Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 25

Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 25 Mörg verkefni á sýningu þrjátíu Com-eniusarverkefna í Brussel í síðustuviku fjölluðu um mat eða heilsu, önn- ur um umhverfismál, náttúru eða vísindi og enn önnur t.d. um hefðir og menningu en engin takmörk eru fyrir umfjöllunarefninu. Írsk þjóðlagatónlist hljómaði úr írska básnum þar sem kynnt var verkefni sem fjallaði um hefðir í hverju landi. Írski básinn var skrautlegur og einkennislitirnir grænt og appelsínugult áber- andi. Í finnska básnum var spilað á hefðbundið finnskt strengjahljóðfæri, kantele, sem börn í Austur-Finnlandi læra oftast á í skólanum. Finnski hópurinn kom frá austasta punkti Evrópusambandsins, sjö þúsund manna bæn- um Ilomantsi. Íslenskur fáni í bás Möltu Verkefnið sem nemendur og kennarar drengjaskóla á Möltu kynntu var unnið í sam- starfi við annan íslenskan skóla sem þó hefur fallið út úr samstarfinu af einhverjum orsök- um. Íslenski fáninn á bás Möltu vakti þó at- hygli, sem og nemendurnir sem voru í yngri kantinum, aðeins níu ára gamlir fjörugir strák- ar og ófeimnir. Möltubúarnir og Ís- lendingarnir fylgdust að í ýmsu sem haft var fyrir stafni í Comeni- usar-vikunni. Þeir fóru saman í danstíma, sungu karaoke og skoðuðu verkefni hver annars. Verkefni Möltu fjallaði um mat eins og mörg fleiri verkefni á sýningunni og hafði yfirskriftina: Heilsa og vellíðan. Ann- ar kennaranna frá Möltu sagði að markmið verkefnisins hefði verið að auka skilning nem- endanna á mikilvægi þess að borða hollan mat og kynna þeim mismunandi mat og uppskriftir í mismunandi löndum. Annars sögðust íslensku krakkarnir, Sunna, Snædís, Guðmundur og Davíð, hafa náð best til þeirra norsku. Frændur okkar Norðmenn komu frá skóla í Sandnes í nágrenni Stav- anger. Þau kynntu verkefni um náttúruna og sýndu myndir þar sem nemendur voru í vett- vangsnámi úti í skógi, en slíkt er mjög algengt í Noregi. Í bás Póllands var sýnt verkefni sem fjallaði um eld og hversu nauðsynlegur hann er mann- fólkinu. Pólsku nemendurnir eru allir heyrn- arlausir en það aftraði þeim ekki frá fullri þátt- töku í verkefnum og samverustundum, þar sem m.a. var sungið og dansað. Lærdómsrík og skemmtileg ferð Kennararnir Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Atli Alexandersson telja að ferðin hafi verið lærdómsrík. Þau hafi kynnst mörgum kenn- urum og fengið hugmyndir annars staðar frá. Nokkrir komu að máli við þau til að leggja grunninn að nýjum verkefnum sem hægt er að sækja um styrk til að vinna innan Comeniusar, m.a. Spánverjarnir. Íslenska verkefnið er nú á lokaári og Guðrún og Atli segja að vel komi til greina að sækja um styrk fyrir nýtt samstarfs- verkefni. Styrkumsóknin tekur nokkurn tíma og pappírsvinna er töluverð. Öllum kvittunum þarf að halda til haga, endurnýja þarf umsókn- ina árlega þótt hvert verkefni sé til þriggja ára og skila skýrslum. Krakkarnir fóru líka í sex vinnusmiðjur (workshops) þar sem þau hittu krakka frá hin- um löndunum og unnu að einhverju sérstöku með þeim. Karaoke-smiðjan fannst Guðmundi skemmtilegust en þar æfðu krakkarnir Evr- ópusönginn, þar sem nýr texti hafði verið sam- inn við lagið sem vinsælt hefur verið að stíga dansinn macarena við. Textinn fjallar m.a um margbreytileikann í heiminum. Á lokaathöfn- inni söng allur hópurinn Evrópusönginn og upptaka verður send þátttakendunum sem geta síðar yljað sér við minningarnar.  MENNTUN| Sex vinnusmiðjur og þrjátíu fjölbreytileg verkefni til sýnis á Comeniusarvikunni í Brussel Unnið með heilsu og hefðir Upptaka af Evrópusöngn- um í flutningi þátttakenda vekur líklega góðar minn- ingar sem þeir geta yljað sér við. Tungumálanám: Atli og Guðrún kenna slóv- enskum börnum íslensku í vinnusmiðju. Írland: Írski básinn var skrautlegur og þaðan hljómaði þjóðlagatónlist. Frændur: Íslendingar og Norðmenn virðast sækja hverjir í aðra þegar þeir hittast. Sungið hástöfum: Yfir hundrað börn sungu Evrópusönginn við loka- athöfnina. Morgunblaðið/Steingerður Malta og Ísland: Guðmundur ásamt strákunum frá Möltu. Fæst aðeins í apótekum Þróað í samvinnu við húðsjúkdómalækna HREINSIGEL fyrir viðkvæma húð steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.