Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUÞINGSMAÐURINN og prófessorinn Pétur Pétursson segir að málflutningur minn um hróplega mismunun trúfélaga hér á landi veki „sorg og ugg meðal þeirra sem efla vilja farsælt samstarf kristinna safnaða í landinu“. Nú var það ekki ætlun mín að vekja sorg og ugg og þykir mér miður ef svo hefur verið. Kirkjuþingsmaðurinn tók sjálfur virkan þátt í umræðum á Kirkjuþingi 2001 þar sem málefni kristinna safn- aða sem standa utan við ríkiskirkj- una voru rædd. Þar líktu kirkju- þingsmenn slíkum söfnuðum við „glataða soninn“, „asna sem ber mik- ið gull“. Kirkjuþingsmenn vildu helst fá gullið inn þ.e.a.s. trúfélagsgjöldin af fólkinu en skilja „asnann“ eftir úti. Skyldi nú þessi umræða á hinu háa Kirkjuþingi hafa verið til að „efla far- sælt samstarf kristinna safnaða í landinu“? Prófessorinn getur upp- frætt okkur um það. Prófessor Pétur hefur ritað mjög faglega um Fríkirkjuna, sbr.: „Sé samhengið í kirkjusögunni skoðað nánar má greina áhrif fríkirkju- hreyfingarinnar á lýðræðisþróun innan þjóðkirkjunnar með stofnun kirkjuráðs árið 1931 og kirkjuþings 1957. Áhrif þessarar hreyfingar í kirkjusögu þeirrar aldar sem nú er senn á enda eru meiri en menn hafa gert sér grein fyrir“ (PP. árið 2000 „Vér undirritaðir“ Ritröð guð- fræðistofnunar). Hér greinir Pétur lýðræðisleg áhrif fríkirkjuhreyfingarinnar innan þjóðkirkjunnar vel fram yfir miðja síðustu öld. Umvending En í umræðum á Kirkjuþingi 2001 og í grein sinni 23. okt. sl. þegar pen- ingamálin eru komin inn í myndina virðist kirkjuþingsmaðurinn aftur á móti vilja gera sem allra minnst úr þætti Fríkirkjunnar í íslenskri kirkjusögu. Fríkirkjan, sem rétt áð- ur var merkisberi lýðræðis innan þjóðkirkjunnar, er nú afgreidd sem einskonar sögulegt slys eða vanda- mál sem öðrum ber að leiðrétta eða einfaldlega ýta út fyrir vegkantinn svo að lítið beri á. Fulltrúar kirkju- stofnunarinnar sveigja fram hjá þessu vandamáli á vegferð sinni því að þeir hafa svo mörgu öðru mik- ilvægara að sinna. Gjaldið Guði þökk – ekki stofnunum Nú segir kirkjuþingsmaðurinn að Fríkirkjan hafi þegið mikið frá ríki og ríkiskirkjustofnuninni. Hann gef- ur í skyn með fyrirsögn sinni að frí- kirkjan eigi þjóðkirkjunni tilveru sína að þakka. En Pétur sagði orðrétt á kirkju- þingi 2001: „Þegar þessir söfnuðir koma til, Fríkirkjan í Reykjavík 1899 og Fríkirkjan í Hafnarfirði 1914 þá eru þeir að marka sig gegn kirkju sem að vísu heitir þá þjóðkirkja en er ríkiskirkja“ (samkv. fundarg. Kirkju- þings 2001, á vef þjóðkirkjunnar). Hér segir prófessorinn að Fríkirkjan hafi verið stofnuð GEGN deyfð og doða ríkiskirkjunnar en alls ekki í skjóli hennar og er það alveg rétt. Fríkirkjan var stofnuð á sínum tíma þrátt fyrir andstöðu ríkiskirkjunnar bæði við stofnun safnaðarins og þeg- ar kirkjubyggingin var reist. Kirkjuþingsmaðurinn segir nú að hlutverk fríkirkna hafi einungis verið tímabundið og staðbundið sbr. orð hans „Og upphaf þessara safnaða ... hugmyndafræðin, sem er löngu liðin, er sú að þetta var hluti af sjálfstæð- isbaráttunni...“ (ibid) Nú veit prófessorinn að evangelísk lútersk kirkja er samfélag fólks sem telur sig kallað af Guði. Þegar prófessorinn gefur til kynna að „hugmyndafræði“ eða grundvöll- ur trúfélags sé löngu liðinn, er hann þá að segja að Guð sé ekki lengur til staðar innan trúfélagsins? Að það eigi sér ekki lengur sjálfstæðan til- verurétt nema þá helst undir skjóli ríkiskirkjunnar – að einungis þar sé Guð að finna? Fríkirkjan staðbundin? Kirkjuþingsmaðurinn gerir lítið úr „kvörtunum“ fríkirkjuprests. Hann staðbindur fríkirkjusöfnuðinn „að mestu“ og segir þarfir hans ekki eins miklar og þjóðkirkjusafnaðanna. Þjóðkirkjustofnunin hefur ákveðið að merkja sjálfri sér sjóðina og útiloka aðra kristna. Hún vill 1,5 milljaða á ári umfram aðra, umfram félagatölu. Fríkirkjusöfnuðurinn hefur frá upphafi verið óstaðbundinn söfnuður þar sem aðild hefur farið eftir trú og skoðanafrelsi fólks. En Fríkirkjan í Reykjavík hefur áður verið fjötruð af utanaðkomandi aðilum. Árið 1966 gáfu yfirvöld kirkjumála í landinu út litla reglugerð sem hafði í för með sér afdrifaríkar afleiðingar hvað varðar trúfélagaskráningu. Reglugerðin fól það í sér að fríkirkju- fólk sem var um helmingur íbúa höf- uðstaðarins á sínum tíma, ef það flutti lögheimili sitt yfir sérstök land- fræðileg mörk „breytir þjóðskráin þá trúfélagsskráingu hlutaðeiganda þannig, að hann á næstu íbúaskrá sé talinn vera í þjóðkirkjusöfnuði“... ef viðkomandi flutti síðan aftur á sama svæðið þá var hann enn í þjóðkirkj- unni nema að viðkomandi hefði fyrir því að óska formlega breytingar. Fáir tóku efir þessari reglugerð þegar hún var birt en hún átti eftir að hafa mjög víðtæk áhrif. Þúsundir voru teknar af skrám Fríkirkjunnar án vitundar eða samþykkis og settir í þjóðkirkjuna og þangað runnu öll trúfélagsgjöldin „gullið í kistuna hrekkur – án þess að nokkur viti af“. Fróðlegt væri að sjá útkomuna ef þjóðkirkjan yrði sett undir þessa sjálfvirku úrskráningu. Fríkirkja vitnar um trú- félagslegt lýðræði í landinu Eftir Hjört Magna Jóhannsson Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem er annað stærsta trúfélagið í landinu. ÞAÐ sameiginlega með leikurum, kennurum, talsímavörðum, söngv- urum og lögfræðingum, og reyndar miklu fleiri, er að atvinna þeirra byggist nær eingöngu á raddnotkun m.ö.o. að miðla með röddinni hinu tal- aða eða sungna orði. Trúlega leiða samt fáir hugann að því að í raun er röddin atvinnutæki sem viðkomandi er að leigja út og á allt sitt atvinnu- öryggi undir. Af flestum er röddin tekin sem sjálfsagður hlutur sem annaðhvort er í lagi eða ekki í lagi og þannig sé það bara. Fæstir leiða hug- ann að því hvort röddin nær að skila talmáli til áheyranda eða hvernig hún hugnast öðrum. Þetta andvaraleysi á trúlega nokkrar skýringar. Þannig fer t.d. raddbeiting að mestu fram án beinnar meðvitundar. Röddin heyrist ágætlega inni í eigin höfði og þess vegna er hægt að ofbjóða röddinni án þess að finna fyrir beinum sársauka. Hins vegar finnur fólk fyrir einkenn- um eins og þrálátum þurrki, ræsking- arþörf, hæsi án kvefs, kökktilfinningu og raddþreytu sem það sjaldnast tengir við raddbönd sem búið er að ofbjóða. Ekki bætir úr skák, að litla sem enga fræðslu er að hafa um rödd- ina, né heldur hvernig hægt er að koma í veg fyrir að þessu mikilvæga atvinnutæki sé ofgert. Það er því lítil furða þó víða sé illa að henni búið og fólk leigi hana út í kringumstæður sem beinlínis geta skaðað hana. Tök- um sem dæmi kennara. Afleiðing þess að þurfa að beita röddinni í óvið- unandi aðstæðum hefur skilað sér í því að meirihluti kennara þjáist af of- antöldum ofreynslueinkennum á rödd. Fimmtungur þeirra hefur þurft að taka sér veikindaleyfi vegna þess að röddin sveik miðað við 4% úr öðr- um starfstéttum og kennarar hafa skipað efsta sæti þeirra sem leita til lækna vegna raddvandamála. Þetta eru niðurstöður erlendra sem inn- lendra rannsókna og sýna í hnot- skurn hversu alvarlegt málið er hvernig sem á það er litið. Þannig er þetta orðið heilsuvandamál fyrir kennarann sem ógnar atvinnuöryggi hans. Fyrir þjóðfélagið er þetta fjár- hagstap þegar kennari getur ekki stundað vinnu sína vegna tímabund- ins raddmissis og skólayfirvöld eru að notast við bilað atvinnutæki sem ekki kemur að tilætluðum notum þar sem hætta er á að veil röddin gagnist illa sem fræðslu- og agatól. En þetta vandamál er ekki eingöngu bundið við kennara. Þetta gildir um alla þá sem þurfa að koma einhverjum munnlegum upplýsingum til skila. Þess vegna eru leigutakar sem hafa veilar raddir á sínum snærum, hverj- ir svo sem þeir eru, ekki að veita nógu góða þjónustu ef raddir skila illa því sem þeim er ætlað. En burtséð frá þessu er þó alvarlegast ef atvinnurek- endur eru beinlínis að bjóða upp á að- stæður sem skaða röddina eins og t.d. ef fólk er látið tala í of stóru húsnæði, í lélegum hljómburði, í þurru eða menguðu innilofti og nota röddina lengi án hvíldar. Hér er ekki hægt að sækja neinn til ábyrgðar þó einhver missi röddina vegna aðstæðna í starfi og sjálfur má einstaklingurinn sitja uppi með skaðann bótalaust og leita sér lækninga á eigin kostnað. Vissu- lega ætlar enginn atvinnurekandi að búa illa að sínum launþegum en vegna þekkingarleysis á þessum þætti í heilsufari fólks gerist það ein- faldlega að vinnuumhverfi og vinnu- álag misbjóða röddinni. Það er því kominn tími á að röddin sé við- urkennd sem þáttur í almennu heilsu- fari fólks og að sé litið á hana sem mikilvægt atvinnutæki sem þarf að hlúa að. Í kjölfar þess yrðu radd- veilur, sem koma vegna álags við vinnu, viðurkenndar sem atvinnu- sjúkdómur. Sé röddin notuð í skemmtanaiðnaðinum, sérstaklega í söng, er litið á hana sem verðmætt verkfæri sem þarfnast góðrar um- hirðu. En þessi hugsunarháttur ætti að gilda almennt um rödd hvar sem hún er notuð. Sem betur fer má segja að vaxandi skilningur sé um víða ver- öld á gildi og hlutverki raddar á al- mennum vinnumarkaði. Einnig er aukin barátta fyrir að hún verði sem víðast viðurkennd sem þáttur í al- mennu heilsufari og heyri þannig undir ákveðna lögbundna vinnu- vernd. Ef taka á tillit til raddverndar þarf að gera ráð fyrir því í bygginga- reglugerðum. Þannig verða t.d. leyfi- leg hávaðamörk í húsnæði þar sem mælt mál fer fram að vera töluvert lægri en þau mörk sem gilda í dag og miða að heyrnarvernd. Ef ekki er hægt að koma í veg fyrir að röddinni sé beitt átakalaust þarf að gera ráð fyrir magnarakerfi t.d. í kennslu- stofum. Setja þarf tímamörk á notk- un raddar þannig að fólk þurfi ekki að tala sleitulaust í marga tíma án hvíld- ar eins og t.d. tilfellið er með tal- símaverði. Atvinnurekendur eða tryggingakerfi greiði fyrir lækn- ishjálp og þjálfun hjá talmeinafræð- ingum ef rödd bilar vegna álags. Fræðsla um raddvernd þarf að standa öllum til boða sem nota rödd- ina sér til framfæris. Eftir Valdísi Jónsdóttur og Friðrik Pál Jónsson Valdís er talmeinafræðingur. Friðrik Páll er háls-, nef- og eyrnalæknir. Friðrik Páll Jónsson Valdís Jónsdóttir Óviðurkenndur atvinnusjúkdómur HVERGI á byggðu bóli eru peningar eins rækilega tryggðir og á Íslandi. Víðast hvar annars staðar er verðgildi lánsfjármagns tryggt annaðhvort með vísitölubindingu eða með breytilegum vöxtum. Báðar þessar aðferðir eru notaðar til að koma í veg fyrir að fjármagn rýrni að verð- gildi. Þetta liggur í augum uppi varðandi vísitölubindinguna en breytilegir vextir þjóna sama hlutverki. Ef verðbólga eykst á lánstímanum eru vextirnir á láninu hækkaðir til sam- ræmis. Á Íslandi vilja fjármagnseigendur gera meira en að hafa allt sitt á þurru með annarri hvorri þessari aðferð: Þeir vilja girða sig bæði með belti og axlaböndum, hafa vísi- tölubingu á lánunum og breytilega vexti. Þetta þýðir að raunvextirnir verða breytilegir. Á lánstímanum vilja lánveitendur geta rokk- að upp og niður með vextina að eigin geðþótta. Þetta er hin almenna regla á íslenskum lánamarkaði. Ákvarðanir lánveitandans um breytilega raunvexti vísa aftur í tímann. Upphaflega var ákveðið verð á peningunum en síðan er lánveitandinn stöðugt að breyta þessu verði. Ég held það kæmi á margan manninn ef fisksalinn léti sér ekki nægja að láta hann borga fyrir ýsuna sem verið væri að kaupa þann daginn heldur kæmi líka rukkun fyrir ýsuna frá í gær eða fyrradag eða þá frá í fyrra. Fisksalinn hefði nefnilega ákveðið að breyta verðinu aftur í tímann! Þetta gengur náttúrlega ekki. Þess vegna er nú komið fram frumvarp á Alþingi sem bannar lánveitendum að hækka vexti á vísitölubundnum lánum eftir að lántakan fer fram. Þetta er þarft réttlætis- mál sem ég á erfitt með að trúa að verði saltað í nefnd. Að borga fyrir ýsuflakið frá í gær Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. UPP á síðkastið höfum við horft upp magnað peningspil stórlaxanna í peningaheiminum. Milljarðarnir ganga á milli og fyr- irtæki verða eign enn þá stærri fyr- irtækja. Á nokkrum klukkustundum breytast litlir „kall- ar“ í stóra „kalla“. Og stórir, sem héldu að þeir væru kóngar í sínu ríki eru allt í einu orðn- ir eign annarra, enn þá stærri. Sum- ir hinna stóru brosa sínu breiðasta af því að nú hafa þeir eignast fyr- irtækið sem þá hafði dreymt um frá barnæsku, besta jólagjöfin. Og þeir eignast ekki bara fyrirtækið eins og í mattadornum, þeir eignast allt fólkið sem vinnur í fyrirtækinu og ráða nú örlögum þess. Sumir komast í þá aðstöðu að eignast svo að segja heilu þorpin, af því nú ráða þeir ör- lögum íbúanna sem þar búa. Þetta venjulega fólk sem hugsar ekki svona stórt, þetta venjulega samviskusama og vinnusama fólk sem hélt að dugnaður og hæfileikar væru allt sem þarf, vita ekki alveg hvaðan á það stendur veðrið. Skyldu stórlaxarnir með peningana vilja halda áfram að reka fyrirtækið sem þau vinna hjá? Kannski borgar það sig alls ekki fyrir þá. Hvað borgar sig, fyrir hvern? Einn stórlaxanna sagði nýlega um Eimskip að það þyrfti að fara að reka það út frá hagnaðarsjónarmið- inu einu. En hagnaðarsjónarmiði hverra? Hagnaðarsjónarmiði þeirra sjálfra. Vissulega var mikill hagn- aður af Eimskip, en það mætti auka hann til muna, t.d. með því leggja niður flutningaleiðir sem borguðu sig illa. Skyldu þeir þá hugsa um hvað borgar sig fyrir fólkið á því svæði þar sem flutningarnir kynnu að leggjast niður. Þetta er auðvitað bara eitt dæmi. Annað dæmi gæti verið: Hvar borg- ar sig að leggja upp togaraaflann, eða hvar borgar sig að hafa frysti- hús? Spurning hins venjulega manns er, hvernig get ég varið starf mitt, byggðina mína, fjölskylduna mína. Hvernig get ég varist þessu dynt- ótta, fjarlæga valdi sem vill ráða ör- lögum okkar? Reyndar hefur launafólk og bændur velt þessum málum fyrir sér um langa hríð. Það myndaði samtök, verkalýðshreyfingu, til að stilla sam- an krafta sína gegn ofurvaldi auðs- ins. Bændur mynduðu samvinnu- félög til að ná örlögum sínum í eigin hendur. En hver er vörn fólks gegn dintum peningavaldsins í dag? Nýja samvinnuhreyfingu? Gamla samvinnuhreyfingin þróað- ist upp í andstæðu sína, segja menn. En eigum við ekki samt að mynda framleiðslusamvinnufélög meðal bænda eða sölusamvinnufélög, til að komast fram hjá fyrirtækjum pen- ingavaldsins, sem nú vinna úr fram- leiðslunni og selja hana fyrir mikinn ágóða? Ágóða sem mætti miklu frek- ar renna í vasa framleiðendanna sjálfra. Af hverju vinnum við vöruna ekki heima í héraði og seljum hana beint til kaupendanna hér á landi eða erlendis? Það yrði meira að gera í sveitinni og ágóðinn yrði eftir hjá okkur sjálfum en ekki hjá hinu fjar- læga blinda valdi. Rekstur á vegum sveitarfélaganna Því ekki útgerð á vegum sveitarfé- laga? Ég veit að kjörorðið var: Sveit- arfélögin eiga ekki að vera að vasast í rekstri fyrirtækja. Hver stóð fyrir þeim áróðri? Ekki veit ég það. Hitt veit ég að sveitarfélögin seldu úr hendi sér frystihúr og skip á grundvelli þessa kjörorðs. Og þegar kvótakerfið var tekið upp áttu sveitarfélögin því engan kvóta. Það var til undantekn- ing á þessu og því sveitarfélagi hefur gengið áberandi vel. Nú gerist það að sveitarfélög eru byrjuð að kaupa til sín kvóta til að bjarga atvinnulífinu á staðnum. Og varla erum við að kaupa til okkar kvóta bara til að gefa hann einstaka atvinnurekendum, sem e.t.v. selja hann hæstbjóðanda. Nei, í þetta skipti skulum við ráða yfir honum sjálf, með rekstri sveitarfélagsins eða undir mjög ströngu eftirliti fólksins sem með skattpeningum sínum keypti kvótann til baka. Aukinn samfélagsrekstur Það er bara gömul bábylja að samfélagslegur rekstur geti ekki borgað sig. Vissulega getur hann borgað sig, og það sem betra er, fyr- ir okkur öll. Við þurfum hins vegar að læra af reynslunni og skipuleggja hin samfélagslegu fyrirtæki betur en áður hefur verið gert. Hvernig nákvæmlega veit ég ekki. Það þurf- um við að finna út. Kannski með opnari rekstri, og betra eftirliti al- mennings. Og kannski með því að nýta betur frumkvæði og hæfni starfsfólksins, minna forstjóraveldi, meiri virkni annars starfsfólks í rekstrinum, minni launamismun? Tökum málin í eigin hendur Svona mætti áfram veifa hug- myndum um samfélagsrekstur, rekstur í höndum okkar sjálfra. Spurningin er, getum við byggt upp atvinnulíf, sem við ráðum yfir sjálf? Getum við byggt það upp án þess að þurfa að leggja örlög okkar í hendur fjarlægs peningavalds, sem ein- göngu hugsar út frá hámarks- ávöxtun sjálf sín? Um þetta þurfum við að ræða og reyna að móta farsæl- ar leiðir. Byggðirnar og hið fjarlæga dyntótta vald peninganna Eftir Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.