Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erik Stig Henrik-sen fæddist í Give á Jótlandi 27. mars 1949, en ólst upp í Horsens. Hann lést á heimili sínu í Nor- dborg á Als í Dan- mörku 25. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Verner Gudmund Henriksen yfirkennari og kona hans Aase Marie Henriksen. Eldri bróðir hans, Jörgen, er lögfræðingur á Vestur-Jótlandi. Árið 1971 kvæntist Stig Sigríði Lárus- dóttur, f. 22.1. 1950. Sonur þeirra er Halldor Stig Henriksen, rit- stjóri í Árósum, f. 27.7. 1971. Eig- inkona hans er Stine Johansen fjölmiðlafræðingur og börn þeirra tvö: Agnes, f. 30.8. 1998, og Lauritz, f. 10.1. 2002. Að loknu stúdentsprófi lauk Stig kennaranámi í Árósum og skömmu síðar fluttist hann til Sorö á Sjálandi, þar sem þau hjón- in voru bæði við kennslu. Allmörg ár kenndu þau svo við Nordborg Slot Efterskole og á þeim árum sérhæfði Stig sig í ráðgjöf um starfsval. Síðar var hann við námsstjóra- störf o.fl. stjórnun- arembætti á sviði menntamála. Á ní- unda áratug síðustu aldar luku þau hjón- in bæði lögfræði- prófi og á þeim tíma stóð heimili þeirra ýmist í Nordborg eða Árósum. Síðustu árin kenndi Stig við Viðskiptahá- skólann í Sönderborg og sá þar einkum um endurmenntunarnám- skeið. Sigríður kona hans er fulltrúi hjá bæjarstjóranum í Nordborg. Á síðasta vori veiktist Stig af krabbameini og eftir sumarlanga og örðuga sjúkrahúsvist lést hann á heimili sínu í Nordborg síðast- liðinn laugardag. Útför Stigs fer fram frá Klaust- urkirkjunni í Horsens í dag. Ég hef þekkt Stig frá því ég var ungur drengur en eiginkona hans, Sigríður Lárusdóttir, er föðursyst- ir mín. Það var orðið allt of langt síðan ég og eiginkona mín sáum Stig Henriksen síðast, þegar við fréttum af andláti hans á heimili sínu í Danmörku síðastliðinn laug- ardag. Þau hjónin komu í heim- sókn til Bandaríkjanna þar sem ég og fjölskylda mín vorum búsett í nokkur ár. Ég man hversu börnin mín heilluðust af honum því hann var svo hress og hlýr. Ég man í raun vart öðruvísi eftir honum en brosandi. Andlit hans fannst mér alltaf einstaklega vinalegt og alltaf var hamingjuroði í kinnum hans. Hans viðmót var ávallt uppörvandi og hvetjandi, jákvætt fas hans smitandi – við bárum öll mjög mikla virðingu fyrir honum. Nokkrum árum áður, nánar tiltek- ið árið 1991, fórum við fjölskyldan í heimsókn til þeirra hjónanna í Danmörku. Það er stund sem mun ætíð dvelja ofarlega í huga okkar. Elsta dóttir okkar af börnunum okkar fimm – eina dóttir okkar á þeim tíma – tók sín fyrstu spor á heimili þeirra við mikil fagnaðar- læti okkar allra. Stig hafði mjög gaman af tónlist og fékk maður alltaf að heyra rjómann af danskri dægurlagatón- list þegar leiðir lágu saman í Dan- mörku. Ég hafði ákaflega gaman af því, enda hefur tónlistin alltaf átt stóran sess í mínu lífi. Ég á margar mjög eftirminnileg- ar æskustundir með Halldóri Stig, syni Stigs, en hann kom yfirleitt með foreldrum sínum til Íslands er þau heimsóttu sína nánustu. Á meðan við fjölskyldan reyndum að kenna Stig íslensku, sem hann vildi ólmur læra, rifjaði ég upp Andrés- blaða-dönskuna mína er ég og Halldór lékum okkur í „fodbold“. Það eru fallegar og góðar minn- ingar og myndir sem koma í hug- ann er ég rifja upp þær stundir sem ég og fjölskylda mín höfum átt með Stig. Við hefðum gjarnan ósk- að þess að fleiri slíkar stundir væru framundan í nánustu framtíð. Við hjónin höfðum verið að gæla við þá hugmynd að heimsækja Stig, Siggu, Halldór og fjölskyldu hans í Danmörku á næstunni og gerðum okkur engan veginn grein fyrir því að tími hans hér væri að renna út. Stig skilur þó eftir brot af sjálfum sér í lífi okkar allra og við huggum okkur við það að við munum annað slagið sjá svip hans bregða fyrir í andliti eiginkonu hans og sonar. Hugur okkar allra er óneitan- lega hjá Siggu, Halldóri og fjöl- skyldu er þau ganga í gegnum þennan sára missi. Ég veit að Stig var Siggu ástkær og umhyggju- samur eiginmaður og jafnframt Halldóri góður og elskandi faðir. En það huggar okkur þó að vita að Stig kvaddi fjölskyldu sína og þessa jörð hamingjusamur maður – sáttur við lífið. Nýlega eignaðist hann nýjan vin – vin sem lofaði að vera honum við hlið, allt til enda. Stig óttaðist ekki dauðann enda vissi hann að það sem beið hans næst var meiri hamingja en hverf- ult jarðneskt líf okkar þekkir. Líf án sorgar, líf án erfiðleika, líf án sjúkdóma – eilíf himnavist hjá Frelsara sínum. Ívar, Hrefna Rós og fjölskylda. Látinn er í Danmörku kær vinur okkur, Erik Stig Henriksen kenn- ari. Fundum okkar Stigs bar fyrst saman sumarið 1970. Að loknu stúdentsprófi héldum við saman þrjár vinkonur fullar eftirvænting- ar á vit sumarævintýra í Hornbæk á Norður-Sjálandi. Við höfðum ráðið okkur til vinnu á hóteli en þar voru einnig fyrir dönsk ung- menni, mest nýstúdentar eins og við. Meðal þeirra var hinn fjall- myndarlegi Stig, hávaxinn, brún- eygur og með mikinn dökkan hár- lubba. Hann setti óneitanlega sterkan svip á hópinn sem þarna dvaldi sumarlangt við leik og störf. Erfiður áfangi var að baki og fram- tíðin óræð en allir staðráðnir í að njóta þeirra stunda á milli stríða sem þarna gáfust. Fljótlega felldu þau Stig og Sig- ríður Lárusdóttir, vinkona mín, hugi saman og sér hún nú á bak lífsförunaut sínum. Margar ljúfar minningar eru frá sumrinu góða í Danmörku og ekki síður við hvers kyns endurfundi í gegnum árin. Stig var hreinlyndur en jafnframt stríðinn, glaðlyndur en gat verið alvarlegur. Hann átti það líka til að vera uppátækjasamur. Ýmislegt mætti tilgreina hér en eitt atvik stendur upp úr í minningunni. Á hótelinu þar sem við störfuðum háttaði þannig til að herbergi Sig- ríðar var á jarðhæð. Eina nóttina ákváðum við að gera henni smá- grikk, í ungæðislegum anda, og færðum vekjaraklukkuna hennar fram um nokkra tíma. Við hin lág- um síðan alla nóttina fyrir utan gluggann til þess eins að geta spurt hana þegar hún steig út á veröndina hvaða erindi hún ætti út um miðja nótt. Og Stig var auðvit- að potturinn og pannan í þessu. Rúmu ári síðar voru Sigríður og Stig stödd á Íslandi og þeim boðið að hitta vinahópinn. Undirrituðum mátti þá skiljast að ætlast væri til þess af honum sem dönskumælandi að hann gæfi sig að hinum erlenda gesti svo honum myndi ekki leiðast félagsskapurinn. Skemmst er frá því að segja að þessa kvöldstund tókust þau kynni með okkur Stig að manni fannst maður ætíð hitta fornvin þegar fundum okkur bar saman síðar, jafnvel þó mörg ár liðu á milli. En þessi áhrif hafði Stig líklega á alla sem hann þekkti með notalegri nærveru, góðu skop- skyni og áhuga á samferðafólki sínu. Þó átti Stig líka aðrar hliðar, gat verið íhugull og alvörugefinn og þá haft þörf fyrir einveru og næði, eitthvað sem hann fór svo sem ekki dult með. Sigríður og Stig lærðu bæði til kennara í Árósum og kenndu á ýmsum stöðum í Danmörku. Síðar fóru þau í laganám og Sigríður er nú vel metinn lögfræðingur á Als og Stig kenndi síðustu árin við Handelsskolen í Sønderborg. Líf þeirra saman hefur verið afar far- sælt og eignuðust þau einkasoninn Halldór sumarið eftir veru okkar í Hornbæk. Stig var barngóður í meira lagi. Til marks um það má hafa myndir sem við eigum, eina þar sem hann heldur á elstu dóttur okkar en á annarri á syni okkar og líður börn- unum augljóslega vel í hlýjum faðmi Stigs. Vafalítið hefur kennsla átt vel við Stig og hann átt auðvelt með að umgangast unga fólkið. Forðum kenndi hann latínu en með breytt- um tímum komu aðrar kennslu- greinar, einkum tengdar viðskipt- um og lögfræði. Stig saknaði hins vegar latínukennslunnar enda sterk húmanísk taug í honum. Honum var margt til lista lagt, ágætlega ritfær og hagmæltur, lagasmiður einnig og orti og söng til barnabarnanna hin síðari ár. Fyrir nokkrum misserum tók hann sér frí frá vinnu um tíma og fékkst þá við skriftir. Sérstaka gleði höfðum við af jólabréfum sem Stig skrifaði á undanförnum árum þar sem nota- legt skopskyn hans naut sín vel. Enn munum við upphaf bréfsins frá 1998: „Agnes hedder hun.“ Þar greindi hann frá fæðingu fyrsta barnabarnsins. Og hélt svo áfram:„Født på Skejby Sygehus den 30. august [...] Søndagsbarn naturligvis. Smuk, blid og latter- mild og med flot, sort hår og skinnende mørke øjne, som tyde- ligt afspejler at hun er et endog meget intelligent barn. Selv når hun en sjælden gang græder, er det den smukkeste gråd, man kan høre.“ Tveimur árum síðar mátti lesa að Agnes óskaði sér íss í jólagjöf. Kvaðst Stig hlakka til að sjá andlit afgreiðslufólksins þegar það yrði beðið um að vefja honum inn í gjafapappír. Við minnumst með þakklæti heimsókna til Árósa, til Sóreyjar og nú síðast til hinnar friðsælu eyj- ar Als við Suður-Jótland þar sem Sigríður og Stig hafa búið síðustu árin. Þar hafa þau meðal annars byggt sér nýtt sumarhús við ströndina. Fyrir nokkru nutum við þess að svamla með þeim í sjónum og drekka rauðvín við kertaljós eftir að birtu tók að halla, rifja upp gamla tíma, segja sögur af börnum og barnabörnum, hugsa til þess sem framtíðin bæri í skauti sér. Síst hvarflaði að okkur að sú kvöld- stund yrði sú síðasta sem við ætt- um eftir að eiga saman, sumarið í Hornbæk virtist enn sem nýliðið og veturinn svo óralangt undan. Við biðjum Siggu, foreldrum hennar, Halldóri syni þeirra Stigs, tengdadóttur og barnabörnunum Agnesi og Lauritz allrar blessunar. Minningin um góðan dreng, alúð- legan og skemmtilegan félaga mun lifa með okkur um ókomin ár. Aldís Unnur Guðmunds- dóttir, Jörgen L. Pind. ERIK STIG HENRIKSEN ✝ Van Thi Nguyenfæddist í Bac Ninh í Víetnam 6. maí 1959. Hún lést hinn 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Hoang Thi Tam, f. í Bac Ninh í Víet- nam 1.6. 1928 og Nguyen Van Thái, f. 1918, d. 8.5. 1981. Systkini Van eru Khai Van Nguyen, f. 15.5. 1966, Huong Thi Nguyen, f. 9.9. 1966 og Hoa Thi Nguyen, f. 8.5. 1970. Árið 1988 hóf Vera Van Thi Nguyen sambúð með Jósep Long Van Bui, f. 5.1. 1961 en þau slitu samvistum árið 1999. Börn þeirra eru Máni Cong Van Jósepsson, f. 22.7. 1987, Dísa Mai Thi Jósepsdóttir, f. 13.5. 1993, og Rósa Ðao Thi Bui, f. 16.6. 2000. Vera Van Thi Ngu- yen kom til Íslands sem flóttamaður árið 1991 frá flótta- mannabúðum í Hong Kong. Hún starfaði mestan hluta dvalar sinnar á Íslandi í þvottahúsinu Fönn. Útför Van verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kæra systir mín, móðir okkar og dóttir mín. Það er svo erfitt fyrir okkur að hugsa til þess að þú hafir kvatt okk- ur og sért farin til Búdda. Þar munt þú loksins hvíla þig og við munum sakna þín sárt. Þú varst góð dóttir, dásamleg mamma, systir og frænka. Við munum aldrei gleyma hversu vel þú hugsaðir alltaf um okkur og leiddir okkur í gegnum sérhvert verkefni okkar, sama hversu erfið þau voru, þú gerðir það alltaf með krafti, hjálpsemi og um- hyggju. Þú hugsaðir líka vel um systkinabörn þín og þau elska þig öll af öllu hjarta. Allir í fjölskyld- unni báru mikla virðingu fyrir þér eins og þú virtir aðra í fjölskyldunni okkar. Sérstaklega þegar fjölskyld- an hittist á hátíðisdögum varst þú alltaf önnum kafin við undirbúning- inn, glöð og skemmtileg. Þú varst sérlega gjafmild og gafst öllum gjafir, jafnvel líka þegar þú varst hér en við ennþá í heimalandinu, þú gleymdir aldrei að senda gjafir til fjölskyldunnar. Við getum aldrei átt aðra jafn yndislega manneskju eins og þig. Allt í einu fórst þú frá okkur og við tekur svo mikil sorg og sárindi. Þú hafðir átt við svo mikla erfiðleika að stríða að undanförnu en við vissum ekki af því, þú vildir bara vera ein og sagðir okkur ekki hvernig þér leið og nú tekur þú allt með þér. Þú vildir bara hafa börnin þín hjá þér en við gátum ekki gert neitt til að hjálpa þér. Okkur þykir þetta svo leitt og nú þjáumst við af sektar- kennd yfir því. En hvíldu í friði, elsku systir mín. Við munum hugsa vel um börnin þín og gera okkar besta til að bæta þeim þennan missi. Allir í fjölskyldunni þinni sakna þín og elska þig. Þú munt vera í sálu okkar að eilífu. Móðir Hoang Thi Tam, systkini Khai Van Nguyen, Huong Thi Nguyen, Hoa Thi Nguyen og börn, Máni Cong Van Jósepsson, Dísa Mai Thi Jósepsdóttir, Rósa Ðao Thi Bui. Van Thi Nguyen var besta vin- kona mín. Nú er hún dáin. Ég hugsa mikið um hana og sakna hennar. Hún var alltof ung til að deyja. Nú eru börnin hennar þrjú móðurlaus. Við kynntumst í flóttamannabúð- um í Hong Kong. Við vorum báðar frá Norður-Víetnam. Ég flýði með börnin mín fjögur af því að þar var mikil fátækt og enginn matur handa börnunum. Van Thi flýði af því að hún átti von á barni og hún vildi að barnið sitt fengi mat og yrði hraust. Hún eignaðist barnið sitt níu dögum eftir að hún kom í flótta- mannabúðirnar. Ég var komin áður og gat hjálpað henni. Ég gaf henni mjólk og mat og föt af litla syni mínum. Það er mjög erfitt að vera í flóttamannabúðum. Í lokuðum búð- um má ekkert gera. Ég gat bara þvegið fötin okkar. Himinháar gaddavírsgirðingar voru hringinn í kringum búðirnar, öll hlið voru harðlæst og vopnaðir varðmenn gættu þess að enginn slyppi burt. Þegar við vorum flutt í opnu búð- irnar var allt betra. Þá gat ég eldað mat sjálf og ég seldi mat á götunni. Ég hjálpaði Van Thi mikið og við unnum líka saman við hreingern- ingar. Hún var dugleg og góð og passaði son sinn vel. Ég kom til Ís- lands 1990 með fjölskyldu mína. Hér er gott að vera. Við höfum vinnu og eigum góða íslenska vini sem hjálpa okkur. Ég skrifaði bréf til Hong Kong og sagði vinkonu minni að hér væri gott fólk. Ég sagði henni að sækja um að komast til Íslands ef aftur kæmi sendinefnd til að tala við flóttamenn. Van Thi kom hingað með son sinn og mann 1991. Ég var svo glöð. Allt gekk vel. Hún kom oft í heimsókn til fjöl- skyldu minnar og var alltaf eins og systir mín. En það er erfitt að vera útlendingur og vera langt frá fjöl- skyldu sinni. Tvær systur Van Thi og einn bróðir og fjölskyldur þeirra búa nú á Íslandi. Mamma Van Thi kom fyrir stuttu. Þá voru 17 ár síð- an þær skildu. Van Thi vinkona mín er dáin. Ég vona að henni líði vel núna. Hún var dugleg og góð kona. Ég sakna hennar, öll fjölskylda mín saknar hennar mikið. Ég vona að allir verði góðir við börnin hennar og hjálpi þeim í framtíðinni. Ína Viet Le. Kæra vinkona. Við erum svo sorgmædd að þurfa að kveðja þig. Við minnumst dásamlegs tíma með þér, bæði við erfiðar aðstæður í flóttamannabúð- um og eins eftir að hingað var kom- ið. Þeir dýrmætu tímar og minn- ingin um þig mun aldrei gleymast því jafnvel þótt þú sért ekki lengur með okkur, verður þú ávallt í hug- um okkar. Við erum stolt af þér, hversu góð og sterk manneskja þú varst á svo miklum erfiðleikatímum sem þú hefur farið í gegnum í lífi þínu. Vera Van, vinkona okkar, hvíldu í friði hjá Búdda. Búdda mun leiða börnin þín og seinna munu þau skilja þig vel. Við munum hugsa um þau fyrir þig eins og þú óskaðir þér. Fjölskyldu þinni vottum við inni- lega samúð okkar. Vinir þínir: Dana Dung, Long Viet Vo og fjölskylda, Huong og Long. Kæra vinkona. Þú getur ekki ímyndað þér hversu skelfileg viðbrögð mín voru við að heyra þessar harmafréttir. Ég grét upphátt eins og lítið barn. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur og ég hugsa um all- ar þær góðu stundir sem við áttum saman því ekki aðeins vorum við vinkonur, heldur voru börnin okkar góðir vinir líka. Ég get aldrei gleymt öllum stundunum sem við áttum saman ýmist heima hjá mér eða þér. Þá elduðum við gjarnan saman víet- namskan mat og töluðum og töl- uðum. Sérstaklega verður mér hugsað nokkur ár aftur í tímann þegar mér leið sjálfri ekki vel og þúsagðir alltaf: „Þetta verður betra“, svo seinna þegar þér leið illa þá sagði ég nákvæmlega það sama við þig. Stundum er svo dýrmætt að eiga vináttu til að deila með sorg og erf- iðleikum sem maður lendir í. Við VERA VAN THI NGUYEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.