Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 11 Gríptu tækifæri› Nánari uppl‡singar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, í síma 569 2500 e›a á www.sjova.is. Vi›skiptavinir í Stofni fá afslátt og endurgrei›slu flegar fleir eru tjónlausir Trygg›u stö›u flína fieir sem sameina tryggingar sínar í Stofni fá 10% endurgrei›slu á i›gjöldum sínum flegar fleir eru tjónlausir. Sjóvá-Almennar eru eina tryggingafélagi› á Íslandi sem b‡›ur vi›skiptavinum sínum möguleika á endurgrei›slu. Eigið þið draum um að búa í heitara landi yfir veturinn? Við erum fasteigna- og leigusalar á Benidorm sem getum gert draum ykkar að veruleika. Höfum áralanga reynslu í þjónustu við Íslendinga sem kjósa að dvelja í Albir, á Benidorm eða La Cala Finestrat á Costa Blanca-ströndinni. Fyrsta flokks íbúðir. Kynningarverð í vetur aðeins 200 evrur vikan fyrir íbúð með einu svefnherbergi. Hafið samband til að fá verð og aðrar upplýsingar í síma +34-96-683-1373 eða skrifið á netfang espis@espis.net STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS) harmar ályktun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, sem sam- þykkt var hinn 28. október síðastlið- inn og telur hana á misskilningi byggða. Í ályktun stjórnar SUS kemur fram að hún telji vandséð hvernig stjórn fulltrúaráðsins geti talið það eðlilegt og í anda lýðræðis að krefjast þess að stjórn Heimdall- ar skrái fólk í Sjálfstæðisflokkinn sem aldrei hafi óskað eftir inngöngu og fólk sem gegni trúnaðarstörfum fyrir aðra stjórnmálaflokka. Jafnframt segir að það veki at- hygli að ályktun fulltrúaráðsins sé órökstudd og hvergi bent á reglur sem brotnar hafi verið, hvorki lög Heimdallar f.u.s. né skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins. Ekki verði séð hvaða tilgangi ályktun stjórnar Varðar átti að þjóna enda hafi stjórn Heimdallar þegar sent öllum um- sækjendum bréf og boðið þá vel- komna til starfa. Fulltrúaráðið sé samstarfsvettvangur sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík og því vand- séð hvernig ályktun ráðsins sé í sam- ræmi við hlutverk þess. „Stjórn SUS telur að ákvörðun fyrrverandi stjórnar Heimdallar um frestun á afgreiðslu nýskráninga daginn fyrir síðasta aðalfund félags- ins hafi verið í fullu samræmi við lög Heimdallar og skipulagsreglur Sjálf- stæðisflokksins. Lýsir stjórn sam- bandsins yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun sem og ákvörðun núver- andi stjórnar Heimdallar um að bjóða umsækjendur velkomna til starfa og óska eftir staðfestingu á fyrri umsókn,“ segir í tilkynningu stjórnar SUS. SUS harmar ályktun Varðar SJÁLFSTÆÐISMENN sem stóðu að framboði til stjórnar Heimdallar sendu frá sér svohljóðandi yfirlýs- ingu í gær: „Við undirrituð sem ætl- uðum að standa að framboði til stjórnar Heimdalls þann 1. október s.l. lýsum yfir þakklæti okkar til stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, fyrir þann dýrmæta stuðning sem felst í ályktun stjórnarinnar þann 28. októ- ber s.l. Mikilvægt er fyrir alla sem vilja koma til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn að finna að þar eru þeir vel- komnir. Þessi ályktun sendir skýr skilaboð um að svo sé til okkar og þeirra ríflega eitt þúsund nýrra fé- lagsmanna sem óskuðu inngöngu í flokkinn í september s.l. Það er von okkar að ályktun Varðar verði til þess að þeim verði „undanbragða- laust“ veitt innganga í Heimdall og þar með Sjálfstæðisflokkinn. Nýlið- un stjórnmálaflokka á sér að mestu stað í gegnum prófkjör og kosning- ar, sú mikla auðlind sem felst í þess- um eitt þúsund ungmennum má ekki fara forgörðum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Bolli Thoroddsen, Steinunn Vala Sigfús- dóttir, Brynjar Harðarson, Brynjólf- ur Stefánsson, Gísli Kristjánsson, Hreiðar Hermannsson, Margrét Einarsdóttir, María Sigrún Hilmars- dóttir, Sigurður Örn Hilmarsson, Stefanía Sigurðardóttir, Tómas Haf- liðason, Ýmir Örn Finnbogason. Þakka stjórnVarðar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ATLI Rafn Björnsson, for- maður Heimdallar, segir að hann hafi greitt atkvæði gegn ályktun stjórnar Varðar, full- trúaráðsins í Reykjavík, á fundi hans 28. október. Þar voru vinnubrögð fráfarandi stjórnar Heimdallar í aðdrag- anda aðalfundar hörmuð. Í frétt Morgunblaðsins í gær var sagt að ályktunin hefði verið samþykkt sam- hljóða og þrír setið hjá. Atli Rafn segir sig hafa verið á móti þessari ályktun og bók- að andmæli sín. „Það er fordæmalaust að stjórn Fulltrúaráðsins álykti með þeim hætti sem gert hef- ur verið, enda hefur hún eng- ar heimildir til að senda frá sér ályktun sem þessa. Þessi ályktun sem slík hefur engin efnisleg áhrif samkvæmt lög- um og reglum Sjálfstæðis- flokksins. Hlutverk Varðar – Fulltrúaráðsins og stjórnar þess er að vera tengiliður á milli sjálfstæðisfélaganna, vettvangur til að samhæfa starf þeirra og stjórna sam- eiginlegum málum þeirra, skv. 2. gr. reglugerðar fyrir Vörð. Hlutverk þess er augljós- lega ekki að ala á sundrungu milli þeirra,“ lét Atli Rafn meðal annars bóka á fund- inum. Formað- ur Heim- dallar andmælti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.