Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 320. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Jóga fyrir starfsfólk Starfsfólki Landspítalans boðið upp á jóganámskeið Daglegt líf Í för með þýðanda og höfundi verksins um sögusviðið Bækur Krakkar í karate Það er mikið fjör á æfingu hjá karatedeild Fylkis Íþróttir SKELJUNGUR, ESSO og OLÍS lækkuðu verðið á bensíni í gær. Eftir breytingu kost- ar lítrinn af 95 oktana bensíni 92 krónur og lítrinn af dísilolíu 39,80 kr. á höfuðborgar- svæðinu. Um miðja síðustu viku hækkuðu Skelj- ungur, ESSO og OLÍS verð á bensíni um eina krónu og lítrann af dísilolíu um 1,70. Á föstudag lækkaði ESSO verðið aftur eða jafnmikið og nam hækkun fyrr í vikunni, þ.e. um eina krónu. Skeljungur lækkaði síðan verð á bensíni í gær um 1,60 lítrann og lítrinn af dísilolíu lækkaði um tvær krónur. Eftir þá breytingu kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 92 krónur á Shellstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og lítrinn af dísilolíu 39,80. ESSO lækkaði þá enn á ný til samræmis þ.e. 95 oktana bensín í 92 krónur og lítrann af dísilolíu í 39,80. OLÍS fylgdi á eftir og lækkaði tímabundið verð á bensíni um 1,60 á lítra, verð á gasolíu og dísilolíu um 2 krónur á lítra og verð á skipagasolíu um 1,70 kr. á lítra. Eftir lækk- un er sjálfsafgreiðsluverð á höfuðborgar- svæðinu þannig að bensín kostar 92 kr. lítr- inn og dísilolía kostar 39,80 kr. lítrinn. Verð á ÓB-stöðvum er þannig að bensín kostar 90,80 kr. lítrinn og dísilolía 38,60 krónur. Olíufélögin lækkuðu eitt af öðru Morgunblaðið/Þorkell  Bensínmarkaður/6 EDÚARD Shevardnadze, sem sagði af sér sem forseti Georgíu á sunnudag, kvaðst í gær ætla að vera um kyrrt í heimalandi sínu og sagði ekkert hæft í fréttum um að hann hygðist fara til Þýskalands og lifa þar í útlegð. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, gagnrýndi andstæðinga Shevardnadze fyrir að knýja hann til afsagnar en hvatti nýju ráðamennina í Georgíu til að bæta samskiptin við Rússland. „Þótt ég hafi miklar mætur á Þýskalandi tel ég að mér beri að vera hér um kyrrt,“ sagði Shev- ardnadze í sjónvarpsviðtali á heimili sínu. Áður hafði þýska stjórnin boðið Shevardnadze að dvelja í Þýskalandi. „Var aldrei einræðisherra“ Vladímír Pútín kvaðst hafa „áhyggjur af því að valdaskiptin skyldu hafa orðið vegna gífurlegs þrýstings“ stjórnarandstæðinga sem efndu til margra vikna mót- mæla til að knýja Shevardnadze til afsagnar. „Þeir sem skipu- leggja slíkar aðgerðir taka á sig mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni,“ sagði Pútín. „Það er augljóst að Shevar- dnadze var aldrei einræðisherra,“ sagði Pútín en viðurkenndi að valdaskiptin hefðu orðið vegna „margra mistaka í innanríkis- og utanríkismálum“ af hálfu forset- ans fyrrverandi. Pútín kvaðst einnig vona að nýju ráðamennirnir bættu tengsl- in við Rússland, en þau hafa verið stirð frá því að Sovétríkin leyst- ust upp, einkum vegna tilrauna stjórnvalda í Georgíu til að fá að- ild að Atlantshafsbandalaginu. Reuters Verkakona hreinsar götu við þinghúsið í Tbilisi eftir fjöldamótmæli andstæðinga Edúards Shevardnadze. Shevardnadze ætlar ekki að fara í útlegð Pútín skorar á Georgíumenn að bæta tengslin við Rússa  Sigurvíman/16 Berlín, Moskvu. AFP. KVIÐDÓMUR í Virginia Beach í Bandaríkjunum mælti með því í gær að John Allen Muhammad yrði dæmdur til dauða fyrir eitt af tíu morðum sem hann er talinn hafa framið ásamt 17 ára unglingi í Wash- ingtonborg og nágrenni fyrir ári. Morðin ollu mikilli skelfingu á Wash- ington-svæðinu. Kviðdómurinn mælti með því að Muhammad yrði tekinn af lífi í raf- magnsstól eða með banvænni sprautu fyrir morð og hryðjuverk. Dómarinn við réttinn á lokaorðið um refsingu Muhammads og getur dæmt hann í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn en mjög sjaldgæft er að dómarar í Virginíu- ríki mildi niðurstöðu kviðdóma í morðmálum. Dómurinn verður kveð- inn upp 12. febrúar. Engin svipbrigði sáust á Muhammad þegar kviðdómurinn skýrði frá niðurstöðu sinni. Muhammad er 42 ára fyrrverandi hermaður og tók þátt í Persaflóa- styrjöldinni 1991. AP John Allen Muhammad hlýðir á nið- urstöðu kviðdóms í Virginíuríki. Mælt með dauðadómi Virginia Beach. AP, AFP. NEFND sérfræðinga banda- rísku rekstrarhagfræðisam- takanna NABE spáði því í gær að hagvöxturinn í Bandaríkj- unum á næsta ári yrði hinn mesti í tvo ára- tugi. Nefndin, sem er skipuð 28 virtum hag- fræðingum, spáði því að fjárfestingar bandarískra fyr- irtækja ykjust um 10% á næsta ári og hagnaður þeirra um 15,5%. Þetta myndi styrkja mjög efnahaginn sem hefur þegar tekið við sér vegna mik- illa skattalækkana og mjög lágra vaxta. Nefndin sagði að flest benti til þess að hagvöxturinn yrði 3% í ár og 4,5% á næsta ári. Gangi spáin eftir verður þetta mesti hagvöxtur í Bandaríkj- unum frá 1984. Spá mesta hagvexti í 20 ár vestra Washington. AFP. ÖNNUR umræða um fjárlagafrumvarpið 2004 fer fram á Alþingi í dag. Gert er ráð fyrir að tekjur hækki um 2,6 milljarða króna frá frumvarpinu, en meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að útgjöld hækki samtals um 2,2 milljarða króna. Þar af er lagt til að fjárheimild menntamálaráðuneytisins verði aukin um rúman milljarð, en í því felst meðal annars 600 milljóna króna hækkun til reksturs framhaldsskóla. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 94,5 milljónum króna til reksturs framhalds- skóla, en tvær skýringar eru gefnar á tillögu um 600 millj. kr. hækkun. Annars vegar er sagt að menntamálaráðuneytið hafi endurskoðað spár um nemendafjölda sem bendi til nokkurrar fjölgunar frá fyrri spá. Hins vegar sé miðað við að hækka framlag á nemanda samkvæmt reiknilíkani. Ráðu- neytið áformi að gera samninga við skólana um hámarksframlög og hámarksfjölda ársnemenda sem hverjum skóla verði greitt fyrir þannig að út- gjöld framhaldsskólanna árið 2004 verði í sam- ræmi við fjárveitingar til þeirra í fjárlögum, en miðað sé við að ráðuneytið skipti fjárveitingu á milli skólanna í samræmi við samninga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 52,6 millj. kr. í ýmsan löggæslukostnað, en gerð er tillaga um 8 millj. kr. hækkun á framlagi til vopnaleitar. Fram kemur að í fjárlögum fyrir árið 2002 hafi verið veitt 12 m.kr. framlag til vopnaleitar vegna milli- landaflugs frá innanlandsflugvöllum en eftirlitið sé afleiðing hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og aukinnar spennu á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Hækkun nú stafi af auknu eftirliti á Reykjavík- urflugvelli en þó einkum á Akureyri vegna áætl- unarflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Fjárveiting til framhaldsskóla aukist um 600 milljónir króna Hálfbróðir Christensens MEIRI hluti fjárlaganefndar leggur til að fjár- heimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 32,4 m.kr. til að koma breytingum á varðandi þjónustumælingar og vísindarannsóknir hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Stefnt sé að því að hætta þjónustumælingum sem séu í samkeppni við einkaaðila og hafi farið fram í útibúunum á Ísafirði, Akureyri og í Vest- mannaeyjum og draga mjög úr þeim í Reykjavík, en í staðinn verði vísindarannsóknir í útibúunum efldar. Tillaga er um að 26 m.kr. verði varið til að efla varanleg störf við vísindarannsóknir í útibúunum og 6,4 m.kr. til að greiða tímabund- inn kostnað við breytingarnar. Hætta mælingum í sam- keppni við einkaaðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.