Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 55 EIÐUR Smári Guðjohnsen var von- svikinn að hafa ekki skorað þrennu í leiknum við Notts County í ensku deildarbikarkeppninni í fyrradag en Eiður skoraði tvö mörk og var hársbreidd frá því að bæta því þriðja við. „Ég veit ekki hversu oft ég hef skorað tvö mörk í leik en mér hefur aldrei tekist að ná þrennunni á at- vinnumannsferli mínum. Ég ætla mér svo sannarlega að ná henni einn daginn og ég hætti ekki fyrr. Því lofa ég. Ég man eftir leik með íslenska landsliðinu á móti Litháum þar sem ég skoraði tvö mörk. Ég fékk víti á lokamínútunni og gat skorað þrennu en tókst það ekki og ég hugsa að menn séu enn að leita af boltanum sem ég skaut yfir markið,“ segir Eiður á heimasíðu Chelsea. Eiður segist hafa samúð með þeirri stöðu sem Notts County er í en félagið er í miklum fjárhags- kröggum og þarf að standa skil á 3 milljóna punda greiðslu í byrjun desember, að öðrum kosti verður félagið úrskurðað gjaldþrota. „Við vorum meðvitaðir fyrir leik- inn um það hvað væri að gerast hjá Notts County. Okkur var tjáð að peysurnar sem við gáfum þeim eftir leikinn færu á uppboð til að hjálpa upp á fjárhagsstöðu þess. Þetta er skömm þar sem Notts County er elsta félagið í heimi en vonandi hef- ur leikurinn og sú góða aðsókn sem að honum var hjálpað eitthvað upp á hjá hinu fornfræga liði.“ Eiður Smári lofar þrennunni fyrir Chelsea Leikmenn slógu ekki slöku viðkörfurnar í Vesturbænum enda fátt um varnir þegar liðin skiptust á um forystu. Snemma í öðrum leikhluta tókst KR-ingum að hemja Clifton Cook og þegar enginn var til að taka af skarið náði KR 47:35 forystu enda féll allt þeirra megin. Síðan biðu þeir þar til gestirnir jafna 51:51. Í þriðja leikhluta endurtóku þeir leikinn, náðu 66:55 forystu en með einstaklingsframtaki tókst Tindastólsmönnum að jafna 75:75. Þá meiddist Clifton og var tæpar fjórar mínútur að jafna sig. Félagar hans tóku þá við sér og tókst að ná naumri forystu en þegar 7 mínútur voru eftir gekk allt á afturfótunum á meðan allt gekk KR í haginn þar til staðan var 99:87. Rúmri mínútu fyrir leikslok var staðan 109:96 en í stað þess að gera út um leikinn freistuðu Vesturbæingar þess að halda sjó. „Ætluðum að stöðva Clifton“ „Leikurinn gekk eins og við ætl- uðum okkur,“ sagði Ólafur Már Æg- isson úr KR, sem átti góðan leik. „Við ætluðum reyndar að stöðva Clifton betur en hann fékk stundum að leika lausum hala en Kristinn Friðriksson fékk ekki að gera neitt fyrir þá. Chris var sterkur undir körfunni hjá okkur og lék af fullum krafti allan leikinn.“ KR-ingum tókst ekki að halda öruggri forystu, sluppu reyndar í þetta sinnið. „Það var einbeitingarleysi, ekkert annað og eitthvað sem við þurfum að bæta úr fyrir næsta leik en þetta er að koma hjá okkur. Við erum á réttri leið og KR-stemmningin að koma upp.“ Ásamt Ólafi Má var Chris Woods mjög góður, stigahæstur og tók 8 fráköst. Baldur Ólafsson og Steinar Kaldal áttu góða spretti. „Vantaði meiri baráttu“ „Við klikkuðum mest á að fylgja ekki eftir góðu köflunum hjá okkur,“ sagði Axel Kárason fyrirliði Tinda- stóls eftir leikinn. „Ég held að ástæð- an sé sú að það vantar betri baráttu- anda en menn voru líka of afslappaðir í vörninni, það var eins og menn væru frekar í að hvíla sig í vörninni ef þeir voru þreyttir en það vantaði líka þolinmæði í sóknina. Þetta hefur einmitt einkennt okkar leik í vetur.“ Clifton Cook dró vagn- inn fyrir Tindastól og tók af skarið þegar sóknir þeirra voru að renna út í sandinn. Þegar hann meiddist og hvíldi í nokkrar mínútur tóku aðrir við sér, til dæmis Adrian Parks og Nick Boyd, sem tók 12 fráköst. KR er með 6 sti að loknum fimm umferðum líkt og Tindastóll og eru liðin í 5. og 6. sæti. Breiðablik braut loks ísinn Breiðablik landaði fyrsta sigrisínum í vetur þegar þeir sóttu ÍR-inga heim í Seljaskóla. Gestirnir náðu strax foryst- unni og héldu henni til leiksloka – loka- staðan 69:71. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks var ánægður í leikslok. „Við vorum búnir að kort- leggja þá eftir að hafa spilað gegn þeim í bikarnum og komum vel stemmdir í leikinn. Náðum svo ágætu taki á þeim strax í byrjun og gerðum það sem við ætluðum að gera. Við misstum aðeins dampinn í sókninni undir lokin en viljinn var það mikill að þetta var aldrei í hættu.“ Ljóst var frá fyrstu mínútu að Blikar ætluðu sér sigur í leiknum, þeir skoruðu fyrstu níu stigin og þegar fyrsta fjórðung lauk voru þeir tíu stigum yfir, 11:21. ÍR-ingar spiluðu á köflum ágætlega en mestu munaði um að Reggie Jessie, fram- herji þeirra, komst ekki gang fyrr en í síðasta leikhluta. Stórskytta þeirra, Eiríkur Önundarson, fann sig aldrei í leiknum. ÍR-ingar náðu sér loks á strik þegar fimm mínútur voru eftir til leiksloka. Þá breyttu þeir stöð- unni úr 53:65 í 65:67 á þremur mín- útum og leikurinn varð galopinn. Heimamenn hefðu svo getað stolið sigrinum þegar rétt rúmar 40 sek- úndur voru eftir, þá var staðan 68:69 og bakvörðurinn, Ólafur Guðmunds- son komst í upplagt færi en skot hans geigaði. Jónas Ólason skoraði svo fyrir Breiðablik í næstu sókn og tryggði þeim fyrsta sigurinn í vetur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Adrian Parks, framherji Tindastóls, brýst framhjá Chris Woods, leikmanni KR, en þeir voru at- kvæðamestir hjá sínum liðum. KR hafði betur í ágætum leik þar sem mikið var skorað. KR tefldi á tæpasta vað GESTRISNI KR-inga varð þeim næstum að falli í gærkvöldi þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í Vesturbæinn. Heimamenn voru alltaf með undirtökin en þegar munurinn varð upp undir tíu stig slógu þeir af þar til Tindastóll jafnaði. Á síðustu tíu sekúndum fóru síðan sex vítaskot í súginn svo að gestirnir minnkuðu muninn í 3 stig en þar við sat og KR vann 111:108. Í Breiðholtinu unnu Blikar sinn fyrsta leik í vetur er þeir lögðu ÍR að velli, 71:69. Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.