Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í TÍMARITINU Nýju Lífi, októ- berhefti 2003, eru athyglisverðar upplýsingar eftir Jónínu Leósdótt- ur um útfararkostnað á Íslandi, með undirfyrirsögninni: Dýrt að deyja. Þar kemur fram að a.m.k. ein útfararþjónusta á höfuðborg- arsvæðinu gefur ekki upp kostnað vegna hinna ýmsu liða við þjón- ustuna á vefsíðu sinni, sem einnig er athyglisvert. En skv. upplýs- ingum Jónínu, þegar miðað er við lægsta kostnað við útför hér á landi, fer verðið upp í kr. 565.300, þegar búið er að þvo upp eftir erfi- drykkjuna. Þetta eru háar tölur, sem falla til þegar einstaklingur kveður jarðlífið. Hvernig má það vera að svo dýrt sé að deyja? Stærstu liðirnir, sem raktir eru í greininni í Nýju lífi, eru eftirfarandi: Kista, fullorð- ins, verð frá kr. 60.000 upp í kr. 140.000 eftir gæðum. Útfararþjón- usta með umsjónargjaldi kr. 66.000. Tónlistarflutningur, sam- tals með einsöng, kr. 100.000 með stefgjaldi. Legsteinn getur kostað frá kr. 150.000 til 300.000. Erfi- drykkja fyrir 100 manns í sal á veitingastað gerir um kr. 100.000- 150.000. Nú má spyrja hvort íslenska þjóðin vilji vera svo „grand“ þegar kemur að slíkri kveðjustund að hvergi megi til spara, svo ekki falli blettur á athöfnina? Og kannski vill enginn verða fyrstur til að breyta í þessu efni til að valda ekki umtali? Við lifum á tímum tækninnar, þar sem nánast er hægt að kaupa allt tilbúið, eða til- sniðið eftir vörulistum. Hvenær kemur að því að hægt verði að fara í verslun á borð við Ikea og festa þar kaup á kistum í pökkum, ósamsettum, stíflökkuðum og með öllum fylgihlutum, utan sem innan. Aðeins þyrfti að velja réttu málin. Þar mætti samtímis velja sæng, kodda og sængurverasett eftir smekk. Í sumum tilfellum er ís- lenski fáninn notaður til að sveipa um kistuna í stað blómaskreyting- ar. Á tímum hljómdiskaútgáfu væri ekki fráleitt að gera ráð fyrir að útgefendur byðu upp á diska með helstu samsetningum á sálmum, sem reynslan sýnir að oftast eru sungnir við jarðarfarir, og gefa fólki þannig kost á að velja úr til flutnings við væntanlega jarðarför í fjölskyldunni. Einhverjar breyt- ingar þyrftu að fylgja í kjölfarið í kirkjunum svo flutningur á slíkum hljómdiskum yrði tæknilega sóma- samlegur. Í dag þegar allir ferðast í bílum sýnist vera full ástæða til fyrir þá, sem kjósa svo, að breyta til og bjóða aðeins nánasta fólki sínu að þiggja kaffisopa heima í stofu að lokinni athöfn þar sem hægt yrði að ræða málin í því næði sem frið- ur heimilisins býður upp á. Aðrir hefðu alla möguleika á að hittast á nærliggjandi veitingastað til að spjalla þar saman yfir kaffibolla áður en haldið yrði heim á leið. Hér er aðeins komið inn á helstu þætti, sem lúta að kostnaði við jarðarför, en við þurfum ávallt að vera að endurskoða mál sem þessi og vera ekki feimin við að breyta því sem okkur sýnist að betur megi fara, ekki síst með þá í huga, sem eiga í erfiðleikum með að klára dæmið vegna mikils kostn- aðar. Þegar sorgin kveður dyra eru syrgjendur ekki í stakk búnir til að prútta um eitt eða neitt, enda fer orkan í annað við slíkar að- stæður og í raun má segja að ofan í álag á krefjandi, óhjákvæmileg- um undirbúningi og framkvæmd við útför komi bústnir kostnaðar- reikningar þjónustuaðila, þegar öllu er lokið, sem viðbótarálag á fjölskylduna. JÓHANN SVEINSSON, Þverholti 7, Keflavík. Dýrt að deyja Frá Jóhanni Sveinssyni FORSÆTISRÁÐHERRA landsins fór með vers úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar í útvarpinu, þar sem vikið er að ágirnd fjárplógs- manna, í sambandi við samtímavið- burði, og sé honum þökk fyrir það. Versið er að finna í 16. Passíusálmi, nr. 8, og er það á þessa leið: Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er. Frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með okri safna, andlegri blessun hafna, en setja sál í veð. Þetta er samkvæmt 61. prentun Passíusálma, útgefinni af Bókagerð- inni Lilju, Reykjavík 1947. En hér hef ég, til samanburðar, danska þýð- ingu þessa vers er sr. Björn Sigur- björnsson (1949–2003) gerði. Var þýðing hans gefin út af Hallgríms- kirkju, í samvinnu við ANIS forlag, Frederiksberg, 1995. Þýðing sr. Björns á tilvitnuðu versi er á þessa leið: En grund til alle laster er menneskets begær, for penge bort man kaster sin fromhed og sit værd. Den kærlighed er fæl, som elsker blanke penge og sætter, inden længe, i pant sin egen sjæl. Þýðingu sr. Björns tók ég trausta- taki, og vona, að mér fyrirgefist það, en við vorum vel kunnugir um árabil. Þýðing hans á Passíusálmum Hall- gríms á dönsku er afreksverk, sem lengi mun varðveita nafn hans. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Að setja sál í veð Frá Auðuni Braga Sveinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.