Morgunblaðið - 02.11.2003, Page 35

Morgunblaðið - 02.11.2003, Page 35
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S I SL 2 27 02 1 1/ 20 03 Til hamingju Flugfélag Íslands! Síðastliðinn föstudag hlaut Flugfélag Íslands viðurkenningu Ímarks sem markaðsfyrirtæki ársins. Í umsögn kemur fram að Flugfélag Íslands, Jón Karl Ólafsson og samstarfsfólk hans, fá viðurkenninguna fyrir m.a.: Að gera Flugfélag Íslands á örskömmum tíma að arðbæru og lifandi þjónustufyrirtæki sem á sér bjarta framtíð. Að einfalda kaupferli á fargjöldum með félaginu, bæði í framsetningu og sölu, og bæta þannig samskipti við viðskiptavini. Að afmarka með skýrum hætti hlutverk félagsins, efla innra markaðs starf og skila þannig bættum árangri og hærri gildum á öllum þjónustuþáttum. Að beita sér fyrir þeirri nýjung í fargjaldasölu að taka upp miðalaus viðskipti, með aðaláherslu á sölu um Internetið, og hafa náð lofsverðum árangri á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.