Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hugbúnaðarhús Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 545 1000 • Fax 545 1001 STARFSMENN við Kárahnjúkavirkjun eru ugg- andi vegna löggæslumála við virkjunina eftir að tveimur mönnum laust þar saman um klukkan átta á sunnudagskvöld og telja að löggæslu sé ábótavant á svæðinu. Í þeim átökum sló annar maðurinn hinn með flösku og skarst sá nokkuð í andliti. Læknir á staðnum gerði að sárum manns- ins. Enginn lögreglumaður er að staðaldri við Kára- hnjúka og eftir að hafa metið ástandið ákvað lög- reglan á Egilsstöðum að bíða með að fara á svæð- ið. Lögreglan kom síðan að Kárahnjúkum um miðnættið og handtók meintan árásarmann og færði í fangageymslur lögreglunnar á Egilsstöð- um. Virkjunarmenn þurfi ekki að gæta að drukknum mönnum Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, segir menn uggandi eftir þessa atburði og vill að yfirvöld sjái til þess að við- unandi ástand ríki í löggæslumálum á vinnusvæð- inu við Kárahnjúka þar sem nú starfa um 1.000 manns. „Það sem við förum fram á er að yfirvöld sjái til þess að þarna sé viðunandi ástand og það sé ekki sett á herðar virkjunarmanna að gæta að drukkn- um mönnum og öðru. Þetta er bara hlutur sem yf- irvöld eiga að sjá um og það er ekki hægt að ætlast til að Impregilo eða starfsmenn séu að ganga inn í löggæslustörf þarna.“ Að sögn Odds vilja starfsmenn að brugðist sé fljótt og vel við. „Verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um að þarna sé föst löggæsla, en yfirvöld verða bara að grípa inn í málin. Þetta er líkt og með sjónvarpsmálin okkar, Ríkissjónvarpið hefur ekki enn séð sóma sinn í að koma sjónvarpssend- ingum uppeftir og þarna eru 400 til 500 Íslend- ingar að vinna,“ segir Oddur. Æskilegt að hafa fastan lögreglumann á svæðinu Sýslumannsembættið á Seyðisfirði sér um lög- gæslumál við Kárahnjúka. Hjá embættinu starfa sjö lögregluþjónar; tveir hafa aðsetur á Seyðis- firði, fjórir á Egilsstöðum og einn á Vopnafirði. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyð- isfirði, fór í þessu tilfelli nokkur tími í að meta hversu mikið bráðaútkall var um að ræða. Mat manna hafi verið að áflogin væru yfirstaðin og ekki útlit fyrir að læti yrðu í framhaldinu. „Niðurstaðan varð síðan sú að það bæri að senda lögregluþjóna þarna uppeftir og a.m.k. huga að öryggismálum. Þá var þessi maður hand- tekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan fór þó ekki af stað strax, enda lá það fyrir að ekki væru slagsmál í gangi lengur og þetta yfirstaðið. En við töldum rétt að fara og sinna þessu samkvæmt beiðni,“ sagði Lárus. Hann segir það ekki hægt eins og staðan er í dag að hafa fastan lögregluþjón á svæðinu, en það væri hins vegar æskilegt. „Á fjárlögum er gert ráð fyrir að embættið fái 7 milljónir til þess að mæta þessu. Við höfum verið að reyna að skipuleggja okkur út frá þeirri tölu og sjáum fram á það að geta kannski sinnt þessu með um tveimur ferðum í viku þarna uppeftir og einhverri viðdvöl líka. Hins vegar getum við ekki haft þarna fastan lögreglu- þjón, eins og staðan er í dag. En við sinnum öllum málum um leið og þau koma upp og við höldum þarna uppi löggæslu eftir bestu getu.“ Aðspurður segist Lárus telja það æskilegt að hafa fastan lögreglumann staðsettan við Kára- hnjúka. „Það væri ekkert verra að hafa þarna lög- regluþjón í fullu starfi, en það þarf auðvitað líka að ráðast nokkuð af því hvernig þetta verður. Þetta er tilfallandi mál og við vitum ekkert hvort meira verður um slík mál, en það má auðvitað alltaf gera ráð fyrir því,“ sagði Lárus. Maður skarst í andliti eftir að hafa verið sleginn með flösku við Kárahnjúka Starfsmenn uggandi og telja löggæslu ábótavant Morgunblaðið/Kristinn MEIRIHLUTI hæfisnefndar sem fjallaði um umsóknir vegna embættisprests í Lond- on mælti með því að séra Sig- urður Arnarson yrði skipaður, en auk sr. Sigurðar sótti séra Sigríður Guðmars- dóttir um embættið. Umsókn- arfrestur rann út 4. júlí og átti að veita embættið frá 1. september, en því var frestað þar sem upp kom ágreiningur um skiptingu kostnaðar milli þeirra sem standa að embættinu, Bisk- upsstofu, utanríkisráðuneyt- isins og Tryggingastofnunar ríkisins. Samkomulag náðist um að hver aðili greiði kostnað við embættið í hlutfalli við þá þjónustu sem veitt er hverri stofnun fyrir sig. Áliti hæfisnefndar, sem skip- uð var einum fulltrúa þeirra þriggja aðila sem standa að embættinu, hefur verið afhent sr. Sigurði Sigurðarsyni vígslu- biskup sem skipar í stöðuna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins greiddu tveir nefnd- armenn sr. Sigurði atkvæði sitt en einn sat hjá. Niðurstaðan er bindandi. Biskup Íslands sagði sig frá málinu vegna tengsla við annan umsækjandann, sr. Sigurð Arnarson, sem er tengdasonur hans. Embætti prests í London Mælt með sr. Sigurði Arnarsyni Séra Sigurður Arnarson. HEIMSMEISTARARNIR í 10 dönsum, Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, unnu til silfurverðlauna í „standard“ dönsum í Osaka Universal Open, keppni atvinnumanna sem fram fór sunnudaginn 23. nóvember. Keppnin var haldin í borginni Oska í Japan og tóku um 90 pör hvaðanæva úr heiminum þátt. Keppnin var hörð en dansaðar voru fimm umferðir og munaði örfáum stig- um á þeim og pari frá Japan sem hafnaði í 1. sæti. Það par hefur eingöngu keppt í „standard“-dönsum og hefur verið í úrslitum og undanúrslitum í mörg ár í sinni grein en þess má geta að flest þeirra para sem þátt tóku, æfa ein- göngu þessa dansa, segir í frétatilkynningu. Hampa heimsmeistaratitli í tíu dönsum árið 2003 Karen og Adam hafa verið að keppa í báðum greinum og náð góðum ár- angri og hampa þau heimsmeistaratitlinum í 10 dönsum árið 2003. Einnig hafa þau náð mjög góðum árangri þar sem keppt er í hvorri grein fyrir sig. Karen og Adam hafa m.a. undanfarið verið í Japan þar sem þau hafa verið með þrjár stórar sýningar og auk þess hafa þau verið að kenna dans í stærstu borgunum, Tokyo, Osaka og Kyoto. Þau halda frá Japan til Ástralíu eftir fyrstu vikuna í desember, til undirbúnings fyrir opna ástralska meistaramótið í dansi, sem haldið verður í Melbourne um miðjan desember. Þar mun þau Karen og Adam keppa bæði í latin og standard en þau unnu til gullverðlauna í báðum greinum í þeirri keppni á síðasta ári. Hlutu silfur- verðlaun í Japan Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve. HRAÐAKSTURSBROTUM í Hval- fjarðargöngum fækkaði umtalsvert á tímabilinu 1. september 2002 til 31. ágúst 2003 miðað við sama tímabil á árunum 2001 og 2002. Þetta kemur fram í greinargerð forvarna- og fræðsludeildar lögregl- unnar. Samkvæmt henni voru hrað- akstursbrot 2.510 á nýliðnu tímabili en 4.538 á sama tímabili 2001/2002. Í janúar 2003 voru 1,6% bifreiða á ólöglegum hraða í göngunum en 2,5% í janúar 2002. Flest brotin eða 43% voru framin klukkan 12 til 18. Minni hraði í Hvalfjarð- argöngum SKELJUNGUR, ESSO og OLÍS lækkuðu verðið á bensíni í gær en töluverðar hræringar hafa verið á bensínmarkaðinum á seinustu dög- um.Um miðja síðustu viku hækk- uðu Skeljungur, ESSO og Olís verð á bensíni, á föstudag lækkaði ESSO bensínverðið aftur og Skelj- ungur lækkaði síðan verð á bensíni í gær. Lækkaði ESSO þá verð enn á ný hjá sér til samræmis við verðið hjá Skeljungi. OLÍS fylgdi svo á eftir og lækkaði bensínverðið. Eft- ir breytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 92 kr. Gunnar Kvaran, upplýsinga- fulltrúi Skeljungs, segist ekki telja að ytri forsendur hafi breyst frá því félagið hækkaði verðið í síðustu viku. „Samkeppnisaðilarnir fóru niður með verðið og við erum fyrst og fremst að bregðast við því. Í þetta skipti lækkuðum við verðið meira en þeir.“ Gunnar segir að það hafi ekki verið að ástæðulausu sem menn ákváðu að hækka verð á bensíni í síðustu viku og menn séu því væntanlega að teygja sig eins og langt og þeir telja sig geta. Magnús Ásgeirsson hjá ESSO segist lítið vilja tjá sig um verð- breytingarnar undanfarna daga. Menn séu vissulega búnir að teygja sig mjög langt og þeir verði því að gera sér væntingar um að það verði frekari lækkun á heimsmark- aðsverði á bensíni í desember. Þróun gefur fullt tilefni til hækkunar Á heimasíðu OLÍS segir að þrátt fyrir lækkunina hafi þróun á gengi og heimsmarkaðsverði gefið fullt tilefni til hækkunar. Félagið hafi þá stefnu að bjóða viðskiptavinum sínum samkeppnishæft verð á hverjum tíma og því hafi verðið lækkað. Talsverðar hræringar á bensínmarkaði seinusta daga Menn teygja sig eins langt og þeir geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.