Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa og jóga, kl. 13 postulínsmálun. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 smíðar, kl. 20.30 línu- dans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikf., kl. 9–16 handav., kl. 10–11.30 sund. Litlu jólin fimmtud. 4. des. Alda Ingibergsd. syng- ur Feðgarnir Jónas Þórir og Jónas Þ. Dag- bjartsson leika á píanó og fiðlu. Soffía Björg- úlfsdóttir les jólasögu. Fagnaðurinn hefst kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Uppselt, biðlisti. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 15 söng og harmonikkustund í borðsal. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 10 leirlist, kl. 12 ThaiChie, kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13. málun, kl. 13.30 tré- skurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, frjáls prjónastund, leikfimi í Bjarkarhúsi kl.11.30, brids og saum- ur kl. 13, billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Heimasíða: www.gerduberg.is Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Jólabingó á morgun kl. 14. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun kl. 10 fundur í Miðgarði. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl.10.15–11.45 enska, 13–16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 hand- mennt, og postulín, kl. 14 félagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leikf. í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC Harpa. Fundur í kvöld kl. 20, Borgartúni 22, 3. hæð. Heimasíða www.life.is/itcharpa. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Félag kennara á eft- irlaunum. Teflt í Kenn- arahúsinu við Lauf- ásveg miðvikud. 26. nóv. kl. 14. Seinasta æf- ing fyrir jól. Loka- fundur bókmenntahóps á árinu verður fimmtud. 27. nóv. kl. 14 Gestur: Guðjón Friðriksson rit- höfundur. Hana-nú Kópvogi. Fundur í Hláturklúbbi í félagsheimilinu Gull- smára 13 kl. 20 í kvöld. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Opið hús í kvöld kl. 20.30 í sal fé- lagsins, Álfabakka 14a. Í dag er þriðjudagur 25. nóv- ember, 329. dagur ársins 2003, Katrínarmessa. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)     Kolbrún Halldórsdóttir,þingmaður vinstri- grænna, fjallar í pistli á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnar menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskól- ans. „Ég velti því fyrir mér hvers vegna sjónum er endilega beint að fram- haldsskólanum en ekki skoðaður sá möguleiki að stytta grunnskólann, ef það er svona mikilvægt að koma fólki einu ári fyrr en nú er í háskóla,“ skrifar Kolbrún. „Gæti það verið vegna þess að menntamálaráðherra er orðinn svo langþreyttur á vandamálunum kringum framhaldsskólann að hann er hreinlega búinn að gefast upp? Ekkert hefur gengið að takast á við eitt alvarlegasta meinið í íslensku skóla- starfi brottfallið, sem er alvarlegast í framhalds- skólanum, þó það sé einn- ig umtalsvert í 10. bekk grunnskóla og á fyrsta námsári í háskóla. Það er stöðugt kvartað undan ónothæfu reiknilíkani framhaldsskólanna og starfsnámsbrautirnar hafa reynst miklu dýrari en ráð var fyrir gert. Allt þetta hefur gert mennta- málaráðherra pirraðan og kannski er það þess vegna sem honum þykir það fín lausn að skera hann bara niður. Stytta hann um 537 klukku- stundir eða heil 20%. Í mínum huga er það alvar- legt ástand í mennta- málum þegar yfirvöld virðast ekki treysta sér í úrbætur en leggja í stað- inn til að vandamálið verði skorið burt …     Með tillögu skýrsl-unnar sem fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs er farið gegn gildandi skóla- stefnu. Það er lagt til að námið verði fábreyttara, val nemenda verði minnk- að og skólarnir gerðir einsleitari. Þetta er þvert á gildandi stefnu sem hef- ur að geyma ákvæði um sveigjanleika, fjöl- breyttar námsbrautir og sérhæfðar, raunhæfar að- gerðir gegn brottfalli og fjölgun starfsmennta- brauta. Það mætti halda að menntamálaráðherra sé með stuðningi sínum við tillögur skýrsluhöf- unda að segja þessum ákvæðum upp. Ákvæðum sem gengu í gildi með nýrri menntastefnu sum- arið 1999 og flokksbróðir hans, fyrrverandi menntamálaráðherra Björn Bjarnason fór um fjálglegum orðum í ræðu og riti. Ég verð að segja að það er ekki langur líf- tími skólastefnu – rúm fjögur ár …     Þegar öllu er á botninnhvolft þá fjallar þessi skýrsla um ytra skipulag og magn og samanburð á því, hún kemur lítið inn á námsinnihald og fjallar alls ekkert um náms- kröfur. Þess vegna er þetta gölluð skýrsla og ónothæf sem grunnur undir faglega umræðu um skólastefnu,“ skrifar Kolbrún. STAKSTEINAR Stytting framhaldsskól- ans eða grunnskólans? Víkverji skrifar... Keppni er eitt göfugasta form sam-skipta sem manninum hefur til hugar komið. Keppni reynir á dug okkar, getu, útsjónarsemi og karakt- er. Fáar athafnir eru í eðli sínu mannlegri. Hver kannast ekki við gleðina sem fylgir sigri eða von- brigðin í kjölfar ósigurs? x x x En menn hafa ekki bara gaman afþví að keppa sjálfir. Dagskrá sjónvarpsstöðvanna ber því vitni. Margir vinsælustu þættirnir í sam- tímanum hverfast um keppni. Íþróttakappleikir njóta alltaf hylli, einkum beinar útsendingar. Má þar nefna knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og golf. Auðvitað hafa margir yndi af fót- og handfimi kepp- enda en væri þetta efni jafnaðlaðandi án spennunnar sem fylgir keppninni? Spurningaþættir slá yfirleitt í gegn. Gettu betur, Viltu vinna millj- ón, Kontrapunktur, Popppunktur og hvað þetta nú allt heitir. Fólk er límt við tækið. Og ekkert lát er á fegurð- arsamkeppnum. Í seinni tíð eru menn beinlínis farnir að búa til vegtyllur að keppa um. Gott dæmi um það er nýjasta ástríða íslensku þjóðarinnar, Stjörnuleit, sem heitir raunar ein- hverju óþolandi útlensku nafni. Það er auðvitað skothelt sjónvarpsefni að kveðja fólk inn af götunni, almennið, til að syngja og koma fram á sviði. Þjóðin finnur samsvörun í þessu unga hugdjarfa fólki. Auðvitað skipt- ir tónlistin máli en hvenær ætli áhorfið rísi hæst? Vitaskuld þegar úrslitin eru kynnt að þjóðaratkvæða- greiðslu lokinni. Talandi um keppni í tónlist þá höfðar Júróvisjón, sjálf árshátíð ófrumleikans, alltaf jafnsterkt til fólks. Alla vega atkvæðagreiðslan. x x x Það er fleira. Piparsveinninn nefn-ist furðulegur bandarískur þátt- ur sem byggist á vægast sagt hæpn- um siðferðilegum grunni. 25 ungar konur keppa um hylli eins manns sem fækkar jafnt og þétt í hópnum uns ein stendur eftir. Þessi þáttur fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina – enda snýst hann um keppni. Og „rósaathöfnin“ er, hvað sem mönnum finnst um þáttinn, vel útfærður há- punktur, þar sem teflt er um tilfinn- ingar. Svona mætti lengi telja. Kapp- hlaupið mikla (Amazing Race), Hræðslumark (Fear Factor) og Sjálfsbjörg (Survivor) eru allt feiki- vinsælir þættir sem fjalla um keppni á einn hátt eða annan. Þarna er sjónvarpið með puttann á púlsinum. Stjörnuleit. Dæmi um vel heppnaða keppni í sjónvarpi. LAUGARDAGURINN 15. nóvember sl. rann upp bjartur og fagur og ég ákvað að ganga í Marardal við Hengil, sem er ein af náttúruperlunum okkar. Á leið minni úr Sleggjubeins- dal, þar sem gömlu skíða- skálarnir eru, sá ég öðru hverju för eftir mótorhjól – mótorkross heita þau víst og eru dugleg í ófærum – og áberandi var, að ökumenn- irnir höfðu sigtað út börðin og spólað upp á þau og gegnum grassvörðinn, sem er mjög viðkvæmur á þess- um tíma. Í Engidalnum við Marardalinn er stór gras- torfa, sem mótorkross-öku- menn keyra yfir. Í fyrra ristu þeir hana sundur og nú var vatnið búið að skola jarðveginum burtu og torf- urnar orðnar tvær í stað einnar og brátt geta þeir hjólað á milli þeirra. Fegurðin í Marardal var mikil og punturinn og störin blöktu alhrímuð í haustblíð- unni. Marardalurinn er sögufrægur, þar voru geymd naut, sum mannýg, sum sluppu stundum og hlupu út um víðan völl og þá þurftu ferðamenn að vara sig og hlaupa bola af sér, ekki höfðu þeir mótorkross- hjól í þá daga. Þessi stund í dalnum var ógleymanleg og ég lifði mig inn í fortíðinna. Þegar ég hélt til baka, var þögnin rofin og tveir mótor- kross-menn komu þeysandi, spóluðu í brekkum og börð- um og eirðu engu. Á heim- leiðinni gekk ég með Hús- múlanum að bílaplaninu í Sleggjubeinsdal. Alla leið- ina gat að líta ljótar skemmdir á jarðvegi og í fallegum hvömmum höfðu ökumennirnir reynt hjól sín til hins ýtrasta og sá telst sigurvegari, sem kemst lengst upp og veldur þar með mestum skemmdum. Með sama framhaldi verða stórfelld náttúruspjöll unnin á þessum viðkvæma stað og göngufólk segir mér, að fleiri svæði liggi undir skemmdum, t.d. Búrfellsgjá. Svo segir lögreglan mér, að ökumenn á mótorkross þurfi ekki að hafa númer á hjólunum, þegar þeir hjóli utan vega og skemmi landið! Fróðlegt væri að heyra frá félagi mórorkross- manna – þeir hljóta að hafa félag og reglur. Til þeirra, sem ekki hafa enn komið í Marardalinn fagra, segi ég: Veljið falleg- an dag – gangan er auðveld – 5 tímar fram og til baka – fegurðin ómæld – ekki síðra að ganga þangað á skíðum frá Litlu Kaffistofunni. Og svo vona ég, að við Marar- dalsvinir getum gert þeim mótorkross-mönnum skilj- anlegt, að við viljum bæta land okkar en ekki stuðla að eyðingu þess. Einn á tveim jafnfljótum. Góð stund á Hótel Borg SUNNUDAGINN 16. nóv- ember brá ég mér á Hótel Borg ásmt fleirum til að hlusta á þátt Péturs Péturs- sonar um rúntinn. Salirnir voru þétt setnir og stemmn- ingin var góð, það er alltaf gaman að hlusta á Pétur. Við viljum færa honum innilegar þakkir fyrir að hafa gefið okkur svo góða stund á Hótel Borg. 3 af gamla rúntinum. Tapað/fundið Perluhálsfesti týndist PERLUHÁLSFESTI týndist. Festin er með dröppuðum perlum og ljós- bleikum smáperlum og steinum. Festin hefur mikið persónulegt gildi fyrir eig- anda. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 555 4595. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Mótorkross og Marardalur Morgunblaðið/Eggert LÁRÉTT 1 atgervi, 4 mygla, 7 sundfugl, 8 smá, 9 álít, 11 lofa, 13 tölustafur, 14 drepur, 15 nabbi, 17 mynni, 20 drýsils, 22 óþéttur, 23 afkvæmi, 24 ákveð, 25 öngla saman. LÓÐRÉTT 1 úrskurður, 2 spökum, 3 efnislítið, 4 í vondu skapi, 5 þráttar, 6 reiður, 10 stælir, 12 keyra, 13 ástríða, 15 þroti, 16 lófar, 18 rógber, 19 verða dimmur, 20 tímabilið, 21 eyðimörk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 refjóttur, 8 seint, 9 múður, 10 aum, 11 aflar, 13 afræð, 15 lokks, 18 sagan, 21 kát, 22 garða, 23 aular, 24 raupsamur. Lóðrétt: 2 erill, 3 játar, 4 tomma, 5 urðar, 6 Esja, 7 úrið, 12 auk, 14 fáa, 15 logi, 16 kerla, 17 skaup, 18 staka, 19 guldu, 20 nýra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.