Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ú tgáfufyrirtækið Smekkleysa hélt upp á afmæli sitt fyrr á árinu, setti upp sýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur og einnig í Lundúnum, hélt marga tónleika, gaf út plötu með sýnishorni af því sem fyr- irtækið hefur gefið út og svo má telja. Margir þekkja fyrirtækið helst fyrir eigendur sína, Sykurmolana fyrr- verandi Björk Guðmundsdóttur, Einar Örn Benedikts- son, Þór Eldon, Sigtrygg Baldursson og Braga Ólafs- son, enda hafa þau öll verið áberandi hvert á sínu sviði. Hitt vita kannski færri að Smekkleysa er ein helsta út- gáfa á sígildri tónlist hér á landi og hefur verið um hríð. Smekkleysa var stofnuð 1986, opinber stofndagur er 8. júní 1986, en stofnskrá fyrirtækisins var sett saman 18. september það ár. Í stofnskránni kemur fram að fyrirtækið hyggist starfa að útgáfu á ýmsum sviðum, hvor sem þau eru „hljómplötur, ritgerðir, skáldsögur, ljóð, myndverk, klæðnaður, fjölskylduskemmtanir eða byltingar og hvers kyns ræstingarstarfsemi.“ Síðustu ár hefur fyr- irtækið þó nánast eingöngu sinnt útgáfu á tónlist, að- allega framsækinni dægur- og tilraunatónlist, en einnig hefur Smekkleysa gefið út talsvert af sígildri tónlist og er í raun eina útgáfan á því sviði sem eitthvað hefur kveðið að hér á landi undanfarin ár. Á þessu ári koma þannig út fimm diskar með sígildri tónlist á vegum Smekkleysu: Virgo gloriosa með tónlist Báru Gríms- dóttur við Maríuljóð frá miðöldum sem sönghópurinn Hljómeyki flytur, Passíusálmar og aðrir sálmar, sem byggist á rannsóknum Smára Ólasonar á gömlum handritum, en á þeim diski flytja þau Magnea Tóm- asdóttir og Guðmundur Sigurðsson gömul sálmalög úr skriflegri og munnlegri geymd, Mansöngur, sem geym- ir tónlist eftir Jórunni Viðar, en þar flytur Hamrahlíð- arkórinn samnefnt verk og Sinfóníuhljómsveitin tvær ballettsvítur eftir Jórunni, Þýðan eg fögnuð finn sem á er tónlist úr íslenskum handritum sem unnin er af sex ungum íslenskum tónskáldum í flutningi Sönghópsins Grímu og Sjöstrengjaljóð, en á þeim diski, sem gefin er út í tilefni af 75 ára afmæli Jóns er úrval kammerverka Jóns Ágeirssonar í flutningi Kammersveitar Reykja- víkur og Blásarakvintetts Reykjavíkur. Bryddað upp á einhverju nýju Þegar Smekkleysa var tíu ára ákváðu aðstandendur fyrirtækisins að brydda upp á einhverju nýju í útgáf- unni og Ásmundur Jónsson, framvæmdastjóri fyr- irtækisins, segist hafa við það tækifæri munað eftir upptökum sem hann hafði heyrt hjá Sigurði Rúnari Jónssyni nokkru áður. Þegar hann hafði samband við Sigurð kom í ljós að þetta voru upptökur með Hljóm- eyki sem Smekkleysa óskaði síðan eftir að fá að gefa út. Um líkt leyti voru Marta Halldórsdóttir og Örn Árna- son að vinna við upptökur á lögum úr Söngbók Engel Lund og Smekkleysa gaf síðan út úrval úr íslenskum hluta söngbókarinnar undir nafninu Íslensk þjóðlög. Þetta voru fyrstu útgáfur Smekkleysu á sígildri tónlist, en síðan eru þær komnar vel á fjórða tuginn. Ásmund- ur segir að útgáfan sé ekki beinlínis að aukast því þetta ár gefi fyrirtækið út jafnmargar plötur með sígildri tónlist og 2001 og 2002, en það hafi verið nokkur aukn- ing frá árunum þar á undan. „Við erum aftur á móti með lengri lista af útgáfum sem eru tilbúnar eða nánast tilbúnar. Við höfum reynt að haga þessu svo að við ráð- um við útgáfuna, það er svo auðvelt að fara fram úr sér í því efni.“ Útgáfa á sígildri tónlist fyrir svo lítinn markað er ekki gróðavænleg, en Ásmundur segir að nokkrar út- gáfurnar standi undir sér og dæmi séu um plötur sem skili hagnaði þó að tap sé á heildarútgáfunni. „Við gerð- um okkur alltaf grein fyrir því að það væri langtíma- verkefni að byggja upp safn af íslenskri tónlist sem gæti vakið athygli erlendis, enda ljóst að íslenskur markaður myndi aldrei standa undir nema broti af þessari útgáfu, þó að hann sé stór miðað við höfðatölu,“ segir Ásmundur og bætir við að frá upphafi hafi Smekkleysa unnið skipulega að því að byggja upp það safn af útgáfu að hægt yrði að leita hófanna um dreif- ingu ytra. Nú eftir fimm ára starf sé sú stund upp runn- in. „Við förum okkur þó hægt og leggjum fyrst um sinn höfuðáherslu á að ná árangri í Bretlandi til að undirbúa sókn inn á aðra markaði. Þegar við töldum að nógu margir titlar væru komnir á útgáfulistann reyndum við fyrir okkur þar í landi með að fá dreifingu og afrakstur þess var að þrír aðilar lýstu áhuga á að vinna m ur, en á endanum ákváðum við að vinna með H Mundi.“ Ásmundur segir að það sé ekki bara hér á la erfitt sé að láta útgáfu á sígildri tónlist standa u sér, markaðurinn sé lítill og samkeppnin mikil gefenda og við aðra afþreyingu. Sem dæmi me að meðalsala virtrar útgáfu eins og breska fyri isins Chandos, sem gaf meðal annars út upptök Sinfóníuhljómsveit Íslands á sínum tíma, er 3– eintök og hefur Chandos þó dreifingu í 40 til 50 Afrakstur samstarfs Ásmundur leggur áherslu á að þó að Smekkl skrifuð fyrir útgáfunni sé hún afrakstur samst Smekkleysu og ýmissa aðila, tónskálda, Íslens verkamiðstöðvar, listamanna og hópa, sem ma fengið styrk til að vinna að upptökum. „Það er að listamenn séu búnir að fjármagna hluta af v andi verkefni áður en þeir leita til okkar, en við einnig haft þá stefnu að velja eitt til tvö verkefn sem við fjármögnum að öllu leyti,“ segir Ásmu Hann segir að iðulega komi listamenn að máli v irtækið með tilbúnar upptökur, en æ algengara að Smekkleysa taki þátt í efnisvali áður en teki „Sem dæmi um það hvernig við vinnum er að R ólfsdóttir lagði fyrir okkur gríðarlega viðamiki efni fyrir þremur árum, eins konar varðveisluv íslenskrar kammertónlistar sem Kammersveit víkur myndi hljóðrita, en á bak við það liggja m rannsóknir Rutar. Alls verða í útgáfuröðinni tó gáfur að minnsta kosti, en þegar eru komnir di með verkum Atla Heimis Sveinssonar, Leifs Þ sonar og nú síðast Jóns Ágseirssonar, en disku tónlist Hafliða Hallgrímssonar er tilbúinn til ú kemur út á næsta ári. Að þessu verkefni koma margir aðilar og það er unnið í góðri samvinnu leysu, Kammersveitar Reykjavíkur, Ríkisútva Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.“ Eins og nefnt er gefur Smekkleysa út á árin með gömlum sálmalögum úr skriflegri og mun geymd og annan með tónlist úr íslenskum hand enda segir Ásmundur að undanfarin ár hafi fyr fylgst af áhuga með rannsóknum á tónlist úr gö handritum sem nánast engin hafi heyrst opinb áður. Hann nefnir einnig samstarf við Sumartó Skálholti sem hann segir hafa verið mjög farsæ efni. Annars vegar sé þar um að ræða útgáfu á rokktónlist sem flutt er á samtímahljóðfæri un stjórn Jaaps Schröders og hins vegar á nútíma sem sum er samin sérstaklega fyrir Sumartónl „Við höfum líka gert þrjár útgáfur með Men miðstöðinni Gerðubergi sem tengjast íslenskri söngstónlist, en Gerðuberg var um hríð vettva ir íslensk einsöngslög, og væntanleg er ein útg Íslensk tónlist hefur víða skírskotun Útgáfufyrirtækið Smekkleysa er frægt fyrir rokk og fr úrstefnu, en er um leið helsti útgefandi á sígildri tónlist h landi. Árni Matthíasson ræddi við forsvarsmann útgáfun Rut Ingólfsdóttir ORKUVINNSLA ÁN ALVARLEGRA ÁREKSTRA Í grein sem birtist í Morgun-blaðinu síðastliðinn sunnudag,vekur Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, athygli á að skýrsla um fyrsta áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, sé í raun fyrsta tilraun hér á landi til að taka heild- stætt á virkjanamálum. Tryggvi segir hina ýmsu valkosti vera metna þar „með tilliti til fleira en fjárhags- legrar hagkvæmni einnar. Einnig er tekið tillit til náttúruverndar, úti- vistar og fleira. Þarna eru tilgreind- ir fjölmargir virkjunarkostir þar sem ólíklegt er að verulegir árekstrar verði við náttúruverndar- hagsmuni. Ég hef trú á að ramma- áætlun sýni að hægt sé að halda áfram uppbyggingu orkuvinnslu í landinu án þess að lenda í alvar- legum árekstrum við náttúruvernd- arsjónarmið.“ Eftir þær miklu umræður er urðu um Kárahnjúkavirkjun, þar sem andstæð öfl greindi svo mjög á, er ljóst að afar mikilvægt er að beina orkuvinnslu í framtíðinni í farveg sem viðunandi sátt næst um. Það er því eftirtektarvert að Tryggvi telur stærstu ógnina við íslenska náttúru ekki vera virkjanir, heldur sóknina í „ódýra“ orku. „Ódýrustu virkjunar- kostirnir hafa oft verið þar sem merkileg náttúrufyrirbæri hafa ver- ið til staðar, eins og í Þjórsárver- um,“ segir hann. „Norðlingaöldu- virkjun hefur mikið verið haldið á lofti sem hagkvæmum virkjunar- kosti, þótt til séu margir aðrir kost- ir. Stórkaupendur að raforkunni virðast einfaldlega ekki vera færir um að borga það verð sem er sann- gjarnt, þegar tekið er tillit til nátt- úrunnar sem í húfi er. Náttúran sem glatast fær nánast ekkert gildi í útreikningunum. Nýleg rannsókn sýnir að landið sem fer undir Kára- hnjúkavirkjun sé 2 til 8 milljarða króna virði. Það tap er ekki tekið með í orkuverðið. Þegar fram líða stundir verður þetta svæði enn verðmætara, því ósnortið land eykst að verðgildi.“ Það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri hugsun er kemur fram í orðum Tryggva Felixsonar og felur í sér að ósnortin öræfi eigi að meta til fjár. Annað mál er, hvort pólitísk samstaða getur orðið um að leggja slíka útreikninga til grundvallar, þegar mismunandi kostir í orkuöfl- un eru metnir. Margar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta verðmæti landslags út frá hagfræðilegum for- sendum, eins og t.d. Carl F. Stein- itz, prófessor í landslagsarkitektúr við Harvard-háskóla benti á í viðtali við Morgunblaðið 25. júlí 2001. Vænta má að þær raddir sem vilja að öræfin séu metin til fjár þegar arðsemi virkjana er reiknuð út fái enn meiri hljómgrunn er fram líða stundir, en hingað til hefur verið raunin. Á meðan náttúran og ósnortið víðernið er nánast einskis metið í krónum talið, er ekki nema eðlilegt að „ódýrir“ virkjanamögu- leikar blasi við, en þeir geta reynst dýrkeyptir þegar til framtíðar er litið. Heildstætt mat, er ekki tekur einungis mið af þeim þáttum sem ávinnast, heldur einnig af þeim sem er fórnað, er augljóslega lykilatriði til að forðast árekstra við náttúr- verndarsjónarmið en það getur orð- ið erfitt að ná samkomulagi um út- reikningsaðferðir. Markmiðið hlýtur að vera að forðast mikil átök og tryggja að þær kynslóðir sem nú byggja landið umgangist það með nægilegri fyrirhyggju og virðingu til að afkomu, velferð og umhverfi komandi kynslóða stafi ekki ógn af. STJÓRNENDUM VEITT AUKIÐ AÐHALD Einn helzti fjölmiðlakóngurBretlands, Conrad Black, sem verið hefur aðaleigandi The Daily Telegraph í London, Chicago Sun- Times og The Jerusalem Post stendur höllum fæti innan blaða- samsteypunnar vegna vaxandi að- halds, sem hann hefur orðið fyrir frá einstökum hluthöfum. Eru nú taldar vaxandi líkur á, að hann verði að selja umrædd blöð. Ástæðan fyrir þessu er sú, að bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa einstakir hluthafar meiri af- skipti af rekstri fyrirtækja, sem þeir eiga hlut í, heldur en áður. Þannig knúði stofnanafjárfestir fram nánari skoðun á ákveðnum viðskiptum Blacks og félaga hans, sem leiddi til þess að hann varð að segja af sér sem aðalforstjóri sam- steypunnar. Um síðustu helgi sögðu fjórir stjórnarmenn af sér í stjórn útgáfu- félagsins vegna þess að Black beitti meirihluta í stjórn fyrirtækisins til þess að fella sumar af umbótatillög- um þessara manna. Raunir Conrad Blacks um þessar mundir eru til marks um það end- urmat á stöðu og hlutverki stjórn- armanna í stórum fyrirtækjum, sem nú fer fram beggja vegna Atlants- hafsins. Þeir tímar eru sennilega liðnir, að stjórnendur geti gengið út frá stuðningi stjórnarmanna sem vísum. Líklegt er að krafan um sjálf- stæði stjórnarmanna gagnvart stjórnendum verði stöðugt meiri. Þetta á ekki sízt við þegar í ljós kem- ur í hverju fyrirtækinu á fætur öðru að mistök eru gerð hjá stjórnendum, sem ekki ættu að fara fram hjá stjórnum viðkomandi fyrirtækja. Í ljósi þeirra umræðna, sem nú standa yfir hér á Íslandi um störf stjórnenda og hlutverk stjórnar- manna í fyrirtækjum má gera ráð fyrir að krafan um sjálfstæða stöðu stjórnarmanna í stjórnum hluta- félaga á opnum markaði verði stöð- ugt meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.