Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 41 ÞRIÐJA námskeiðskvöldið um efri árin verður í kvöld, þriðjudags- kvöld, í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 17.30. Athugið að nú er fundað á þriðjudegi og tíminn er breyttur. Að þessu sinni mun Sæmundur Stefánsson, deildarstjóri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, fjalla um al- mannatryggingar, hvaða trygg- ingar standa eldri borgurum til boða og með hvaða skilyrðum. Á eftir verður boðið upp á kaffi og samver- unni lýkur með kvöldandakt um kl. 18.45. Þess má geta að námskeiðs- kvöldin fjögur eru í raun sjálfstæð hvert fyrir sig þannig að hverjum er frjálst að koma öll kvöldin eða velja sér það erindi sem hann hefur mest- an áhuga á. Þátttaka í þessum námskeiðum er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir sem óska eftir að verða sóttir eða vilja far að loknu námskeiðinu eru vinsamlegast beðnir að hringja í kirkjuna í síma 557 3280 milli kl. 13 og 16 í dag. Sr. Svavar Stefánsson. Námskeið um efri árin í Fella- og Hólakirkju Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstud. kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Að- ventuferð verður farin að Hjalla í Ölfusi sun. 30. nóvember. Farið verður frá Setr- inu kl. 13. Skráning í síma 511-5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16:15. (5.–7. bekkur). . Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 19:30. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um bréf Páls postula til Filippím- anna. Gengið inn um dyr bakatil á aust- urgafli kirkjunnar. Aðgangur ókeypis og all- ir velkomnir. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20:30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina við undirleik Gunnars Gunnarson- ar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Kl. 21 fyrirbæna- þjónusta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15. Vetr- arnámskeið. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16:00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17:30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgistund í umsjón Kristjáns Guðmunds- sonar. Síðan verður farið á ljósmyndasýn- ingar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands. Unglingakór Digranes- kirkju kl. 17–19. KFUM&K fyrir 10–12 ára börn kl. 17–18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfa námskeið kl. 19. Hvað með kirkjuna? Fræðsla Magnús B. Björnsson. Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30. Í dag kl. 17.30 er næstsíðasta skipti námskeiðs- ins Um efri árin. Sæmundur Stefánsson, deildarstjóri hjá TR, fjallar um almanna- tryggingar og starfslok. Kaffiveitingar verða í boði og ekkert námskeiðsgjald er innheimt. Kvöldandakt í kirkjunni kl. 18.45. Allir velkomnir. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir kl. 16. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkjukrakkar með börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn- legg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir velkomnir. Starf með 8–9 ára börnum í Borgum kl. 17–18 í um- sjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs- félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj- unni. Mikil dagskrá þar sem söngur, leikir og ný biblíumynd eru uppistaðan. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Þátttaka ókeypis. Kl. 17. Litlir lærisveinar Landa- kirkju. Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Þátttaka ókeypis. Kl. 20.30 kyrrð- arstund ásamt altarisgöngu í Landakirkju. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 10–12 og 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50, 8. I.M. og 8.J. í Myllubakkaskóla, kl. 15.55–15.35, 8. S.V. í Heiðarskóla, kl. 16.40–17.20, 8. V.G. í Heiðarskóla. Nærhópur Bjarma, samtaka um sorg og sorgarferli, hittist í Kirkjulundi. Fræðsla og umræður, einkum um missi án undanfara. 5. og síðasta skipti í minni sal Kirkjulundar kl. 20. Um- sjón Björn Sveinn og Ólafur Oddur. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Liljuljóð: Ný ljóðabók eftir Lilju Sól- veigu Kristjánsdóttur. Höfundur og Rúna Gísladóttir sjá um efni fundarins. Sungnir verða söngvar við texta Lilju. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 2 (Lund- arskóli). Glerárkirkja. Kyrrðarstundir á þriðjudög- um kl. 18. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSI MIÐSVÆÐIS Í RVÍK Mér hefur verið falið að leita eftir rúm- góðri 100-120 fm íbúð í lyftuhúsnæði, helst með bílskúr/bílskýli. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Afhendingar- tími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.