Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Á þessum síðustu sekúndumskoraði íslenska liðið mark sem tryggði því keppnisrétt í und- ankeppni EM á kostnað Ítala, þrátt fyrir að þeir hafi unnið leikinn, 29:28. Hefði íslenska landsliðið tap- að með tveimur mörkum hefði það setið eftir. Ítalar fara þess á leit við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, að úrslit leiksins verði felld niður og þjóðirnar mætist á ný. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra Handknatt- leikssambands Íslands, HSÍ, er kæra Ítala sprottin af því að þegar 10 sekúndur voru til leiksloka skipti íslenska liðið markverði sínum út af og setti inn útileikmann í staðinn. Það var allt saman löglegt en Ítalar kæra á þeim forsendum að númer aukamannsins hafi sést ógreinilega og jafnvel ekki, en hann var í peysu í öðrum lit en keppnispeysan til að- greiningar frá öðrum leikmönnum eins og reglur kveða á um. Á peys- unni var gat á bakhliðinni þar sem númer hans sást, en eftir því sem Ítalirnir segja í kæru sinni þá sást númerið ekki. Ítalirnir segja að umsvifalaust hefði átt að stöðva leikinn þegar í ljós kom að númerið sást ekki og hefðudómarar og eftirlitsmaður átt að grípa taumana og vísa leikmann- inum út af. HSÍ heldur sínu striki Einar sagði að HSÍ hefði frest til hádegis á miðvikudag til þess að senda inn greinargerð til EHF vegna málsins og það yrði gert. „Ég fer yfir þetta mál með landsliðs- þjálfara kvenna og fleirum sem komu að málinu og svara þessu. Ég tel ekki mikla möguleika á því að EHF breyti úrslitum leiksins eða óski eftir að hann verði leikinn á ný. Það er einfaldlega þannig að geri dómarar og eftirlitsmaður mistök eða yfirsjáist eitthvað í leik þá er það látið standa. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að ætla að gerð hafi verið mistök í framkvæmd þessa leiks. Ég reikna því með málið verði fellt niður og við höldum okkar striki inn í undankeppnina í vor,“ sagði Einar sem reiknar með að niðurstaða fáist hjá EHF fyrir vikulokin. Arsenal, sem gengið hefur allt íhaginn í ensku úrvalseildinni og er ósigrað eftir þrettán umferðir, sækir Inter heim til Mílanó kvöld og óhætt er að segja að „skytturnar“ hafi harma að hafna. Inter gerði sér lítið fyrir og skellti Arsenal á High- bury, 3:0, og það er nokkuð sem læri- sveinar Arsene Wengers eru ekki búnir að gleyma. „Við verðum bara að gera allt sem við getum til að sigra. Það þýðir lítið að horfa um öxl og spá í hvað hefur farið úrskeiðis hjá okkur til þessa í keppninni. Ef okkur tekst að sigra þá eigum við góða möguleika á að komast áfram,“ segir Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Inter getur með sigri gulltryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninn- ar en Mílanóliðið var í miklum ham um helgina þar sem liðið gjörsigraði Reggina, 6:0. Bergkamp situr eftir í London Dennis Bergkamp, sem átti mjög góðan leik og skoraði mark fyrir Arsenal í sigurleik gegn Birming- ham á laugardaginn, 3:0, leikur ekki með Arsenal í kvöld frekar en oft áð- ur í útileikjum liðsins á Evrópumót- unum – vegna flughræðslu. Berg- kamp sagðist reiðubúinn að halda til Ítalíu með bíl eða lest, en Wenger taldi tímann of nauman til þess. Arsenal verður án fleiri leikmanna sinna – Patrick Vieira, fyrirliði, ásamt varnarmönnunum Lauren og Martin Keown, erfjarri góðu gamni vegna meiðsla. Svipuð staða er í A-riðlinum. Lyon er efst með 7 stig, Celtic er í öðru sæti með 6, Bayern München í þriðja með 5 og á botninum er Anderlecht með 4 stig. Celtic fær Bayern München í heimsókn til Glasgow og þar mega Bæjarar ekki við að tapa stigum. „Við verðum að leika betur gegn Celtic heldur en við gerðum á móti 1860 München um helgina ef við ætl- um að fá eitthvað úr þessum leik. Ég vona að menn geri sér grein fyrir mikilvægi leiksins. Ég hef trú á mínu liði en oftar en ekki hefur það spyrnt við fótum þegar það hefur verið kom- ið upp við vegg,“ segir Ottmar Hits- feldt, þjálfari Bayern. Celtic tryggir sér sæti í 16-liða úr- slitunum með sigri á Bayern og Lyon leggi Anderlecht að velli en Celtic hefur ekki beðið ósigur í síð- ustu 62 heimaleikjum sínum. Arsenal hefur harma að hefna NÆST síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og verður leikið í A, B, C og D-riðlum. Ein mesta spennan er í B-riðlinum þar sem öll fjögur liðin eiga möguleika á að komast áfram. Inter er efst með 7 stig, Dynamo Kiev 5, Spartak Moskva 5 og Arsenal situr á botninum með 4 stig. Leikmenn Íþróttafélags stúdentaáttu ekki í vandræðum með að ljúka verkefni gærkvöldsins þegar þær heimsóttu stöllur sínar í Grinda- vík. Auðveldur og átakalítill sigur gestanna var mjög sannfærandi, en ÍS skoraði 62 stig gegn 44 stigum heimaliðsins. Ef undan eru skildar fyrstu mín- úturnar í leiknum átti Grindavíkur- liðið enga möguleika. Gestirnir voru miklu ákveðnari í öllum sínum að- gerðum. ÍS hitti auk þess vel eins og sæmir liði í efsta sæti deildarinnar. Heimaliðið var ekki að sýna neinar sparihliðar og það að fá tvær villur í fyrri hálfleik og alls fimm í leiknum gefur til kynna að rólegt hafi verið í baráttunni í vörninni. „Þetta var miklu auðveldara en ég átti von á, það var eins og Grindavík- urstúlkur hefðu ekki trú á sér í þess- um leik. Við féllum reyndar á köflum niður á þeirra plan en ég er ánægður með sigurinn og toppsætið. Þetta er reyndar erfiður tími fyrir ÍS liðið eins og alltaf í og undir desember því þá eru próf í Háskólanum og erfitt að manna æfingar og leiki. Málið er að hirða stigin sem eru í boði sem við og gerðum“, sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS. Erla fór á kostum gegn KR Það var nánast jafnt á öllum tölum í leik Keflavíkur og KR, allt þar til að fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Leikurinn fór fram á heimavelli Ís- landsmeistaraliðs Keflavíkur og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að heimaliðið náði yfirhöndinn og skor- aði á þeim tíma 26 stig gegn 13 stig- um Reykjavíkurliðsins. Erla Þor- steinsdóttir fyrirliði Keflavíkur fór á kostum og skoraði 32 stig í leiknum auk þess sem hún tók 13 fráköst. Birna Valgarðsdóttir tók einnig 13 fráköst í liði Keflavíkur. Í liði KR bar mest á Katie Wolf og Hildi Sigurðardóttur en Hildur skor- aði 16 stig og tók 15 fráköst. Wolf var með 17 stig og 9 fráköst. Öruggt hjá ÍS og Keflavík TVEIR leikir fóru fram í Intersportdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Íþróttafélag stúdenta gerði góða ferð til Grindavíkur og vann með 18 stiga mun, 62:44. Á sama tíma vann Keflavík lið KR með 13 stiga mun, 72:59. ÍS er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Keflavík en bæði lið hafa leikið átta leiki. Grindavík er í sjötta og jafnframt neðsta sæti með 2 stig en KR er með 8 stig í fjórða sæti. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Grindavík - ÍS 44:66 Gangur leiksins: 7:15, 19:33, 32:49, 44:62. Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 11, Sólveig Gunnlaugsdóttir 9, Jovana L. Stefánsdóttir 8, Sandra Guðlaugsdóttir 6, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 4, Harpa Hall- grímsdóttir 2, Erna Magnúsdóttir 2, María Guðmundsdóttir 2. Fráköst: 26 í vörn - 7 í sókn. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 16, Hafdís Helgadóttir 14, Lovísa Guðmundsdóttir 10, Stella Kristjánsdóttir 9, Guðrún Baldurs- dóttir 5, Svandís Sigurðardóttir 4, Jófríður Halldórsdóttir 4. Fráköst: 36 í vörn – 20 í sókn. Villur: Grindavík 5, ÍS 11. Dómarar: Leifur Garðarsson og Halldór Jónsson. Áhorfendur: Um 80. Keflavík - KR 72:59 Gangur leiksins: 12:12, 26:27, 46:46, 72:59. Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 32, Anna María Sveinsdóttir 11, Rannveig Randversdóttir 10, Erla Reynisdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 6, María Erlingsdótt- ir 5, Svava Stefánsdóttir 2. Fráköst: 30 í vörn - 14 í sókn. Stig KR: Katie Wolfe 17, Hildur Sigurð- ardóttir 16, Halla Jóhannesdóttir 14, Georgia Kristiansen 5, Lilja Oddsdóttir 4, Tinna Sigmundsd. 2, Guðrún Sigurðard. 1. Fráköst: 26 í vörn - 13 í vörn. Villur: Keflavík 12 - KR 20. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Erlingur Snær Erlingsson. Staðan: ÍS 8 6 2 504:452 12 Keflavík 8 6 2 693:535 12 Njarðvík 7 4 3 431:439 8 KR 8 4 4 503:511 8 ÍR 7 2 5 436:513 4 Grindavík 8 1 7 442:559 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: LA Lakers - Memphis ........................121:89 Toronto - Milwaukee.............................62:82 Detroit - New Orleans ..........................80:82 Sacramento - Chicago.........................110:99 Golden State - Portland ........................78:72 Seattle - Washington ............................88:85 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Fulham - Portsmouth...............................2:0 Louis Saha 30., 33. - 15.624. Staðan: Arsenal 13 10 3 0 28:10 33 Chelsea 13 10 2 1 27:9 32 Man. Utd 13 10 1 2 25:8 31 Charlton 13 6 4 3 20:16 22 Fulham 13 6 3 4 24:18 21 Birmingham 13 5 5 3 11:11 20 Newcastle 13 5 4 4 19:18 19 Man. City 13 5 3 5 22:18 18 Liverpool 13 5 3 5 18:14 18 Southampton 13 4 5 4 10:8 17 Portsmouth 13 4 3 6 17:18 15 Tottenham 13 4 3 6 13:17 15 Middlesbro 13 4 3 6 11:15 15 Bolton 13 3 6 4 11:19 15 Everton 13 3 4 6 15:17 13 Leicester 13 3 3 7 20:22 12 Blackburn 13 3 2 8 18:24 11 Aston Villa 13 2 5 6 10:17 11 Wolves 13 2 4 7 8:26 10 Leeds 13 2 2 9 11:33 8 Ítalir kæra Íslandsleikinn ÍTALSKA handknattleikssambandið hefur kært framkvæmd leiks Ítalíu og Íslands í forkeppni að undankeppni Evrópumóts kvenna- landsliða sem fram fór á Sikiley í fyrrakvöld. Segja þeir í kæru sinni til Handknattleikssambands Evrópu, EHF, að númer útileikmanns sem skipti við markvörð Íslands á síðustu sekúndum leiksins hafi verið ógreinilegt. Því hafi dómurum og/eða eftirlitsmanni borið að stöðva leikinn og vísa honum af leikvelli. ELLEFU leikmenn íslenskra knatt- spyrnufélaga eru með afreksstuð- ulinn 7, sem þýðir að félagaskipta- gjald þeirra er 490 þúsund krónur. Enginn er hinsvegar með hæsta stuðul, 10, sem myndi þýða 700 þús- und króna gjald fyrir félagaskiptin. Eftirtaldir leikmen eru með stuð- ulinn 7: Ármann Smári Björnsson, Val, Grétar Rafn Steinsson, ÍA, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík, Haukur Ingi Guðnason, Fylki, Helgi Valur Daníelsson, Fylki, Julian Johnsson, ÍA, Magnús S. Þorsteins- son, Keflavík, Ólafur Örn Bjarna- son, Grindavík, og Ómar Jóhanns- son, Keflavík. Þessir eru með stuðulinn 5, sem þýðir 350 þúsund króna gjald: Andri Fannar Ottósson, Fram, Arnar Jón Sigurgeirsson, KR, Atli Jóhannsson, ÍBV, Bjarni Ólafur Eiríksson, Val, Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki, Ellert Jón Björnsson, Val, Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA, Hólmar Örn Rún- arsson, Keflavík, Jóhann Helgason, KA, Jökull I. Elísabetarson, KR, Reynir Leósson, ÍA, Scott Ramsay, Keflavík, Sigurvin Ólafsson, KR, Sigþór Júlíusson, KR, Stefán Gísla- son, Keflavík, Stefán Þ. Þórðarson, ÍA, Sævar Þór Gíslason, Fylki, Tryggvi Bjarnason, ÍBV, Valur Fannar Gíslason, Fylki, Veigar Páll Gunnarsson, KR, Þórarinn Krist- jánsson, Keflavík, og Örn Kató Hauksson, KA. Ellefu leikmenn sem kosta 490 þúsund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.