Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vers vegna vill fólk alltaf meira og meira? Hvers vegna vill fólk meira jafnvel þótt það þurfi ekki meira? Reynt var að svara þessum spurningum í þessum dálki fyrir nokkrum vik- um. Niðurstöðurnar voru einkum tvær: Annars vegar var bent á rannsókn bresks hagfræðipró- fessors sem færði rök fyrir því að fólk vill alltaf meira og meira vegna þess að það ber sig saman við aðra. Einstaklingur sem verð- ur ríkari verður þannig ekki hamingjusamur nema hann verði ríkari en aðrir. Almennt aukin velmegun í vestrænum sam- félögum á síðustu öldum hefur samkvæmt rannsóknum ekki aukið hamingju einstaklinganna sem þau samanstanda af. Hins vegar var bent á að til þess að finna svar við þessum spurn- ingum þyrfti ef til vill að spyrja hvers vegna fólk vilji alltaf meira en náunginn. Þyrfti ekki að spyrja ein- hverra grund- vallarspurn- inga um það neysluhrjáða og græðgisfulla samfélag sem hagsæld Vesturlanda hefur skap- að? Og nú leita þessar spurningar á fólk með meiri þunga en oft áð- ur. Tveir bankamenn gera fá- heyrða launasamninga. Tölurnar sem eru nefndar hljóða upp á hundruð milljóna. Reyndar virð- ist það eitthvað á reiki hvað mennirnir hefðu getað hagnast á samningunum þegar upp er stað- ið en fjárhæðirnar sem nefndar eru hafa svo fjarstæðukenndan hljóm að fólki ofbýður. Því er jafnvel haldið fram að þeir hefðu að endingu getað staðið uppi með engan gróða. Fáir virðast trúa því. Að minnsta kosti var það tryggt í samningnum að þeir myndu ekki tapa á honum. Annar mannanna segir í viðtali að samn- ingurinn sé ekki ósvipaður því að þeim tvímenningunum hefði verið boðið að spila í lottói. Það gengur auðvitað ekki upp því að lottóspil- arinn tapar altént þeim pen- ingum sem hann notar til að kaupa lottómiðann ef hann dettur ekki í lukkupottinn. Hvað um það, eftir stendur þessi knýjandi spurning: Hvað rak mennina til þess að gera þennan samning sem virtist geta fært þeim kaup- auka upp á hundruð milljóna? Hvorugur þeirra er illa haldinn í launum enda í háum stöðum hjá stöndugu fyrirtæki. Og sam- anburðurinn við aðra er þeim sennilega í hag í langflestum til- fellum. Hvað veldur? Svarið sem flestum dettur í hug er græðgi, ágirnd. Og raunar gaf forsætisráðherra tóninn með því að vitna í Passíusálma Hall- gríms Péturssonar: „Undirrót allra lasta / ágirndin kölluð er,“ segir þar. Það skyldi þó aldrei vera að svaranna við ofangreindri spurningu væri að leita í kristi- legri siðfræði. Og fyrst boltinn hefur verið gefinn upp, hvernig ætli samfélag okkar líti í raun út frá þeim sjónarhóli? Það ber svo vel í veiði að í gær kom út í íslenskri þýðingu bókin Syndirnar sjö eftir finnska guð- fræðinginn og rithöfundinn Ja- akko Heinimäki. Í bókinni er rykið dustað af dauðasyndunum sjö – hroka, ágirnd, öfund, heift, munúð, nautnasýki og andlegri leti – sem höfundur segir að séu á tungu nútímamannsins eins og safngripur: „Í stað kuldalegrar nályktar illskunnar tengist orðið synd nú einna helst áleitnum smáfreistingum.“ Umfjöllun Heinimäkis er uppljóstrandi. Hann vitnar í söguna um Fást er hann segir frá ágirndinni en Fást var „ástríðufullur galdra- maður sem seldi djöflinum sál sína til að öðlast enn frekari vís- dóm, fá æ meiri ávinning fyrir sjálfan sig“. Hann fékk það sem hann vildi en verðið var hátt; eins og aðrir skildi hann verðmæti sálarinnar þegar hann hafði selt hana. Heinimäki segir að Fástus þýði hamingjusamur en nafnið sé argasta háð „því að enginn getur verið hamingjusamur á meðan hann vill vera enn hamingjusam- ari.“ Ágirndin lýsir því vanlíðan og samfélag sem er fullt af græðgi er óhamingjusamt sam- félag. Og auðvitað tengist óham- ingjan sókn eftir veraldlegum gæðum: „Freistingin að binda sig algjörlega við veraldlega hags- muni sína á kostnað sálar og kærleiks er meginsynd hins skammsýna mannkyns,“ segir Heinimäki. En bíðum við. Eins og Heini- mäki bendir á þá eru dauðasynd- irnar stundum samofnar: „hroki, öfund og ágirnd virð[a]st mynda þrenningu illskunnar þar sem engin þessara synda birtist nema hinar tvær fylgi báðar,“ segir hann. Þannig hélt Aristóteles því fram að öfund gripi einkum þá sem vantaði lítið upp á að eiga allt: „Afreksmenn, framgangs- ríkir menn og sérlega vitrir menn voru að dómi Aristótelesar öfundsjúkir því að þeir töldu að allir aðrir væru að reyna að rífa af þeim eitthvað sem þeim einum bæri. Öfundsjúkir eru einnig þeir smásálarlegu, segir Aristóteles, „þeim þykir allt vera mikið“.“ Það var Gregoríus mikli sem bætti öfundinni í flokk dauða- synda en hann taldi hana koma fram sem megna „andúð, illt um- tal, rógur, gleði yfir mótlæti ann- arra en gremja yfir velgengni þeirra.“ Ítalski félagsfræðing- urinn Francesco Alberoni hefur raunar bent á að í „öllum löndum sé hópur öfundsjúkra blaða- manna sem gleðji aðra öfund- sjúka menn með eiturtungu sinni og hvössum penna.“ Þessir at- vinnurógberar viðurkenna vissu- lega aldrei að þeir séu öfund- sjúkir heldur fela sig á bak við hlutlægni fréttamiðilsins, hvatir þeirra eru þær einar að segja sannleikann, segir Alberoni. Augljóst er af þessu að það er ekki einfalt að lifa í samræmi við kristilegt siðferði. Heinimäki bendir á að syndin snúist um vald: „Það að myrða, nauðga, stela og kúga aðra er að taka sér vald sem menn eiga engan rétt á.“ Almenningur, blaðamenn jafnt sem forsætisráðherra þurfa að fara varlega með vald sitt. Ráðherrann sló hinn kristilega tón. Sjálfur virðist hann hafa gert sig sekan um grundvallar- ósamkvæmni í málflutningi sín- um. Hann og flokkur hans standa fyrir frelsi markaðarins sem sé þeim eiginleikum gæddur að leið- rétta villur og rangindi án af- skipta ríkisvalds. Ráðherrann virðist ekki treysta lögmálum markaðarins þegar á reynir. Er ósamkvæmni synd? Nei, frekar pólitísk íþrótt. Þrenning illskunnar Ráðherrann sló hinn kristilega tón. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Helga Sigfús-dóttir fæddist á Akureyri 11. októ- ber 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Elíasson, skólastjóri Dulspeki- skólans og skáld, frá Fremri-Uppsöl- um í Selárdal í V- Barð., f. 24. október 1896, d. 22. október 1972, og Sigrún Bergljót Þórarins- dóttir frá Kleif í Jökuldal, f. 3. maí 1900, d. 31. október 1973. Þau áttu heimili á Akureyri. Þau eignuðust fjórar dætur: Helgu sem hér er minnst, Elsu Kristínu, gift Erik Rud, kerfisfræðingi. Hún býr í Håmmersåk í Noregi og á fjögur börn auk tveggja uppeldisbarna. Inger Tara, leik- skólakennari, f. 16. júlí 1977. Sambýlismaður Vignir Steindórs- son, iðnaðarmaður, f. 1. apríl 1976, þau eiga tvö börn, og Þór- hildur, f. 25. október 1978, nemi í Ålesund, Noregi. Uppeldissonur Helgu er Birgir Jóhann Birgis- son, f. 24. apríl 1964, hljómlist- armaður. Helga ólst upp á Akureyri, en 1940 flutti hún til Reykjavíkur, vann þar ýmis störf, en síðan lærði hún skinnasaum og starfaði alllengi hjá fyrirtækinu Feldin- um. Síðar vann hún allmörg ár á Borgarspítalanum við línmeð- höndlun. Síðustu árin, eftir að hafa orðið fyrir heilaáfalli, dvaldi hún í góðri umsjá á Droplaug- arstöðum. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. f. 1924, d. 1948, Dóru, f. 31. desember 1927, gift Trausta Thor- berg Óskarssyni, hljómlistarmanni, f. 19. nóvember 1927, og Inger, f. 31. októ- ber 1929, gift Jónasi Jónssyni, blikksmiði, f. 6. október 1926. Sigfús og Sigrún slitu samvistir. Helga giftist Má Jóhannssyni, skrif- stofustjóra, 23. nóv- ember 1946. Hann er fæddur í Reykjavík 22. júlí 1920. Sonur þeirra er Óm- ar, húsasmiður, f. 18. nóvember 1952, kvæntur Þóru Löve, f. 9. apríl 1953. Þau eiga þrjár dætur: Sigrúnu Helgu, f. 2. ágúst 1972, Amma. Manstu þegar ég var lítil og sat í sófanum við hliðina á þér og við spiluðum löngu vitleysu og svo horfðum við og afi á James Bond eða einhverja aðra og fengum okkur ís- blóm? Ég angaði af furunálafreyði- baðinu sem þú blandaðir fyrir mig og ég man að ég lék mér með eldhúsdót- ið þitt í baðinu að gera sápukúlur með sósusprautunni og handþeytar- anum. Oft klappaðirðu mér á hand- arbakið taktfast eftir hjartslætti þín- um og við það leið mér vel. Þegar við fórum í rúmið vatnsgreidd í flottum náttkjól passaðir þú alltaf upp á það að ég færi rétt með bænirnar mínar. Þú kenndir mér nýjar bænir og er mér þar ein minnisstæðust, kvöld- bænin. Þá bæn hef ég kennt Grétu og hann Ómar minn er líka að læra að fara með hana. Við systurnar fengum að leika okkur með allt skartið þitt og klæða okkur í fínu kjólana þína og þóttumst við vera litlar prinsessur. Manstu allar Þórsmerkurferðirnar sem við fórum með þér og afa? Ég ætla að sýna Grétu og Ómari baðlæk- inn þinn og sápublómin sem þú kenndir mér að tína. Manstu þegar ég var að reyna að veiða hunangs- fluguna á stóra steininum rétt hjá göngubrúnni í Langadal og hún stakk mig í lófann svo að ég varð stokkbólgin, mikið var það sárt. Ég man svo margt um þig og ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við fengum að vera saman. Ég mun alltaf sakna þín. Ég man þegar þú passaðir mig þegar ég var lítil. Ég man þegar þú blandaðir fyrir mig furunálafreyði- bað. Ég man þegar þú komst með mér í sund. Ég man þegar þú áttir alltaf gulan PK í veskinu. Ég man eftir piparkökunum og ísblóminu. Ég man þegar þú kenndir mér bænirnar og bauðst svo góða nótt. Ég man þeg- ar við böðuðum okkur í læknum í Þórsmörk. Ég man þegar þú vannst á Borgó. Ég man þegar þú straukst á mér handarbakið. Ég man þegar þú brostir þegar við komum til þín. Ég veit að þú veist að ég elska þig. Ég man alltaf eftir þér. Ég veit að þú manst eftir mér. Og ég sakna þín, amma. Innilegar saknaðarkveðjur frá Þórhildi, Grétu Guðnýju og Vigni Ómari. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín Inger Tara. Sofðu, mín Sigrún, sofðu rótt … Þetta var það sem þú hvíslaðir í eyra mitt þegar ég var lítil og gisti hjá ykkur afa. Hugur minn reikar nú til baka og minningarnar verða skýrar, hvað var betra en að koma í heimsókn til ömmu og fara með henni í bæinn og síðan hárgreiðslu til Brósa. Að pússa silfrið og fara í freyðibað var topp- urinn á heimsókninni. Ferðirnar okkar í Landmanna- laugar og Þórsmörk sitja sem límdar í huga minn og hvað ég vildi að við gætum farið fleiri slíkar. Þakka þér fyrir allt sem þú og afi hafið gert fyr- ir mig og mína stráka, Má Jóhann, Einar Ágúst og litlu strákana mína Hákon Ómar og Jakob Ares sem þú ekki kynntist eins og hinum. Amma mín, þakka þér fyrir allt. Sofðu, mín amma sofðu rótt … Sigrún Helga, Svein Erik, Már Jóhann, Einar Ágúst, Hákon Ómar, Jakob Ares. Að kvöldi dags 16. nóvember lést kær mágkona mín, Helga Sigfúsdótt- ir. Andlát hennar kom ekki mjög á óvart þar sem hún hafði dvalið við hnignandi heilsu á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugarstöðum við Snorra- braut um árabil við góða umönnun starfsfólks. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum orðum. Frá fyrstu kynnum, sem nú hafa varað um hálfrar aldar skeið, hefur ríkt mikil vinátta og kærleikur og aldrei fallið þar skuggi á. Það er því margs að minnast frá liðinni tíð. Helga er fædd og uppalin á Akur- eyri, elst fjögurra systra, næst Helgu er Elsa Kristín, látin 1948, þá Dóra og síðan Inger. Faðir þeirra, Sigfús Elíasson, starfaði á þeim árum sem rakarameistari og rak eigin stofu. Móðir þeirra Sigrún Bergljót Þórar- insdóttir starfaði sem húsmóðir. Þau slitu samvistir og mun það ekki hafa verið sársaukalaust fyrir dæturnar fjórar, sem voru eftir það í umsjá móður sinnar. Þar kom, að móðir þeirra flutti suður til Reykjavíkur með dæturnar þrjár, en Helga fór suður árinu áður. Helga fór fljótlega að vinna á saumastofu þess þekkta fyrirtækis, Feldsins hf., sem var til húsa í Austurstræti 14. Þar voru meðal annars saumaðir pelsar, síðir og stuttir, og vann Helga að mestu við það verkefni. Henni féll vel við það starf og náði góðum tökum við feldsauminn. Á þessum árum kynntist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum og svila mínum, Má Jóhannssyni, er starfaði á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, síð- ar sem skrifstofustjóri. Þau gengu í hjónaband 1946 og hefur hjónaband þeirra því staðið vel yfir hálfa öld. Þau eiga einn son, Ómar Másson húsasmið, og einnig ólu þau upp bróðurson Más, Birgi Jóhann Birg- HELGA SIGFÚSDÓTTIR ✝ Friðrik Péturs-son fæddist á Bjarnastöðum í Reykjarfirði 17. ágúst 1920. Hann lést á líknardeild Landakots 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Pálsson, bóndi í Hafnardal í Naut- eyrarhreppi, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Systkinin voru fjór- tán og á lífi eru Jón Páll, Þórður, Fríða, Gerður, Garðar, Hannes og Sig- ríður. Eftirlifandi eiginkona Friðriks er Jónína Jónasdóttir. Friðrik útskrifað- ist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1943. Hann vann um tíma við lögreglusörf á Ísafirði og kenndi einnig á bíl. Eftir það vann hann um tíma á verkstæði Egils Vilhjálmsson- ar í Reykjavík. Á til- raunastöð Háskól- ans í meinafræði á Keldum vann hann í fjörutíu ár eða þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Útför Friðriks verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við bróður okkar, Gunnar Friðrik Pétursson. Okkur verður hugsað til æsku- áranna í Hafnardal. Við ólumst upp í stórum systkinahópi og var Friðrik elsti bróðirinn. Það var oft glatt á hjalla, sérstaklega á sumr- in, þegar allir voru heima og mat- artímar og kvöldin voru notuð í fótbolta og leiki. Þá var harmonikan vinsæl hjá bræðrunum. Eftir að Friðrik flutti suður var alltaf mjög gott samband á milli okkar allra. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa, ef þurfti. Hann var barngóður með afbrigðum og hændust börn ósjálfrátt að honum. Oft nutum við gestrisni hans og Jónínu gegnum árin. Þau hjónin höfðu yndi af ferðalögum, sérstak- lega um Ísland. Elsku Nína. Við systkinin viljum færa þér hjartans þakkir fyrir hvað þú reyndist Friðriki vel í veikindum hans, en það var alveg einstakt. Guð veri með þér og gefi þér styrk. Hvíl í friði, kæri bróðir. Systkinin. Kirkjan ómar öll bíður hjálp og hlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál lofið Guð sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. (Stefán frá Hvítadal.) Mágur minn Friðrik Pétursson er látinn. Hann var 83ja ára, orð- inn þreyttur og þreyttum er hvíld- in kær. Er ég horfi til baka, sé ég FRIÐRIK PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.