Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 27 VILT þú gera námsefni fram- haldsskólanna fábreyttara og rýr- ara, sleppa valáföngum þar sem nemendur dýpka þekkingu sína og fá útrás á ýmsum svið- um bæði í vísindum og listum og leggja meiri áherslu á sam- ræmd próf og stytta þannig nám til stúd- entsprófs um eitt ár? Hverju svarar þú? Í nýlegri Gallup-spurningu á veg- um menntamálaráðuneytis reyndist mikill meirihluti aðspurðra vilja stytta framhaldsskólann. Ef spurn- ingin hefði verið skilyrt (eins og gert var með spurninguna um Evrópu- sambandsaðildina) hefði kannski fengist niðurstaða sem væri nær raunveruleikanum. Umræðan um nauðsyn þess að stytta nám til stúdentsprófs hefur verið nokkuð sérstök. Framan af varð ýmsum greinahöfundum t.a.m. tíðrætt um þann sparnað sem af slíku hlytist. Einn þeirra fullyrðir t.d. að „allt að 58 milljarðar gætu sparast til ársins 2050“, ýmsir aðrir hafa talað á svipuðum nótum. Lík- legt er að afstaða almennings mótist nokkuð af þessu. Það er því athyglisvert að verk- efnisstjóri menntamálaráðuneyt- isins fullyrðir að ekki verði af þessu sparnaður og um það hafi aldrei ver- ið rætt. Tilgangur styttingarinnar virðist því ekki vera sá að spara? Ástæðan er að sögn fulltrúa ráð- herra ekki heldur sú að framhalds- skólarnir mennti fólk svo lítið og illa. Hins vegar er því mjög haldið á lofti að í Danmörku taki menntaskólinn þrjú ár. Þeir sem vilja þriggja ára fram- haldsskóla nefna sem eina ástæðu að skörun sé í sumum greinum á mörk- um grunn- og framhaldsskóla. Það getum við í MH tekið undir að sumu leyti, en höfum einnig bent á þetta sem ágalla á nýrri námskrá fram- haldsskólanna. Þá má spyrja hvort ekki sé réttara að skoða þessi skil frekar en að skera ofan af fram- haldsskólunum. En sé meginmark- miðið „að verða eins og Danir“ þá má benda á að þar geta nemendur valið hvort þeir sleppa 10. bekk og fara beint úr þeim 9. í framhalds- skóla. Þar eru grunnskólanemar einnig komnir talsvert lengra í ýms- um greinum en jafnaldrar þeirra hér, hvað gerum við í því? Og í dönskum framhaldsskólum þurfa nemendur ekki að kaupa námsbæk- urnar sjálfir. Hver býðst til að borga hér? Félagsleg áhrif styttingar yrðu margvísleg. Mikil menningar- starfsemi hefur jafnan fylgt þessu skólastigi og yrðum við t.a.m. snöggtum fátækari á listasviðinu ef Þorgerður Ingólfsdóttir missti megnið af þjálfaðasta söngfólki skólakórsins eftir aðeins þriggja ára samvinnu og næði ekki að halda þeim gæðum sem borið hafa hróður Íslands um víða veröld. Staða raungreina er mér hug- leikin, en virðist hornreka í þessum styttingardansi. Þannig á raungreinabraut þriggja ára framhaldsskólanáms að inni- halda í brautarkjarna samkvæmt einni tillögu menntamálaráðuneytis 139 klst. samanlagt í raungreinum (EÐL, EFN, JAR og LÍF) af alls 2.170 klst. Það væri því kannski rétt- ara að nefna slíka braut almenna braut með raungreinaívafi? Stúdentar af raungreinabrautum eru í miklum minnihluta í nem- endahópi Kennaraháskólans og af þeim velja fáir að sérhæfa sig í kennslu raungreina. Þar er stór- vandamál á ferð! Nú er skortur á raungreinakennurum í grunn- skólum. En til stendur að flytja þangað hluta af námsefni framhalds- skólanna. Það er því erfitt að vera bjartsýnn á veg raungreina innan grunnskólanna. Auðvitað sparast engir milljarðar við svona breytingu. En krónur skipta kannski um vasa, ríkið (sem kostar rekstur framhaldsskólanna) losnar við nemana ári fyrr. Ein- hverjir (ef til vill háskólarnir eða einkaskólar) koma á fót undirbún- ingsnámi fyrir háskólanámið. Hver borgar? Fyrir liðlega 30 árum var í Menntaskólanum við Hamrahlíð smíðað og tekið upp áfangakerfi. Það fól í sér möguleika fyrir duglega nemendur að ljúka stúdentsprófi á 3 árum. Allmargir hafa nýtt sér það en þó er algengt að úrvalsnemendur velji að vera lengur í skólanum til að bæta við sig t.d. annarri námsbraut. Þessi þriggja ára leið er enn fyrir hendi þótt nýjar námskrár og fleira hafi gert hana heldur þyngri í vöf- um. Ég tel þó að auðvelda megi þessa leið án þess að rústa heild- arskipulagi framhaldsskólanna, sem rétt er að komast í sæmilegt horf eftir upptöku nýjustu námskrár- innar frá 1999. Öflug raungreinakennsla á öllum skólastigum er forsenda framfara í tækni og vísindum, enda leggja allar framsæknar þjóðir mikla rækt við hana. Þar virðast menn vita sem er, að einmitt þar er að finna það bókvit sem í askana verður látið. Bókvitið og askarnir Eftir Sigurkarl Stefánsson Höfundur er deildarstjóri raungreina í Menntaskólanum við Hamrahlíð. ÞEKKT er að mörgum er gjarnt að vera á móti öllu því sem getur leitt til breytinga. Í þessum hópi eru raunverulegir íhaldsmenn þó að fæstir þeirra sem þennan mótmæla- hóp skipa mundu sætta sig við að verða settir í þann flokk því flestir þeirra hafa aðrar pólitískar hug- myndir um sjálfa sig. Tækni- framförum hefur iðulega verið mótmælt enda eðlilegt á stundum þar sem ákveðnir hópar sjá at- vinnuöryggi sínu ógnað með tækniframförum. Þannig hefðu þeir starfsmenn Friðriks mikla sem höfðu þann starfa að hella úr koppum konungsins og annars tignarfólks sjálfsagt barist gegn nútímaklósettum hefði verið boðið upp á þau á þeim tíma. Óhófleg íhaldssemi? Nýlega kynnti Kópavogsbær hugmyndir um þéttingu byggðar í svokölluðum Lundarreit í landi Kópavogsbæjar við Fossvog. Þess- ar hugmyndir bera vott um fram- sýni og metnað, og verður ekki betur séð en að þarna muni rísa einkar smekkleg fjölbýli. Um langt árabil hefur mönnum verið nær nauðugur sá kostur, ef þeir vilja á annað borð festa kaup á nýbygg- ingum, að flytjast á jaðarsvæði borgarlandsins upp til heiða. Á þessu hafa þó verið ánægjulegar undantekningar og má þar nefna glæstar nýbyggingar við Skúla- götu í Reykjavík. Viðbrögð þess hóps sem mót- mælt hefur fyrirhuguðum bygg- ingum í Lundarhverfinu þurfa ekki að koma á óvart miðað við það eðli margra að þurfa að berj- ast gegn öllum breytingum. Nái þessi hópur fram baráttumálum sínum verður komið í veg fyrir að fjöldi fólks eigi þess kost að búa á fallegum stað á miðsvæði borg- arinnar. Líklegt er að í flestum borgum í veröldinni yrði tækifæri sem þetta gripið fegins hendi og yfirvöld reyna að nýta bygging- arsvæðið til hins ítrasta með því að byggja eins hátt upp í loftið og kostur væri. Eðlilegt óhagræði? Því er borið við að byggingarnar muni skyggja á útsýni. En útsýni hverra? Benda má á að útsýni Kópavogsbúa verður almennt ekki skert nema ef vera skyldi þeirra sem eiga að sinna vinnu sinni í húsum fyrir ofan. Varðandi íbúð- arbyggðina í Kópavogi er útsýnið nánast ekki skert miðað við hvern- ig byggðin snýr í dalnum. Ég ætla ekki að gera lítið úr augnakonfekti íbúanna á nærliggjandi svæðum en er það virkilega svo að Reykvík- ingar vilji fremur njóta útsýnisins yfir í bifreiðaumboð, bílaverkstæði og Hamraborg þeirra Kópavogs- búa fremur en glæsileg og vel hönnuð háhýsin? Og af hverju skyldu þeir hinir sömu Kópa- vogsbúar vera að missa? Kirkju- garðinum? Landsspítalanum í Fossvogi? Þá hefur fegurðargildi hans óvænt og skyndilega aukist stórlega. Baráttan er því fyrst og fremst gegn þéttingu byggðar. En ef þetta útsýni er svona stórfenglegt, hvers eiga þá hinir rúmlega 1.400 væntanlegu íbúar háhýsanna að gjalda? Á að svipta þá þessu hnossi og reka þá upp til heiða? Reykjavík hefur illu heilli á undanförnum áratugum verið þan- in upp um allar koppagrundir, helst byggt uppi á hæðunum í kring um upphaflega bæjarstæðið innan Hringbrautar. Eru þær sér- lega snjóléttar og skjólgóðar? Svarið er nei, öðru nær. Ótalinn er samgöngu- og lagnakostnaður íbúa þessara jaðarsvæða sem er veru- legur og hjá honum hefði mátt komast auðveldlega eins og við- leitni virðist vera til hjá skipulags- yfirvöldum Kópavogsbæjar í þessu máli. Fleiri heiðarbýli? Nei, góðir borgarbúar, mál er að þessum tepruskap linni. Því miður sjáum við úti um allan bæ fingra- för þessa íhaldssama fólks. Lækk- un bygginga er allt of algeng málamiðlun í tilfellum sem þessum og þar með verri nýting hinna sameiginlegu innviða þjóðfélags- ins. Erum við eitthvað bættari með 15 hæða hús í stað 20? Því ekki 30 hæðir eða 40? Annað eins þekkist nú utan landhelginnar og er ekki vitað til þess að slíkar byggingar hafi valdið umtalsverðu tjóni á heilsu manna umfram aðrar byggingar. Þess væri óskandi að bæj- arstjórn Kópavogs búi yfir því andlega þreki að hafa kjark til að veita framkomnum bygging- aráformum fullt brautargengi. Það yrði augljós hagur þeirra fjöl- mörgu væntanlegu íbúa þessa svæðis auk framtíðarhagsmuna Kópavogsbúa allra. Það er hugs- anlegt að einhverjir tapi hluta af útsýni sínu. Það er áhætta sem hver einasti borgarbúi býr við og er hluti þess fórnarkostnaðar sem borgarbúar verða að sætta sig við. Hér er um of gott tækifæri að ræða til að láta það fram hjá sér fara. Þrátt fyrir allt væri verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Nýtum beztu byggingarsvæðin! Eftir Sverri Arngrímsson Höfundur er búsettur í Kópavogi. Minni vinna! w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Labbakúturinn! •Enginn burður •Hleður sig sjálfur Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.