Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞREYTTIR slökkviliðsmenn hraða sér undan eld- hafinu í skógi vaxinni hlíð í Simi-dalnum í Kali- forníu. Yfir 14.000 slökkviliðsmenn frá allri Kali- forníu og nágrannafylkjum kljást nú við níu stóra skógarelda og átta minni sem hafa geisað í 10 daga í sunnanverðu fylkinu. Dauðsföll af völdum eldanna voru í gær orðin 22. Þá höfðu þeir étið sig í gegnum 291.501 hekt- ara skóg- og kjarrlendis og eyðilagt fleiri en 3.000 hús, eftir því sem talsmenn yfirvalda greindu frá. Mestir eru eldarnir í kring um borgina San Diego, þar sem 16 dauðsfallanna 22 hafa orðið. Reuters Dauðsföllum fjölgar af völdum skógarelda MICHAEL Howard lýsti í gær yf- ir framboði sínu vegna leiðtoga- kjörs breska Íhaldsflokksins en þingmenn flokksins felldu í fyrra- kvöld af stalli núverandi formann, Iain Duncan Smith, í atkvæða- greiðslu um vantraust. Talið er næsta víst að Howard hreppi emb- ættið en margir helstu framámenn í Íhaldsflokknum hafa lýst yfir stuðningi við hann. Bresku blöðin voru á einu máli um að Duncan Smith hefði tekið úrslitunum á miðvikudag af karl- mennsku, að hann hefði í raun virk- að skörulegri á þeirri stundu en nokkru sinni fyrr í leiðtogatíð sinni. Ljóst hefði hins vegar verið að hann hlyti að víkja. „Réttur maður á réttum stað“ sagði dagblaðið The Sun aftur á móti í fyrirsögn um Michael Howard og The Daily Telegraph var einnig á þeirri skoðun að Howard væri rétti maðurinn í starfið. Vitað sé að hann geti veitt Tony Blair og Gordon Brown skráveifu í þinginu. Þá sagði William Hague, leiðtogi íhaldsmanna 1997– 2001, að hann myndi glaður una því að Howard yrði næsti leiðtogi. Hugsanlegt væri jafnvel að Howard yrði einn í kjöri. The Guardian sagði hins vegar að margir ættu erfitt með að skilja hvernig sú staða væri nú komin upp að Michael Howard teldist helsta von Íhaldsflokksins – en Howard var afar umdeildur þegar hann var inn- anríkisráðherra 1993–1997. Vilja koma í veg fyrir átök Margir íhaldsmenn eru á þeirri skoðun að koma þurfi í veg fyrir harðvítuga baráttu um leiðtogaembættið og að Howard sé besti leik- urinn í stöðunni. Hann muni fara fyrir íhaldsmönnum í næstu kosn- ingum og tapi þeir þá þriðja sinni fyrir Verkamannaflokki Tonys Blairs víki Howard innan fárra ára fyrir yngri manni. Hann sé í versta falli heppilegur millileikur. Strax eftir að ljóst var orðið að Duncan Smith hefði mistekist að verja stöðu sína lýstu David Dav- is, Liam Fox og Oliver Letwin því allir yfir að þeir myndu ekki bjóða sig fram í leiðtogakjöri og að þeir styddu Howard til starfsins. Í gær bættust þeir Tim Yeo og Michael Ancram við í þennan hóp en þeir höfðu sömuleiðis verið nefndir til sögunnar sem hugs- anlegir arftakar Duncans Smiths. Ancram sagði þó að hann áskildi sér réttinn til að fara fram ef einhverjir fleiri en Howard yrðu í framboði. Ekki er talið sennilegt að Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, gefi kost á sér og ýmislegt bendir því til að þungaviktarmenn í Íhaldsflokknum telji best að menn sameinist um Howard á þessum tímapunkti. Að hann verði krýndur leiðtogi mótatkvæðalaust, eins og dag- blöðin The Times og Daily Mail tóku til orða. The Financial Times sagði aftur á móti í leið- ara í gær að þó að Howard sé hugsanlega besti kosturinn nú um stundir þá geti hann varla talist raunverulegt forsætisráðherraefni. Er m.a.bent á að Howard sé heldur óvinsæll meðal alþýðu manna. Sagði Financial Times að íhaldsmenn yrðu að „finna sína útgáfu af Blair, einhvern sem getur stýrt þeim út úr hinni hugmyndafræði- legu þoku sem þjakar Íhaldsflokkinn en sem um leið gefur honum manneskjulega ímynd“. Fylkja sér að baki Howards Michael Howard hugsanlega einn í framboði til nýs leiðtoga breska Íhaldsflokksins London. AFP. Duncan Smith eftir sam- þykkt vantraustsins. „ÞAÐ var hryllileg sjón að sjá eldinn geisa í næsta nágrenni við okkur. Við vorum búin að pakka saman og börnin komin út í bíl en sem betur fer var vindáttin þannig, að okkar hverfi slapp,“ sagði Margrét Ólafs- dóttir Jamchi, íslensk kona, sem býr í San Diego. Sagði hún, að í næsta hverfi fyrir sunnan það, sem hún býr í, hefðu 340 hús brunnið Margrét sagði, að fólk væri enn að yfirgefa hús sín í öðrum borg- arhverfum en ástandið væri orðið nokkuð gott þar sem hún væri. Á þriðjudag hefði reykjarmökkurinn yfir borginni verið svo mikill, að það var næstum myrkur um miðjan dag, en nú væri farið að sjá í heiðan him- in. Raunar væri frekar skýjað en lík- lega yrði fólki þó ekki að sinni heit- ustu ósk, að það færi að rigna. Ekkert rignt síðan í maí „Þeir, sem ekki hafa orðið að flýja burt, hafa haldið sig innandyra í marga daga og börnin að sjálfsögðu líka enda enginn skóli. Í dag ætlum við hins vegar að fara út undir bert loft,“ sagði Margrét en hún hefur búið í San Diego í 13 ár. Segir hún að eldar hafi oft kviknað áður, en hún aldrei upplifað neitt þessu líkt. „Gróðurinn er skraufaþurr en hér hefur ekkert rignt frá því í maí. Það er að vísu ekkert óvanalegt. Rign- ingatíminn er svona frá því í desem- ber og fram í mars en lítil úrkoma á öðrum tímum.“ Margrét sagði, að það væri dálítið skrítið að líta yfir hverfi, sem eldur hefði farið um, því að sum húsanna hefðu brunnið en önnur ekki. Ástæð- an væri sú, að sum þeirra hefðu ver- ið með gamaldags þaki eða þakefni, sem væri ákaflega eldfimt. Þess vegna kveiktu logaglæðurnar frá ná- lægum eldi auðveldlega í þeim en hin slyppu jafnvel alveg. „Hryllileg sjón að sjá eldinn“ FÆSTIR hefðu spáð því fyrir fjórum árum að Michael How- ard ætti eftir að verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þá vék hann úr framvarðasveit íhalds- þingmanna, að því er virtist að eigin frumkvæði. Nú bendir hins vegar margt til þess að hann muni hreppa hnossið eft- ir tuttugu ára setu á þingi, í kjölfar þess að þingmenn Íhaldsflokksins lýstu yfir van- trausti á leiðtoga sinn, Iain Duncan Smith, í fyrrakvöld. Howard hefur marga fjör- una sopið í stjórnmálunum og hann er engan veginn óum- deildur. Sem stendur virðist þó sátt um hann sem næsta leið- toga Íhaldsflokksins. Fyrir fjórum árum virtist sem dögum hans sem forystumanns í breskum stjórnmálum væri lokið. Þá vék hann úr skuggaráðuneyti Williams Hagues, þar sem hann hafði verið utanríkisráðherra, og var það mál manna að hann mæti stöðuna þannig að hann yrði aldr- ei leiðtogi flokksins og að rétt væri að hann viki úr forystuliðinu fyrir yngri mönnum. „Liðsmaður myrkursins“? Tveimur árum seinna, eftir að Íhaldsflokk- urinn hafði tapað öðru sinni í röð í þingkosn- ingum, bauð nýr leiðtogi, Iain Duncan Smith, honum hins vegar óvænt að taka að sér starf fjármálaráðherra í skuggaráðuneytinu. How- ard greip tækifærið fegins hendi og þykir hafa staðið sig vel. Howard er gyðingur, fæddur árið 1941, og var kjörinn á breska þingið árið 1983. Hann er kvæntur Söndru Paul, en hún var þekkt fyrirsæta á sjöunda ára- tugnum. Margaret Thatcher gerði Howard að aðstoðarráðherra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1985 og þegar John Major tók við sem forsætisráðherra 1990 gerði hann Howard að atvinnu- og umhverfisráðherra. Þekktastur er Howard þó fyrir störf sín sem innanríkisráðherra á árunum 1993 til 1997 og margar af ákvörðunum hans voru umdeild- ar, einkum í fangelsismálum. Hann þótti afar hægrisinnaður, var harður í horn að taka. Raunar gekk Howard svo hart fram að einn af undirráðherrum hans, íhaldsþingmaðurinn Ann Widdecombe, lýsti honum sem „liðsmanni myrkursins“. Sköðuðu þau ummæli Howard mjög í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins um mitt ár 1997, eftir að ríkisstjórn Majors hafði tap- að völdum í hendur Verkamannaflokki Tonys Blairs. Þá muna menn enn eftir því þegar fréttamaður BBC, Jeremy Paxman, lagði sömu spurninguna fyrir Howard fjórtán sinn- um í beinni útsendingu en í hvert skipti skaut ráðherrann sér undan því að svara beint. Howard þykir hafa náð að gera Gordon Brown fjármálaráðherra skráveifu í rimmum þeirra í þinginu og honum er nú talið mjög til tekna að hafa reynslu af ráðherrastörfum. „Ég mun aldrei framar bjóða mig fram í leiðtogakjöri hjá Íhaldsflokknum,“ sagði Howard í viðtali við fréttasíðu BBC í nóvem- ber í fyrra. Nú virðist hins vegar sem hann verði, þrátt fyrir allt, leiðtogi breskra íhalds- manna. Hafði afskrifað leiðtogavonirnar Howard tilkynnir um framboð sitt í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.