Morgunblaðið - 19.11.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 19.11.2003, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfsörugg/ur og vilt leggja þitt af mörkum til að breyta heiminum. Á kom- andi ári muntu ljúka mik- ilvægum kafla í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu ráð fyrir veikindum og töfum í vinnunni í dag. Ástandið ætti að batna þegar líður á daginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til list- sköpunar. Þú ert frumleg/ur í hugsun og færð góðar hug- myndir. Þú ættir að skrifa þær niður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ruglingur á heimilinu gæti sett þig út af laginu í dag. Dragðu það fram eftir degi að taka ákvarðanir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér er hættara við óhöppum í dag en aðra daga. Þú ættir því að fara sérlega varlega í umferðinni. Samræður þínar við aðra gætu hins vegar orð- ið óvenju gefandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dragðu það fram eftir degi að ganga frá hvers konar kaupum eða samningum. Heppni þín eykst þegar líður á daginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafðu ekki áhyggjur þótt þú sért eitthvað utan við þig í dag. Það eru einhver þyngsli í loftinu en þau munu hverfa þegar líður á daginn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að bíða með innkaup og viðskipti fram eftir degi. Skilyrði til hvers kyns samn- inga munu batna þegar líður á daginn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu öll viðskipti lönd og leið í dag. Gefðu þér tíma til að njóta samvista við vini þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að nota daginn til að ræða við foreldra þína eða yf- irmenn um það sem þér ligg- ur á hjarta. Forðastu þó að skuldbinda þig til nokkurs fyrr en í kvöld eða á morgun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er ekki góður dagur til að taka ákvarðanir um út- gáfumál, ferðalög eða lög- fræði. Ekki skuldbinda þig til neins. Reyndu að halda hlut- unum opnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér gengur allt í haginn þessa dagana. Þú leggur hart að þér og það vekur athygli fólks. Frestaðu mikilvægum ákvörðunum um sameig- inlegar eignir og ábyrgð til morguns. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt eiga hreinskiln- islegar samræður við vini þína og kunningja í dag. Gættu þess þó að segja ekk- ert sem þú munt sjá eftir síð- ar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÓSTÖÐUGLEIKI HEIMSINS Manna rasandi ráð ræður, að gæfu hrun áfellur oft í bráð, óðar en kom í grun; flestir vita, hvað vilja, varla nokkur, hvað verða mun. Skammsýni skuggablend, skjóthugans einkabarn, honum til höfuðs send, sem helzt er trúgjarn, sínum vilmögum vísar aðseturstaði út um hjarn. - - - Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí af sr. Ingimar Ingimarssyni þau Hrafnhild- ur Huld Smáradóttir og Þorbjörn Atli Sveinsson. At- höfnin fór fram í Elliðaárdal. Skugginn – Barbara Birgis HAMMAN og Soloway fóru illa af stað í upphafi síðustu lotu úrslitaleiksins við Ítali þegar þeir villtust í vonda slemmu, sem fór maklega niður. Þremur spilum síðar lentu þeir í öðru slemmu- slysi, en þá misstu þeir borð- leggjandi sex hjörtu, sem ekki virtist erfitt að melda: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G1087 ♥ 54 ♦ 53 ♣G8432 Vestur Austur ♠ 96 ♠ ÁK52 ♥ KD1096 ♥ ÁG872 ♦ KD97 ♦ ÁG6 ♣106 ♣K Suður ♠ D43 ♥ 2 ♦ 10842 ♣ÁD975 Bocchi og Duboin renndu sér í sex hjörtu í lokaða saln- um eftir eðlilega opnun aust- urs á einu hjarta og tveggja granda stuðningssvar vest- urs. Í opna salnum vakti Solo- way á sterku laufi: Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace -- Pass 1 lauf * Pass 1 hjarta * Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hjartasvar Hammans er gervisögn, sem sýnir minnst 8 punkta og jafna skiptingu, eða a.m.k. ekkert einspil og engan sexlit. Soloway meld- aði þá hjartað eðlilega og Hamman studdi litinn. Síðan koma tvær fyrirstöðusagnir, þrír spaðar og fjórir tíglar. Nú sér Soloway að vörnin á slag á laufás og ákvað í því ljósi að fara rólega í sakirnar og slá af með fjórum hjört- um. Vestur á kannski fyrir framhaldi, en „fimmta þrep- ið“ er ekki í miklu eftirlæti hjá Hamman og hann valdi að passa. Lauria spilaði út spaða- gosa og skömmu eftir að blindur kom upp birtust skilaboð frá skýrandanum í opna salnum á spjallrás Bridgebase.com: „Hamman virðist brugðið.“ Og full ástæða til, því hann vissi að slemman yrði sögð hinum megin og nú hlaut leikurinn að vera í járnum. Staðan var: Ítalía 266, Bandaríkin 272. Aðeins 6 IMPa munur og 11 spil í pottinum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Grafarvogskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni þau Kristín Sigurjónsdóttir og Ívan Ólafsson. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí sl. í Selfoss- kirkju af sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur þau Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir og Ævar Sigurðsson. Skugginn – Barbara Birgis 1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 cxd4 4. cxd4 d5 5. exd5 exd5 6. Rc3 Rf6 7. Bd3 Rc6 8. Rf3 Be6 9. O-O h6 10. Db3 Dc8 11. Bf4 a6 12. Ra4 Rd7 13. Hac1 Be7 14. Re5 Ha7 15. Rb6 Rxb6 16. Dxb6 Dd8 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir nokkru í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Sigurbjörn Björnsson (2302) hafði hvítt gegn Sig- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. urjóni Þorkelssyni (1845). 17. Hxc6! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir. Síðari dagur unglingameistaramóts Tafl- félagsins Hellis fer fram á morgun, 20. nóvember. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Hirti Magna Jó- hannssyni þau Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir og Jóhann Valdimar Helgason. Skugginn – Barbara Birgis Sendu sölubæk- lingana í ilmandi umslögum til eiginmannanna, merkt einkamál! Ég vil vera viss um að konurnar þeirra opni bréfið!           MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup og fleira að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1 103 Reykjavík FRÉTTIR FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jóla- kortum til styrktar fé- laginu. Kortin eru myndskreytt af heyrn- arlausum listamanni og eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, 3. hæð en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kosta kr. 600. Jólakort Félags heyrnarlausra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 18. nóvember 2003 Kr. 1.000.000,- 513H 837H 3131E 11774E 16410H 17914G 24617H 31558B 35192G 57317F Skrifstofuskilrúm Til sölu notuð Vista skrifstofuskilrúm frá Pennanum. Litur blár, hæð einingar 175 cm og breidd 80 cm. Upplýsingar í síma 575 1838. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Til sölu eða leigu skrifstofuhúsnæði í þessu nýlega og glæsilega skrif- stofuhúsi við Sigtún. Húsnæðið er samtals 1.263 fm og skiptist í 535 fm skrifstofuhúsnæði og sameiginlegt mötuneyti á 1. hæð, 507 fm skrif- stofuhúsnæði á 2. hæð auk 221 fm geymslna-, tækni- og fundaraðstöðu í kjallara. Húsnæðið, sem er vel innréttað með vönduðum innréttingum og gólfefnum, býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og gæti því hýst fleiri en eitt fyrirtæki sem gætu samnýtt ýmsa aðstöðu. Fullkomnar tölvu- og símalagnir. Sameiginlegt mötuneyti. Húseignin er afar vel stað- sett í fögru umhverfi með fallegri lóð og fjölda bílastæða. TOPPEIGN Í TOPPÁSTANDI Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Til sölu eða leigu Sigtún - skrifstofuhúsnæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.