Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 22
AUSTURLAND
22 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf á laugardögum
Smáauglýsing
á aðeins 500 kr.*
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.*
Almennt verð er 1.689 kr.
Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum.
*5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003.
Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
22
0
0
9/
20
03
Reyðarfirði | Fyrirtækið Leiguíbúðir í Fjarðabyggð
ehf. hefur í hyggju að byggja fjögur fjölbýlishús á Odd-
nýjarhæð á Reyðarfirði, með samtals 104 íbúðum.
Undirbúningi miðar vel og hönnun húsanna er á
lokastigi. Auglýsing um breytingu deiliskipulags á
þessu svæði liggur frammi þar til seint í nóvember og
undirbúningur fjármögnunar er í fullum gangi.
Mikill húsnæðisskortur er á Reyðarfirði og hentar
þetta fyrirkomulag mjög vel. Gert er ráð fyrir því að
eldri borgarar og fatlaðir hafi greiðan aðgang að hús-
unum.
Fjölbýlishúsin verða sex hæðir og kjallari. Að utan
verða þau klædd viðhaldslitlum granítsalla, áli og
sedrusviði. Í hverju húsi verða 26 íbúðir, tveggja,
þriggja og fjögurra herbergja, í þremur stærðarflokk-
um, 70 til 105 fermetrar.
Áætlað er að byrja í desember nk. á tveimur húsum
sem eiga að verða tilbúin árið 2005, og seinni tvö húsin
2006.
Um tvö hundruð manns sóttu kynningarfund um
byggingarnar, þar sem framkvæmdirnar voru reifaðar.
Stjórnarformaður Leiguíbúða í Fjarðabyggð ehf. er
Franz Jezorski hdl. og framkvæmdastjóri Ágúst Bene-
diktsson.
Djúpavogi | Dvalarheimilið Helga-
fell á Djúpavogi var tekið í notkun
árið 1995 og þar búa nú níu manns.
Þegar fréttaritari Morgunblaðsins
kíkti í heimsókn á dögunum voru
íbúar að borða dýrindis selkjöt sem
þeir Stefán Aðalsteinsson og
Tryggvi Sigurðsson, íbúar á Helga-
felli, höfðu fært kokknum nokkrum
dögum áður.
Stefán, sem verður áttræður í
næsta mánuði og Tryggvi, sem er
sjötíu og fjögurra ára, eru iðnir við
að draga björg í bú og fara reglu-
lega á svartfuglaskytterí á Svala,
bát sem Stefán á og smíðaði sjálf-
ur. Stefán hefur smíðað marga báta
um ævina og er enn að. Þeir fé-
lagar veiða líka fisk í soðið fyrir
heimilismenn á Helgafelli og bjóða
af og til upp á siginn fisk og fleiri
krásir.
Stefán segist alltaf hafa verið
mikill veiðimaður og var m.a. tófu-
skytta frá því árið 1947 og þar til í
vor. Hann hefur líka sínar skoðanir
á því hvernig best sé að elda að-
föngin og gefur Guðrúnu Aradótt-
ur, kokki á Helgafelli, góð ráð við
eldamennskuna þegar þeir félagar
hafa fært henni eitthvað í pottinn.
Prjónar ullarsokka og sendir
inn í Kárahnjúka
Halldór Jónsson hefur séð um að
setja niður kartöflur þannig að það
má segja að á Helgafelli sé stund-
aður sjálfsþurftarbúskapur.
En það eru fleiri kraftmiklir íbú-
ar á Helgafelli. Þórður Snjólfsson
er einn þeirra, en hann saumar út
og prjónar ullarsokka sem hann
sendir starfsmönnum á Kára-
hnjúkum.
Allir eru þeir ánægðir með dvöl-
ina á Helgafelli enda nóg við að
vera. Þrisvar í viku er opið hús fyr-
ir íbúa Djúpavogshrepps, sextíu
ára og eldri, og þá er boðið upp á
leikfimi, föndur og fleira. Hlíf Her-
björnsdóttir er starfsmaður á
Helgafelli og segir að reynt sé að
bjóða upp á eitthvað við allra hæfi.
Mikilvægast sé þó að fólk hittist,
spjalli og eigi saman góðar stundir.
Fram undan er svo heimsókn í
Breiðdal, laufabrauðsgerð og jóla-
hlaðborð, þannig að það verður nóg
að gera á næstunni hjá íbúum
Djúpavogshrepps, sextíu ára og
eldri.
Heimilismenn á Helgafelli draga
björg í bú fyrir dvalarheimilið
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Þeir draga björg í bú: Tryggvi Sigurðs-
son og Stefán Aðalsteinsson á Helgafelli.
Saumar út og prjónar ullar-
sokka og sendir í Kárahnjúka:
Þórður Snjólfsson á Djúpavogi.
Siginn fiskur
og fleiri krásir
Fjögur fjölbýlishús
rísa á Reyðarfirði
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Bæjarmyndin breytist: Svona munu fjölbýlishúsin við Melgerði á Reyðarfirði líta út.
Bókasafn | Flytja á bæjarbókasafn
Neskaupstaðar í nýbyggingu við
grunnskóla bæjarins. Safnið hefur í
fjörutíu ár verið í Egilsbúð í 50 fer-
metra húsnæði, en flyst í vor í 250
fermetra. Setja á samhliða upp
tölvuvætt útlánakerfi í safninu og
góða lestraraðstöðu fyrir þá er safn-
ið nýta.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur