Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKA útgáfufyrirtækið Sonet hefur fengið endurútgáfuréttinn á lögum með einum frægasta drengjasópran heims, Ro- bertino, sem kom hingað til lands árið 1961 og hélt tónleika í Austurbæjarbíói, þá þrettán ára gamall. Lög með Robertino frá æskuárum hans hafa ekki verið fáan- leg á geisladiski áður. Drengurinn með gullröddina  Sonet fær/4 HÓPUR frá Starfsgreinasam- bandi Íslands (SGS) fer á fund Samtaka atvinnulífsins í dag þar sem formleg kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga verður lögð fram. Gengið var frá kröfugerðinni á fjöl- mennum formannafundi aðildar- félaganna fyrir helgi. Mun SGS vera lengst komið í sinni kjara- vinnu, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ, enda renna samningar sam- bandsins út um næstu áramót. Halldór Björnsson, formaður SGS, vill ekki upplýsa um innihald kröfugerðarinnar að öðru leyti en því að mesta áherslan væri lögð á hugmyndir að breyttu launakerfi. Fram hefði komið að Starfsgreina- sambandið legði áherslu á hækkun lægstu launataxta, tryggingar- ákvæði samninga og áhugi væri fyrir kjarasamningum til lengri tíma til að tryggja stöðugleikann. Ef atvinnurekendur vildu styttri samning væri SGS reiðubúið til viðræðna um gildistíma í 20 til 24 mánuði. Flóabandalagið svonefnda legg- ur sína kröfugerð fram fljótlega, að sögn Sigurðar Bessasonar, for- manns Eflingar – stéttarfélags, sem á aðild að bandalaginu ásamt Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Hlíf í Hafnarfirði. Samningar Flóabandalagsins renna út um áramótin en þó að samninganefndir starfi aðskildar fer ákveðið samstarf fram við Starfsgreinasambandið, t.d. í samningum gagnvart ríkinu. Kjarakröfur lagðar fram JÓN H. Snorrason yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra hefur staðfest að kæra Kaupþings Búnaðarbanka á hendur fyrr- verandi starfsmanni bankans sé til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni. Hann segir rann- sóknina langt komna en nokkrar vikur eru frá því málið var tekið fyrir. Ekki fást nánari upplýs- ingar um gang rannsóknarinnar, þ.e. um yfir- heyrslur og haldlagningar á þeim gögnum sem starfsmaðurinn fyrrverandi er kærður fyrir að hafa tekið með sér úr bankanum. Kæruefnið varðar m.a. rétt á hugverkum og getur varðað við íslenska löggjöf um höfundar- rétt. Hjá efnahagsbrotadeildinni liggur þó ekki fyrir hvort rannsóknin muni leiða til opinberrar málshöfðunar með útgáfu ákæru. Jón segir ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu í þeim efn- um. Sólon R. Sigurðsson forstjóri Kaupþings Bún- aðarbanka segir fyrirtækið standa fast á kærunni og að megintilgangurinn með henni hafi verið sá að hindra að gögnin sem starfsmaðurinn er kærður fyrir að taka, er hann sagði sjálfur upp starfi sínu, bærust í hendur keppinautarins. „Viðkomandi starfsmaður tilkynnti við upp- sögnina í haust, að hann hefði ráðið sig til Lands- bankans,“ segir Sólon. „Um svipað leyti urðum við vör við að hann hafði sent í heimatölvu sína mikilvæg gögn úr vinnutölvu sinni og um það bil viku síðar lögðum við fram kæruna. Um er að ræða Excel-skjal sem þróað hefur verið innan bankans og nýtist við útreikninga á því hvernig vaxtabreytingar geta haft áhrif á rekstur bank- ans. Það eina sem við höfðum áhuga á í þessu sambandi var að hindra að þessi gögn kæmust í hendur keppinautar okkar,“ segir hann. Vildu hindra að gögnin kæmust til keppinautar SEGJA má að veðurfarssaga landsins end- urspeglist í þessum ísihlaðna klettavegg á Snæfellsjökli. Ísinn er veðurbarinn og ber þess merki að veður geta orðið válynd á þessum slóðum, enda inngangurinn að miðju jarðar nærri ef trúa má rithöfundinum Jules Verne. Morgunblaðið/RAX Skuggamyndir við innganginn að miðju jarðar INGVAR Ásmundsson FIDE-meist- ari vann sinn sjötta sigur í röð á Heimsmeistaramóti öldunga í skák, þegar hann sigraði lettneska stór- meistarann Janis Klovans, stiga- hæsta keppanda mótsins, í 6. umferð sem fram fór í Bad Zwischenahn í Þýskalandi í gær. Ingvar er einn efstur með fullt hús, 6 vinninga af sex mögulegum, en hann er 22. stiga- hæsti keppandi mótsins. Í 2. til 5. sæti með 5,5 vinninga eru Hans Karl frá Sviss, Genrikh Chepukaitis frá Rúss- landi, Peter Rahlls frá Þýskalandi og Yuri Shabanov frá Rússlandi. Í dag mætir Ingvar rússneska al- þjóðlega meistaranum Yuri Shabanov. Ingvar einn í efsta sætinu Ingvar Ásmundsson MIKIL árekstrahrina gekk yfir umferðina í Reykjavík í gær og flest óhappanna voru rakin til talsverðrar hálku sem segja má að sé fyrsta alvarlega hálkan á götum borg- arinnar það sem af er vetri. Alls urðu 26 árekstrar, sem er langt yfir dagsmeðaltal- inu en það er 11 árekstrar. Að sögn lögregl- unnar urðu þó engin alvarleg meiðsli á fólki í þessum óhöppum en nokkuð var um skemmdir á bifreiðum. Árekstrahrina í hálkunni LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði tvo drengi, 16 og 17 ára gamla, frá Sri Lanka á laugardaginn er þeir komu með flugi til landsins frá Ósló. Þeir komu til landsins á fölsuðum vegabréfum og vilja fá pólitískt hæli hérlendis. Að sögn Jóhanns R. Benediktsson- ar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er um mjög sérstakt mál að ræða. Hann sagði það þekkt í öðrum löndum að senda börn sem pólitíska flótta- menn milli landa. „Erfiðara er að neita börnum um hæli en fullorðnum þar sem þau njóta meiri verndar.“ Dreng- irnir eru í umsjá Rauða kross Íslands. Tveir dreng- ir óska hælis Í TILKYNNINGU frá Landsbankanum segir að hinn kærði starfi ekki og hafi ekki starfað í bankanum. Að sögn Atla Atlasonar, starfs- mannastjóra bankans, var hætt við að ráða manninn eftir að kæran var lögð fram. „Það er ekki rétt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að umræddur fyrrum starfsmaður Kaupþings- Búnaðarbanka hafi komið til starfa hjá Lands- bankanum. Umræddur aðili starfar ekki og hef- ur ekki starfað í Landsbankanum. Um tíma kom til greina að svo yrði, en ekki varð af ráðn- ingu,“ segir í tilkynningunni. Atli segir umrædd gögn ekki í vörslu eða notkun bankans, þau hafi aldrei komið inn fyrir dyr bankans. Starfar ekki hjá Landsbankanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.