Ham- ars það sem af er leiktíð en hann hefur leikið þrjá af fimm leikjum liðsins, skorað 13 stig að meðaltali. Athygli vekur að hann hefur hitt 16 af 22 tveggja stiga skotum sínum og er með 72% nýtingu. Hann hefur reynt sig þrívegis fyrir utan þriggja stiga lín- una og hitt einu sinni. Marvin hefur leikið með sérstaka hlífðargrímu í undanförnum leikjum vegna nefbrotsins en hann getur ekki leikið með brotinn olnboga þar sem hann verður í gifsi næstu vikurnar. Marvin er brotinn á olnboga og nefi ATVINNUKYLFINGARNIR Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, hófu leik í gær á úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina á Spáni. Birgir Leifur lék best íslensku kylfinganna eða á 69 höggum, tveimur höggum undir pari, Björgvin lék á einu höggi undir pari og Sigurpáll lék á tveimur yfir pari. Tveir sænskir kylfingar og einn ítalskur náðu að leika á sex höggum undir pari og deila efsta sætinu en skor kepp- enda var almennt lágt í gær. Birgir Leifur er sem stendur í 29.-42. sæti af 84 kepp- endum en búast má við að 25.- 30. efstu komist áfram á þriðja stig úrtökumótsins. Björgvin er í 43.-52. sæti en hann hóf leik á 10. braut líkt og Sigurpáll en hann fékk skolla á síðustu holu dagsins. Sigurpáll var á parinu eftir fyrri níu holurnar en hann fékk fjóra skolla á seinni níu og tvo fugla og endaði á tveim yfir pari, eða 73 höggum. Hann er í 67.-75. sæti eftir fyrsta hringinn og ljóst að hann þarf að gera mun betur ætli hann sér að komast áfram. Birgir og Björgvin byrjuðu vel AGANEFND enska knattspyrnu- sambandsins, FA, úrskurðaði í gær fjóra leikmenn Arsenal í leikbann vegna óprúðmannlegrar framkomu eftir leik Manchester United og Ars- enal í síðasta mánuði. Lauren fékk þyngsta dóminn en hann var úr- skurðaður í fjögurra leikja bann auk 5,2 millj. kr. sektar. Martin Kowen fékk þriggja leikja bann og 2,6 millj. kr. sekt, Patrick Vieira eins leiks bann og 2,6 millj. kr. sekt og Ray Parlour eins leiks bann og 1,3 millj. kr. sekt. Ashley Cole slapp við bann en var sektaður um 1,3 millj. kr. og Arsenal var gert að greiða 22,6 millj. kr. í sekt. Leikmenn Manchester United, Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo, eiga eftir að svara fyrir sig hjá aga- nefnd FA en ólíklegt er að þeir fái leikbann þar sem þeir brugðust við því sem gerst hafði nokkrum and- artökum áður. Ronaldo átti þá í úti- stöðum við Ashley Cole og Giggs lenti í „rökræðum“ við Lauren. 56 rauð spjöld frá árinu 1996 Undir stjórn Arsene Wenger frá árinu 1996 hafa leikmenn liðsins náð sér í 56 rauð spjöld, og misst samtals af 148 leikjum vegna leikbanna. Vieira hefur frá þeim tíma misst af hálfu keppnistímabili samtals vegna leikbanna. Bannið skellur á Arsenal 17. nóv- ember, þannig að leikmennirnir fjór- ir verða ekki með liðinu er það leikur gegn Birmingham á útivelli 22. nóv- ember. Þá var reiknað með að Vieira myndi leika sinn fyrsta leik eftir meiðsli, en hann fær lengri tíma til að jafna sig. Reuters Lauren, leikmaður Arsenal, var vígalegur á svip er hann tók um háls Phil Neville. Ashley Cole, Arsenal, stendur álengdar. Sektir og bönn hjá Arsenal  MANCHESTER United hefur sent Chelsea áminningu þess efnis að Peter Kenyon, fyrrverandi for- stjóri Manchester United samsteyp- unnar, sé ekki ennþá heimilt að vinna fyrir Chelsea, en hann sagði upp hjá Manchester í haust og réð sig til Lundúnafélagsins.  ORÐRÓMUR hefur verið uppi um að Kenyon sé farinn að skipta sér af málum hjá Chelsea. Samkvæmt starfslokasamningi sem hann gerði við Manchester United má hann ekki hefja störf hjá Chelsea fyrr en í vor.  VIÐRÆÐUR standa þó yfir á milli félaganna um að þessi tími verði styttur en samningar hafa ekki tek- ist ennþá. Á meðan verður Kenyon að halda sig til hlés.  OLIVER Kahn, markvörður Bay- ern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, veltir því nú fyrir sér að falla frá fyrri ákvörðun um að leggja hanskana á hilluna eftir HM sem fram fer í Þýskalandi 2006.  KAHN, sem er 34 ára gamall, segir í viðtali við þýska blaðið Bild að frammistaða sín með Bayern og þýska landsliðinu á árinu gefi til kynna að hann geti leikið í nokkur ár til viðbótar. „Ég ræddi við Sepp Maier markvaðarþjálfara og út- skýrði að ef ég yrði áfram í þessu formi þá myndi ég ekki hætta 2006,“ segir Kahn.  MAIER sem er fyrrum landsliðs- markvörður Þjóðverja hefur fulla trú á að Kahn geti leikið í sex ár til viðbótar kæri hann sig um. „Oli get- ur haldið áfram að leika og vera í fremstu röð alveg fram að fertugs- aldrinum.“  NORSKI framherjinn Henning Hamre sem slegið hefur í gegn með liði Flora Tallinn í Eistlandi þar sem hann hefur skoraði 39 mörk í 25 leikjum er kominn til reynslu hjá franska liðinu Lille.  FRAMMISTAÐA Hamre hefur vakið mikla athygli þó svo að deildar- keppnin í Eistlandi sé ekki hátt skrifuð og hafa bæði frönsk og þýsk lið sýnt pilti áhuga.  FORSVARSMENN enska úrvals- deildarliðsins Chelsea sögðu í gær að aðgerð sem gerð var á franska landsliðsmanninum Emmanuel Petit hefði heppnast vel, en Petit var meiddur á hné og verður frá keppni í allt að sex vikur.  AÐGERÐIN var gerð í Stras- bourg í Frakklandi og var það Jean- Henri Jaeger sem framkvæmdi að- gerðina. Petit hefur sagt að hann muni ekki leika framar með franska landsliðinu en hann hefur ekkert leikið með Chelsea frá því að hann fór meiddur af leikvelli hinn 27. sept- ember í 1:0 sigri Chelsea gegn Aston Villa. FÓLK HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur Kaplakriki: Ísland - Pólland ......................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: UMFG - Haukar.................19.15 Keflavík: Keflavík - Snæfell .................19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - KFÍ ....................19.15 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Fjölnir................19.15 Borgarnes: Skallagrímur - Þór A. .......19.15 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Tindastóll 111:108 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, fimmtudagur 30. október 2003. Gangur leiksins: 4:0, 6:10, 13:12, 14:19, 16:23, 23:25, 27.26, 33:29, 43:33, 47:35, 47:40, 51:42, 51:51, 53:51, 58:55, 66:55, 66:64, 75:71, 75:75, 77:78, 81:80, 88:87, 99:87, 109:96, 109:105, 11:105, 11:108. Stig KR: Chris Woods 28, Ólafur Már Æg- isson 19, Steinar Kaldal 15, Baldur Ólafs- son 12, Skarphéðinn Ingason 11, Helgi R. Guðmundsson 9, Ingvaldur Magni Haf- steinsson 9, Magnús Helgason 5, Hjalti Kristinsson 3. Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn. Stig Tindastóls: Clifton Cook 23, Adrian Parks 23, Nick Boyd 21, Kristinn Friðriks- son 17, Axel Kárason 14, Helgi R. Viggós- son 6, Einar Örn Aðalsteinsson 4. Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn. Villur: KR 21 – Tindastóll 27. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Karl Friðriksson. Áhorfendur: Um 147. ÍR – Breiðablik 69:71 Seljaskóli: Gangur leiksins: 0:9, 5:11, 7:18, 11:21, 15:26, 19:29, 24:31, 27:32, 31:36, 35:40, 39:50, 44:52, 46:54, 49:57, 53:62, 55:65, 62:65, 65:67, 68:69, 69:71. Stig ÍR: Kevin Grandberg 24, Reggie Jess- ie 17, Ólafur Þórisson 10, Eiríkur Önund- arson 6, Ólafur Guðmundsson 4, Jón Krist- jánsson 4, Bryan Leier 2, Fannar F. Helgason 2. Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn. Stig Breiðabliks: Cedrick Holmes 26, Mirko Virijevic 15, Pálmi Sigurgeirsson 12, Jónas Ólason 11, Loftur Þ. Einarsson 5, Jó- hannes Hauksson 2. Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn. Villur: ÍR 12 – Breiðablik 18. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 100. Hamar – Njarðvík 79:76 Hveragerði: Gangur leiksins: 3:0, 7:7, 14:7, 16:9, 26:21, 29:26, 31:26, 34:28, 36:30, 43:37, 49:37, 49:40, 51:43, 51:47, 59:53, 61:56, 63:58, 65:60, 67:62, 67:67, 73:67, 77:76, 79:76. Stig Hamars: Chris Dade 21, Lárus Jóns- son 20, Faheem Nelson 16, Hallgrímur Brynjólfsson 10, Svavar Pálsson 7, Pétur Ingvarsson 5. Fráköst: 16 í vörn, 16 í sókn. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 30, Brenton Birmingham 17, Friðrik Stefáns- son 14, Páll Kristinsson 10, Ólafur Ingvars- son 3, Guðmundur Jónsson 2, Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn. Villur: Hamar 21 – Njarðvík 18. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Guðmundur Stefán Maríasson. Áhorfendur: Um 250. Staðan: Grindavík 4 4 0 355:340 8 Snæfell 4 3 1 335:302 6 Haukar 4 3 1 329:314 6 Njarðvík 5 3 2 448:437 6 Hamar 5 3 2 384:409 6 KR 5 3 2 477:453 6 Keflavík 4 2 2 399:361 4 Tindastóll 5 2 3 484:462 4 Þór Þorl. 4 2 2 372:385 4 Breiðablik 5 1 4 401:448 2 ÍR 5 1 4 437:476 2 KFÍ 4 0 4 369:403 0 1. deild kvenna: UMFG – KR 45:58 Gangur leiksins: 10:3, 16:12, 16:17, 25:21, 27:24, 27:36, 32:45, 37:48, 43:56, 45:58. Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 15, Sólveig Gunnlaugsdóttir 15, Jovana L. Stefánsdóttir 4, Sandra Guðlaugsdóttir 3.Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Erna Magnúsdóttir 2. Fráköst: 30 í vörn – 19 í sókn. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 21, Georgia Kristianssen 16, Tinna Sigmundsdóttir 6, Guðrún Sigurðardóttir 4, Anna Gísladóttir 4, Lilja Oddsdóttir 3, Elín Bjarnadóttir 2, Halla Jóhannesdóttir 2 . Fráköst: 46 í vörn – 17 í sókn. Villur: Grindavík 28, KR 13. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Lárus Magnússon. Áhorfendur: Um 80. Staðan: ÍS 5 4 1 317:278 8 Keflavík 5 3 2 421:339 6 Njarðvík 5 3 2 311:311 6 ÍR 5 2 3 308:351 4 KR 5 2 3 304:318 4 Grindavík 5 1 4 265:329 2 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, SS-bikarinn, 8 liða úrslit: FH 2 – Grótta/KR .................................23:30  Grótta/KR, ÍBV, FH og Haukar leika í undanúrslitum. Risabikarkeppni karla í Þýskalandi: Svíþjóð – Rússland ...............................32:25 Magnus Wislander 5, Jonas Ernelind 5/1 – Oleg Kuleschow 5, Alexej Kamanin 5/4. Spánn – Króatía....................................21:22 David Barrufet 5, Fernando Hernandez 5/2 – Ivano Balic 5, Slavko Goluza 5. Vináttulandsleikir Danmörk – Ungverjaland ....................35:29  Þessi leikur var leikinn á miðvikudag. Danmörk – Noregur .............................28:35  Danir tefldu fram b-liði sínu. KNATTSPYRNA Spánn Atletico Madrid – Real Sociedad............4:0 Demis Nikolaidis 18., Fernando Torres 57. (víti), 65., Simeone 80. Vörnin hjá okkur vann þennan leikog við börðumst vel í sóknarfrá- köstunum, sérstaklega Svavar Páll og ef hann náði ekki frákastinu, blakaði hann boltanum til okkar. Þá hélt Chris Dade Brenton Birm- ingham niðri eins og hægt var og þegar þetta allt er tekið inn í mynd- ina er sigurinn okkar. Næsti leikur er í Hópbílabikarnum við Keflavík. Við munum leggja upp með að verja heimavöllinn og menn eiga ekki að hlakka til að aka niður Kambana,“ sagði, Lárus Jónsson í leikslok. „Þetta vannst eina ferðina enn og við erum farnir að spila vörn án þess að brjóta mikið og það er kannski munurinn á þessu Hamarsliði og þeim liðum sem ég hef haft áður,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur var óhress með sína menn í leikslok. „Ég sagði þeim að ef menn væru ekki á tánum myndum við tapa, ég er hundfúll með ákefðina í liðinu og það er eins og menn of- metnist við að vinna tvo leiki í röð. Þá má segja að Lárus hafi slátrað mín- um mönnum í dag.“ Lárus Jónsson var bestur heima- manna, en einnig voru þeir Chris Dade og Faheem Nelsson ásamt Svavari Pálssyni að vinna vel. Þá kom Hallgrímur Brynjólfsson skemmtilega inn í leikinn og setti niður mikilvæga þrista. Hjá Njarð- vík var Brandon Woudstra bestur og Friðrik Stefánsson fór fyrir sínum mönnum undir körfunni. Lárus sá um Njarðvíkinga HAMAR vann Njarðvík, 79:76 í æsispennandi leik í Hveragerði í úr- valsdeild karla í körfuknattleik Intersportdeildinni, í gærkvöldi. Njarðvík var þó ekki langt frá því að komast í framlengingu en þriggja stiga skot þeirra skoppaði af körfuhring Hamarsmanna í þann mund sem flautan gall. Hamar var yfir allan leikinn og er það ekki síst vegna stórleiks Lárusar Jónssonar sem heimamenn lönd- uðu sætum sigri. Í hálfleik var staðan 49:40. Helgi Valberg skrifar Það var ekki glæsilegur leikursem boðið var upp á í gærkveldi þegar KR-stúlkur heimsóttu Grind- víkinga heim. Gest- irnir fóru með sigur af hólmi 58:45 en Grindavík er í neðsta sæti deildarinnar á meðan KR er í næstneðsta sæti þeg- ar fimm umferðum er lokið. Grindavíkurliðið byrjaði leikinn vel og gekk Reykjavíkurliðinu illa að komast í gang en upp úr miðjum öðr- um leikhluta settu gestirnir í gírinn, breyttu stöðunni úr 27:24 í 27:36 og lönduðu að lokum öruggum sigri á Grindavík - 58:45. Gestirnir spiluðu góða vörn á þær Sólveigu Gunnlaugsdóttur og Petrúnellu Skúladóttur og það var í raun nóg til að krækja í stigin tvö því þær voru töluvert betri en aðrir leik- menn í Grindavík. Bestar í liði gest- anna voru Hildur Sigurðardóttir og Georgia Kristianssen, en Hildur hef- ur verið í miklum ham undanfarið. KR-vörnin sterk Garðar Vignisson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.