Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 19 Hafnarfirði | Köld og hvít vetrarbirtan hefur nú tekið við af gráleitum haustdrunganum og ef marka má hverflyndi hinna íslensku veðurguða er alls óvíst hversu lengi snjórinn tórir. En þótt lítið sé um snjó, enn sem komið er og fyrsta fönnin aðeins nýfallin, hafa þessar stúlkur í Hamrabyggðinni af mestu hagsýni nýtt sér takmarkað hráefnið og reist þennan forláta snjó- karl. Hugvit og dugur héldust hönd í hönd og ekkert verkefni er ungu kynslóðinni ofviða. Ekki var annað að sjá en að ungmeyjarnar væru hinar kátustu með árang- urinn og naut hann útsýnisins yfir bjartan og heið- skíran himininn og Faxaflóann í allri sinni dýrð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fyrsti snjókarlinn rís Borgarmál | Á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur síð- asta þriðjudag voru lögð fram ný drög að starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og heilbrigðisstofu fyrir árið 2004. Var áætlunin samþykkt og henni vísað til borgarráðs með þremur atkvæðum. Fulltrúar D-lista lögðu fram bók- un þar sem lagt var til að kannað yrði hvort hagkvæmara væri að bjóða út ákveðna verkþætti Um- hverfis- og heilbrigðisstofu. Var þar nefnt sem dæmi dýraeftirlit og vissir verkþættir garðyrkjudeildar.    Hugarflæðisfundur | Ýmsar áhugaverðar hugmyndir um leiðir til að efla starfsemina í miðbæ Garða- bæjar komu fram á hugarflæðis- fundi sem atvinnuþróunarnefnd Garðabæjar boðaði til á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Garða- bæjar. Á fundinn komu m.a. eigendur verslana og stjórnendur þjónustu- stofnana í miðbænum. Niðurstöður fundarins verða lagðar fyrir at- vinnuþróunarnefnd til frekari um- fjöllunar og úrvinnslu. gefið bænum betri og vandaðri at- hugasemdir og ábendingar til úr- vinnslu,“ segir ennfremur í tilkynn- ingunni. Hansína Björgvinsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og taldi kynninguna hafa verið næga og frest til athugasemda nægan og sagði því nei. Sigrún Jónsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og taldi að fagna bæri áhuga bæjarbúa á málinu og að við því ætti að verða. Hún sagði já. Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 3, en einn bæjarfulltrúi sat hjá. Í tilkynningu Samfylkingarinnar er ennfremur bent á að skuldir Kópavogsbæjar fari hækkandi. Segja þeir skuldir hækka frá árs- reikningi 2002 úr 11,3 milljörðum í 12,6 milljarða, „þrátt fyrir að áætl- anir gerðu ráð fyrir lækkun um 600 milljónir – hækkun miðað við áætlun er því 1.300 milljónir.“ Fjármála- stjórnun bæjarins var almennt gagn- rýnd og ítrekuðu bæjarfulltrúar Samfylkingar það sem þeir kalla „skort á raunsæi í [fjárhags]áætlun- inni. Launaáætlun stenst ekki, tekjur voru ofáætlaðar, skuldir aukast og fleira mætti nefna.“ Kópavogi | Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í bæjarstjórn felldi á bæjarstjórnarfundi, síðasta þriðjudag, tillögu Samfylkingar um að framlengja umsagnarfrest um til- lögu að deiliskipulagi á Lundarsvæð- inu um 15 daga. Íbúi í Snælands- hverfi hafði farið fram á fram- lengingu á frestinum, en bæjarráð hafnað því. Að sögn fulltrúa Samfylkingar lögðu þeir fram tillögu á bæjar- stjórnarfundinum til að reyna að breyta niðurstöðu bæjaráðs, „enda teljum við sjálfsagt að verða við beiðni sem þessari,“ segir í tilkynn- ingu frá Samfylkingunni. Framlenging einungis til bóta Kynningarfundur um Lund var haldinn sextánda október síðastlið- inn og umsagnarfrestur rennur út tí- unda nóvember næstkomandi. Þetta taldi íbúinn of stuttan tíma, en meiri- hluti bæjarstjórnar féllst ekki á það sjónarmið og taldi fullnógan tíma fyrir íbúa til að gera athugasemdir. „Við teljum hins vegar að framleng- ing frestsins um 15 daga hafi engin áhrif á framgang verksins en gæti Umsagnarfrestur um skipulag Lundar Tillaga um lengingu felld Kópavogi | Samstarfshópur um for- varnir í Kópavogi hefur undanfarin ár sent öllum foreldrum barna í 6. bekk grunnskólanna segulspjöld með áprentuðum reglum um úti- vistartíma barna og minnt á mikil- vægi þess að útivistarreglum sé framfylgt. Rétt rúmlega 400 nem- endur eru í þessum aldurshópi í Kópavogi. Þetta kemur fram á upp- lýsingavef Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is. Að þessu sinni vilja bæjaryfirvöld og lögreglan leggja útivistarverk- efninu lið til þess að undirstrika mikilvægi samstöðu allra hlutað- eigandi aðila. Á fréttavef Kópa- vogsbæjar segir m.a. „Tilgangur reglna um útivistartíma er fyrst og fremst sá að vernda börnin okkar enda hefur það sýnt sig að eftirlits- lausum börnum og unglingum er hættara við að lenda í vandræðum vegna vímuefnaneyslu og verða fórnarlömb ofbeldisverka.“ Von samstarfshópsins er að skila- boðin með þessari sendingu séu hvatning til foreldra að nýta sam- takamáttinn og stuðla að auknu ör- yggi barna. Hópurinn hvetur til þess að segulspjaldið fái sinn stað á ísskápnum til að minna á gildandi reglur um útivistartíma.    Útivistarreglur á segulspjaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.