Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DVD spil ari DVD-S35 • Spilar sv æði 1 og 2 • 54MHz/1 0-Bit Video DA breytir • Spilar CD -R,CD-RW, S-VCD, DVD-R,JEP G og MP-3 • Dolby Di gital DTS • Cinema Mode • Fjarstýrin g Cyberho me DVD spilari CH-DVD40 2 • Fjölkerfa • Spilar CD -R/CD-RW /S-VCD og MP3 • Dolby Di gital DTS • Allar aðg erðir á skjá • Scartteng i S-VHS RG B • Fjarstýrin g Medion D VD spilar i MD4883 • Fjölkerfa • Spilar CD -R/CD-RW /S-VCD og MP3 • Dolby Di gital DTS • Allar aðg erðir á skjá • Scartteng i S-VHS RG B • Fjarstýrin g kr kr 1000 kr. af sláttur af DVDmyn d fylgir 3000 kr. af sláttur af DVDmyn d fylgir Þú greiði r: 1.499,- fyrir eina 2.498,- fy rir tvær 2 .977,- fyr ir þrjár BT Skeifu nni • BT K ringlunni BT Smára lind • BT Spönginn i BT Hafnar firði • BT Akureyri BT Egilsst öðum • w ww.bt.is Gegn fram vísun miða ns færðu 2 000 króna afslátt af hvaða D VD mynd s em er þega r þú kaupir Medion DVD spilar ann Gegn fram vísun miða ns færðu 1 000 króna afslátt af hvaða D VD mynd s em er þeg ar þú kaup ir Cyberhom e DVD spil arann Gegn fram vísun miða ns færðu 3 000 króna afslátt af hvaða D VD mynd s em er þeg ar þú kaup ir Panasonic DVD spilar ann Aðeins ein n miði með hverjum D VD spilara Gildir til 12 . nóvembe r eða meða n birgðir e ndast Aðeins ein n miði með hverjum D VD spilara Gildir til 12 . nóvembe r eða meða n birgðir e ndast Aðeins ein n miði með hverjum D VD spilara Gildir til 12 . nóvembe r eða meða n birgðir e ndast 8.999 19.999 12.999 kr 2000 kr. af sláttur af DVDmyn d fylgir 999 4991.499 4. tölubla ð nóvem ber 2003 kemur út þriðjudaginn 2. desember Auglýsingasími 511 1001 Neskaupstaður | „Hvergi á Austurlandi standa heimamenn jafn dyggilega á bak við heilbrigðisstofnun eins og hjá Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Það er eftirtektarvert og einstaklega ánægju- legt hversu mikið heimamenn halda tryggð við stofnunina,“ sagði Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, á þakkarhátíð sem nýlega var haldin var á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Sjúkrahúsinu hefur borist fjöldi góðra gjafa. Ónefnt fyrirtæki í Neskaupstað gaf 1 milljón króna til kaupa á ristilspeglunartæki. Ís- landsbanki, Eskja, Síldarvinnslan, Félag hjartasjúklinga á Austur- landi og Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins gáfu hjartarafsjá. Norðfjarðardeild Rauða kross Íslands gaf lífsmarkamæli. Smith Kline og Lungafélagið, félag áhugafólks um öndun, gaf öndunarmæli, sem að sögn Björns Magnússonar yfirlæknis Fjórðungssjúkrahússins er nauðsynlegt tæki til greiningar og meðferðar lungnasjúkdóma. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Heimamenn standa þétt að baki Fjórðungssjúkrahússins: Einar Rafn Haraldsson, Unnur Stefánsdóttir, Linda Björk Ólafsdóttir og Björn Magnússon á þakkarhátíð. Tryggð heimamanna eftirtektarverð Fjölnotasalur | | Bæjarstjórn Austur- Héraðs hefur ákveðið að taka tilboði Mal- arvinnslunnar á Egilsstöðum í byggingu 150 fm fjölnotasalar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Byggingin var boðin út í vor, en þá bárust engin tilboð. Eftir ítrekað út- boð barst tilboð Malarvinnslunnar og hljóð- aði upp á 28 milljónir króna. Verkinu á að vera lokið fyrir næsta haust. Egilsstaðir | Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum var stofnað á sunnudag. Í fréttatilkynningu segir að ástæðu þess að menn sjái tilefni til að stofna slík félaga- samtök megi ekki síst rekja til hækkunar sjálfræðisaldurs og þar með aukinnar og lengdrar ábyrgðar foreldra, m.a. á skóla- göngu og framvindu náms barna sinna. Rannsóknir sýni svo ekki verður um villst, að aukinn áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra á skólastarfið og jákvæð viðhorf þeirra til náms og skólagöngu barna sinna hefur mikil áhrif á námsárangur og almenna velferð nemenda. Foreldrafélög hafa nú þegar verið stofnuð við nokkra framhaldsskólana. Samstaða foreldra styður við nemendur og skóla Foreldra- og hollvinafélagið segir sam- starf heimila og skóla nauðsynlega forsendu markviss forvarnastarfs gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna og stuðning við mótun jákvæðs lífsstíls nemenda. Það er eitt af markmiðum félagsins að skil- virkt samstarf foreldra og skóla stuðli m.a. að því að efla megi enn frekar aðgerðir og leiðir til að draga úr brottfalli nemenda. Með samstöðu foreldra innbyrðis og áhrif- um þeirra í samfélaginu megi virkja mikil- vægan hóp til að styðja við skólann í baráttu um bættan hag og stöðu. Jónína Bjartmarz, formaður landssamtak- anna Heimilis og skóla, var gestur stofnfund- arins, en þau verða landssamtök foreldra- félaga á framhaldsskólastigi með sama hætti og þau hafa um árabil verið bakhjarl foreldra og foreldrafélaga á grunnskólastigi. Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum verður opið bæði foreldrum og forráðamönnum nemenda og öðrum vel- unnurum skólans. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Menntaskólinn á Egilsstöðum. Áhugi for- eldra hefur áhrif á nám barna Stofnun Foreldra- og hollvinafélags ME Neskaupstaður | Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Akraness hafa ákveðið að stofna til vinabæja- tengsla. Undirrituðu þeir Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri og Þorbergur Hauksson, forseti bæj- arstjórnar af hálfu Fjarðabyggðar og Gísli Gísla- son, bæjarstjóri og Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar af hálfu Akraneskaupstaðar, vina- bæjaskjal því til staðfestingar á sunnudag. Tilgangur þess að efna til vinabæjasamstarfs á milli sveitarfélaganna er m.a. að koma á samstarfi íbúa sveitarfélaganna á sviði atvinnumála, íþróttamála, menningarmála, menntamála og æskulýðsmála. Við undirritunina kom fram að Akranes og Fjarðabyggð eigi margt sameiginlegt. Öflugir framhaldsskólar, útgerð og fiskvinnsla, stóriðja, blómleg menning og fjölbreytt íþróttalíf eru mik- ilvægir þættir á þessum stöðum. Það eru því miklir möguleikar á að þróa áhugavert og gagn- legt samstarf til hagsbóta fyrir báða aðila. Samstarf á sviði íþrótta og stóriðju Á árinu 2004 stefna sveitarfélögin m.a. að eft- irfarandi:  Að fulltrúar frá Knattspyrnufélagi ÍA, m.a. Ólafur Þórðarson, þjálfari meistaraflokks karla, annist námskeið í þjálfun og aðstoði við þjálfun knattspyrnumanna í Fjarðabyggð.  Að gagnkvæmum heimsóknum tónlistarfólks.  Að Akraneskaupstaður bjóði 7. flokki drengja í knattspyrnu á Lottómót ÍA sem haldið verður á Akranesi 9.–11. júlí 2004. Er Akraneskaupstaður reiðubúinn að greiða mótsgjald fyrir allt að 20 drengi og stúlkur, en í því er innifalið gisting og fæði.  Að Fjarðabyggð standi fyrir ráðstefnu um málefni unglinga. Fjarðabyggð sér um uppihald þátttakenda frá Akranesi á ráðstefnunni.  Að komið verði á samskiptum fyrirtækja og launþegasamtaka í þeim tilgangi að miðla þekk- ingu og reynslu varðandi þróun atvinnulífs. Í því sambandi verði sérstaklega fjallað um áhrif stór- iðju á atvinnulíf.  Að stuðla að eflingu samstarfs milli Verk- menntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði verkmenntunar, með hliðsjón af stóriðju. Sveitarfélögin munu hvort um sig tilnefna tvo sveitarstjórnarmenn sem verða tengiliðir sveit- arfélaganna varðandi vinabæjasamstarfið. Það er markmið sveitarstjórna Fjarðabyggðar og Akraneskaupstaðar með þessum vinabæja- samskiptum að rækta í skjóli vináttu og bræðra- lags gott samband íbúanna og sveitarstjórnanna. Í Fjarðabyggð búa nú um 3.100 manns, en á Akranesi 5.700 manns. Fjarðabyggð og Akranes koma á vinabæjatengslum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjarðabyggð og Akranes hafa náð samkomulagi um samstarf á ýmsum sviðum. Miðlað verður af þekk- ingu og reynslu af stóriðjuuppbyggingu ing kostnaðar. Hinn helmingurinn verður fjármagnaður með auglýsing- um og styrkjum. Kortin gefin út næsta vor Undirbúningur hófst í byrjun sept- ember þegar Helgi M. Arngrímsson var ráðinn verkefnisstjóri og hann annast öll textaskrif á kortunum. Í hverju sveitarfélagi eru starfandi nefndir sem eru honum til aðstoðar við efnisöflun og um val gönguleiða. Tekist hefur mjög gott samstarf við Landmælingar, en þær munu annast alla kortagerð. Stefnt er að svipuðu útliti á kortunum og þeim sem gefin hafa verið út af fjörðunum á síðustu árum. Þó mun öll nákvæmni verða meiri. Egilsstaðir | Ferðafélag Fljótsdals- héraðs og sveitarfélögin á Vopnafirði og Fljótsdalshéraði, að undanskildum Fljótsdalshreppi, hafa undirritað samstarfssamning um útgáfu göngu- og útivistakorta. Kortin verða þrjú og spanna svæð- ið frá Strandhöfn í Vopnafirði í norðri og Aðalbóli í Hrafnkelsdal í suðri og Fjarðarheiði í austri til Jökulsár á Fjöllum í vestri. Fyrrihluta árs 2003 fór Héraðs- nefnd Héraðssvæðis þess á leit við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs að það annaðist gerð göngukorta fyrir Hér- aðssvæðið. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ber fjárhagslega ábyrgð á kortunum, en sveitarfélögin leggja fram um helm- Umfangsmikil út- gáfa útivistarkorta Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Baldur Pálsson, Þórhallur Þorsteinsson, Magnús Már Þorvaldsson, Jónas Þór Jóhannsson og Eiríkur Bj. Björgvinsson standa að útgáfu göngu- og útivistarkortsins. Samstarf er við Landmælingar sem annast kortagerðina.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.