Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sígild eikarhúsgögn í miklu úrvali PRIMO 3ja sæta sófi og 2 stólar kr. 276.800 Sófaborð kr. 43.000 CARLO veggskápur kr. 211.950 . . Uppgangur í ferðamennsku Uppbygging að slá öll met UPPSVEITIR Ár-nessýslu kynna ídag yfirlitsskýrslu sem nær yfir þróunina í ferðamálum á svæðinu á árunum 1998–2002 og byggðist á stefnumótunar- vinnu sem hafist var handa við árið 1997. Gunnar Þor- geirsson, oddviti sveitarfé- lagsins Grímsnes- og Grafningshrepps, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um út- komu skýrslu þessarar og hvað væri þar helst for- vitnilegt á ferðinni. „Tíminn er fljótur að líða og það er allt í einu komið 2002 og gott betur, 2003! Á þeim tíma sem lið- inn er síðan umrædd stefnumótunarvinna hófst hefur mikið breyst á því svæði sem vinnan tekur yfir. Þá voru þetta átta sveitarfélög, en eru nú fjögur eftir sameiningar. Í dag eru það Grímsnes- og Grafnings- hreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Bláskógabyggð sem nær yfir önn- ur svæði, en í upphafi voru þetta Þingvellir, Grafningur, Grímsnes, Skeið, Laugarvatn, Biskupstung- ur, Hrunamannahreppur og Gnúpverjahreppur,“ segir Gunn- ar. – Hverju breytti það? „Engu í sjálfu sér, þetta eru sömu svæðin eftir sem áður. Mál- ið er einfaldlega að ráðist var í endurskoðun á þeirri stefnumót- unarvinnu sem fram fór á um- ræddum árum til að finna út hvað hafði áunnist á þessum áru. Við munum síðan kynna niðurstöð- urnar fyrir sveitarstjórnunum í þjóðveldisbænum í Þjórsárdal og mæta þar í íslenskum búningum.“ – Hvað er helst um þessar nið- urstöður ykkar að segja? „Hún Ásborg okkar Arnórs- dóttir, sameiginlegur ferðamála- fulltrúi umræddra svæða, sem ráðin var í upphafi þessa starfs, mun ætla sér að kljúfa þessar nið- urstöður niður í smáatriði við kynninguna, en ljóst er þó að sitt- hvað stendur upp úr. Má þar t.d. nefna að við vorum undrandi á því að sumarhúsum á svæðinu hefur fjölgað miklum mun meira heldur en við gerðum ráð fyrir. Þau voru um 3.400 í upphafi þessa verkefnis en eru nú örfáum árum seinna komin vel á fimmta þúsund og það sem við vorum að velta fyrir okkur í tölum yfir fjölda ferðamanna á ári er nær því að vera ein milljón í stað 3–400.000 á ári eins og við kannski reiknuðum með.“ – Eru þetta ekki bara sumarbú- staðaeigendurnir sem eru að koma aftur og aftur? „Það er nú ekki einhlít skýring, því í ljós hefur komið að gistinótt- um á hótelum og gistiheimilum. og í sumarhúsum á svæðinu hefur fjölgað gífurlega á þessu tímabili og er nú 7–800.000 á ári.“ – Í hverju liggur þessi aukning? „Á sínum tíma var farið út í vinnu, m.a. vegna vöntunar á gisti- rými, og sú vinna hefur tvímælalaust komið ferðaþjónustunni til góða. Ég vil nú ekki hrósa sam- göngum á svæðinu um of, því sums staðar eru þær ekki til fyr- irmyndar, en samt hefur orðið mikil breyting til batnaðar í þeim efnum. Má þar nefna svæði eins og Nesjavelli þar sem Orkuveitan hefur komið upp útsýnisaðstöðu og gönguleiðum. Aðgengi hefur einnig lagast á Þingvöllum og hörð markaðssetning á Laugar- vatni í þá veru að sýna fram á fjöl- skylduvænan stað hefur skilað ár- angri. Sama má segja um Sólheima í Grímsnesi. Vinna hef- ur verið lögð í reiðvegi sem njóta gífurlegra og vaxandi vinsælda og mér sýnist auk þess að afar stór hluti af þeirri umferð sem snýr að því að fara með útlendinga út fyr- ir borgarmörkin á stórum breytt- um jeppum, fari mikið til hér í gegn. Það verður síðan enn haldið áfram á þessari braut, hér eru ýmsar háleitar hugmyndir í gangi.“ – Eins og t.d. hverjar? „Ja, það eru háleitar hugmynd- ir í þá veru að endurbyggja hið eina sanna gufubað á Laugarvatni og sýnist það vera komið á rek- spöl. Önnur háleit hugmynd er að gera upp gamla Kóngsveginn sem lagður var 1907 og farinn af Frið- riki konungi og föruneyti hans. Við stefnum að því að opna hann aftur árið 2007 og bjóða þá Frið- riki krónprinsi að koma í reiðtúr og endurvígja gamla Kóngsveg- inn. Hver veit nema hann verði þá sjálfur orðinn kóngur? Jæja, hvort sem hann kemur eða ekki, þá fær hann boðsmiða að koma í reiðtúr.“ – Hvar liggja vaxtarbroddarn- ir? „Við stjórnum því ekkert hvort æ fleiri leggja leið sína hingað, sem mér sýnist raunar vera til- fellið, því að sögn byggingar- fulltrúans erum við að slá öll fyrri met í sumarhúsasmíði árið 2003. Það er því ekkert lát á þessu og við sjáum vöxtinn enn á öðrum sviðum að auki. Vaxtarbroddar eða sóknarfæri eru auðvitað fyrir hendi, en án þess að ég sé að ákveða þetta einhliða, þá myndi ég halda að mestu máli skipti að vinna áfram á þeim brautum sem við erum lagðir út á. T.d. með áframhaldandi gerð reiðvega, aukningu á gistimöguleikum og bættum samgöngum á svæðinu og huga að átaksverkefnum sem þegar eru byrjuð og má nefna Bjarta daga í Bláskógabyggð, ið- andi daga í Hrunamannahreppi og Grímsævintýri í Grímsnesi, grænmetismarkaði o.fl.“ Gunnar Þorgeirsson  Gunnar Þorgeirsson er fædd- ur í Reykjavík 10. júlí 1963. Hann er lærður offsetprentari, en lauk Garðyrkjuskóla í Óðinsvéum árið 1985. Árið eftir stofnsetti hann garðyrkjubú á Ártanga í Gríms- nesi og hefur rekið það síðan. Gunnar er oddviti sveitarfélaga Grímsnes- og Grafningshrepps. Eiginkona er Sigurdís Edda Jó- hannesdóttir og eiga þau þrjú börn, Héðin Þór f. 1981, Ragn- hildi f. 1985 og Freydísi f. 1990. Hér eru ýmsar háleitar hugmyndir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.