Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 51
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir árverkni og um- hyggjusemi en átt það til að vera þrjósk/ur. Eitthvað nýtt mun koma inn í líf þitt á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að skemmta þér með vinum þínum í dag. Þú vilt gera eitthvað nýtt með fólki sem veitir þér inn- blástur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína eða yfirmenn í dag. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja áður en þú lætur álit þitt í ljós. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ævintýraþrá þín er vakin. Þig langar til að gera eitt- hvað óvenjulegt. Útgáfu- starfsemi, framhalds- menntun og ferðalög höfða sterklega til þín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Rómantíkin setur enn svip sinn á líf þitt. Þig langar til að komast til botns í gömlu leyndarmáli og það gæti tek- ist. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er beint á móti merk- inu þínu. Þetta kallar á um- burðarlyndi og þolinmæði. Láttu þig fljóta með straumnum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fengið góða hug- mynd í vinnunni í dag. Þú gætir einnig rekist á óvenju- legt, áhugavert fólk. Njóttu dagsins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert tilbúin/n til að eyða peningum í að gera eitthvað skemmtilegt í dag. Þú ert líka óvenju örlát/ur í garð barna og ungmenna. Leyfðu sköp- unargleði þinni að njóta sín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur hugann við heimilið og fjölskylduna í dag. Þú ert tilbúin/n til að leggja þig fram til að þínir nánustu eigi skemmtilegan dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu í dag. (Það er hrekkjavaka.) Steingeit (22. des. - 19. janúar) Félagslífið skipar stóran sess í lífi þínu eins og stendur. Þú þarft engu að síður að huga að fjármálunum. Vinur þinn gæti komið með hjálplega ábendingu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér svolítið forskot á önnur merki. Þetta gerir það að verkum að þú hefur óvenju mikið aðdráttarafl. Njóttu þess. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert á báðum áttum í dag. Annars vegar langar þig til að gera eitthvað nýtt og spennandi en hins vegar langar þig til að njóta þess að vera heima í rólegheitum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK SUMARKVEÐJA Sjá! nú er liðin sumartíð, hverrar ljómi blíðu blómi hruman áður hressti lýð. Nú sjáum vér hve fastan fót allt það hefur gæfan gefur. Gráts eru hér og gleði mót. Óðfluga á tímans vagni vær öllum stundum áfram skundum; enginn honum aftrað fær. – – – Jón Þorláksson LJÓÐABROT 1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. g3 e5 4. Rc3 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 Rge7 7. d3 0-0 8. Bg5 f6 9. Bd2 d6 10. Re1 Be6 11. Rc2 Dd7 12. He1 Bh3 13. Bh1 f5 14. Hb1 h5 15. Bg5 f4 16. Bxe7 Rxe7 17. b4 fxg3 18. hxg3 h4 19. bxc5 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Tomas Oral (2.550) hafði svart gegn Sævari Bjarnasyni (2.284). 19. ... Hxf2! 20. Kxf2 hxg3+ 21. Kg1 Hugsanlega var betra að leika 21. Kxg3 þó að svartur hafi öfluga sókn eftir 21. ... Dg4+ 22. Kh2 e4. 21. ... g2 22. Re4? 22. e4! hefði verið öflugur varn- arleikur. 22. ... Dg4 23. Re3 gxh1=D+ 24. Kxh1 Dh5 25. Kg1 Rf5 26. Dd2 Hf8 27. Rxf5 Hxf5 28. e3 Dg4+ 29. Kh2 Bf1! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Þriðja umferð Mjólkurskákmótsins hefst í dag á Hótel Selfossi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÞEIR sem lesið hafa „dýragarðsbækur“ Vict- ors Mollos muna vel eftir Óskari uglu, sem aldrei spilaði sjálfur, en sat eins og ugla á stólbaki spilara og fylgdist gagnrýninn með framvindunni. Óskar hafði næmt auga fyrir hinu furðulega í spilinu og hann hefði haft gaman af þessu spili frá landsliðskeppn- inni um síðustu helgi: Norður ♠ K873 ♥ 109874 ♦ 54 ♣G5 Suður ♠ D1052 ♥ -- ♦ Á8 ♣ÁKD10963 Til að byrja með: Hvernig myndi lesandinn meðhöndla fjóra spaða úr suðursætinu með hjarta- kóng út? AV hafa ekkert lagt til málanna í sögnum. Spilið er alls ekki eins sterkt og það virðist vera við fyrstu sýn. Suður þarf að trompa fyrsta slaginn og á ekki auðvelt um vik að sækja trompið og valda hjartað um leið. Það geng- ur til dæmis ekki að spila spaðadrottningu að heim- an í öðrum slag, eins og sumir gerðu: Norður ♠ K873 ♥ 109874 ♦ 54 ♣G5 Vestur Austur ♠ G94 ♠ Á6 ♥ KDG6 ♥ Á532 ♦ K1072 ♦ DG963 ♣84 ♣72 Suður ♠ D1052 ♥ -- ♦ Á8 ♣ÁKD10963 Austur drepur og spilar hjarta áfram. Suður trompar og er nú varnar- laus. Ef hann spilar trompi á kóng og svo laufi, fær vörnin alltaf tvo slagi á hjarta. Ekki gengur held- ur að spila laufinu strax, því austur mun trompa það þriðja og spila enn hjarta. Vestur á þá slag á tromp og síðan fær vörnin annan á hjarta. Þröstur Ingimarsson fann réttu leiðina. Hann spilaði blindum inn á lauf- gosa í öðrum slag og þaðan trompi á drottninguna. Síðan lét hann trompið eiga sig og sneri sér að laufinu, enda mátti vörnin fá þrjá slagi á tromp. En hvað kemur Óskar ugla þessu spili við? Jú, Jón Baldursson var kom- inn í sex spaða í suður! Sá samningur er hörmulegur, en vinnst þvingað með hjarta út, því sagnhafi verður að spila austur upp á ásinn annan í trompi. Hann fer inn í borð á lauf- gosa, spilar spaða á drottningu og dúkkar spaða. Hvort sem tígull eða hjarta kemur til baka, spilar sagnhafi nú hálauf- um og nær þannig spaða- gosanum af vestri. Jón fékk reyndar ekki tæki- færi til að spila slemmuna, því AV „fórnuðu“ í sjö tígla, en þeir sem þekkja til Óskars uglu vitað hvað hann hefði sagt: „Merki- legt spil; sex spaðar standa á borðinu, en fjórir eru í stórhættu.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 2. nóvember verður fimmtugur Kjartan Þ. Ólafsson, alþingismaður og stöðvarstjóri Steypu- stöðvarinnar á Selfossi. Í tilefni þess býður hann öll- um vinum, vandamönnum og samstarfsfólki til afmæl- isfagnaðar í Hvíta húsinu, Hrísmýri, Selfossi, laug- ardaginn 1. nóvember frá kl. 17–20. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Þór- halli Heimissyni þau Ólöf Önundardóttir og Hörður Gunnarsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. KIRKJUSTARF SORGIN gleymir engum og á sér hinar ýmsu myndir í lífinu. Hún getur sljóvgað, verið erfið, flókin og stundum finnst fólki það fast í viðjum hennar. Hún kallar fram ýmis viðbrögð í hugum og hjörtum fólks. Á allra heilagra messu, sem er fyrsta sunnudag í nóvember, er beðið sérstaklega fyrir sálum þeirra sem á undan eru farin. Sorg- in kemur ekki einungis þegar dauðsföll verða heldur einnig vegna flókinna aðstæðna sem upp koma í lífinu. Grafarvogskirkja hefur fengið fjóra aðila til að fjalla um sorgina og nokkur birtingarform hennar. Erindin verða flutt í Grafarvogs- kirkju á mánudagskvöldum í nóv- ember og hefjast þau klukkan 20 og lýkur klukkan 22 og eru þau öllum opin. Mánudaginn 3. nóvember: Sorg og sorgarviðbrögð vegna andláts. Sr. Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur, hefur áralanga reynslu af sorgarvinnu sem sóknarprestur. Auk náms í uppeldis- og kennslu- fræði við Háskóla Íslands hefur hann stundað framhaldsnám meðal annars í sálgæslu, prédikunar- fræði, sálgæslu og fjölmiðlafræði við Pacific Scool of Religion í Berkley í Kaliforníu. Mánudaginn 10. nóvember: Sorg vegna missis á meðgöngu. Guðrún Eggertsdóttir, djákni, lauk árs- framhaldsnámi í sálgæslu (Clinical Pastoral Education) við Abbot- sjúkrahúsið í Minneapolis haustið 2001. Starfaði hún þar meðal ann- ars á meðgöngu- og fæðing- ardeildum. Mánudaginn 17. nóvember: Sorg- in og minnistap. Sr. Sigurður Arn- arson lauk ársframhaldsnámi í sál- gæslu (CPE) við Meriter-sjúkra- húsið í Madison, Wisconsin, haustið 2002. Starfaði hann þar meðal ann- ars á deildum fyrir fólk með alz- heimer og minnistap. Í ellefu mán- uði frá 2002–2003 leysti sr. Sigurður af sem sendiráðsprestur í London. Mánudaginn 24. nóvember: Sorg- in og fíknin. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir starfaði um árabil sem ráðgjafi fyrir alkóhólista og fíkni- efnaneytendur og aðstandendur þeirra. Eins hefur sr. Anna lokið námi í faghandleiðslu og hand- leiðslufræðum við endurmennt- unardeild Háskóla Íslands. Á eftir fyrsta erindinu 3. nóv- ember mun verða kynnt starfsemi sorgarhóps, sem mun halda alls 8 fundi frá nóvemberlokum fram í febrúar 2004. Teknar verða niður skráningarbeiðnir þá en eins er hægt að hringja í Grafarvogskirkju í síma 587 9070 til 21. nóvember og biðja um skráningu. Hópurinn er ætlaður fyrir þá sem misst hafa nána ástvini og skilyrði fyrir inn- göngu í hópinn er að liðið sé að minnsta kosti 6 mánuðir frá missi og að viðkomandi geti mætt reglu- lega á fundina. Þátttakendafjöldi er takmarkaður. Basar kvenfélags og steindum gluggum fagnað í Langholtskirkju ÁRLEGUR basar kvenfélags Lang- holtssafnaðar verður laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Margir góðir munir verða dregnir út í happ- drætti og eins er hægt að kaupa tertur og kökur á góðu verði. Þeir sem vilja gefa tertur geta komið þeim í kirkjuna um morguninn. All- ur ágóði rennur í gluggasjóð en kvenfélagið er að safna fyrir nýjum steindum gluggum sem þegar eru komnir í kirkjuna. Á allra heilagra messu, 2. nóv- ember, verður hátíðamessa í Lang- holtskirkju kl. 11. Nýjum steindum hliðargluggum verður fagnað. Kammerkór Langholtskirkju syng- ur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Minningarsjóður Guðlaugar Bjarg- ar Pálsdóttur stendur straum af tónlistarflutningi við hátíðamess- una þennan messudag eins og und- anfarin ár. Tekið verður við fram- lögum í sjóðinn. Grafarvogskirkja Sorgin gleymir engum Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haust- fagnaður í safnaðarheimilinu laugar- daginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11– 13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hafa lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skrán- ing í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æf- ir í kirkjunni laugardaginn 25. okt. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16 hópur unglinga úr æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K sem fór til Danmörku í sumar heldur á mót í Kald- árseli. Þar koma saman unglingar sem kynntust á norrænu móti í sumar. Hulda Líney Magnúsdóttir og Gísli Stef- ánsson halda utan um Eyjahópinn. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam- veruna í Víkurskóla á morgun, laugar- dag, kl. 11.15. Skyldi Rebbi refur halda áfram að taka sig á? Helgistund, söng- ur, sögur, brúðuleikhús, litastund og bæn. Sóknarprestur og starfsfólk Kirkjuskólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 13–16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Safnaðarstarf HLUTAVELTA Þessir duglegu krakkar frá Reyðarfirði söfnuðu 5.049 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru, frá vinstri: Kristófer Dan Róbertsson, Hekla María Samúelsdóttir, Sigrún Ísey Jörgensdóttir og Rakel Dís Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.