Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 37 Bjartmar Jónasson var fallegt barn, óspar á bros og einstaklega skapgóður og blíður í lund. Hann kom ávallt fagnandi til mín er ég kom í heimsókn, gaf sér tíma frá leikföngum og öðrum áhugamálum. Stundum fórum við í bíltúr saman og litum í leikfangaverslanir. Hann spurði þá: „Afi, er þetta nokkuð of dýrt?“ Í stað þess að heimta eða ætl- ast til nokkurs, þótt ekki leyndi hann áhuga sínum. Það sýnir hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var kurt- eis, skilningsríkur og skýr. Erfitt er að átta sig á, þegar svona gerist, hver tilgangur lífsins er. Ein kenning sem margir aðhyllast er að tilgangurinn sé að elska, hjálpa eða þjóna öðrum. Bjartmar lifði sannarlega eftir þessu. Hans líf ein- kenndist af hjálpsemi, vináttu og hlýju í garð annarra. Er ég ekki í nokkrum vafa um að hann hefði orðið mikill sómamaður hefði hann fengið til þess tækifæri. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Hversu óskiljanlegt sem það er verður þeirri staðreynd ekki hnikað. Við getum aðeins vonað að það hafi einhvern æðri tilgang í för með sér. Þegar Bjartmar fæddist var sól- skin og þegar hann dó skein sólin niður úr vetrarskýjunum. Minning Bjartmars er böðuð geislum sólar. Blessuð sé minning hans. Sigurgeir Jónasson. Þrettándi mars 1998 var mikill gleðidagur í lífi okkar Írisar. Þann dag eignuðumst við dóttur og ég einnig yndislegan frænda, á sama deginum, nánar tiltekið með tveggja klukkustunda millibili. Bjartmar og Andrea Lóa voru frá þeim degi „tví- burafrændsystkini“. Nú fimm árum síðar skrifa ég minningargrein um frænda minn; það er ekki sanngjarnt hlutskipti, en ég trúi því að hans bíði eitthvert mjög sérstakt verkefni annars stað- ar. Bjartmar frændi eða „Bjarti smarti“ eins og ég kallaði hann oft, var í mínum huga eins og sonur minn, ég heyrði í honum þegar hann kom í heiminn með miklum látum og ég var við hlið hans er hann kvaddi þennan heim aðeins rúmum fimm ár- um síðar, þann 16. nóvember síðast- liðinn. Það eru mikil forréttindi að fá að kynnast þvílíkum dreng sem Bjartmar var. Þrátt fyrir erfið veikindi á sinni stuttu ævi var hann það kátasta og brosmildasta barn sem ég hef kynnst, svolítið stríðinn en alltaf ljúf- ur og góður. Hann var mikill bar- áttudrengur sem aldrei gafst upp. Gott merki þess er, að aðeins tæpum tveimur sólarhringum fyrir andlát sitt bað hann mig og pabba sinn um að fara með sig í Smáralind í Dóta- búðina. Þangað var farið þrátt fyrir að hann væri orðinn mjög veikburða og hafði fimm dögum fyrr misst allan mátt fyrir neðan brjóst. Það var ósjaldan að við fórum í heimsókn á Kirkjuveg til systur minnar og mágs, hvort sem þar var matarboð, til að kasta kveðju á mannskapinn eða til að horfa á fót- bolta með frændum mínum og mági. Það var og ósjaldan að ég reyndi að fá litla frænda minn til að halda með mínu liði, Leeds, í ensku deildinni, en Manchester og Beckham áttu hug hans allan og hefði enginn getað breytt skoðun hans á því. Það var síðast nú í nóvember að ég reyndi eina ferðina enn, en það var ekki möguleiki að fá þennan litla prakk- ara til að skipta um skoðun, þvert á móti þá var hann kominn ansi nálægt því að fá mig til liðs við sitt lið. Leeds eru lélegastir í heimi, sagði hann. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum yndislegan frænda og veit fyrir víst að hann og afi Baddi eru strax farnir að bralla eitthvað saman. Líklega eru þeir búnir að kaupa bóndabæ með góðri veiðiá rennandi á landareigninni, en þeir tveir töluðu mikið um að einhvern tímann myndu þeir gera það. Nú trúi ég að sú stund sé runnin upp. Elsku litli Bjartmar okkar, ástar- þakkir fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, minningarnar um þær geymum við vel í hjarta okkar. Elsku Rósa, Jonni, Sigurgeir og Margrét Lovísa, megi Guð hjálpa ykkur í gegnum þessa miklu sorg. Ásgeir frændi og Íris. Elsku Bjartmar. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð, hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfinn burt þessum heimi, ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan, Guð minn, að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Þín amma Guðný (Gulla). Bjartmar var aufúsugestur í þenn- an heim. Hann var skapgóður og brosmildur frá fyrsta degi, brosti til okkar einlægu gleðibrosi. Fas hans bar með sér greind og yfirvegun, og traust og kurteisi var honum í blóð borið. Hann hafði gott skopskyn. Nýlega gerði ég það að gamni mínu, til þess að létta honum lundina í veik- indunum, að telja tærnar á fæti hans of margar. Þegar ég var kominn í sex leit hann á mig kíminn og brosti. Þannig var Bjartmar, fljótur að skilja og sjá kómískar hliðar tilver- unnar. Bjartmar var líka keppnis- maður og hafði yndi af leikjum. Í hvert sinn er hann kom í heimsókn var spilað af kappi. Innlifun hans var stundum slík að hann stóð upp í stólnum og hoppaði af æsingi. Það var hvergi gefið eftir. Bjartmar var hraustlega byggður, hann var þrekinn og með breitt bak. Og það var nokkuð mikið lagt á þetta unga bak. Aðeins tæplega tveggja ára greinist hann með krabbamein á háu stigi. En Bjartmar hætti ekki að brosa til okkar og var alltaf sami heillandi drengurinn þótt brún hans væri stundum þyngri en áður. Með- ferðin tókst vonum framar og í sum- ar sem leið var hvergi ský að sjá á himni í lífi hans. Hann stundaði íþróttir og leiki af kappi með jafnöldrum sínum. Hann var sannur leiðtogi sem krakkarnir löðuðust að og vildu leika við. En sjúkdómurinn ógurlegi lá í leyni og tók aftur að láta á sér kræla. Eftir það varð ekki aftur snúið. Með trega og undrun horfum við á eftir Bjart- mari hverfa inn í sólskinið og spyrj- um okkur hvers vegna öll þessi þján- ing var lögð á þennan litla dreng. Við verðum að láta guði eftir að svara því. Tíminn sem við fengum að vera samvistum við Bjartmar skilur eftir sig dýrmætar minningar og við erum ríkari eftir en áður. Jónasi og Rósu, og Sigurgeiri og Margréti Lovísu vottum við innilega samúð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir. Ég man svo vel eftir deginum sem þú komst í heiminn, elsku Bjartmar minn. Pabbi hringdi í mig og sagði: „Elsku Vigdís, nú ert þú bæði búin að eignast litla systur og lítinn frænda.“ En lífið er ekki alltaf rétt- látt, að vera bara tekinn frá okkur núna, svona snemma. Guð hefur ábyggilega eitthvað gott að bjóða þér, elsku Bjartmar minn, afi getur þá alla vega passað upp á þig. Þú varst svo yndislegur, ljúfur og blíð- ur. Alltaf svo hress og kátur þó svo að þú værir svona veikur, þú hefur alltaf verið mitt uppáhald, ég sakna þín svo, elsku Bjartmar. Elsku Rósa, Jonni, Sigurgeir og Margrét Lovísa, megi Guð vera með ykkur, veita ykkur, pabba og ömmu styrk á þessari erfiðu stundu. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. (Hallgr. Pét.) Vigdís Lilja Ásgeirsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Bjartmar Jónasson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ljósmyndun Eftirtökur af gömlum ljósmyndum. Fagvinna. Allar passamyndatökur. Hraðmyndir ehf., Hverfisgötu 59, s. 552 5016. Múr- og sprunguviðgerðir Steinum hús, flot í tröppur og svalir, háþrýstiþvottur o.fl. Sigfús Birgisson, s. 697 5850. Tækniþjónusta arkitekts og verkfræðings. Getur bætt við sig verkefnum. Fast verð í öll verk. Sími 824 7587 og 861 2707. Allt víravirkið á þjóðbúninginn. Sendi myndalista, gylli og hreinsa. Upplýsingar í síma 557 4511, Guðbjartur Þorleifsson. Lagersala á húsgögnum. 40-90% afsláttur. Fundarborð, skrifborð, skápar, stólar, möppuhillur, skólahúsgögn og krítartöflur. Penninn, Hallarmúla 2. Opið mán.-fös. 8-18, laug. 10-14. Skátajólasveinar vertu tíman- lega. Sími 661 8031, skatajolasveinar.com ÚTSÖGUN Hegner tifsagir - Olson tifsagablöð www.gylfi.com S. 555-1212, Hólshrauni 7, 220 Hafnarfirði. + Ljósakrossar á leiði + 12 v, 24 v, 32 v. Verð kr. 4500. Sendi í póstkröfu. Sími 898 3206 til kl. 22.00. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, s. 567 5550, fax 567 5554, netfang sponn@islandia.is, heimasíða www.islandia.is/sponn . Vel með farin skrifstofuhús- gögn á sanngjörnu verði. Vegna flutnings eru til sölu borð, hillur, stólar, skilveggir, ljósaborð og ýmislegt fleira. Upplýsingar gefur Katrín í síma 520 2002. Vörulyfta til sölu. Lyftir 1500 kg, 2,8 metra. Stærð palls 130x315. Kristján G. Gíslason ehf., Hverfisgötu 6a, sími 552 0000. Þrívíddarmyndanámskeið öll mánudagskvöld kl. 19.30. Verð 3500 kr. allt efni innifalið Upplýsingar í síma 899 5762, Hafdís Björk Laxdal. Einn með öllu M. Benz Ökukennsla, ökumat, ökuskóli. Kenni á nýjan M. Benz 2003. Eggert Valur Þorkelsson, öku- kennari, s. 893 4744 og 565 3808. Skrifstofuherbergi. Til leigu snyrtileg skrifstofuherb. í Ármúl- anum. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Uppl. gefur Þór í s. 899 3760. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 www.stifluthjonustan.is Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Til leigu 3ja herb. nýstandsett íbúð í hverfi 111. Reglusemi og öruggar greiðslur skilyrði. Laus strax. Sími.893 3087. ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Gítarnámskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp. Þjóðlög, útilegulög, rokklög, leik- skólalög. Einkatímar. Ungir, eldri, konur, karlar. Sími 562 4033. Gefðu námskeið í jólagjöf. Föndurmarkaður Hefur þú litið á föndurmarkaðinn á Lyngási 1, Garðabæ? Sjón er sögu ríkari. Úrval af föndurvöru til jólakorta- og minningarbókagerðar. Sími 555 0220. Leikmenn óskast Utandeildarliðið FC ICE óskar eftir sterkum leikmönnum, 18 ára og eldri. Vantar í allar stöður. Verða að hafa getu. S. 697 8526 500 þúsund króna afsláttur. Til sölu lítið notað Doka-mót og uppistöður. Hagstætt verð. Uppl. í s. 892 0667. Neglur — Tilboð 4980 kr. 2ja—7 ára tattú—tilboð 35—50% afsl. Neglur og List, Grensásvegi 12a, s. 553 4420. Steðjar - tilboð - steðjar 25 kg. steðji kr. 9.995,- 40 kg. steðji kr. 14.995,- Verkfæralagerinn, Skeifunni 8, sími 588 6090. Árbæingar og aðrir langsmenn! Hverfiskráin Blásteinn í Hraunbæ 102A í Árbænum, s. 567 3311 & 698 2945, auglýsir dagskrá sína hér í smáuglýsingum Moggans. Góður matseðill. Fylgist með. Stór skrúfstykki - tilboð 15 cm skrúfstykki kr. 3.995,- 20 cm skrúfstykki kr. 9.995,- 25 cm skrúfstykki kr. 15.615,- Verkfæralagerinn, Skeifunni 8, sími 588 6090. 137 fm hæð við Hörgshlíð Mikið útsýni, 2ja bíla bíl- skúr, sólskáli o.fl. Skoðaðu myndir á veraldarvefnum: http://www. geocities.com/ horgshlið24/ Upplýsingar í síma 892 0701. Bókhalds-og uppgjörsþjónusta Bókhald - Vsk.& launauppgjör - Ársuppgjör - Skattframtöl - Stofn- un ehf/hf. Ódýr og góð þjónusta. Sími: 6930855.  www.nudd.is Húsaviðhald. Tek að mér smærri verk í smíða- vinnu og/eða málningarvinnu. Sími 849 8002 Innrömmun allra, Ármúla 20. Eigum úrval af rammalistum, römmum inn málverk, myndir og spegla eftir máli. Eigum til tilbúna ramma og eftirprentanir. Plöstum á lítil og stór kort. Góð þjónusta. Sími 581 1384. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.