Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 33 a hrekja gerð Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Ragnarsson setur aðalfund LÍÚ í síð- asta sinn sem formaður samtakanna. æðuna ábyrgðarlausa Það sem er hins vegar nýtt í niðurstöðunum er að þar er staðfest að sá stofn sem við hingað til höfum kallað neðri stofn úthafskarfa og sá djúpkarfastofn sem veiddur hefur verið á ís- lenska landgrunnskantinum til margra ára er einn og sami stofninn. Þá er enn staðfest að gullkarfinn er sérstakur stofn. Ljóst er að bregðast þarf við þessum upplýsingum og koma stjórn á veiðarnar sem tekur tillit til þessara staðreynda. Staðan er nú sú að stjórn- un veiða á karfa tekur ekki tillit til samsetn- ingar stofnanna þar sem úthafskarfastofninum og hluta djúpkarfastofnsins er stjórnað sem einingu og öðrum hluta djúpkarfastofnsins og gullkarfa er stjórnað sem annari einingu. Að koma á stjórn sem tekur mið af þessum nýju upplýsingum er hins vegar engan veginn einfalt og koma þar bæði til atriði hér innan lands og ekki síður á alþjóðlegum vettvangi. Ég mun hins vegar beita mér fyrir því að lausn á þessu máli verði fundin svo fljót sem verða má og er vinna við það þegar hafin í ráðuneytinu og á Hafrannsóknarstofnuninni. Er það von mín að við getum unnið saman að lausn sem allir geta sætt sig við,“ sagði Árni M. Mathie- sen. úthafskarfa Sea Shepard á íslenskum hval- veiðibátum. Eiður sagði að sam- tökin notuðu hvalina til að afla sér fjár, til dæmis með því að halda því fram að hvalirnir væru ofur- greindar skepnur. Nefndi Eiður sérstaklega Keikó-málið í því sam- hengi, þar sem hundruðum millj- óna hefði verið varið í leikaraskap. Hins vegar hefðu ekki fengist neinar vísindaritgerðir um Keikó eftir að hann var fluttur til Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Eiður sagði að vissulega hefði verið gengið nærri ýmsum hvala- stofnum á sínum tíma en þar hefðu gengið harðast fram þær þjóðir sem nú gengju hvað lengst í friðun hvala, svo sem Ástralar, Banda- ríkjamenn og Bretar. Hvalastofn- ar hefðu hins vegar næstum allir náð sér að nýju og nú mætti sjá þess merki í heimspressunni að sífellt fleiri gerðu sér grein fyrir því. æru malbik- samtök ínum m. Þetta ðhorfum, æð- ur. Það er ómann- ar, eins á alda fandi erju nafni reinda m orðið hafa m og sagði á að um, málstað afnvel k og vitn- arverka uverkasamtök Í NIÐURSTÖÐUM lögfræðiálits Erlu S. Árnadóttur lögmanns, sem unnið var að beiðni Landsbókasafn Íslands-Háskólabóksafns, varðandi bréfasafn Halldórs Laxness segir að afhending persónulegra gagna skáldsins til safnsins, með afhendingarbréfi Auðar Laxness 1996 og með gjafabréfi hennar 2002, hafi falið í sér að Landsbókasafnið hafi öðlast heimildir eigna- réttar yfir bréfasafninu og tekist á hendur lögbundnar skyldur safnsins varðandi varðveislu þess og meðferð. Jafngildir birtingu að gera bréfin aðgengileg almenningi Jafnframt er tekið fram að með því að gera þann hluta gagnanna, sem stafa frá Halldóri Laxness sjálfum og ekki höfðu birst áður, aðgengilegan almenningi til skoðunar hafi þess gögn verið birt í skilningi höfundarlag- anna. Í niðurstöðum álitsins segir að Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni beri að virða tilmæli Auðar Laxness um aðgangstakmarkanir að þeim hluta bréfasafns skáldsins sem innihaldi gögn sem stafi frá skáldinu sjálfu. En á meðan almenningur hafi aðgang að persónulegum gögnum sem séu frá Halldóri sjálfum komin sé safninu heimilt að leyfa einstaklingum að taka eintök af þeim til einkanota – sé það gert verði að heimila slíkt í öllum tilvikum. Hefur ekki heimild til að takmarka aðgang að bréfum til skáldsins Lögmaðurinn telur aftur á móti varahugavert fyrir safnið að líta gögn í bréfasafninu, sem aðrir hafa skrifað, sem birt í skilningi höfundarlaganna nema fyrir liggi ótvíræð heimild frá höfundarrétthöfum um að þau skuli gerð aðgengileg almenningi. Þetta þýði að varahugavert sé að líta svo á að eintakagerð til einkanota sé heimil án samþykkis þeirra. Lögmaðurinn telur að ekkja skáldsins hafi ekki þá hagsmuni sem heimili henni einhliða að setja skilyrði um meðferð persónulegra gagna Halldórs, sem ekki stafi frá honum sjálfum. Því hafi safnið ekki heimild til þess að hlíta fyrirmælum Auðar Laxness að því er þennan hluta safns Halldórs varðar. Ber að virða aðgangstakmark- anir að bréfum skáldsins sjálfs Niðurstöður í lögfræðiáliti vegna bréfasafns Halldórs Kiljans Laxness MORGUNBLAÐIÐ birtir hér orðrétt þann hluta lögfræðiálits Erlu S. Árnadóttur hrl. sem snýr beint að bréfasafni Halldórs Laxness. „Með afhendingarbréfi, dags. 16. nóvember 1996, afhenti Auður Laxness fyrir hönd eig- inmanns síns, Halldórs Laxness, handrit hans og bréfasafn. Bréfið hljóðar svo: „Með bréfi þessu afhendi ég fyrir hönd eig- inmanns míns, Halldórs Laxness, handverk að ritverkum hans, sem og bréfasafn og fleiri gögn er tengjast honum, til varðveislu í hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns.“ Samkvæmt upplýsingum yðar var bréfasafn- ið flutt í Landsbókasafn Íslands-Háskólabóka- safn í áföngum frá árinu 1996 og fram á þetta ár, stærstur hluti þess við athöfn í safninu framangreindan dag. Hinn 21. apríl 2002 munu Auður Laxness, ekkja skáldsins, og íslenska ríkið hafa gert með sér samning um kaup íslenska ríkisins á fasteigninni Gljúfrasteini. Í gjafabréfi, dags. sama dag, sem undirritað er af Auði og Davíð Oddssyni forsætisráðherra, lýsti Auður yfir eftirfarandi: „2. Að hún gefur hér með íslenska ríkinu allt safn handrita og hvers konar annarra upp- skrifta, minnisblaða og annars hand- eða vél- ritaðs efnis, sem nú er til staðar að Gljúfra- steini og hefur að geyma hugverk Halldórs Laxness. Gjöfin er þó bundin öllum takmörk- unum höfundarréttar og er einskorðuð við rit þessi sem sýningargripi. Handhöfum höfund- arréttar skal á hverjum tíma heimill óhindr- aður aðgangur að efni þessu til hvers konar eftirgerðar, hvort sem það er eftirritun, ljós- myndun eða upptaka á tölvutækt form.“ Með samkomulagi milli forsætisráðuneytis- ins og Landsbókasafns Íslands-Háskólabóka- safns vegna Minningasafns um Halldór Lax- ness, dags. 18. september 2003, afhenti ráðuneytið gögn til handritadeildar safnsins. Um þetta segir svo í samningnum: „1. gr. Forsætisráðuneytið afhendir þær minnisbækur og skjöl sem ennþá eru á heimili skáldsins að Gljúfrasteini til handritadeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns til varðveislu með öðrum gögnum skáldsins.“ Í samningnum er kveðið á um að Minning- arsafn um Halldór Laxness fái afnot af gögn- um sem varðveitt séu í Landsbókasafni Ís- lands-Háskólabókasafni til sýninga og kynningar eftir nánara samkomulagi. Lands- bókasafn Íslands-Háskólabókasafn tók að sér að skrá öll skjöl og bréf sem tengjast skáldinu og gera slíkar skrár aðgengilegar almenningi. Í samkomulaginu segir einnig: „4. gr. Landsbókasafn Íslands í samvinnu við Minningarsafn um Halldór Laxness mun leita leiða til að skapa sérstakt alþjóðlegt vef- setur um Laxness með því að yfirfæra valin bréf skáldsins, handrit og önnur skjöl, myndir og hljóðrit sem snerta skáldið og listamanns- feril hans í stafrænt form og gera aðgengilegt á veraldarvefnum.“ Með bréfi til Landsbókasafns Íslands-Há- skólabókasafns, dags 18. september 2003, fór Auður Laxness þess á leit við safnið að tak- markaður yrði aðgangur að persónulegum gögnum Halldórs Laxness. Í bréfinu segir: „Undirrituð fer þess á leit að framvegis verði ekki óheftur aðgangur að bréfum, skjöl- um og minnisbókum Halldórs Laxness, a.m.k. þar til afkomendur Halldórs hafa kynnt sér innihald þeirra. Það er ósk mín að aðeins Guðný Halldórs- dóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Einar Laxness, um. Spyrja má hvort það að afhendingarbréfið takmarkaði ekki meðferð gagnanna, eins og heimilt hefði verið að einhverju leyti við und- irritun þess í skjóli allra framangreindra hags- muna, sé ígildi samningsskuldbindingar af hálfu Auðar Laxness, sem ekki sé unnt að breyta einhliða eftir á. Þegar haft er í huga að afhendingargerningurinn var gjafagerningur og með tilliti til innihalds bréfs Auðar frá 18. september 2003, m.a. þess að einungis er ósk- að að aðgangstakmarkanir gildi í tiltölulega skamman tíma, tel ég ekki að ákvæði afhend- ingarbréfsins komi í veg fyrir að aðgangur sé takmarkaður að gögnunum í afmarkaðan tíma. Spyrja má hvort jafnræðissjónarmið kunni að leiða til þess að Auði Laxness hafi ekki ver- ið heimilt að tilgreina í bréfinu frá 18. sept- ember 2003 að nokkrir nafngreindir einstak- lingar skuli hafa aðgang að gögnum sem að öðru leyti skuli ekki vera aðgangur að. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 taka til stjórn- sýslu ríkis og sveitarfélaga þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna. Ákvörðun Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns um viðbrögð við bréfi Auðar Lax- ness er ekki beint að tilteknum aðila eða að- ilum og telst því ekki stjórnsýsluákvörðun í skilningi laganna. Koma því lögin ekki til at- hugunar í þessu sambandi. Að framan er lýst lögbundnu hlutverki Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns. Af því hlutverki leiðir að safninu ber að gæta jafnræðis varðandi aðgang almennings að gögnum safnsins. Það felur í sér að safninu er ekki heimilt að mæla svo fyrir að einungis til- teknir hópar skuli hafa aðgang eða vera útilok- aðir frá aðgangi eða setja að öðru leyti ómál- efnaleg skilyrði fyrir heimild til aðgangs að gögnum safnsins. Telja verður að Auður Lax- ness hafi sem höfundarréttarhafi að persónu- legum gögnum, er stafa frá Halldóri Laxness, ætíð heimild til að afrita gögnin til einkanota. Verður að líta svo á að tilgreining þeirra ein- staklinga sem nefndir eru í bréfinu frá 18. september 2003 sé gerð í skjóli þessarar að- stöðu. Verður því að telja að Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni beri að verða við til- mælum Auðar Laxness í áðurgreindu bréfi með þeim hætti sem þar er tilgreint. Hvað varðar gögn í bréfasafninu, sem stafa frá öðrum en Halldóri Laxness og aðrir en Auður Laxness eiga því höfundarrétt að, er ljóst að Auður Laxness hefur afsalað sér eign- arrétti að þessum gögnum. Auður Laxness eða aðrir erfingjar Halldórs Laxness eiga enga höfundarréttarlega hagsmuni er tengjast þeim. Spyrja má hvort hagsmunir þeir er erfingj- arnir fara með varðandi persónuvernd Hall- dórs Laxness geti réttlætt takmörkun á að- gangi að þessum gögnum. Er þá haft í huga að persónuupplýsingar um hann gæti verið að finna í gögnum í safninu er stafa frá öðrum. Nú er það svo að persónuupplýsingar um Hall- dór Laxness og aðra einstaklinga gæti auð- veldlega verið að finna víða í öðrum óbirtum gögnum í vörslu safnsins. Verður því ekki séð að Auður Laxness hafi sérstaka hagsmuni af því að gefa fyrirmæli, löngu eftir afhendingu bréfasafnsins, um meðferð þess hluta þess er ekki stafar frá Halldóri Laxness. Með tilliti til þess sem hér var rakið tel ég ekki að Auður Laxness sem gefandi gagna í bréfasafni Halldórs Laxness, er stafa frá öðr- um en honum sjálfum, hafi heimild til þess eft- ir að gjafagerningurinn var gerður að setja einhliða skilyrði um meðferð þeirra af hálfu Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.“ Steinunn Guðmundsdóttir og Halldór Guð- mundsson, auk mín hafi aðgang að þessum plöggum. Reynt verður að flýta þessari gagnaskoðun og skal þetta fyrirkomulag ekki vara lengur en í þrjú ár frá dagsetningu þessa bréfs.“ Samkvæmt þessu er ljóst, að bréfasafn Hall- dórs Laxness var ánafnað Landsbókasafni Ís- lands-Háskólabókasafni þegar á árinu 1996. Afhendingunni fylgdu engar kvaðir, hvorki um takmörkun aðgangs að safninu, takmarkanir á nýtingu höfundarréttar né aðrar kvaðir. Verð- ur að telja að afhendingin hafi falið í sér að stofnunin öðlaðist heimildir eignarréttar yfir bréfasafninu og tækist á hendur lögbundnar skyldur safnsins varðandi varðveislu þess og meðferð, sbr. það er rakið er hér að framan. Spyrja má hvort heimildir Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns til meðferðar gagna, sem gjafabréfinu frá 21. apríl 2002 var ætlað að taka til, hafi verið takmarkaðri en heimildir til meðferðar gagna sem nefnd eru bréfasafn í afhendingarbréfinu frá 16. nóvember 1996, sbr. orðalag gjafabréfsins um sýningargripi. Í því sambandi ber fyrst að nefna að afhending- arbréfið undanskilur engin sendibréf ánöfnun þeirri sem átti sér stað á þessum tíma. Má því skilja afhendingarbréfið svo að með því sé ánafnað öllum sendibréfum skáldsins. Jafnvel þótt þessi skilningur væri rangur og að af- hendingarbréfið hefði einungis tekið til hluta sendibréfanna bendir samningur forsætisráðu- neytisins við safnið frá 18. september 2003 ekki til þess að aðgreina eigi gögn sem enn voru til staðar á Gljúfrasteini á árinu 2002 frá þeim gögnum sem safnið hafði þegar tekið í vörslu sína. Í 1. gr. samningsins er sérstaklega tekið fram að gögnin, sem enn voru til staðar á Gljúfrasteini, séu afhent til varðveislu með öðrum gögnum skaldsins og í 4. gr. samnings- ins er gert ráð fyrir að safnið geri gögn að- gengileg á veraldarvefnum án tillits til hvenær þau bárust safninu. Þá gerir Auður Laxness sjálf engan greinarmun í bréfinu frá 18. sept- ember 2003 á þeim gögnum er safnið hefur í vörslu sinni. Tel ég að til að unnt væri að líta svo á að Landsbókasafn Íslands-Háskólabóka- safn hafi takmarkaðri heimildir til meðferðar gagna, sem ætlunin kann að hafa verið að gjafabréfið frá 21. apríl 2002 tæki til, en til meðferðar gagna sem fyrir undirritun þess voru þegar komin í vörslu safnsins hefði þurft að taka sérstaklega fram í gjafabréfinu hvaða takmarkanir giltu um meðferð gagna er það átti að taka til. Verður því að líta svo á að Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn hafi þær heimildir til allra persónulegra gagna Halldórs Laxness sem áður er lýst. Eftir að gjafagerningurinn var gerður hefur Auður Laxness nú sett einhliða skilyrði um meðferð gagnanna, þ.e. að einungis nokkrir nafngreindir einstaklingar hafi aðgang að þeim uns hún gefi fyrirmæli um annað. Hér að framan var fjallað um hagsmuni erf- ingja látins einstaklings er tengjast persónu- legum gögnum hans. Hvað varðar það tilfelli er hér um ræðir er ljóst að Auður Laxness hefur hagsmuni af meðferð gagna, er stafa frá Halldóri Laxness sjálfum, sem höfundarrétt- arhafi að verkunum og sem aðili málsókn- arréttar vegna reglna um friðhelgi einkalífs og persónuvernd eins og að framan er lýst. Ósk hennar um tímabundna takmörkun aðgangs að gögnum, sem hún er höfundarrétthafi að og sem kunna að hafa að geyma persónuupplýs- ingar um látinn eiginmann hennar, er byggð á sjónarmiðum sem tengjast þessum hagsmun- Bréfasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni án nokkurra kvaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.