Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÁ ÁGREININGUR og deilur sem sífellter viðhaldið af stjórnarandstöðunni hafavaldið því að fjöldi einstaklinga í útgerðhefur gefist upp og selt veiðirétt sinn. Aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til með byggðakvótum; undanþágu frá raunverulegri stjórnun fiskveiða, þar sem smábátum hefur leyfst að margfalda afla sem þeim er ætlaður; kvótum til áframeldis og nú; hugmyndum um línuívilnun, hafa valdið óvissu um framtíðina og orðið til þess að menn hafa kosið að yfirgefa at- vinnugreinina. Þeir sem hæst tala um óæskilega samþjöppun veiðiheimilda á færri hendur hafa öðrum fremur stuðlað að þessari hröðu þróun,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar LÍÚ, meðal annars á aðafundi samtakanna í gær. Ábyrgðarlaus umræða Kristján kom víða við í ræðu sinni, en fiskveiði- stjórnun og átök um hana voru áberandi: „At- hyglisvert var fyrir okkur, sem ekki tökum þátt í átökum stjórnmálanna, að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fór í aðdraganda kosninganna í vor um málefni sjávarútvegsins. Ég held að aldr- ei fyrr hafi farið fram jafnábyrgðarlaus umræða af hálfu stjórnarandstöðu og nú.“ Kristján sagði síðan að varanlega framsalið hefði verið lykillinn að þeirri gífurlegu hagræð- ingu sem náðst hefði innan sjávarútvegsins á liðn- um árum og benti á að við værum að nota við veið- arnar um það bil helming af þeim skipaflota sem við notuðum í upphafi aflamarkskerfisins. Þá ræddi hann um byggðatengingu veiðiheim- ilda: „Það er óraunhæft að leggja á sjávarútveg- inn að hann sjái fyrir því að unnt sé að reka út- gerð frá hverju því byggðarlagi, sem útgerð hefur einhvern tímann verið stunduð frá, burt séð frá því hvort útgerðin beri sig. Við sjáum nú dæmi þess að ekki reynist unnt hjálparlaust að veiða og vinna suma þá byggðakvóta sem úthlutað hefur verið í því skyni að halda uppi atvinnu. Væri það mikið afturhvarf til fortíðar ef horfið væri frá þeirri grundvallarkröfu til nýtingar veiðiheimilda að þær séu nýttar með það að leiðarljósi að skila sem mestri arðsemi. Þá væri illa komið fyrir ís- lenskum sjávarútvegi og íslenskri þjóð.“ Engar forsendur til átaka Kristján ræddi einnig um kjaramál en samn- ingar við undir- og yfirmenn fiskiskipa eru lausir um áramótin: „Ég sé engar forsendur fyrir því að sjómenn efni til átaka í upphafi nýs árs þegar samningar verða lausir. Kjör íslenskra sjómanna eru sem betur fer með því besta sem þekkist eins og fram hefur komið nýlega þar sem birt voru nöfn þeirra fyrirtækja sem hæstu launin greiða. Af 20 hæstu fyrirtækjunum eru 16 útgerðarfyr- irtæki. Það er því lítt skiljanlegt hve sjómanna- forystan er neikvæð til allra óska okkar um eðli- legar breytingar á hlutaskiptum með hliðsjón af framþróun og framförum á þessu sviði. Þar hafa stéttarbræður þeirra t.d. í Færeyjum verið ólíkt framsýnni, sjómönnum til mikilla hagsbóta. Komi hins vegar til verkfalla verður ríkisvaldið að láta af inngripum með lagasetningu. Þeir sem valdir hafa verið til að fara með kjaramál sjómanna verða að axla þá ábyrgð sem þeim er falin í stað þess að sitja og bíða eftir að ríkisvaldið leysi mál- in.“ Kristján er nú að láta af formennsku stjórnar LÍÚ eftir 33 ára óslitinn feril. Hann þakkaði fé- lagsmönnum það traust og umburðarlyndi sem þeir hefðu ávallt sýnt sér og sagði svo í lokin: „Ég hverf frá þessu starfi fullviss um að íslenskur sjávarútvegur hefur aldrei staðið betur og er til þess bær að takast á við viðfangsefni framtíð- arinnar með meiri dug og djörfung en nokkru sinni fyrr.“ Deilur og óvissa menn úr útg K a Fráfarandi formaður LÍÚ segir sjávarútvegsumræ ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að breyta verði stjórnun veiða úr úthafs- karfastofninum, eftir að nýjar upplýsingar um samsetningu hans hafi komið fram. Um er að ræða tvo aðskilda stofna og er annar þeirra í raun sá sami og veiddur hefur verið innan lög- sögu okkar og er kallaður djúpkarfi. NEAFC hefur farið með stjórn veiðanna á úthafskarf- anum á Reykjaneshrygg utan lögsögu okkar til þessa. Þetta kom fram í ræðu Árna á aðalfundi LÍÚ í gær, en þar sagði hann meðal annars: „Ný- verið hafa sérfræðingar lokið miklvægum áfanga við að kortleggja tengsl og samsetningu karfastofna í íslenskri lögsögu og aðliggjandi hafsvæðum en Hafrannsóknarstofnunin hefur unnið að þessu í samvinnu við ýmsar erlendar rannsóknarstofnanir. Þessar niðurstöður eru um margt forvitnilegar. Í fyrsta lagi staðfesta þær að úthafskarfastofninn sem verið hefur undir stjórn NEAFC frá 1996 er í raun tveir erfðafræðilega aðskildir stofnar. Er þar annars vegar um að ræða karfa sem veiddur hefur ver- ið á minna en 500 metra dýpi, og við höfum kallað efristofn og hins vegar karfa sem veidd- ur hefur verið á meira en 500 metra dýpi og við e t d l e g b k þ u i o e g n e l m þ o o m a s höfum kallað neðri stofn. Hefur Ísland í raun unnið á þessum grunni síðan árið 2000 þegar stjórnunarákvörðunum NEAFC var mótmælt og gefnar voru út aðskildar aflaheimildir fyrir þessa tvo stofna fyrir íslensk skip. Breyta þarf veiðistjórn á ú Morgunblaðið/Jim Smart Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. FJÖLMÖRG samtök sem starfa í skjóli umhverfis- og nátt- úruverndar í veröldinni hafa á undanförnum árum þróast í átt til hreinna hryðjuverkasamtaka að mati Eiðs Guðnasonar sendiherra. Eiður fjallaði um ógnanir frá öfgasinnuðum umhverfissam- tökum á aðalfundi LÍÚ í gær. Þar sagði hann mörg öfgasamtök kenna sig við umhverfis- og dýra- vernd og misnota þannig hinn góða málstað umhverfisverndar sér og fjáröflun sinni til fram- dráttar. Eiður sagði marga þess- ara hópa eða samtaka berjast gegn neyslu allrar fæðu úr dýraríkinu, hvort sem það væri kjöt, fiskur eða mjólkurafurðir. Hann sagði mörg þessara samtaka njóta stuðnings frægra og ríkra einstaklinga, oft kvikmyndaleikara. Þá létu ýmis fyrirtæki fé af hendi rakna, enda væri það frádráttarbært frá skatti. Eiður sagði að í veröldinni væru heimsvaldastefnu, enda væ fylgimenn þeirra gjarnan aðir stórborgarar. „Þessi s vilja láta okkur lifa eftir sí reglum, sínum hugmyndu fólk vill þröngva sínum við sínum lífsgildum og siðgæ ishugmyndum upp á okku að segja að það sé ljótt og úðlegt að veiða sér til mata og mannkyn hefur gert frá öðli eða yfirleitt að nýta lif auðlindir náttúrunnar hve sem þær nefnast.“ Segja hvalina ofurgr Íslendingar hafa einkum varir við öfgasamtök sem beitt sér gegn hvalveiðum Eiður þessi samtök óspör á dreifa röngum upplýsingu hreinum ósannindum um m Íslendinga og hefðu þau ja framið hér skemmdarverk aði Eiður þar til skemmda starfandi mörg samtök sem svifust einskis. Sum hver hefðu að und- anförnu þróast í átt til hreinna hryðjuverkasamtaka og bæru ábyrgð á skemmdarverkum sem valdið hefðu einstaklingum og fyr- irtækjum milljarða tjóni. Menningarleg heimsvaldastefna Eiður varaði þó við því að ekki ættu öll umhverfissamtök hér sömu sök. Mörg þeirra ynnu gott verk, til dæmis með baráttu gegn mengun sjávar. Þá væru sem betur fer til samtök sem hefðu það á stefnuskrá sinni að nýta auðlindir náttúrunnar með sjálfbærum hætti. Slík samtök ættu hins vegar í vök að verjast enda hefðu þau miklu minni fjármuni til starfsemi sinnar en þau sem berðust gegn nýtingu auðlindanna. Eiður vildi líkja stefnu öfga- samtaka við menningarlega Umhverfissamtök að þróast í hryðj KRÖFUR Í KJARASAMNINGUM Smátt og smátt er að koma íljós hver verða helztuáherzluatriði í þeim kjara- samningum, sem framundan eru á vinnumarkaðnum á næstu mán- uðum. Í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Sigurður Bessa- son, formaður Eflingar – stétt- arfélags m.a.: „Við munum ekki standa upp frá samningaborði við ríkið fyrr en búið er að jafna þennan mun“ og vísaði með þeim orðum til munar á réttindum fé- laga í launþegasamtökunum, sem starfa hjá ríkinu, og opinberra starfsmanna. Ekki gangi til lengdar að fólk, sem starfi hlið við hlið hjá ríkinu sé með mis- munandi réttindi t.d. í lífeyris- málum og varðandi veikindarétt. Sigurður Bessason sagði jafn- framt að hann teldi, að fjármála- ráðherra hefði ekki efnt loforð sem hann hefði gefið 13. desem- ber 2001 í tengslum við endurnýj- un á kjarasamningum um að jafna þennan mun. Yfirlýsing fjármálaráðherra, sem þarna er vísað til er svohljóð- andi: „Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli fulltrúa ASÍ og fjármálaráðuneytisins vegna tiltekinna vandamála, sem tengj- ast mismunandi kjörum starfs- manna í stéttarfélögum ríkis- starfsmanna og aðildarfélaga ASÍ. Af hálfu ráðuneytisins er fullur vilji til þess að halda þess- um viðræðum áfram og freista þess að ná ásættanlegri niður- stöðu. Í ljósi fyrirhugaðrar end- urskoðunar á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna er mikilvægt að ná frambúðar- lausn í þessum málum í samráði við Alþýðusamband Íslands.“ Það er ekki sanngjarnt í ljósi þessara orða, að halda því fram að fjármálaráðherra hafi ekki efnt loforð. Þessi yfirlýsing er svo almennt orðuð, að því verður ekki haldið fram með rökum. Hitt er svo annað mál, að það hlýtur að teljast réttlætismál, að starfsmenn hins opinbera sitji við sama borð um réttindi, hvort sem þeir eru félagsmenn í samtökum opinberra starfsmanna eða með- limir í einstökum verkalýðsfélög- um, sem eiga aðild að ASÍ. Með hvaða rökum er hægt að rökstyðja það, að einhver munur eigi að vera þarna á eftir því í hvaða félagasamtökum starfs- mennirnir eru? En jafnframt er ljóst, að þessi réttindamunur hefur orðið til á löngum tíma og kannski er lausn- in fólgin í því að hann verði af- numinn á nokkurra ára tímabili. Segja má, að samskipti verka- lýðsfélaga og annarra samtaka launafólks við vinnuveitendur, hvort sem er á almennum vinnu- markaði eða á sviði hins opinbera hafi verið með miklum ágætum alveg frá þeim tímamótasamn- ingum, sem gerðir voru snemma árs 1990. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikið af mörkum til þess að halda jafnvægi í efna- hagsmálum á þessu tímabili. Von- andi tekst að halda kjarasamn- ingum áfram í þeim ábyrga farvegi, sem þeir hafa nú verið í á annan áratug. HÁSKÓLANÁM Á LANDSBYGGÐINNI Háskólanámssetur Fræðslu-nets Austurlands var vígt við formlega athöfn í gær á Egils- stöðum. Verkefnið er liður í því að þróa tengsl atvinnulífs og rann- sóknastofnana á Austurlandi við háskólastarf í landinu en mennta- málaráðuneytið og iðnaðarráðu- neytið hafa sameinast um fjár- mögnun þess sem liðs í þróun byggðamála. Í háskólasetrinu verður aðstaða fyrir kennara til að vinna tíma- bundið með nemendahópum, auk þess sem fjarnemar fá aðgang að tölvutengingum, tölvum og fjar- fundabúnaði. Anna Líneik Sæv- arsdóttir, forstöðumaður seturs- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að fræðslusetrið mundi „byggja sterkari tengsl við rannsóknarstofnanir og aust- firskt atvinnulíf með það að mark- miði að íbúar Austurlands yrðu virkir þátttakendur í miðlun þekkingar og þróun háskólanáms á landsvísu“. Ef litið er til þess með hversu farsælum hætti há- skólastarf hefur þróast á Akur- eyri og hversu mikla þýðingu það hefur haft fyrir byggðaþróun þar er full ástæða til að ætla að þess- um markmiðum verði náð. Áhyggjur varðandi frekari þró- un háskólastarfs á Suðurnesjum í nánustu framtíð, sem fram komu á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum sl. laugardag, sýna hversu mikilvæg starfsemi af þessu tagi er fyrir byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins. Við Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum stunda nú 88 nemendur nám sem sýnir vel hversu þörfin er mikil. Menntun er, og á í enn frekara mæli eftir að verða, kjöl- festa atvinnulífs og byggðaþróun- ar í landinu sem heild. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld gefi þeim vísum að menntastofnunum á háskólastigi, sem þegar eru orðnir til á landsbyggðinni, tæki- færi til að þróast með eðlilegum hætti og tryggi til þess fjármagn. Sú fjárfesting mun skila sér þeg- ar til framtíðarinnar er litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.