Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is FLUTTAR voru út vörur fyrir 14,6 milljarða króna í septembermánuði og inn fyrir 19,2 milljarða króna fob. Vöruskiptin í september voru því óhagstæð um 4,7 milljarða króna en í september í fyrra voru þau hagstæð um 200 milljónir. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 137,1 milljarð króna en inn fyrir 148,5 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskipt- unum við útlönd sem nam 11,4 millj- örðum króna en á sama tíma árið áð- ur voru þau hagstæð um 10,3 milljarða á sama gengi. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því 21,7 milljörðum lakari en á sama tíma árið áður, að því er segir í frétt frá Hagstofu Ís- lands. Gert ráð fyrir auknum halla á næsta ári Í markaðsyfirliti Landsbankans í gær kemur fram að miðað við fram- vinduna það sem af er ári megi reikna með því að vöruskiptahallinn á árinu verði á bilinu 15-20 milljarðar sam- anborið við 13,6 milljarða afgang á síðasta ári. Viðsnúningurinn yrði því rúmlega 30 milljarðar milli ára. „Á næsta ári má síðan búast við að hall- inn aukist enn frekar þegar áhrif vegna stóriðjuframkvæmdanna koma fram af fullum þunga,“ að því er segir í markaðsyfirlitinu. Áhrif á stöðu krónunnar Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka kemur fram að versn- andi vöruskiptajöfnuður hljóti að vekja spurningar um stöðu krónunn- ar vegna útstreymis fjármagns. Greinilegt sé að samkeppnishæfni innlendra útflutningsfyrirtækja hef- ur versnað verulega að undanförnu og raungengi krónunnar er nú í hærri kantinum. „Það er því ljóst að út frá jafnvægi í vöruskiptum og sam- keppnishæfni innlendra fyrirtækja er gengi krónunnar hátt. Það er hins vegar spurning um hvort innstreymi fjármagns vegna stóriðjufram- kvæmda sé nægt til að viðhalda háu gengi krónunnar á næstu mánuðum,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. 11,4 milljarða halli á vöruskiptum fyrstu 9 mánuði ársins 21,7 milljarða við- snúningur milli ára                                                         !"##$    "##"            !"#     $    %          &  '( ! )   *   '(     + , -.! ) '( / '. 0  (   12,  . 34 0.  (3 5 ).  , 6  ,  1! !    4                                      !     " + ,.%*,-/- $%$$+/$ '(%,-&/) )%.'&/( + &)%.,$/$ *&%.*(/) &$%($+/, $.%*+-/( $&%&)'/& $+%.-+/+ )&./& #$%&'(')' *%%*  &+   + .'%.$./( $%).(/& *+%$,+/, $%'.&/&   + &)%$,'/$ *(%'*(/( &$%)'*/( ))%&.*/, $&%('&/- $-%..&/) &../, $$&,$%)$ *%%-  &+  " BAUGUR á í viðræðum um kaup á tískuvörukeðjunni Oasis Stores í Bretlandi, að því er fram kemur í Financial Times í gær. Baugur vill ekki tjá sig um málið, en í frétt Fin- ancial Times segir að samkomulag um kaupin gæti náðst innan tveggja vikna og að kaupverðið sé talið vera yfir 150 milljónum punda, sem jafngildir nær 20 milljörðum króna. Oasis, sem er með 160 sölustaði í Bretlandi, er í eigu PPM Ventures, sem er hluti af fjármálafyrirtækinu Prudential. PPM Ventures tók þátt í yfirtöku stjórnenda á Oasis, sem þá var skráð á markað, í júlí árið 2001, en þá var verðið 55 milljónir punda. Þegar Oasis var skráð á markað árið 1996 var verð bréfanna 148 pens, en þegar leið á árið var verðið komið upp í 414 pens. Þegar fyr- irtækið var keypt af markaði var verð hlutabréfanna 104 pens. Ein Oasis-verslun er á Íslandi og er hún í Kringlunni. Morgunblaðið/Kristinn Baugur sagður vilja kaupa Oasis SAMTÖK banka og verðbréfafyr- irtækja hafa hvatt fjármálaráðu- neytið til að flýta vinnu við innleið- ingu alþjóðlegra reikningsskila- staðla Evrópusambandsins sem mest, að sögn Guðjóns Rúnars- sonar, framkvæmdastjóra samtak- anna, enda séu Norðurlöndin al- mennt mun lengra á veg komin í þeirri vinnu. Hann segir öll aðildarfélög sam- takanna nú þegar orðin vel með- vituð um stöðu og þróun mála. „Þetta snýr mikið að fyrirtækj- um á fjármálamarkaði, bæði að þeim sjálfum og þeim skráðu fyr- irtækjum í Kauphöllinni sem þau tengjast sem þingaðilar. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa átt gott samstarf við Fjármálaeft- irlitið síðasta misserið um að fylgj- ast með endanlegri mótun þeirra staðla sem snúa að fjármálafyr- irtækjum sérstaklega en enn eru útistandandi atriði varðandi þá staðla sem vonast er til að náist að ljúka fljótlega.“ Guðjón segist gera ráð fyrir að þegar starfi stjórnvalda ljúki sem æskilegt sé að verði sem fyrst á næsta ári muni aðilar í sameiningu kynna breyttar reglur fyrir fyr- irtækjum í landinu almennt. „Það mun snúa töluvert að endurskoð- endum en við munum ekki láta okkar eftir liggja. Stærri fyrirtæki eru þó tel ég vel með á nótunum um nýja staðla enda hafa þau ís- lensku fyrirtæki sem starfa á al- þjóðamarkaði hag af því að geta sýnt uppgjör sem alþjóða fjárfest- ar þekkja og skilja.“ Til umræðu í skattahópi SA Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA ekki hafa staðið fyrir kynningu á innleiðingu alþjóðlegu reiknings- skilastaðlanna meðal aðildarfyrir- tækja sinna en reglurnar sem séu að hluta til enn í mótun hafi verið til umræðu í skattahópi samtak- anna. „Stærri fyrirtæki, sem skráð eru í Kauphöllinni og sem nýju reglurnar hafa hvað mest áhrif á, fylgjast vel með þessum málum sjálf og í gegnum sína endurskoð- endur,“ segir Ari og telur að það verði fyrst og fremst endurskoð- unarheimurinn sem muni fylgja því eftir að innleiða nýjar reglur í íslenskt reikningshald. Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla Guðjón Rúnarsson Ari Edwald Hafa hvatt ráðuneytið til að flýta vinnunni ÞESS má vænta að Persónuvernd muni nú taka samstarfssamning Kauphallar Íslands og Verð- bréfaskráningar Íslands til skoð- unar, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Fjár- málaeftirlitið lýst efasemdum um að sam- starfssamning- urinn standist lög. Samning- urinn var gerður síðasta haust og felur í sér samþættingu á ýmsum sviðum starfsemi fyrirtækjanna tveggja, en Kauphöllin hefur óskað eftir því að viðskiptaráðuneytið hlutist til um breytingu á lögum svo samningurinn haldi. Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri Persónuverndar segir að Persónu- vernd hafi haft frumkvæði að skoð- un á samstarfi milli Kauphall- arinnar og Verðbréfaskráningar þegar fréttir bárust um það á sín- um tíma. Eftir að hafa rætt við Kauphöllina, Verðbréfaskráningu og Fjármálaeftirlitið hafi Persónu- vernd ákveðið að bíða með frekari athugun á málinu þar til nið- urstaða Fjármálaeftirlitsins lægi fyrir. Fjármálaeftirlitið hafi nú komist að niðurstöðu og því megi vænta þess að Persónuvernd taki upp þráðinn þar sem frá var horf- ið. Sigrún segir Persónuvernd upp- haflega hafa ákveðið að skoða þetta mál vegna þess að mjög af- dráttarlaus þagnarskylduákvæði séu í lögum sem gildi um starfsemi bæði Kauphallarinnar og Verð- bréfaskráningar. Hún segir ekki mega líta fram hjá þeim vilja lög- gjafans sem komi fram í þessum ákvæðum, meðal annars varðandi trúnað um persónuupplýsingar. Til að kanna hvort þessum laga- ákvæðum yrði fylgt í samstarfinu hafi Persónuvernd viljað athuga ýmis atriði, meðal annars um sam- eiginlega lögfræðiþjónustu, sam- eiginleg tölvukerfi, setu sömu manna í stjórnum beggja fyr- irtækjanna, sameiginlega færslu bókhalds og það hvort innra eft- irlit væri aðskilið. Þagnarskyldan í lögum Í lögum nr. 34/1998 um starf- semi kauphalla og skipulegra til- boðsmarkaða eru ákvæði um þagn- arskyldu í 40. grein og þar segir meðal annars að stjórnarmenn og allir starfsmenn félags sem starfar samkvæmt lögunum séu bundnir þagnarskyldu um allt það er varði hagi viðskiptamanna þess og mál- efni félagsins, svo og önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu. Í lögum nr. 131/1997 um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa eru einnig ákvæði um þagn- arskyldu. Þannig er til dæmis í 8. grein kveðið á um að stjórn, fram- kvæmdastjóra og öðrum starfs- mönnum verðbréfamiðstöðv- arinnar, svo og endurskoðendum, sé óheimilt að skýra frá nokkru því sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu eða stöðu sinni samkvæmt um hagi reikningseiganda, verð- bréfamiðstöðvarinnar og viðskipta- manna hennar. Í skilningi laganna er Verðbréfaskráning Íslands verðbréfamiðstöð. Um þetta ákvæði segir þó að verðbréfamiðstöðin geti gert sam- starfssamning við annan aðila sem stundar hliðstæða starfsemi, enda gildi sambærileg ákvæði um þagn- arskyldu hans. Í þessu sambandi má benda á að Verðbréfaskráning Íslands hefur ekki einkarétt á að starfa sem verðbréfamiðstöð þó að hún sé eina fyrirtækið hér á landi sem rekur slíka starfsemi. Þá eru fyrirtæki í hliðstæðri starfsemi rekin í öðrum löndum. Samkvæmt lögunum hefur verð- bréfamiðstöð takmarkaðar heim- ildir til að veita upplýsingar um skráð réttindi og í 14. grein lag- anna er tekið fram að það sé bann- að fyrir utan ákveðin undantekn- ingarákvæði laganna. Verðbréfa- miðstöð er til að mynda heimilt að veita upplýsingar í hagtöluskyni, en þá að fenginni heimild Persónu- verndar. Samstarfssamningur Kauphallar Ís- lands og Verðbréfaskráningar Íslands Persónuvernd mun skoða sam- starfssamninginn Sigrún Jóhannesdóttir BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson verður meðal frummælenda á ráð- stefnu í Sófíu í Búlgaríu næstkom- andi mánudag, þar sem fjallað verð- ur um einkavæðingu og fjárfestingar á Balkanskaga. Ráðstefnan er haldin á vegum Southeast Europe Econom- ic Forum. Auk Björgólfs Thors flytja erindi á ráðstefnunni Georgi Parvanov for- seti Búlgaríu, Simeon Saxe-Coburg Gotha, forsætisráðherra Búlgaríu, Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, auk fjögurra ann- arra forstjóra stórfyrirtækja og fjárfestingarsjóða sem reynslu hafa af fjárfestingum á Balkanskaga. Björgólfur Thor hefur reynslu af einkavæðingu og fjárfestingum í Búlgaríu, en hann er stjórnarfor- maður Balkanpharma, dótturfyrir- tækis Pharmaco, sem er stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki Búlgaríu. Björgólfur Thor er einnig í hópi fjárfesta sem hafa gert tilboð í 65% hlut í símafyrirtæki búlgarska rík- isins. Ríkið hyggst eiga áfram 35% hlut. Fyrirtækið Advent Inter- national fer fyrir hópi fjárfestanna en fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors er næststærsti þátttakandinn í hópnum. Ráðstefna í Búlgaríu um einkavæð- ingu og erlendar fjárfestingar Björgólfur Thor meðal frummælenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.