Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 43 hjálpuðum hvor annarri frá því við fyrst stigum fæti á þetta nýja land. Þegar ég var ófrísk og átti erfitt með að ganga þá safnaðir þú saman öllum peningum sem þú áttir til að lána mér fyrir gömlum bíl „svo ég þyrfti ekki að labba með þessa stóru bumbu“ eins og þú orðaðir það. Þú varst svo góð manneskja, hugsaðir vel um fjölskylduna þína, vini þína og allt fólk í kringum þig. Þú varst svo einstaklega dugleg kona, en það er ótrúlegt hversu mikla erfiðleika þú hefur gengið í gegnum í lífi þínu, ekki síst við að læra og vinna til að skapa þér og börnunum þínum nýtt líf í þessu ís- lenska samfélagi. En því miður vissu ekki margir hversu hart þú lagðir að þér. Vinkona mín, ég vona að þú mun- ir hvíla í friði og guð muni taka á móti þér. Ég get ekki orðað það betur hversu djúp sorg mín er og hversu sárt ég sakna þín. Fjölskyldu þinni votta ég innilega samúð mína. Thuy Ngo. Árið 1991 kom þriðji hópur víet- namskra flóttamanna til Íslands – frá Hong Kong eins og árið áður. Þetta voru 30 Norður-Víetnamar sem flúið höfðu örbirgð og óstjórn í heimalandinu. Í þessum hópi var Van Thi Nguyen sem hér á landi valdi sér nafnið Vera. Hún kom með syni sínum, Cong Duc Nguyen, sem nú heitir líka Máni, og sambýlis- manni sínum, Long Van Bui, sem tók sér nafnið Jósep. Vegna skorts á leiguíbúðum bjó þessi litla fjöl- skylda fyrst í íbúð með einstæðri móður með tvö lítil börn og gekk sambýlið mjög vel. Konunum þótti það vera smámál að deila eldhúsi, stofu og baðherbergi enda vanar miklu þrengri og verri aðstæðum í flóttamannabúðunum. Vera og Jósep voru ljúf í um- gengni, þau lögðu sig fram við að reyna að læra íslensku en það er sérstaklega erfitt fyrir fólk sem kemur af tónmálasvæðum eins og Víetnam og Kína. Þau höfðu ekki notið langrar skólagöngu um ævina og fannst eins og fleirum erfitt að sitja lengi á skólabekk orðin rígfull- orðin að eigin mati. Það var gaman að heimsækja þau, þau voru elsku- leg, harðdugleg til vinnu og dreng- urinn Máni var afar meðfærilegur og lærði fljótt að tala íslensku. Þau eignuðust litla dóttur, Dísu Mai, ár- ið 1993 og gaman var að sjá hversu vænt þeim þótti um börnin og sinntu þeim vel. En skjótt skipast veður í lofti, litla fjölskyldan, sem virtist svo hamingjusöm, sundraðist. En síðar eignuðust þau Vera og Jósep dótt- urina Rósu Ðao Thi Bui sem er nú rúmlega þriggja ára. Flóttamannaverkefnið stóð í eitt ár. Eftir það dró verulega úr sam- skiptum Rauða krossins við fólkið. Þegar fimm ár voru liðin frá komu þeirra til landsins veitti Rauði krossinn þeim aðstoð við að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Þeg- ar þeim áfanga var náð má segja að tengslin hafi rofnað. Fyrir sex vikum hitti ég Veru á götu af tilviljun. Hún kallaði til mín og faðmaði mig að sér og þakkaði mörgum sinnum fyrir allt sem Rauði krossinn hefði gert fyrir hana og fjölskylduna. Það ljómaði af henni. Þannig vil ég muna Veru – en ekki grunaði mig að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjumst hérna megin grafar. Það þarf dugnað og þrek til þess að flytjast á milli menningarheima, byggja upp nýja framtíð fyrir fjöl- skyldu og aðstoða ættingja til betra lífs í nýju landi. Allt þetta gerði Vera. Nú nýtur hennar ekki lengur við en ég veit að Jósep gerir það sem í hans valdi stendur til þess að hlúa að börnunum og skapa þeim gott heimili og ég er þess fullviss að margir munu styðja hann í því. Við sendum öllum ættingjum og vinum Veru Van Thi Nguyen hjart- anlegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri flóttamanna- starfs Rauða kross Íslands. Ég kynntist Van fyrst árið 2000 þegar ég starfaði í Miðstöð nýbúa. Við höfðum sett saman fjölmenn- ingarlegan barnakór og var Dísa, dóttir Van, í kórnum. Á meðan börnin voru uppi að syngja sátum við mæðurnar gjarnan á neðri hæð- inni og spjölluðum saman og á þeim stundum kynntist ég Van. Hún lagði mikið upp úr því að dætur hennar fengju tækifæri til að stunda einhvers konar tómstundir og hún lagði með ánægju á sig ferðalagið út í Skerjafjörð á hverj- um laugardegi til að dóttir hennar missti ekki af kórnum. Börnin voru óneitanlega okkar aðal umræðuefni enda virtist allt hennar líf snúast um það að hugsa sem best um þau og skapa þeim sem besta framtíð. Það var mér sönn ánægja að fá tækifæri til að kynnast henni. Ég votta börnum hennar og fjölskyldu innilega samúð mína. Guðrún Pétursdóttir. ✝ Kristján BergurKristjánsson fæddist í Fífuhvammi í Kópavogi 18. apríl 1942. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Stein- dór Ísaksson frá Fífu- hvammi í Kópavogi, f. 24.8. 1907, d. 20.8. 1973, og Guðrún Kristjánsdóttir frá Álfsnesi, f. 8.12. 1908, d. 12.1. 1991. Systkini Kristjáns eru Þórunn, f. 29.12. 1938, gift Hilmari Gylfa Guðjónssyni, f. 9.3. 1935, d. 16.5. 2003, Helga, f. 12.4. 1943, Gunnar Smári, f. 17.12. 1947, öll búsett í Kópavogi og Sigurður, f. 2.1. 1945, d. 19.6. 1976, kvæntur Hólmfríði Gunnlaugsdóttur, f. 9.11. 1947. Kona Kristjáns er Þórunn M. Garðarsdóttir, f. 28.4. 1953. For- eldrar hennar eru Garðar Bald- vinsson, f. 2.7. 1915, d. 3.4. 1960, og Sigríður Sæunn Jakobsdóttir, f. 3.8. 1937, gift Örlygi Kristmunds- syni, f. 8.2. 1941. Systkini Þórunn- ar sammæðra eru: Sigurður Ragnar, Berglind, Ólafur Jak- ob, Jóhann Karl, Sævar og Krist- mundur. Systkini hennar samfeðra eru: Jóna, Garðar, Fríður, Tómas, Teit- ur og Baldvin. Dætur Kristjáns og Þórunnar eru Edda Rúna, f. 8.10. 1972, eiginmaður Rósant Guðmunds- son, f. 11.6. 1973, dóttir þeirra er Enea, f. 6.6. 2000, og Guðrún, f. 2.4. 1979, sambýlismaður Egill Þórarinsson, f. 14.4. 1977, börn hans eru Brynja Rán og Hjörtur Breki. Kristján stundaði nám í iðnskól- anum í Reykjavík og starfaði lengst af sem vélvirki, en síðustu árin rak hann eigið fyrirtæki, Lyftuleiguna ehf. ásamt Stefáni Magnússyni. Kristján og Þórunn bjuggu lengst af í Smárahvammi en árið 1988 fluttu þau í Birki- hvamm. Útför Kristjáns verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, þú fórst alltof, alltof fljótt og ég sakna þín strax ótrúlega mikið. Síðustu mánuðir, vikur og dagar hafa verið erfiðir og þá sér- staklega fyrir þig, en núna ertu kom- inn á stað þar sem þér líður vel. Síð- ustu daga er eins og fjársjóðskista hafi opnast og allar góðu minning- arnar okkar þjóta í gegnum hugann. Öll ferðalögin okkar innanlands og erlendis, þegar þú kenndir mér að aka bíl í Smárahvamminum, allar ferðirnar á bílasölurnar, kerruferð- irnar uppá Nónhæð í kartöflu- garðana. Það var sama hvað ég bað þig um, þú reddaðir því, enda þús- undþjalasmiður með meiru og meiri viskubrunni hef ég ekki kynnst, enda last þú óendanlega mikið. Mér fannst svo fyndið þegar þú byrjaðir alltaf aftast á bókum, last svo miðjuna og ef þér leist á það lastu alla bókina. Týp- ískt fyrir þig að eyða ekki tíma í að lesa tilgangslausa bók. Þú varst hnyttinn fram í fingurgóma og áttir alltaf skemmtilegar sögur á taktein- um. Þegar þú ætlaðir þér eitthvað gerðir þú það og þú gerðir það vel. Þó þú hafir ekki flaggað tilfinning- um þínum þá voru þær til staðar, fundu þeir það sem stóðu þér næstir. Stundum kallaði ég þig Tuðmund Jóns, því þú varst ósigrandi í rökræð- um og þangað til núna hélt ég yf- irhöfuð að þú værir ósigrandi. Fyrst þú vannst fyrsta bardagann þá hélt ég að við fengjum meiri tíma saman. Það breytir samt enginn hringrás lífsins, þótt þú hafir reynt það og bar- ist eins og hetja. Kannski var ég ekki svo vitlaus heldur bara lítil pabba- stelpa sem langaði til þess að í fram- tíðinni myndir þú leiða hana upp að altarinu og sjá börnin hennar. Þú ætlaðir þér svo innilega að koma og sjá hreiðrið hjá mér og Agli uppí Mosó en því miður komst þú ekki. Samt veit ég að núna fylgist þú stolt- ur með okkur. Síðast af öllu hefðir þú viljað að þetta síðasta ferðalag þitt hefði of mikil áhrif á mig. Eins og þegar ég meiddi mig eða var veik þá sagðir þú alltaf „þetta verður orðið gott á morgun“ og ég trúði þér aldrei en núna hef ég ákveðið að trúa þér. Ég hef allt lífið til að nota veganestið sem þú gafst mér og takk fyrir að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég hef og mun alltaf vera stolt af því að vera dóttir þín. Guðrún (Dúna). Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Enea afastelpa. Við viljum minnast vinar okkar og samstarfsmanns, Kristjáns B. Krist- jánssonar, sem búinn er að berjast eins og hetja en af æðruleysi við krabbameinið sl. ár. Kiddi, eins og hann var kallaður, var ákveðinn í því að gefast ekki upp og hann var viljasterkur til hinstu stundar. Æðruleysi og hugrekki einkenndu Kidda. Þegar við spurðum hann hvernig hann hefði það var alltaf sama jákvæðni í þeim svörum sem við fengum. Hann hélt reisn sinni í baráttunni við þann óvin sem engu eirir og svo marga hrifsar til sín langt fyrir aldur fram. Lengst af starfsferli sínum var Kiddi í vinnu við vélaviðgerðir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og mörg ár hjá Landvélum en síðustu 6 árin rak hann Lyftuleiguna ehf. ásamt Stefáni Magnússyni. Kiddi var afar fróðleiksfús maður og var alla tíð bókgefinn og afar vel lesinn. Það voru því oft ýmis þjóðmál rædd og eigum við eftir að sakna þeirra umræðna á kaffistofunni í Vesturvörinni. Kiddi hafði alltaf ákveðnar skoð- anir á þjóðlífinu og það var ekki hægt með neinum rökum að breyta skoð- unum hans. Hann var þrjóskur og hélt sínu staðfastlega fram. Kiddi var ekki fyrir að vera innan um fjölmenni og vildi lítið láta fyrir sér fara. Hann þurfti ekki á því að halda en hann var vinur vina sinna. Elsku Þórunn, það er áfall að missa maka sinn, ekki síst eftir langa og farsæla sambúð. Þú hefur staðið eins og klettur við hlið hans í orra- hríðinni ströngu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við kveðjum þig, Kiddi minn, og vottum um leið Þórunni og dætrum ykkar okkar dýpstu samúð. Ykkar vinir, Stefán og Ingunn, Ómar og Guðný. Fallinn er frá fyrir aldur fram ná- granni minn Kristján Kristjánsson frá Smárahvammi í Kópavogi. Kristján var einn af frumbyggjum Kópavogs og liðtækur vel þegar kom að upplýsingaöflun um sögu staðar- ins enda séð bæinn vaxa úr sveit í stærsta kaupstað landsins þar sem bæjarhellan í Smárahvammi er nú nánast miðpunktur höfuðborgar- svæðisins. Kristján og Þórunn hafa verið okk- ar næstu nágrannar í tvo áratugi. Fljótlega eftir komuna í Hvammana var hafist handa við að betrumbæta húsakost og breyta. Ekki hafði mað- ur fylgst lengi með þessum nýja ná- granna þegar kostir hans komu í ljós. Allt virtist leika í höndum þessa manns, sama hvað hann gerði, og vandvirkni með afbrigðum góð. Ekki kom maður að tómum kofunum þeg- ar leita þurfti ráða varðandi viðhald fasteigna eða bílaviðgerðir á kom- andi árum. Oft fylgdu verkfæri með í pakkanum en Kristján virtist eiga flest verkfæri sem fundin hafa verið upp og var óspar á að lána þau. Í seinni tíð var ég skammaður fyrir að biðja um leyfi, ég átti bara að taka þau ef skúrinn væri opinn. Um dag- inn þurfti ég að tengja vask og verk- færi voru sótt til Kristjáns, ég spurði um heilsufar þar sem hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða. Hann var hress að vanda, nýbúinn að kaupa glæsilegt hús uppi á Hlíð- arvegi þar sem hann gat séð betur yf- ir æskustöðvarnar og Smárann, yf- irsýn sem verður nú frá hærri hæðum. Þórunn, Edda, Guðrún og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Marteinn og Alda. Fyrir 40 árum hófust mín fyrstu kynni af fjölskyldunni í Smára- hvamminum í Kópavogi. Þá var ég að setja í stand minn fyrsta bíl og hafði fengið inni hjá vini föður míns, Sig- urði Þorkelssyni, á Fífuhvammsveg- inum. Í framhaldi af því hófst kunnings- skapur okkar Sigurðar heitins bróð- ur þíns sem varð að traustri vináttu við hann og síðar fjölskyldunnar allr- ar. Í Smárahvamminum tókum við gamla fjósið í notkun og gerðum upp bíla og vinnuvélar meðfram öðrum störfum og þar safnaðist einnig sam- an mjög sérstæður hópur á nokkuð ólíkum aldri og í ólíkum störfum í þjóðfélaginu. Viðræðustundirnar þarna í fjósinu er frábær minning frá þessum tíma en þetta tímabil endar síðan árið 1976 þegar Sigurður bróð- ir þinn fórst af slysförum og ári síðar fer ég til Noregs og dvelst þar í 20 ár. Eftir heimkomuna endurnýjuðum við vináttuna og nutum góðra sam- vista seinustu sex árin. Við Sunna er- um ykkur Tótu afar þakklát fyrir þennan tíma. Til að lýsa helstu þáttum skap- gerðar þinnar kemur mér fyrst í hug manneskjulegur þankagangur, kímnigáfa, frásagnarhæfileiki, fróð- leiksþorsti og yndi af lestri góðra bóka. Þú varst hagleiksmaður við öll þín störf með iðnskólamenntun í vél- virkjun og tengdust öll þín störf þeirri iðn að einhverju leyti. En síð- ustu árin rakst þú eigið fyrirtæki, Lyftuleiguna ehf., ásamt góðum fé- laga. Um 1970 kynnist þú Þórunni sem varð þinn lífsförunautur upp frá því. 1972 fæddist Edda Rúna og Guðrún 1979, þær voru þín gæfa og kjölfesta í lífinu. Fyrstu búskaparárin voru í Smárahvamminum en síðar í suður- hlíðum Kópavogs, í Birkihvammi 16 með útsýni yfir heimaslóðir. Fyrir tæpum fjórum árum kenndir þú fyrst þess meins sem að síðustu hafði yfirhöndina. Velheppnuð að- gerð gaf von um góðan bata en nú í byrjun árs kom í ljós að meinið hafði dreift sér og var þá beitt lyfjameð- ferð sem í fyrstu virtist gefa góða raun en síðar kom í ljós að engum vörnum varð við komið. Þið Þórunn og dæturnar minntust með þakklæti alúðlegs og umhyggju- samlegs viðmóts og umönnunar sem ykkur var auðsýnd vegna þessara veikinda. Við hér í Sunnukoti þökkum kær- lega fyrir góða vináttu og samfylgd og óskum Tótu og dætrunum allrar blessunar á ókomnum árum. Hvíl í friði. Pétur og Sunna. KRISTJÁN BERGUR KRISTJÁNSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.