Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 39 ✝ Gudmund Knut-sen fæddist í Osló 10. september 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 20. október síðast- liðinn. Knutsen var sonur hjónanna Gunnars Sverre Knutsen og Gudrun Marie Knutsen. Kona Knutsens var Guðný Halla Jóns- dóttir ljósmóðir, f. á Akureyri 16. mars 1933, d. 14. apríl sl. Þau eignuðust tvo syni, þeir eru: Jón Gudmund Knutsen, f. 20. maí 1964, kvæntur Jónu Birnu Óskarsdóttur, þau eiga fjögur börn, og Gunnar Sverre Knutsen, f. 27. maí 1970, kona hans er Brynja Þóranna Viðars- dóttir og þau eiga einn son. Bræðurnir eru búsettir á Ak- ureyri. Knutsen ólst að mestu upp í Asker, en gekk í menntaskóla í Drammen og lauk stúdentsprófi 1946. Sama ár lá leiðin í Norges Veterinær- högskole í Oslo og lauk hann embætt- isprófi í dýralækn- ingum 1952. Knut- sen var höfuðs- maður yfir riddara- liðssveit norska hersins um tíma. Starfaði síðan við dýralæknaháskól- ann í eitt ár, en fór til Íslands í ársbyrjun 1954 til að leysa af sem dýralæknir á Norðurlandi. Nokkru síðar sett- ur héraðsdýralæknir í Eyjafirði og gegndi þeirri stöðu til 1993. Hann stundaði dýralækningar meira og minna fram að veik- indum sínum. Útför Gudmund Knutsen verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Alla mína æsku og uppvöxt þekkti ég Knutsen. Hann og pabbi störfuðu saman og samskipti þeirra mikil. Hann var alltaf glaðlegur, spjallaði og gantaðist við okkur krakkana, röddin með norskum tóni var einstök, þekktist strax. Árið 1985 kom ég heim til Akureyrar að loknu námi frá sama dýralækna- skóla og þeir tveir. Þá tók Knutsen vel á móti mér og sýndi mér alúð og elskusemi sem fyrr. Alltaf boð- inn og búinn til hjálpar, kom fyrir eitt orð og hjálpaði mér við erfið verk á sveitabæjum og leysti þau ætíð með lagni þess sem hefur bæði vit og reynslu. Hvatningu hans og aðstoð fæ ég seint fullþakkað. Sveitafólkið dáði hann og sagði mér ótal sögur af verkum hans og ósér- hlífni, hann kom jafnvel fótgang- andi eða á skíðum í vondum vetr- arveðrum. Tilsvör hans eru mörg ógleymanleg, hann var léttur í lund, velviljaður og hafði einstakt lag á að umgangast fólk. Hógværð og lát- leysi var hans aðal. Hann var lán- samur í sínu einkalífi, átti yndislega konu, Höllu og tvo sína bestu félaga í sonum sínum tveimur, Jóni og Gunnari. Þeir hjálpuðu honum mik- ið í hans erfiðu vinnu. Ekki tók hann sér oft frí á sinni löngu starfs- ævi en mikil var gleði hans er fjöl- skyldan kom sér upp sumarbústað úti í fjallinu ofan við Grýtubakka í Höfðahverfi. Þar átti hann góðar stundir. Ég kveð góðan mann með sökn- uði og virðingu, mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, Elfa Ágústsdóttir. Mikill drengskaparmaður og starfsbróðir í 45 ár hefur kvatt. Það var í svartasta skammdeginu í jan- úar mánuði 1954, sem Knutsen dýralæknir kom til Akureyrar. Ráð- gerði hann að starfa hér í héraðinu í 1–2 ár, en þau urðu nokkuð fleiri. Á skólaárum sínum í Drammen dáði hann, eins og fleiri ungir menn, fremstu skíðamenn Noregs, sem margir hverjir bjuggu þar í ná- grenninu. Þar fóru fremstir þeir Birger Ruud og bræður hans í Kongsberg. Skíðaíþróttin heillaði hann og hann varð sjálfur slyngur skíðamaður, sem síðar kom honum að góðum notum. Hann hlaut í vöggugjöf mikinn gjörvileika, og varð atgervismaður til líkama og sálar. Að loknu stúdentsprófi, velti hann því fyrir sér að hefja nám í skógfræði en dýralæknanám varð fyrir valinu. Ég kynntist honum sumarið 1957, en þá leysti ég hann af, þegar hann tók sér langþráð sumarfrí um stuttan tíma. Málin þróuðust á þann veg, að við geng- um til samstarfs, er ég lauk námi mínu um áramótin. Hann varð strax afar vinsæll og virtur dýra- læknir, farsæll og heppinn í starfi. Bændur báru óskorað traust til hans, og fannst ótrúlegt hve harð- fylginn hann var oft í vitjunum sín- um við afar erfiðar aðstæður. Hann varð goðsögn í lifanda lífi. Hann var mikið náttúrubarn , og hann sagði mér, að oft hefði það komið fyrir, að hann hefði drepið á bíl sínum, stigið út og notið þess, sem fyrir augu og eyru bar í umhverfinu. Slíkar stundir urðu honum minn- isstæðar. Hann var mikill dýravinur og gætti þess ávallt að sýna varn- arlausu dýri fulla nærgætni. Öll hans samskipti við menn og mál- leysingja voru til stakrar fyrir- myndar. Lágkúru beitti hann aldrei í því skyni að auka á vinsældir sín- ar. Það var víðsfjarri hans skap- höfn. Það hafði verið tröppugangur á heilsu hans undanfarin ár, en alltaf reis þessi vaski maður upp aftur. Þegar hann missti konu sína síðast- liðið vor, þá bognaði minn góði vin- ur. Kraftur hans og þrek fóru að þverra. Hann þráði endalokin. En ansi þótti honum síðasti spölurinn grýttur og torsóttur. Far vel, far vel, trygglyndi vinur og starfsbróðir. Ágúst Þorleifsson. GUDMUND KNUTSEN ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Sigrún Gunnarsdóttir, f. 21.7. 1917, frá Foss- völlum í Jökuldal, húsmóðir og verka- kona, og Jón Krist- inn Sigtryggsson, f. 11.12. 1916, d. 23. mars 1965, frá Hall- dórsstöðum Eyja- firði, verkamaður og vörubif- reiðarstjóri. Systkini Sigríðar eru Kristinn, f. 1950, verslunarmaður á Akureyri; Hermann Ragnar, f. 1952, sölustjóri Akureyri; Guðný Jóhanna, f. 1956, skrifstofumaður Kópavogi; Fjóla, f. 1959, dáin sama ár; og Gunnar, f. 1961, húsasmíðameistari, Akureyri. urðar er Hafdís, f. 1989. 3) Sig- urður Rúnar, f. 13.11. 1969, veit- ingamaður, var kvæntur Mar- gréti Rögnu Jónasdóttir. Þeirra dætur eru Helga Gabriela, f. 1991, og Birta Hlín, f. 2000. Sam- býliskona Sigurðar Rúnars er Anna Sólmundsdóttir, f. 1976, lyfjafræðingur. Sonur Önnu er Atli Freyr, f. 1992. 4) Fjóla, f. 18.8. 1973, hjúkrunarfræðingur, eignmaður hennar er Ingvar Ív- arsson, f. 1973, landslagsarkitekt. Þeirra börn eru tvíburarnir Auð- ur og Arnór, f. 1999. 5) Sóley, f. 29.6. 1986, nemi við VMA. Unn- usti hennar er Pétur Már Björg- vinsson, f. 1986, nemi við VMA. Sigríður ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hún lauk gagnfræðaprófi árið 1965 og út- skrifaðist sjúkraliði árið 1981. Hún starfaði á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri frá útskrift og nú seinustu árin starfaði hún hjá Útfararþjónustu Kirkjugarða Ak- ureyrar. Sigríður söng í Kirkju- kór Akureyrarkirkju til margra ára. Útför Sigríðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hinn 19. ágúst 1967 giftist Sigríður Sveinmari Gunnþórs- syni, f. 30. nóvember 1947. Sigríður og Sveinmar voru skilin að borði og sæng. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jón Kristinn, f. 31.5. 1967, starfsmaður Norðurmjólkur. Eig- inkona hans er Linda Björk Sigurðardóttir, f. 1972, matreiðslu- maður. Þeirra börn er Kamilla Sigríður, f. 1997, og Elmar Þór, f. 2002. 2) Hólmfríður, f. 7. apríl 1968, hús- móðir, eiginmaður hennar er Sig- urður Pálsson, f. 1965, sjómaður. Þeirra börn eru Sveinmar Rafn, f. 1988, faðir hans er Stefán Rún- ar Sævarsson; Páll Hólm, f. 1994; Svavar Sigurður, f. 1998; og Sindri Már, f. 2001. Dóttir Sig- Það er einmanalegt að sitja hér í Heiðarlundinum, sem ég kalla heim- ili mitt, þó að ég hafi flutt héðan fyr- ir 16 árum. Einu sinni iðaði þetta hús af lífi, en nú upplifi ég tómleika og ég sakna hlýjunnar sem móðir mín gaf þessu húsi með því að vera hér. Ljúfsárar minningar fylla hjartað. Jólin, páskarnir og öll yndislegu sumrin. Og af öllum stöðum fannst litlum dreng hvergi betra að vera en í fanginu á mömmu sinni. Ég kynntist móður minni upp á nýtt nú á síðari árum. Við áttum mjög góðar stundir saman í sumar þegar hún dvaldi sér til heilsubótar í Hveragerði. Þá var hún hjá mér um helgar. Ég sótti hana og á leiðinni heim var komið við hjá garðyrkju- bændum og keyptar liljur. Við ræddum framtíðina, henni leið betur og leit björtum augum fram á veg- inn. Þessi tími var mér mjög dýr- mætur. Móðir mín var dugnaðarkona. Hún var rétt orðin tvítug þegar þau pabbi höfðu eignast þrjú börn, tvö bættust við síðar. Fyrir jólin saum- aði hún föt á okkur systkinin og gætti þess að hafa hópinn sinn í stíl. Þetta voru alvöruföt úr ull og ekki laust við að okkur fyndist vera full- mikil ull í þeim. Umönnunarstörf hentuðu henni vel því hún var bæði hugulsöm kona og hjartahlý. Lengi vann hún sem sjúkraliði á lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri en hefur verið starfsmaður Útfararþjónustu Kirkjugarða Akureyrar frá stofnun hennar. Þar hafði hún reynst mörg- um vel sem um sárt áttu að binda vegna ástvinamissis og umvafði þau nærgætni og gæsku. Mamma hafði unun af tónlist. Hún söng um árabil með Kór Ak- ureyrarkirkju og veitti það henni bæði ánægju og lífsfyllingu. Á jól- unum fengum við systkinin oft að sitja á söngloftinu hjá kórnum, horfðum yfir prúðbúinn söfnuðinn og upplifðum allan hátíðleikann. Henni þótti gaman að ferðast og fjölskyldan hafði farið víða um land. Á þessum ferðum var slegið upp tjaldi og mamma átti forláta tösku sem hafði að geyma öll áhöld til matsseldar og borðhalds. Tjaldið varð að tjaldvagni og hann þróaðist svo í húsbíl, sem var ævintýri lík- astur. Á honum var meira að segja ekið um Evrópu. Ég enda þessi orð þar sem ég byrjaði þau, við eldhúsborðið heima. Ég finn ilminn af lambahryggnum og sé mömmu fyrir mér standa brosandi við bekkinn. Ég veit að Guð geymir hana. Sigurður Rúnar. Í dag kveð ég hinstu kveðju kæra systur. Þegar hugsað er til baka og rifjuð upp samskipti og samveru- stundir frá okkar barnæsku, kemur hlýja hennar og góðsemi sterkust fram. Á unglings- og uppvaxtarár- um þegar við vorum flutt á Byggða- veginn, var hennar hvatning ætíð að við stæðum okkur í lífinu, þrátt fyrir mótlæti, og allt gekk vel. Litla fjöl- skyldan þín á neðri hæðinni stækk- aði og blómstraði og þú hófst þína lífsbaráttu. Með námi lagðir þú grunninn að lífsstarfinu. Þegar þú greindist með illvígan sjúkdóm, varst þú kletturinn. Við leiðarlok sé ég að margt verður öðruvísi en áður. Aðfangadagur jóla verður breyttur, því frá andláti föður okkar árið 1965, höfum við hist þann dag ásamt fjöl- skyldum. Já, margt verður breytt. Við Silló minnumst þín með söknuði og hlýju. Sólin rís og hnígur og menn koma og fara. En í dag minnumst við þín og blessum. Við hugsum um það sem við eigum mest að þakka. Ég bið að börnin þín og aðrir sem eiga um sárt að binda, fái huggun og von. Ég bið að góður guð blessi þau og styrki. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Guð blessi minningu Sigríðar Jónsdóttur. Hermann Ragnar Jónsson. Elsku Sirra, á þessari sáru kveðjustund sækja að minningar frá liðnum árum. Í 37 ár höfum við verið vinir og fylgst að í svo mörgu. Við höfum fylgst með börnum ykkar líkt og þið Sveinmar með okkar börnum og tekið þátt í litlum sem stórum sigrum þeirra í lífinu og því hafa ánægjustundirnar verið óteljandi. Í seinni tíð töluðum við oft um barna- börnin, þessar gersemar sem gefa svo mikið með gleði sinni og sakleysi. Af áhugamálum þínum er okkur tónlistin minnisstæðust en þú hafðir yndi af fallegri tónlist. Ef taka átti lagið í samkvæmum eða útilegum mátti alltaf treysta á að þú kynnir öll heimsins lög og að þú létir ekki þitt eftir liggja með þinni fallegu rödd. Öll okkar fjölskylda getur borið vitni um einstaka smekkvísi þína og hlýju sem fylgdi öllum gjöfum þínum og verkum, fyrir það erum við æv- inlega þakklát. Elsku Sirra, við vitum að þú hefðir ekki kosið langar lofræður en að endingu viljum við þakka þér sam- fylgdina í öll þessi ár og biðjum góð- an guð að veita fjölskyldunni þinni styrk og hugarró á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði og guðs blessun. Kveðja. Eyþór og Soffía. Elsku Sirra. Þá ert þú búin að kveðja okkur í bili. Þessi kveðju- stund verður okkur öllum erfið. Eitt vitum við þó að núna líður þér betur. Hafðu þökk fyrir allt. „Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbænin) Þín tengdadóttir, Linda. Elsku amma Sirra. Núna ert þú komin til englanna og verður einn af þeim. Takk fyrir þann tíma sem þú gafst okkur, elsku amma. Þú munt alltaf lifa í hjarta okkar og alltaf vera hjá okkur. Við kveðjum þig með sálminum sem þú kenndir mér (Kamillu) og ég skal kenna bróður mínum hana: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, ljúfi Jesú að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Þín ömmubörn, Kamilla Sigríður og Elmar Þór. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Gísli AngantýrMagnússon fædd- ist í Langabotni í Geirþjófsfirði 16. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús bóndi í Langabotni, f. 1888, d. 1966, og Hildur, f. 1892, d. 1939. Gísli var níundi í röð 11 systkina. Systkini hans eru: Auður, f. 1916, d. 1998, Guð- rún, f. 1917, Björn Magnús, f. 1918, d. 1998, Sverrir, f. 1920, d. 1989, Hlín, f. 1921, Jónína Hrefna, f. 1921, Valdimar, f. 1925, d. 1972, Kristín Sigríður, f. 1929, og Vé- steinn, f. 1931. Gísli var kvæntur Ástu Svan- hvíti Þórðardóttur. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Þórður Magni Eyfjörð, f. 12. apríl 1955, kvæntur Úrsúlu Meiier. Börn þeirra eru Þórður og Katrín. 2) Björg Guðrún, f. 2. okt 1956, fráskilin, hennar börn eru Björn Blöndal, Hall- grímur Heiðar og Svanfríður Hlín. 3) Kolbrún, f. 14. ágúst 1960, gift Sveinbirni Unnari, hennar börn eru Gísli, Lena Ýr og Axel Örn. Langafa- börn Gísla eru þrjú. Gísli var búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og einnig lærði hann múrverk frá Iðnskólanum í Reykjavík. Lengst af ævi sinni starfaði hann við bústörf og húsa- smíðar. Útför Gísla verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm – – þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. – Er ei bjartara land fyrir stefni? (Einar Ben.) Hinsta kveðja. Björg og Kolbrún. GÍSLI ANGANTÝR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.