Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla sviðLÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT, Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14, Lau 17/1 kl 14, Su 18/1 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Fö 28/11 kl 20, Lau 29/11 kl 20, Su 30/11 kl 20 Síðustu sýningar SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company Su 14/12 kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 28/11 kl 20, Fö 5/12 kl 20 erling Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 06.12. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sun. 14. des. kl. 20.00. Lau. 27. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 27. nóv. kl. 21.00. UPPSELT AUKASÝNING Lau. 29. nóv. kl. 23.00. Örfá sæti Fim. 11. des. kl. 21.00. nokkur sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is lau. 29. nóv. kl. 14.00 sun. 7. des. kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Leikhópurinn Á senunni MIÐ. 26/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIM. 4/12 - KL. 19 LAUS SÆTI LAU. 6/12 - KL. 21 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA BANDARÍSKI söngvarinn Michael Jackson hefur lát- ið opna fyrir sig vefsvæði þar sem hann lýsir yfir sak- leysi sínu, en hann er sakaður um að hafa misnotað 12 ára dreng kynferðislega. Jackson segir að ásak- anir á hendur sér sé ein stór lygi. Þá vilji hann binda enda á þá „hræðilegu tíma“ sem hann hafi þurft að upplifa með því að sanna sakleysi sitt fyrir rétti. Þá segir Jackson að ásakanir á hendur sér séu af- skaplega alvarlegar. „Þær eru engu að síður ein stór lygi. Það á eftir að koma fram fyrir rétti.“ Hann seg- ist hafa opnað vefsvæðið til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri. Hann segir að aðdáendur sínir eigi ekki að trúa öllu sem svokallaðir vinir hans segja í fjölmiðlum um hann. Söngvarinn segir ennfremur að framvegis séu allar yfirlýsingar vina, lögfræðinga eða talsmanna, sem ekki komi fram á vefsvæðinu, ekki viðurkenndar af hans hálfu. Jackson hefur gefið út safnplötu með helstu lögum sínum, Number Ones, en nýjasta lagið á plötunni, „One More Chance“, kom út á mánudag. Platan fór beint í efsta sætið á breska vinsældalistanum. Reuters Hin 26 ára gamla Aneta Kepka frá Gniezo í Póllandi var meðal aðdáenda Jacksons í Las Vegas sem sáu ástæðu til að styðja hann í verki um helgina. Michael Jackson leitar stuðnings Opnar vefsíðu Viltu styðja við bakið á konungi poppsins? Farðu þá inn á: MJNews.us BARÐI Jóhannsson er séni. Eitt af okkar allra helstu séníum þegar tónlistarsköpun er annars vegar. Og séní taka gjarnan upp á hlutum sem aðrir teldu óskyn- samlega eða tóma vitleysu – eins og t.d. að gefa út tvær plötur nánast á sama tíma. Hol- lenska tónlistar- konan Keren Ann Leidel, sem syng- ur lag á nýju Bang Gang plötunni, er greinilega af sama sauðahúsi og Barði. Ekki fyrr búin að gefa út sína eigin sólóplötu – prýðisgrip sem Barði stýrði upptökum á – þegar hún tekur upp á að senda frá sér aðra, með íslenska séníinu. Plötu sem stórfyrirtækið EMI í Frakklandi gleypti við og hefur gefið út. Samstarfsverkefni þessara sénía tveggja landa kallast Lady & Bird, hún er Lady og hann er Bird. Þetta er fremur knöpp plata, aðeins tæpar 40 mínútur að lengd. En samt er hún svo mátulega löng. Þarf ekkert að vera lengri. Er alveg nógu góð eins og hún er. Og eiginlega nokk meira en góð því þótt verkefnið virki svolít- ið á mann eins og saklaust flipp sem fór úr böndunum, er útkoman gletti- lega vel heppnuð. Sköpunargleðin er augljós, ein- stök kímnigáfa Barða – og greinilega Kerenar Ann líka – allsráðandi og rómantíkin dásamlega röndótt. Virkilega hressilegt! Á plötunni er visst konsept í gangi, bæði í stíl og textainnihaldi, einskon- ar saga krakkanna Lady og Bird sem virðast ein og yfirgefin og bara eiga hvort annað að. Þetta er klár nostalgía, sem á rætur sínar í frönsku poppi sjöunda og áttunda áratugarins og svipar af þeim sökum til samtímatónlistar með sama upp- runa, sbr. Stereolab og Air. Gainsbo- urg kemur eðlilega fyrstur upp í hugann, ekki bara vegna sykursæts kokkteil(vín)andans heldur einnig vegna þess að konseptið sjálft er vaðandi í sömu kits-skotnu drama- tíkinni og franska séníið var þekkt- ast fyrir. Lögin þar sem saga Lady og Bird er rakin er skýrasta merki þess en vitanlega dettur manni fyrst í hug dúett Gainsbourg og Brigitte Bardot í laginu um Bonnie og Clyde. Þetta er þó síður en svo stæling út í gegn heldur vinna þau Barði og Keren Ann úr þessum áhrifum sína eigin tónlist, lágstemmda, ljúfa, tregafulla en þó um leið bráðs- kondna. Þótt þau komist skammlaust frá Velvet Underground-perlunni „Stephanie Says“ og titillagi Spítala- lífs-þáttanna „Suicide is Painless“, gleðja mest þeirra eigin lagasmíðar. Við fyrstu hlustun virkuðu þær fremur einsleitar og óspennandi en eftir að hafa gefið þeim betra tóm í góðum heyrnartólum koma töfrarnir rækilega í ljós, svo mjög að vonlaust er að gera upp á milli laganna þeirra átta. Eins og stendur eru hið gull- fallega „Walk Real Slow“, millispilið „The Morning After“, Stereolab- mætir-Tindersticks snilldin „Run in the Morning Sun“ og poppaðasta lagið „See Me Fall“ í uppáhaldi en hin eiga örugglega eftir að leysa þau af hólmi von bráðar. Útsetningar þeirra Barða og Ker- enar Ann eru æðislegar, sparlega farið með hljóðfæraslátt og raddir þeirra eins vel samstilltar og hugsast getur. Barði Jóhannsson er séni og Ker- en Ann líka. Vonandi er þetta sam- starf Lady & Bird aðeins upphafið á langlífri og dásamlegri vináttu. Tónlist Upphaf á dásamlegri vináttu Lady & Bird Lady & Bird Labels/Capitol/EMI France Lady & Bird eru samstarfsverkefni Barða Jóhannssonar og Kerenar Ann Leidel. Öll lög á plötunni eru eftir Barða og Keren Ann, nema Stephanie Says eftir Lou Reed og Suicide is Painless eftir Mike Altman og Johnny Mandel. Hljóðfæra- leikur var í höndum Denis Benarrosh trommur, Laurent Vernerey á bassa. Lady & Bird léku á öll önnur hljóðfæri. Upp- tökum stjórnuðu Lady & Bird. Platan var tekin upp í París, Reykjavík og Súðavík. Skarphéðinn Guðmundsson Dásamlegir vinir: Keren Ann og Barði eru Lady & Bird.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.