Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásta MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1978. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Móðir hennar er Björg Kjartansdóttir, f. 23. júlí 1950. For- eldrar hennar Ásta Bjarnadóttir, f. 16. febrúar 1922, og Kjartan Sæmunds- son, f. 6. apríl 1911, d. 23. apríl 1963. Fóst- urfaðir Ástu Margrétar er Frey- steinn G. Jónsson, f. 21. febrúar 1955. Foreldrar hans eru Dóra Hannesdóttir, f. 14. júní 1929, og Jón H. Júlíusson, f. 3. janúar 1926. Faðir Ástu Margrétar er Magnús Þórðarson, f. 19. desember 1947. Foreldrar hans voru Hrefna Bjarnadótt- ir, f. 16. október 1924, d. 16. febrúar 1989, og Þórður Ás- kell Magnússon, f. 29. desember 1922, d. 4. maí 1991. Bræð- ur Ástu Margrétar eru Þórður Áskell, f. 18. nóvember 1967, og Kjartan, f. 1. október 1976, d. 6. janúar 1999. Hálf- bræður Ástu Mar- grétar samfeðra eru Ólafur Hrafn og Kormákur Örn. Ásta Margrét bjó síðustu æviár sín í sambýli blindra í Stigahlíð 71. Útför Ástu Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásta Margrét systurdóttir mín kom inn í líf okkar svo undurfalleg og með fegurstu sál sem ég hef kynnst í nokkru barni. Hún var ung þegar hún fór að tala um Jesú og Guð og söng sálma með miklum krafti fallegri barnsröddu. Hún trúði á það góða í öllum manneskjum og sögurnar sem hún skilur eftir sig eru allar fullar af sólskini og gleði. Hún hafði mjög ríka réttlætiskennd og þrátt fyrir sinn erf- iða sjúkdóm sem hún hefur barist við síðan hún var sjö ára gömul kvartaði hún ekki heldur hélt ótrauð áfram á meðan þrek og kraftur entist henni. Ákafur lífsþorsti einkenndi Ástu Margréti, hún átti sína framtíðar- drauma, hún ætlaði að eignast mann og mörg börn, hún var meira að segja búin að ákveða nöfnin á þeim og ósjaldan ræddi hún við móður sína um að hún yrði að velja fyrir sig mann, einu skilyrðin sem hún setti voru að hann ætti að vera „kammó“ og hafa gott hjartalag. Ásta Margrét var góð í íþróttum, sérstaklega var hún góð í sundi og tók þátt í sundkeppnum langt fram á ung- lingsárin. Ég minnist þess ein jólin hvað hún þráði að eignast skauta, hún hafði þá misst sjónina en það hafði ekki áhrif á hana, hún gæti alveg skautað eins og hinir krakkarnir, eina óskin á jólagjafalistanum voru skaut- ar, svo fékk hún skautana og allt að- fangadagskvöldið sat hún með þá í fanginu, alsæl. Með lotningu fylgd- umst við með því hvernig henni tókst að gleðjast með skautana sína sem hún aldrei gat notað. Það er margt sómafólkið sem hefur komið við sögu í lífshlaupi elsku frænku minnar, Reykjadalsárin voru henni dýrmæt, á meðan henni entist heilsa til að fara þangað snérist allt í kringum Reykjadal, skólaárin í Öskjuhlíðarskóla, tónlistarkennarinn hennar sem hvatti hana með ráðum og dáð, Þorbjörn vinur og kennari, starfsfólkið í Bjarkarási, og síðast en ekki síst Magnhildur og allt það ynd- islega fólk sem annaðist hana í Stiga- hlíð. Hafið öll hjartans þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og kærleika. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Margrét frænka. „Veist þú af hverju guð lætur börn verða blind og fötluð og síðan deyja?“ Í spurningu systurdóttur minnar, sem þá var 10 ára gömul, var hvorki ásökun né reiði. Hún var umfram allt undrandi því hún gat ekki komið auga á sanngirnina sem hún bjóst við af guði, rétt eins og öllum öðrum. Ásta Margrét var á þessum tíma orðin verulega sjónskert en við vorum ásáttar um að hún væri að tala um Kjartan bróður sinn sem fetaði sjúk- dómsbrautina á undan henni. Það kom ekki til greina að hún yrði fötluð eins og hann – þegar hún yrði full- orðin ætlaði hún að giftast manni sem væri kammó og með gott hjartalag og eignast með honum mörg börn. Fyrstu ár ævinnar var Ásta Mar- grét heilbrigð og tápmikil. Hún var gullfalleg, hafði létta lund, ríka rétt- lætiskennd og bar einlæga umhyggju fyrir öðrum. Þessum persónuein- kennum hélt hún til hinstu stundar. Þrátt fyrir endurtekin áföll og sífellt minnkandi færni lagði hún aldrei árar í bát. Ef einhver efaðist um að hún gæti hlaupið, hjólað, rennt sér á skautum eða lært á gítar svaraði hún einörð: „Maður veit aldrei hvað mað- ur getur fyrr en maður prófar það.“ Ekkert náði að hagga trúnaðartrausti hennar og bjartsýni. Í Stigahlíðinni naut Ásta Margrét umönnunar fólks sem leyfði sér að elska hana. Hún kvaddi lífið eins og hún heilsaði því, umvafin ást mömmu sinnar. Sæunn Kjartansdóttir. Að hausti blómin bliknuð höfuð hneigja. Það var komið að hausti í lífi Ástu Margrétar. Allir eiga sínar óskir og væntingar í lífinu, hvort sem við erum heil heilsu eða þurfum að rata þrönga götu erf- iðleika vegna veikinda eða annarra orsaka. Ásta Margrét fór ekki var- hluta af þeim örlögum. ún átti sínar óskir og drauma eins og annað æskufólk og ræddi um það á sinn frjálslega hátt. Hún var mikil fé- lagsvera og undi hag sínum hvergi betur en með sem flesta í kringum sig. Hún var mörgum kostum búin og hefði heilsan leyft er ekki að efa að hún hefði orðið mikill kvenskörungur til orðs og æðis. Hún unni tónlist, var m.a. listateiknari á sínum tíma og vann til verðlauna á því sviði. Margar óskir sínar ræddi hún við móður sína sem sá til þess að þær myndu rætast þó ekki væri það á því augnabliki, en gaf væntingar sem dugðu. Þrátt fyrir mikil veikindi var þessi hugumprúða, fallega og vel gerða stúlka hamingju- söm. Ásta Margrét átti góða að, fjöl- skyldu sem stóð þétt saman ásamt góðum vinum. Hún var alls staðar umvafin ástúð og hlýju allt sitt stutta líf, hvort sem var heima fyrir hjá sinni góðu móður og fósturföður, í skóla, dagvistun eða í sambýli Blindra- félagsins, sem var annað heimili hennar hin síðustu ár. Reykjadalur var ævintýralandið, þar var alltaf gaman að vera. Hún elskaði þann stað ef svo má að orði komast, þar var mik- ið líf og fjör sem átti vel við Ástu Mar- gréti. Bróðir hennar Kjartan lést árið 1999 úr sama sjúkdómi og nú hefur lagt Ástu Margréti að velli. Það voru forréttindi að fá að kynnast þessum ungmennum og tengjast þeim fjöl- skylduböndum. Við biðjum almættið að umvefja þau systkinin af ástúð sinni og elsku og fjölskyldu þeirra sem á um sárt að binda. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Þetta fallega ljóð voru síðustu kveðjuorð okkar til Kjartans og nú til Ástu Margrétar. Elsku Björg, Freysteinn, Þórður og aðrir ástvinir, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Dóra, Jón og fjölskylda. Ásta Margrét kvaddi þennan harða heim um svipað leyti og vetur gekk í garð. Hún var einn íbúanna á sambýli blindra og sjónskertra í Stigahlíð 71 og við viljum með nokkrum orðum minnast hennar. Minnast þessarar myndarlegu og fallegu stúlku, stúlk- unnar með brosið sitt breiða og bjarta, stúlkunnar með fallega hárið og augnaumgjörð sem var engu lík. Ásta Margrét var líka ákveðin stúlka, vissi alltaf hvað hún vildi, hún var baráttukona, skoðanir sínar lét hún óspart í ljós og var snögg til svars. Á fyrstu árunum í Stigahlíðinni, þegar Ásta Margrét dvaldi aðeins viku í senn, skyldi glatt á hjalla meðan hún stoppaði. Allir áttu að skemmta sér, það átti að baka, borða góðan mat, syngja og leika sér því hún var „gestur“. Ekki var nú alla daga hægt að verða við óskum hennar, og kom þá fyrir að hún kvaddi, með sveiflu og sagði „ég er sko farin heim“. En góðu stundirnar voru miklu, miklu fleiri og þá var hún hrókur alls fagnaðar. Þegar Ástu Margréti var reglulega skemmt, hló hún með öllu andlitinu og átti auðvelt með að heilla þá sem nálægt henni voru. Til marks um metnað og seiglu Ástu Margrétar fór hún eftir útskrift frá Öskjuhlíðarskóla í framhalds- skóla, hún lærði ensku í Borgarholts- skóla. Tungumálakunnátta hlyti að koma heimsdömum eins og henni til góða seinna meir, á ferðalögum henn- ar um víða veröld. Ásta Margrét átti líka sínar vonir og þrá um eigin fjölskyldu, og hún mamma ætlaði að aðstoða hana við að finna mann. Hún hafði líka yndi af börnum og áform hennar voru að vinna sem „dagmamma“ seinna meir. Ásta var mjög félagslynd og tók þátt í margs konar félagsstarfi. Söng- keppnirnar sem hún tók þátt í voru margar og hún lagði alltaf mikla áherslu á klæðnað og allt útlit, hún vildi vera flott og hún var það, og það leyndi sér heldur ekki stoltið þegar hún kom heim með verðlaun. Svona munum við Ástu Margréti fram yfir tvítugsaldur. Þar kom að Ásta flutti alkomin í Stigahlíð 71. Þarfir hennar breyttust smátt og smátt og geta hennar í dag- legu lífi minnkaði. Hún hafði alltaf yndi af tónlist, hlustaði mikið og söng en tónlistin stytti henni stundirnar, gerði henni erfiða daga léttbærari, alveg til hins síðasta. Best naut Ásta Margrét þess að hlusta á lög frá fyrri tíð en ekki síst á kristilega söngva og þegar líðanin var góð söng hún með og hún kunni mikið af textum og kvæðum. Síðastliðið sumar gat Ásta Margrét enn notið þess að vera úti í sólinni og auðséð var hve vel hún naut þess, það sýndi sólskinsbrosið hennar. Að leiðarlokum þökkum við Ástu Margréti samfylgdina. Aðstandend- um öllum færum við einlægar sam- úðarkveðjur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Fyrir hönd íbúa og starfsfólks, Magnhildur Gísladóttir. Þegar ég heimsótti þig síðast fannst mér erfitt að fara frá þér, því ég vissi að það yrði síðasta heimsókn- in. Þú varst líka orðin svo veik og kvalin þetta kvöld. Fjórum dögum seinna var mér sagt að þú værir farin. Mikið var samt gott að geta kvatt þig, ÁSTA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Jóhanna Rann-veig Kristjáns- dóttir fæddist á Ísa- firði 26. júní 1919. Hún lést á heimili sínu 23. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Sig- urðardóttir, f. 11. júní 1893, d. 4. febr- úar 1977, frá Hara- stöðum á Fellsströnd, og Kristján Jóhann- esson, f. 25. október 1889, sjómaður frá Kjós í Jökulfjörðum. Hann fórst með mót- orbátnum Rask 4. október 1924. Eggert Þorsteinsson, kaupmaður og útgerðarmaður frá Kjarlaks- stöðum í Dalasýslu, f. 30. jan. 1878, d. 28. maí 1947, og Sigríðar Guð- mundsdóttur húsmóðir, f. 24. októ- ber 1877, d. 16. mars 1953, frá Reykjavík Börn Jóhönnu og Jó- hanns eru: 1)Kristján, f. 18. maí 1942, maki Elísabet Stefánsdóttir, f. 22. nóvember 1943. Þau eiga fjög- ur börn og tvö barnabörn. 2) Anna Steingerður, f. 19. september 1943, maki John Hedegaard, f. 8. desem- ber 1937, búsett í Danmörku. 3) Droplaug, f. 20. ágúst 1945. 4) Elín, f. 14. desember 1950, maki Guðjón Guðmundsson, f. 6. janúar 1952, bú- sett í Danmörku. Þau eiga þrjú börn. 5) Sigurður Jóhann, f. 8. júní 1953, maki Kristín G. Guðnadóttir, f. 26. febrúar 1956. Þau eiga eina dóttur. Útför Jóhönnu verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Systur Jóhönnu voru Sigríður Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 6. janúar 1922, d. 6. febrúar 1990, var gift Dag- bjarti Majassyni frá Leiru í Jökulfjörðum, og Kristjana Kristjáns- dóttir, f. 9. júní 1924, d. 25. febrúar 1977, var gift Willy Black Niel- sen frá Danmörku, lát- inn. Hinn 4. desember 1941 giftist Jóhanna Jóhanni Jóhannssyni, forstjóra á Ísafirði, f. 10. nóv. 1910, d. 9. júní 1973. Foreldrar hans voru Jóhann Elsku amma. Okkur systurnar langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þannig er að við höfum löngum þótt í forréttindahópi að eiga ömmu, reyndar ekki eina heldur tvær, á lífi sem einnig eru fyrir löngu orðnar langömmur barnanna okkar. En nú ert þú farin og eingöngu fal- legar minningar birtast okkur Við vorum báðar ungar þegar afi Jóhann dó en þig fengum við að hafa hjá okkur 30 árum lengur. Alltaf eins: hrausta, hnarreista, hæverska og ljúfa. Vitað er að barnshugurinn hefur tilhneigingu til að fegra hlutina og setja fólk á stall en þannig var með þig að ekkert breyttist í áranna rás. Þú hefur alltaf verið eins, jafn fögur að innan sem utan. Sannkallaður engill á meðal vor. Við erum efins um að þú hafir nokkru sinni hugsað nei- kvæða hugsun til nokkurs manns. Svo var alltaf til staðar þessi ynd- islega kímni þín og hlýja viðmót. Og þegar þú kvaddir okkur fylgdi æv- inlega aukaknús með umhyggjunni í kaupbæti. Það að þú skyldir arka daglega upp stigann á fjórðu hæð og fara í búðir og/eða með blöðin í endur- vinnslu var auðvitað fáu líkt. Oft hitt- um við þig þar sem þú varst á göngu með dagblöðin í bréfpoka eða inn- kaupapokann úr kjörbúðinni og buð- um þér far en þú kaust heldur hreyf- inguna. Það skýrir ef til vill frábært heilsufar þitt og hugsanasnerpu fram á síðasta dag en hitt vitum við líka að ljúft lunderni, innri ró og styrkur hafði mikið að segja. Allir þessir frábæru eiginleikar þínir, amma, birtast í börnum þínum fimm sem öll hafa fengið sitthvað í arf frá þér. Nú stendur það upp á okkur að koma því sem við lærðum af umgengni okkar við þig áfram til barnanna okkar. Elsku pabbi, Dodda, Siggi, Anna Steina, Ellý, makar, barnabörn og barnabarnabörn, megi minningin um yndislega konu lifa með ykkur um ókomin ár. Englunum hefur bæst góður liðs- auki. Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur. Elsku langamma mín. Það er ótrú- lega skrítið að þú sért farin. Ég man það vel að alltaf þegar ég og Kristján litli komum til þín fengum við smart- ies og kók í dós, það var orðin ein- hvers konar venja að fá smarties hjá ömmu Jóhönnu. Mér finnst leiðin- legt að hafa heimsótt þig svona lítið upp á síðkastið en ég var víst voða mikið upptekin af skólanum og fé- lagslífinu, sem mér finnst synd af því að ég myndi gera hvað sem er til að fá að hitta þig aftur. Það er hin vegar skiljanlegt að guð vilji hafa þig hjá sér af því að þú varst og ert enn í mínum huga algjör engill. Guð geymi þig, elsku langamma. Elísabet Elma. Jóhanna gekk hljóðlega um dyr hér í stigaganginum á Kaplaskjóls- vegi 29, en það fylgdi henni alltaf góður andblær þar sem hún hélt leið sína kvik í spori. Þessi smávaxna og fíngerða kona bar sig af mikilli ein- urð bæði innan dyra og utan og það mátti eiginlega undrum sæta hve mikil sjónskerðing setti lítinn svip á allt hennar fas. Jóhanna virtist í raun njóta hvers dags og ekki síður ár- anna eftir því sem hún eltist. Árin skiptu kannski ekki öllu máli. Ég minnist þess að hún sagði: ,,Nei, áttatíu og tveggja,“ er við sátum saman á tali í júnílok fyrir rúmi ári og ég spurði: ,,Jóhanna, ertu ekki verða áttatíu og þriggja ára í þessari viku?“ Morguninn eftir kom hún í dyragættina þegar ég kom út á stigapallinn og sagði: ,,Ég skil nú ekkert í mér, Margrét. Auðvitað er ég að verða áttatíu og þriggja ára.“ Jóhanna var að sjálfsögðu með aldur sinn á hreinu eins og annað, hún hafði sinn háttinn á og hélt sínu striki þó hún fyndi eflaust til þess að heilsan væri heldur að gefa sig, sér- staklega á þessu ári. Undanfarið höfðu vegferðirnar sem hún fór á sínum daglegu gönguferðum verið að styttast smám saman en hún vildi svo sem ekki gera mikið úr því. Hún sagðist þá bara tylla sér á bekk oftar og lengri stund í einu og njóta útiver- unnar með því móti. Það er tómahljóð í stigaganginum eftir að Jóhanna kvaddi. Hún hafði einkar alúðlegt viðmót og notalega nærveru og það var einhvern veginn svo að hún mætti manni alltaf með jákvæðum huga og mikilli hlýju hvernig sem á stóð. Það hefur verið dýrmætt að eiga til margra ára þær mæðgur Jóhönnu og Droplaugu að næstu nágrönnum. Ég sakna Jóhönnu og kveð hana með miklu þakklæti fyrir góða sam- veru hér í húsinu. Margrét Gústafsdóttir. JÓHANNA R. KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.