Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DEILURNAR um kaupréttar- samninga ráðamanna Kaupþings Búnaðarbanka vöktu nokkra at- hygli í erlendum fjölmiðlum um helgina. Breska blaðið Financial Times fjallaði um málið og einn- ig Dagens Næringsliv í Noregi. Bæði skýrðu þau frá þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á föstudag að taka innistæðu sína út úr Kaupþingi Búnaðarbanka. Í dálkinum Ob- server í Financial Times er spurt hvort líkja megi afstöðu Davíðs gagnvart Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, forstjóra Baugs, við baráttu Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta gegn auðjöfrinum Míkhaíl Khodorkovskí. Financial Times segir í frétt, sem birtist í blaðinu, að Davíð hafi þvingað þá Sigurð Einars- son og Hreiðar Sigurðsson til að falla frá samningunum umdeildu. Mótmæli hafi borist úr mörgum áttum og menn hafi farið að ótt- ast að bankinn gæti komist í kröggur vegna þess að fjöldi fólks tæki út innistæður sínar. Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni í íslensku fjár- málalífi að fjárhæðin, sem menn- irnir tveir sömdu um, hefði verið „algerlega án fordæma“ hér á landi og öðrum starfsmönnum Kaupþings Búnaðarbanka alls ekki boðist bréf á jafn góðum kjörum og tvímenningunum. Minnt er á að Kaupþing Bún- aðarbanki hafi nýlega keypt 9,5% hlut í breska bankanum Singer & Friedlander og haft eftir sérfræðingi við Íslands- banka að líkur séu á að íslenski bankinn hyggist eignast stærri hlut í breska bankanum. „Gullinn“ kaupréttar- samningur Dagens Næringsliv segir m.a. að þeir Sigurður og Hreiðar hafi verið búnir að tryggja sér „gull- inn“ kaupréttarsamning vegna þess að verðið sem þeir hafi átt að greiða fyrir hlutabréfin í Kaupþingi Búnaðarbanka hafi verið langt undir markaðsvirði. Og féð til kaupanna hafi þeir fengið að láni hjá bankanum. Höfundur nafnlausa dálksins Observer í Financial Times spyr sjálfan sig hvað hafi legið að baki mótmælum forsætisráð- herra, hvort hann hafi einfald- lega viljað slá sjálfan sig til ridd- ara í augum almennings eða að um sé að ræða viðvörunarskot að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Kaupþing Búnaðarbanki styðji við bakið á Baugi sem hafi náð yfirburðastöðu í smásöluverslun á Íslandi og sé kominn með vax- andi ítök í fjölmiðlun. Kalt sé á milli ráðherrans og „smásölu- ólígarkans“ og Davíð hafi sakað Jón Ásgeir um að reyna að múta sér. „[Jón Ásgeir] Jóhannesson hefur á hinn bóginn æ meiri áhyggjur af rannsókn á fjár- svikamáli sem hefur dregist mjög á langinn. Í liðinni viku réðust skattalögreglumenn meira að segja inn í aðalstövar fyrirtækisins. Er þetta svar Ís- lendinga við baráttu Vladímírs Pútíns gegn Míkhaíl Khodor- kovskí, fyrrverandi stjórnanda Yukos?“ segir í dálkinum Ob- server. Kaupréttardeila vek- ur athygli erlendis FJÖLDI reglulegra kennsludaga á síðasta skólaári, 2002 til 2003, var á bilinu 137 til 149 en í lögum um framhaldsskóla er kveðið á um að árlegur starfstími nemenda skuli ekki vera skemmri en níu mánuðir, þar af skuli kennsludagar ekki vera færri en 145. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Hagstofa Íslands birti í gær um starfstíma í fram- haldsskólum. Meðalfjöldi reglulegra kennslu- daga var 145 og er það sami fjöldi og skólaárið 2001 til 2002. Auk þeirra voru aðrir kennsludagar á bilinu 0 til 6, með einni undantekningu, eða 3 að meðaltali. Að jafnaði voru reglu- legir kennsludagar nemenda tveim- ur fleiri á vorönn en á haustönn. Í reglugerð um starfstíma fram- haldsskóla er ákvæði um að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri en 175. Í 12 skólum reyndust kennslu- og prófdagar vera færri en 175, samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá skól- um var fjöldi daga sem einungis var varið til prófa og námsmats frá 4 til 36 og og að meðaltali 26 dagar. Kjarasamningar kennara gera ráð fyrir samtals 175 kennslu- og prófdögum á níu mánaða starfstíma skóla og að auki fjórum vinnudögum kennara utan árlegs starfstíma. Heildarfjöldi vinnudaga kennara á skólaárinu 2002 til 2003 reyndist vera á bilinu 172 til 193. Meðalfjöldi allra vinnudaga kennara var 181 og hafði fjölgað um einn dag frá sl. skólaári. Þar af voru að meðaltali 177 á árlegum starfstíma skóla. Of fáir kennslu- og prófdagar SONET, hljómplötu- útgáfa, hefur gert leyfissamning um end- urútgáfurétt á lögum sungnum af Robertos Loreti eða Robertino eins og hann vanalega er kallaður. Robertino var ítölsk barna- stjarna og kom til Ís- lands árið 1961, þá þrettán ára að aldri, og hélt tónleika í Austurbæjarbíói. Að sögn Óttars Fel- ix Haukssonar, útgef- anda, hafa lög með honum frá bernskuár- um hans ekki verið fáanleg á geisladiski áður. „Robertino var frægasti drengjasópran heimsins og söng lög eins og Mamma, O Sole Mio, Ave Maria og Santa Lucia. Hann var sannkallað undrabarn.“ Óttar segir að einskær áhugi og elja hafi rekið hann áfram í að leita uppi upptökur með Robertino en það eru tæp þrjú ár síðan hann hóf leitina. „Það er alltaf verið að endurútgefa efni með frægum hljómsveitum og fleiru. En ein- hverra hluta vegna hefur Robertino al- veg gleymst og örugglega margir sem sakna þess að eiga lög hans ekki á geisladiskum.“ Óttar fór til Ítalíu árið 2001 til þess að leita að upptökum með Robertino en tveggja mánaða leit bar lítinn árangur. Síðastliðið sumar uppgötvaði hann að það var danskt fyrirtæki sem fékk réttindin á efni Robertinos á sjö- unda áratugnum. „Þá setti ég allt á fullt aftur og hélt áfram með verkefnið. Ég náði samningum við rétthafa og safnaði saman því sem til þurfti til að gera veglega, vand- aða og metnaðarfulla útgáfu,“ seg- ir Óttar og bætir við að það hljóti að teljast sérstakt að Íslendingar gefi út efni með útlendingum en ekki öfugt eins og oftast er. Sonet fær endur- útgáfurétt á lögum Robertinos Robertino BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Nesprestakalli í Reykjavík. Um- sóknarfrestur er til 15. desember. Séra Frank M. Halldórsson lætur senn af embætti fyrir aldurs sakir og verður staðan veitt frá 1. mars 2004. Valnefnd velur sóknarprest sam- kvæmt starfsreglum um presta en biskup ákveður með hvaða umsækj- anda hann mælir náist ekki sam- staða í nefndinni. Í auglýsingu bisk- ups er bent á að óski þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna eftir því að fram fari almenn prestskosn- ing skuli sú ósk hafa borist biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að kallið var auglýst. Auglýsing bisk- ups er dagsett 7. nóvember en birt- ist í Lögbirtingablaðinu 19. nóvem- ber Embætti sóknar- prests Neskirkju auglýst laust ÓVANALEGA stór hópur gráhegra sást á flugi við Núpa í Ölfusi á dögunum en hegrar koma til landsins yfir vetrartímann. Hegrar eru fiskætur og frekar stórir fuglar en hér á landi sjást þeir helst við hverasvæði eða við fjöru. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglaljósmyndara, eru hegrarnir vanalega einir á ferð en í þetta skiptið voru þeir nítján saman. „Þetta er örugglega stærsti hópur sem hefur sést hér á landi. Hegrarnir koma allt- af hingað frá Noregi á haustin og fara á vorin. Þeir verpa í vörpum en fyrir utan varptíma eru þeir frekar miklir einfarar. Yfirleitt eru þetta stakir fuglar á sveimi,“ segir Jóhann Óli og bætir við að ekki sé vitað til þess að hegrar hafi orpið hér á landi. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Stór hópur hegra á flugi í Ölfusinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.