Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEISLUÞJÓNUSTA - HLAÐBORÐ Í HÁDEGINU - SÉRRÉTTIR Laugavegi 28b Sími 517 3131 • Fax 517 3130 sjanghae@sjanghae.is www.sjanghae.is Opið alla daga frá kl. 11.30 KÍNAKLÚBBUR UNNAR verður með Kínakvöld þriðjudagana 25. nóv. og 2. des. kl. 19.00 Dagskrá: 1. Unnur Guðjónsdóttir sýnir myndir úr ferðum klúbbsins til Kína, jafnframt því að kynna vorferðina, en þá verður m.a. farið um gljúfrin þrjú í Jangtze. 2. Framreitt verður sniðugt kínverskt jólahlaðborð með ótal réttum, verð kr. 2.400,- pr. mann. 3. Skyndihappdrætti með kínverskum vinningum. 4. Sala á kínverskum munum, tilvöldum til jólagjafa. Sætapantanir hjá Sjanghæ „SIGURVÍMAN er runnin af fólki og raunveruleikinn aftur tekinn við, raunveruleiki sem er ekki sérlega bjartur, spilling, fátækt og óvissa með nærri því allt sem varðar fram- haldið.“ Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, starfsmaður Ör- yggisstofnunar Evrópu, ÖSE, en hún er í Georgíu. „Eitt af því sem að ÖSE snýr er spurningin um næstu kosningar, það er að segja hvernig á að koma í veg fyrir að allt sem farið hefur mið- ur í kosningunum hér sl. ár end- urtaki sig,“ segir Urður. „Undanfarnir dagar hafa verið ótrúlegir, stemmningin er eins og Georgía hafi unnið heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu. Spennan hef- ur verið ótrúlega lítil, rétt eins og al- menningur treysti því að her og lögregla myndi ekki snúast gegn sér, eins og raunin varð.“ Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, er í Georgíu. Hann var til- nefndur af utanríkisráðuneytinu sem einn eftirlitsmanna ÖSE með seinni umferð kosninganna en ekki verður af henni. Sigurður segist efast um að forsetakosningar geti farið fram 45 dögum eftir afsögn Shevardnadze. Nefnir Sigurður að lítill frestur verði þá til að skila inn sérframboðum því að skv. lögum eigi að skila inn listum með nöfnum stuðningsmanna í síðasta lagi á föstudag sem sé allt of knappur tími. Sigurvíman runnin af Georgíumönnum Urður Gunnarsdóttir segir spennuna í byltingunni hafa verið ótrúlega litla Urður Gunnarsdóttir UNG og áköf fréttakona á fund með verðandi forseta á dýrum sushi- veitingastað í Moskvu. Hann pantar sake, en hún afþakkar. „Leonosjka,“ segir Vladimír Pútín og ávarpar blaðakonuna, Jelenu Tregubovu, með gælunafni hennar. „Af hverju ertu sífellt að tala um stjórnmál og ekkert annað? Viltu ekki frekar fá þér drykk?“ Þetta er atriði úr Sögum af Kremlarsnáp, endurminningum fréttakonu sem starfaði innan Kremlarmúra, og bókin er núna helsta umræðuefnið í stjórnmála- elítunni. Þar má m.a. lesa um ofan- greindan hádegisverð sem Tregu- bova snæddi með Pútín 1998, spjall hennar við starfsmannastjóra for- setans síðla kvölds, og ýmsar frá- sagnir af axarsköftum og ruddaskap forsetans sem aldrei komust á síður blaðanna. Skrúfað fyrir upplýsingar Tregubova tilheyrði fréttamanna- hópnum sem starfar í Kreml uns að- stoðarmenn Pútíns ráku hana 2001. Meginatriðið í bók hennar er ekki einungis að segja svona sögur. Hún talar einnig um það hvernig skrúfað var fyrir upplýsingar frá Kreml og hvernig hún og aðrir fréttamenn tóku þátt í því. „Í þrjú ár hefur ritskoðunin verið alger,“ sagði hún í viðtali í síðustu viku. „Það er eins víst að bókin valdi reiði í Kreml því að þeir eru svo van- ir því að lesa einungis það sem þeim líkar. En ég segi frá Pútín eins og hann er í raun og veru, ekki eins og hann sé guð, eins og þeir vildu að ég gerði.“ Eins og til þess að undirstrika þessi orð hennar var þáttur um bók- ina, sem sjónvarpsstöðin NTV ætl- aði að sýna þarsíðasta sunnudag, tekinn af dagskrá fyrir tilstuðlan forstjóra NTV. Sú ákvörðun var tekin eftir að þátturinn hafði verið auglýstur rækilega og sýndur sums staðar í austustu byggðum Rúss- lands. Ekki rætt opinberlega Í Moskvu hafði bókin vakið mikið umtal áður en deilan um sjónvarps- þáttinn kom upp, enda er gengið að því sem gefnu í Rússlandi að Kreml hafi svo að segja algera stjórn á fjöl- miðlum. En það er ekki rætt opin- berlega. „Hér er engin hefð fyrir svona fréttabókum,“ sagði Sergei Parkho- menko, þekktur ritstjóri sem stjórn- ar útvarpsþætti eftir að ríkisgasfyr- irtækið Gazprom hrakti hann úr starfi á tímaritinu sem hann gaf út. „Rússneska stjórnmálastéttin er ekki vön því að lesa um sjálfa sig með þessum hætti. Þetta veldur mörgum þeirra áfalli.“ Undir fjögur augu hvatti rúss- neskur stjórnmálamaður vestrænan blaðamann til að lesa bókina og sagði hana gefa rétta mynd af því hvernig kaupin gerðust innan Kremlarmúra. En opinberlega for- dæmdi þessi sami stjórnmálamaður bókina. Vandræðagemlingur Tregubova hóf störf sem Kreml- arfréttamaður fyrir dagblaðið Kom- mersant á síðustu árum forsetatíðar Borísar Jeltsíns. Hún segir að eftir að Pútín tók við völdum 2000 hafi fréttamönnum fljótlega verið skipt í tvo hópa, annars vegar þá drottin- hollu – sem var boðið til kvöldverðar með forsetanum og létu fara vel um sig í sumarhúsi hans á meðan kaf- báturinn Kúrsk var að sökkva – og hins vegar vandræðagemlinga eins og Tregubovu. Svo fór, að starfs- heimild hennar var numin úr gildi, og hún fór að skrifa reglulegan dálk um stjórnmál. Eftir að ýmsir útgefendur höfðu vísað henni frá sneri hún sér til Al- exanders Ívanovs, sem rekur út- gáfufyrirtækið Ad Marginem („Á jaðrinum“) og hafði þegar sagt valdamönnum stríð á hendur með því að gefa út skáldsögu eftir Vladimír Sorokin sem fjallar um ást- ir Stalíns og Krústsjevs. Ungliðar í röðum stuðningsmanna Pútíns brenndu þá bók opinberlega. Rekin „Mér datt ekki í hug að bókin yrði svona umdeild,“ sagði Ívanov um bók Tregubovu. Sjálf átti hún von á uppþoti, en hún bjóst þó ekki við því að missa vinnuna vegna bókarinnar. En svo fór nú samt í síðasta mánuði. „Það var mikið áfall,“ segir hún. Kommersant hafi verið eins og heimili sitt, en hafi neitað svo mikið sem að minnast á bókina. Ýmis önn- ur blöð hafa birt útdrætti úr bókinni og Tregubovu hafa boðist ýmis störf. Forstjóri NTV, Nikolaí Senke- vitsj, hlutaðist sjálfur til um að Tregubova fengi ekki að koma fram í vinsælum fréttaþætti stöðvarinnar, Namedni. „NTV er ekki gróðrarstía fyrir ruddamennsku og ókurteisi,“ sagði Senkevitsj. Ekki leikur þó vafi á, að þetta eykur sölu bókarinnar. Þrjátíu þús- und viðbótareintök eru væntanleg í verslanir nú í vikunni, og útgefand- inn lætur sig dreyma um að selja allt að 300.000 eintök. „Ef til vill lærum við eitthvað af þessu,“ segir hann hlæjandi. Sögur af Kremlarsnáp Ung fréttakona hefur valdið uppþoti í rússn- eskum stjórnmála- kreðsum með ófegruð- um lýsingum á því sem fram fer innan Kremlarmúra. Hrein- skilnin kostaði hana vinnuna og ýmsum þykir þetta hrein ókurteisi af henni. The Washington Post Jelena Tregubova er þrítug. Hún kveðst lýsa Vladimír Pútín eins og hann í rauninni er. Moskvu. The Washington Post. ’ Í þrjú ár hefur ritskoðunin verið alger. ‘ KJÓSENDUR í Króatíu veittu þjóð- ernissinnum ótvírætt umboð til að taka aftur við stjórnartaumunum í landinu. Þetta kom í ljós í gær er bráðabirgðaúrslit úr þingkosningun- um sem fram fóru á sunnudag lágu fyrir. Er nær öll atkvæði höfðu verið tal- in var Króatíska lýðræðisbandalagið, betur þekkt undir króatísku skamm- stöfuninni HDZ, búið að tryggja sér 61 þingsæti, en alls eiga 140 fulltrúar sæti á Króatíuþingi. Með minni sam- herjaflokkum leit út fyrir að þjóðern- issinnar myndu geta myndað stjórn sem hefði 75 þingmenn á bak við sig, þ.e. öruggan meirihluta. Miðju-vinstriflokkarnir þrír, sem standa að fráfarandi stjórn, fengu 63 þingsæti samtals, samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðunum í gær. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkur Ivica Racans forsætisráðherra 44 sæti. Átta þingsæti eru frátekin fyrir fulltrúa þjóðernisminnihlutahópa. Ivo Sanader, leiðtogi HDZ, lýsti úrslitin „stórfenglegan sigur“ fyrir flokkinn og talsmaður hans sagði að stjórnarmyndun- arþreifingar væru þegar hafnar. Hét Sanader því að bæta upp það tjón sem flokkur hans vann ímynd Kró- atíu út á við í stjórnartíð sjálf- stæðishetjunnar Franjo Tudjm- ans, en hörð þjóðernisstefna og ein- ræðistilburðir einangruðu þá Króat- íu, unz HDZ tapaði stórt í kosningum árið 2000. Þær fóru fram aðeins mán- uði eftir andlát Tudjmans, sem stýrt hafði landinu allt frá því það brauzt til sjálfstæðis frá gömlu Júgóslavíu árið 1991. Hægrisveifla á Balkanskaga „Kjósendur sýndu að þessi [fráfar- andi] stjórn var slæm tilraun. Nú er það í okkar höndum að endurreisa traust á ríkisstjórninni, rétt eins og við endurreistum trúna á flokkinn okkar,“ sagði Sanader í gær. Kosningasigur HDZ er nýjasta merkið um hægrisveiflu í löndunum á Balkanskaga, átta árum eftir að vopnin þögnuðu í stríðunum í Króat- íu og Bosníu. Þjóðernissinnar kom- ust aftur í stjórn í Bosníu eftir kosn- ingar í fyrra og frambjóðandi serbneskra þjóðernissinna hlaut flest atkvæði í enn einni misheppn- aðri atlögunni sem gerð var að því að kjósa forseta Serbíu á dögunum (úr- slitin voru ógild vegna ónógrar kjör- sóknar). Sanader lýsti því fyrir að flokkur sinn hefði reglur lýðræðisins, réttar- ríki og mannréttindi ofarlega á stefnuskránni, og setti sér það metn- aðarfulla markmið að koma Króatíu í Atlantshafsbandalagið árið 2006 og í Evrópusambandið (ESB) árið 2007. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið en ég er sannfærður um að það er hægt að ná þeim,“ lýsti San- ader yfir við fögnuð stuðningsmanna, sem hrópuðu í kór „Ivo, Ivo“. Talsmaður Chris Patten, sem sér um utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði í Brussel í gær að framkvæmdastjórnin myndi dæma væntanlega ríkisstjórn HDZ af gerð- um hennar. Of snemmt væri að full- yrða neitt um hvað kosningasigur króatísku þjóðernissinnanna þýddi fyrir aðildarumsókn Króatíu að sam- bandinu. „Við erum reiðubúnir að starfa með nýrri lýðræðislega kjör- inni ríkisstjórn Króatíu eftir að hún hefur verið mynduð, með umbætur og Evrópuhyggju að leiðarljósi,“ sagði Diego de Ojeda, talsmaður Pattens. „Við munum líta á gerðirn- ar, staðreyndirnar, á ný stefnumið stjórnarinnar frekar en að líta á stefnuskrár eða yfirlýsingar,“ tjáði de Ojeda fréttamönnum. Ráðamenn ESB munu áfram hvetja stjórnvöld í Króatíu til að hafa „fullt samstarf“ við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, bætti hann við. Hvort Króatar fái ósk sína um ESB-aðild uppfyllta er annars að mestu undir því komið hvernig til tekst með margvíslegar umbætur og að Serbar sem flýðu Króatíu í stríð- inu 1991-1995 fái að snúa aftur. Þjóðernissinnar aftur til valda í Króatíu Zagreb. AFP, AP. AP Stuðningsmenn HDZ fagna fyrstu tölum á sunnudag í Zagreb. Ivo Sanader
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.