Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 55

Morgunblaðið - 19.11.2003, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2003 55 www .regnboginn.is Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beint á toppinn í USA! Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Will Ferrell Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 12. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 10 ára. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com lifun Frítt til áskrifenda! tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. nóvember OPEN RANGE  DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.15. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Sýnd kl. 4. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLEN SKU O G ENSKU TALI“ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Með ensku tali og íslenskum texta. Will Ferrell Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. MYNDIN Dulfljót eða Mystic River eftir gamla harð- jaxlinn Clint Eastwood er sú mynd sem bandarískir gagnrýnendur telja nú líklegasta til að verða tilnefnda til óskarverðlauna á næsta ári. Þá er þriðji hluti Hringadróttinssögu: Hilmir snýr heim talin næstlíkleg- ust á þessari stundu. Talið er sennilegt að Tom Cruise verði tilnefndur sem besti leikari fyrir frammistöðu sína í Síðasta sam- úræjanum en einnig koma til greina Bill Murray fyrir hlutverk sitt í Týnd í þýðingu (Lost in Translation) og Russell Crowe fyrir Meistarann og sjóliðsforingjann (Master and Commander). Leikkonur sem nefndar hafa verið eru Naomi Watts fyrir 21 gramm og Gwyneth Paltrow fyrir túlkun sína á skáldkonunni Sylvíu Plath í myndinni Sylvia. Ekki er seinna vænna en að byrja að velta sér upp úr þessu strax en hátíðin er yfirleitt haldin í mars á ári hverju. Dulfljótið talið líklegast Óskarsumræðan hafin Líklegt þykir að þriðja myndin um Hringadróttinssögu verði tilnefnd til Óskarsverðlauna. EIVÖR Pálsdóttir hefur búið hér á landi í ríflega tvö ár. Henni skol- aði á land ef svo má segja með fær- eyska tónaflóðinu sem barst hingað blessunarlega til lands fyrir um þremur árum. Á þessum tíma hefur henni tekist að marka sér spor í íslensku tónlistar- lífi, og það ágætlega djúp. Eivör er ótrúlega hæfileikaríkur tónlistar- maður og sannkallað náttúrubarn. Ég sé það alltaf fyrir mér að hún hafi fundist nakin úti í skógi, hjal- andi á tónvissan hátt. Hafi svo verið borin heim, henni færð hljóðfæri og þau hafi öll sem eitt leikið í höndum hennar. Þeir sem séð hafa Eivöru á sviði skilja væntanlega þetta und- arlega raus mitt. Úgeislunin, sjarm- inn og ekki síst hvernig tónlistin rennur átakalaust út úr henni. Þetta er allsvakalegt að sjá. Þetta má aukinheldur heyra á fyrstu út- gáfu hennar, plötu sem er sam- nefnd henni og kom út í Færeyjum árið 2000. Betri frumraun hef ég ekki heyrt í mörg ár. Eivör var að- eins sextán ára þegar sú plata kom út. En að Krákunni. Eins og fram kemur í inngangi vinnur hún plöt- una með innlendum tónlistarmönn- um, allir saman hinir mestu reynsluboltar. Áferð plötunnar er myrk, nánast drungaleg á köflum. Stemmning fyrri plötunnar var glaðværari en um leið er hún los- aralegri þar og ber sú plata með sér að hún er, þrátt fyrir allt, byrj- endaverk. Hljóðheimur Krákunnar er til munn heilsteyptari. Eivör er prýðilegur lagasmiður. Lögin láta lítið yfir sér til að byrja með en sökkva svo rækilega inn með tímanum. Íslensku djassararn- ir ljá lögunum spunakennda, var- færnislega hljóma og yfir liggur söngrödd Eivarar; voldug, blíð og ægifalleg – allt í senn. Á köflum fatast fereykinu þó flugið. Fara líkt og Íkarus of nálægt sólinni. Lög eins og „Krákan“ og „Nú brennur tú í mær“ ganga of langt í loftfim- leikum, veri það rödd eða hljóð- færaleikur. Lágstilltari lög, eins og t.a.m. „Rósufarið“, „Har heiti eldur brann“ og „Hjarta mitt“ eru til muna farsælli. Eivör hefur sig glæsilega til flugs hér. Höfum það á hreinu. Þetta er mjög góð plata, þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar. Smávegis kusk og grastægjur virðast bara hafa verið eftir á klónum og gerðu flugtakið kannski ekki eins formhreint og fyrirfram hefði mátt búast við. En þetta litla kusk dettur væntanlega af eftir því sem fluginu þokar áfram. Tónlist …hefur sig til flugs Eivör Pálsdóttir Krákan 12 Tónar Önnur sólóplata færeysku söngkonunnar og tónlistarmannsins Eivarar Pálsdóttur. Með henni leikur Krákan, skipuð þeim Pétri Grétarssyni (slagverk og harm- onikka), Eðvarði Lárussyni (gítarar) og Birgi Bragasyni (bassi og selló). Eivör syngur og leikur á gítar auk þess að semja lög og texta. Tvö lög eru þó byggð á færeyskum þjóðlögum. Hljóðritun gerði Jan Erik Kongshaug sen einnig hljómjafn- aði. Jan og Pétur hljóðblönduðu auk þess sem Hafþór Karlsson kom að ýmislegri eftirvinnslu. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Krákan er önnur sólóplata færeysku söngkonunnar Eivarar Pálsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.