Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 31

Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 31 Mánudaginn 3. nóv. Lyfja Smáratorgi Þriðjudaginn 4. nóv. Lyfja Lágmúla Fimmtudaginn 6. nóv. Lyfja Laugavegi Föstudaginn 7. nóv. Lyfja Smáralind Laugardaginn 8. nóv. Lyfja Smáralind KYNNING: 3. Nýtt! Tonus B-12 Gefur húðinni silkimjúka áferð og þægilega angan. B-12 vítamín er þekkt fyrir að draga úr sleni og þreytu. Upplausnin í Tonus B12 yfirfærir eiginleika vítamínsins yfir í húðina og gefur henni endurnýjað heilbrigði, ferskleika og lífsorku. Með aldrinum minnkar súrefnisflæði til húðarinnar. Karin Herzog vörurnar koma súrefni og næringarefnum djúpt niður í húðina. Stinnari húð - fallegri líkami 1. Shower Body Scrub Fjarlægir dauðar húðfrumur. Undirbýr húðina fyrir Silhouette og B12. 2. Silhouette 4% súrefniskrem sem framleitt er til að vinna á appelsínuhúð og sliti. Karin Herzog súrefnisvörur Súrefni fyrir þig og húðina LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum- sýnir barna- og fjölskylduleikritið Galdrakarlinn í Oz í Bifröst á Sauð- árkróki kl. 17 í dag, sunnudag. Það var John Harryson sem setti þessa sögu L. Franks Baum í leikbúning en Harold Arlen samdi sönglögin. Leikfélagið notar þýðingu Huldu Valtýsdóttur frá 1965 með ljóðaþýð- ingum eftir Kristján frá Djúpalæk. Nokkrar valdar þýðingar Karls Ágústs Úlfssonar á söngtextum röt- uðu að auki inn í þessa uppsetningu. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórs- dóttir. Tólf leikarar eru í sýningunni en en um 30 manns koma að henni með einum eða öðrum hætti. Fyrirhugaðar eru 10 sýningar frá 2.–16. nóvember. Galdrakarl- inn í Oz á Sauðárkróki Úr leikritinu Galdrakarlinn í Oz í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks. MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá Félagsfundi í Arki- tektafélagi Íslands sem haldinn var 30. október sl.: „Fundurinn lýsir fullum stuðningi við ályktun stjórnar Arkitektafélags Íslands frá 2. september 2003 þar sem lagst er gegn niðurrifi Austurbæj- arbíós og telur fundurinn það óásættanlegt að rífa húsið vegna stundarhagsmuna og í nafni þétt- ingar byggðar. Fundurinn skorar á borgaryf- irvöld að heimila ekki niðurrrif hússins og fresta ákvörðun um deiliskipulag Austurbæjarbíóreits. Þannig gefist ráðrúm til að leita leiða í samstarfi borgar, ríkis og lóðarhafa til að finna Austurbæj- arbíói hlutverk og rekstrargrund- völl til framtíðar, svo ekki þurfi að koma til niðurrifs.“ Arkitektar álykta um Austurbæj- arbíó verk eru m.a. negraútfararsálmur- inn, Skosk-amerískt þjóðlag í radd- setningu Egils Hovland við texta Ingibjargar Magnúsdóttur, 23. Davíðssálmur eftir Dvorák í út- setningu, þættir úr Sálumessum Mozarts og Fauré, tónlist eftir Ís- ólf Pálsson, Bach, Handel, Grieg og Chopin. Einsöngvarar eru Laufey Helga Geirsdóttir sópran, Anna Hafberg sópran, Gréta Jónsdóttir mezzo- sópran, Bergvin Þórðarson baríton og Gunnar Jónsson bassi. Undir- leikari er Lenka Mátéová og söng- stjóri Jón Ólafur Sigurðsson. KÓR Hjallakirkju heldur tónleika í kirkjunni kl. 17 í dag. Aðalverk tónleikanna er Litla orgelmessan (Missa brevis Sti. Joannis de Deo) eftir Joseph Haydn. Í þessu verki er að finna eitt þekktasta einsöngsverk Haydns sem er Benediktuskaflinn. Þá frumflytur kórinn nýja þýðingu sem Þorgils Hlynur Þorbergsson gerði fyrir hann á Næturljóði eftir Evert Taube. Þá verða einnig flutt þrjú verk til minningar um Pál Ís- ólfsson, en organisti Hjallakirkju, Jón Ólafur Sigurðsson, er yngsti og síðasti nemandi Páls. Önnur Litla orgelmessa Haydns í Hjallakirkju Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ♦ ♦ ♦ ARNAR Jónsson leikari flytur atriði úr leikgerð um Jobsbók Gamla testa- mentisins í Fella- og Hólakirkju kl. 20 á mánudagskvöld. Leikgerðin er eftir texta Stephen Mitchell er hann gerði undir áhrifum af sögu Jobs og gefinn var út 1992. Íslensku þýð- inguna gerði Helgi Hálfdanarson. Verkið var sett upp í Neskirkju árið 2000. Áskell Másson gerði tón- verk við leikgerðina og Lenka Mát- éová, organisti Fella- og Hólakirkju, leikur þætti úr því verki fyrir og á milli lesturs Arnar. Atriði úr Jobsbók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.