Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tryggvi Hall-dórsson fæddist á Bæjum á Snæ- fjallaströnd 24. ágúst 1919. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldór Halldórsson bóndi á Bæjum Snæfjalla- strönd og kona hans Þorbjörg Brynjólfs- dóttir klæðskeri frá Broddanesi í Strandasýslu. Systk- ini Tryggva eru Rannveig, f. 5. mars 1914, d. 12. júní 1993, Bryn- fríður, f. 31. ágúst 1915, Kjartan, f. 17. júní 1917, d. 7. mars 1993, Guðbjörg, f. 10. apríl 1923, og Sigríður sem lést á öðru ári. Tryggvi kvæntist 18.12. 1948 Kristínu Kristjánsdóttur, f. í Höfðadal í Tálknafirði 6. júní 1920, d. 4. sept. 2001. Þau slitu samvistum. Foreldrar hennar voru Kristján Kristófersson bóndi og kona hans Jóhanna Pálsdóttir. Börn Tryggva og Kristínar eru: 1) Halldóra, f. 14. september 1948, synir hennar eru Tryggvi Krist- ófer Þrastarson, f. 30. apríl 1970, ena, f. 2. september 1988, María Kristín, f. 11. ágúst 1990, og Jó- hann Örn, f. 24. október 1994. Fyrir átti Kjartan einn son, Stef- án Reyr Ólafsson, f. 19. október 1979. Hinn 7. febrúar 1976 kvæntist Tryggvi eftirlifandi eiginkonu sinni Svanhildi Árnadóttur, f. 25. apríl 1933. Foreldrar hennar voru Árni Friðriksson frá Brekku í Kaupangssveit í Eyjafirði og kona hans Elín Kristjánsdóttir frá Jó- dísarstöðum, Eyjafirði. Sonur Svanhildar er Árni Konráð, f. 13. apríl 1959, maki Anna Halldóra Sigtryggsdóttir, f. 3. mars 1965, börn þeirra eru Bjarni Konráð, f. 4. september 1986, Svanhildur Anna, f. 27. janúar 1988, og Gréta Rún, f. 22. mars 1995. Tryggvi var tvo vetur í Bænda- skólanum á Hvanneyri. Hann lauk sveinsprófi í múraraiðn árið 1949 og starfaði í þeirri grein allt fram til sjötugs. Tryggvi var mikill úti- vistarmaður og starfaði mikið með Ferðafélagi Íslands að fé- lagsstörfum og fararstjórn. Hann hafði yndi af skíðaiðkun og stund- aði gönguskíði langt fram eftir aldri og vann til margra viður- kenninga. Á sínum mörgu ferðum með Ferðafélagi Íslands, bæði sem ferðalangur og fararstjóri, tók hann margar frábærar ljós- myndir af landi og þjóð. Útför Tryggva fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. og Hjörtur Grétars- son, f. 28. apríl 1979. 2) Kristján Jóhann, f. 1. júlí 1951, maki Óla Björg Magnúsdóttir, f. 5. febrúar 1951. Börn þeirra eru: Svanhildur Ásta, f. 9. des 1971, maki Jón Ómar Erlingsson, f. 17. maí 1971; Magnús Baldur, f. 25. mars 1974, maki Guðrún Valdís Ísaksdóttir, f. 23. janúar 1975, börn þeirra eru Embla Rán, f. 8. nóvember 2001, og Bjarki Berg, f. 13. maí 2003; og Elvar Snær, f. 4. mars 1978. 3) Þorgerður Björk, f. 15. júlí 1955, maki Kjartan Þór Arn- þórsson, f. 6. júní 1952, og eiga þau eina dóttur, Berglindi Björk, f. 14. apríl 1994, fyrir átti Þor- gerður tvær dætur, Kristínu Evu Ólafsdóttur, f. 14. apríl 1976, maki Samúel Hörðdal Jónasson, f. 29. ágúst 1972, sonur þeirra er Óliver Máni, f. 27. desember 2002, og Karen Kjartansdóttur, f. 2. september 1988. 4) Ólafur Kjart- an, f. 5. janúar 1960, maki Soffía Kristín Sigurðardóttir, f. 14. nóv- ember 1958, börn þeirra eru Hel- Það eru margar minningar sem koma upp í hugann við þessi tíma- mót. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og hafa reynst manni vel. Ein er sú ferð með þér er ég mun seint gleyma. Það var þegar við brunuðum upp í Bláfjöll og þú smelltir á mig gönguskíðunum í fyrsta sinn, þetta er eina skíðaferðin mín til þessa. Pabbi var mikill áhugamaður um ljósmyndun. Til marks um það var hann á ljósmyndasýningu tveimur dögum fyrir andlát sitt og hafði mjög gaman af. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir Þorgerður Björk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kristín Eva, Samúel og Óliver Máni. Mig langar að minnast tengda- föður míns Tryggva Halldórssonar með nokkrum orðum, hann lést 16. nóvember eftir erfið veikindi. Þegar ég kom inn í fjölskylduna var Tryggvi mikill útivistarmaður, virkur félagi í Ferðafélagi Íslands, gekk mikið á fjöll og um óbyggðir landsins. Fyrstu kynni mín af Tryggva og Svönu voru á fjöllum, hann var þá fararstjóri í ferð sem farin var inn í Landmannalaugar, þar naut hann sín vel enda þekkti hann öll fjöll og kennileiti. Tryggvi var einnig mikill áhuga- maður um ljósmyndun, hann tók mikið af myndum af náttúru Ís- lands. Þegar við bjuggum erlendis sendi hann okkur oft falleg kort sem hann hafði tekið sjálfur. Hann stundaði laugarnar dag- lega ásamt göngutúrum næstum fram á síðasta dag, lét það ekki aftra sér þótt hann ætti orðið erfitt með gang. Svana reyndist Tryggva afar vel í veikindum hans, sem við erum mjög þakklát fyrir, einnig hafa systur Tryggva verið allri fjöl- skyldunni ómetanlegur styrkur í gegnum árin. Tryggvi fylgdist ætíð vel með því sem við vorum að fást við hverju sinni og gaf okkur góð ráð. Í dag kveð ég tengdaföður minn sem mér þótti mjög vænt um, enda sýndi hann mér alla tíð mikla hlýju og góðvild. Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina, guð geymi þig. Þín tengdadóttir Soffía. Elsku afi minn. Það er sárt að þú skulir vera far- inn frá mér. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá mér að koma til ykkar ömmu Svönu á jóladag að borða með ykk- ur jólahangikjötið og laufabrauðið. Þú verður alltaf í huga mér. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Karen. Látinn er Tryggvi Halldórsson múrari, eftir erfið veikindi hin síð- ari ár. Tryggvi gekk til liðs við Ferða- félag Íslands um 1960. Ekki er of- sagt, að með honum hafi félaginu hlotnast frábær félagi, sem átti að verða einn af burðarásum þess til margra ára. Tryggvi var frábær ferðamaður og fararstjóri, sem lét sér mjög annt um ferðafélaga sína, því vin- sæll mjög. Hann hafði farið mjög víða um landið á vegum F.Í. þá oft- ast sem fararstjóri, enda sóst eftir honum til þeirra starfa. Tryggvi var félagsvera og naut þess að vera með félögum sínum á fjöllum, enda átti hann auðvelt með að halda uppi þeim léttleika, sem einkenndi ferðir hans njög. Hann naut þess að syngja með ferðafélögunum, er komið var á áfangastað, enda hljómaði þá iðu- lega mikill söngur. Hann var sannkallaður gleði- gjafi, sem kunni að láta fólk skemmta sér við yl og söng. Stundum í haust- og vetrar- ferðum gátu veður verið válynd, þannig að menn komust ekki úr húsi. Þá þótti Tryggva gott að láta syngja: Nóttin vart mun verða löng, vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart með yl og söng úti svartamyrkur. (Þórður Kárason.) Þá tók hann virkan þátt í bygg- ingum sæluhúsa F.Í. og viðhaldi þeirra, göngubrúa og göngustíga, svo eitthvað sé nefnt. Var þá aldrei dregið af sér við þau störf. Í þakklætisskyni var Tryggvi gerður að kjörfélaga Ferðafélags Íslands. Nú þegar við ferðafélagsmenn og -konur kveðjum góðan dreng og ferðafélaga, þökkum við samfylgd- ina heils hugar. Eftirlifandi konu hans og að- standendum vottum við dýpstu samúð. F.h. Ferðafélags Íslands. Grétar Eiríksson. Elsku afi, mér þykir leitt að þú ert dáinn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Amen. Þín Berglind Björk. Elsku afi, okkur þótti erfitt að vita að þú værir að fara frá okkur, en núna ert þú kominn á góðan stað, þar sem þér líður vel. Okkur þótti mjög vænt um þig. Þín verður sárt saknað. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín barnabörn Helena, María Kristín og Jóhann Örn. Mig langar að minnast Tryggva með nokkrum orðum. Ég kynntist honum árið 1984 þegar ég hóf sambúð með Árna fóstursyni hans og syni Svönu. Ég kom til þeirra á Háaleitisbrautina um jólin og var heldur kvíðin því hvernig þau tækju á móti þessari stelpu, sem hafði lagt snörur sínar fyrir Árna. En þegar hann heilsaði mér með þessu þétta sterka hand- taki og sposka svipnum sínum, þá hvarf mér allur kvíði. Hann hefur örugglega fundið hvernig mér leið. Þarna kynntist ég traustum og góðum manni. Tryggvi hafði mjög gaman af því að ferðast og vissi mjög mikið um landið sitt, hann talaði oft um Borgarfjörð eystri og svo auðvitað um æskustöðvarnar á Bæjum. Hann var óþreytandi við að sýna mér myndir sem hann hafði tekið á ferðalögum sínum innanlands með Svönu, og sem leiðsögumaður með Ferðafélagi Íslands. Seinni árin ferðuðust þau erlendis og tók Tryggvi þá líka mikið af myndum. Man ég sérstaklega eftir nokkrum þar sem hann var á sjóskíðum og brosandi út að eyrum. Tryggvi TRYGGVI HALLDÓRSSON ✝ Lárus Björnssonfæddist á Heggs- stöðum í Andakílshr. í Borgarf. 3. maí 1916. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 18. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Lárusson bóndi og hrepps- stjóri á Heggsstöð- um, f. 13. okt. 1882 á Kóngsbakka í Helgafellssveit, d. 9. sept. 1965, og Aldís Jónsdóttir, f. 14. apríl 1886 á Stokkseyri, d. 5. nóv. 1968. Föðurforeldrar: Lárus Bjarnarson kennari á Kóngs- bakka og kona hans Rósa Jón- asdóttir. Móðurforeldrar: Jón Grímsson bóndi og hafnsögumað- ur á Stokkseyri og kona hans Ingveldur Jónsdóttir. Þegar Lárus er þriggja vikna flytja foreldrar hans að Ósi í Skil- mannahreppi. Þar elst hann upp ásamt systkinum sínum og var hann næstelstur. Systkini Lárusar eru: Rósa, f. 1915 látin, Ingveldur, f. 1919, Ragnar, f. 1920, látinn, 14. jan. 1949, maki Rósa Halldórs- dóttir, f. 5. febr. 1950. Þau eiga fjögur börn. Fósturdóttir Lárus- ar, dóttir Júlíönnu, er Kolbrún Leifsdóttir, f. 17. okt. 1939, maki Jón Heiðar Magnússon, f. 13. mars 1935. Þau eignuðust fimm börn og er yngsta þeirra látið. Alls eru langafabörnin orðin 33. Júlíanna og Lárus hófu sinn bú- skap inni á Ósi þegar þau giftu sig og bjuggu þar til haustsins 1944 er þau fluttu í eigið húsnæði sem þau höfðu byggt á Heiðarbraut 34 á Akranesi. Vorið 1977 flytja þau að Hjarðarholti 1, en sumarið 1979 flytja þau til Reykjavíkur og búa þar í rúm sjö ár, flytja þá aft- ur á Akranes og hafa búið þar síð- an, síðast á Höfðagrund 27. Síð- ustu sex ár hefur Lárus dvalið á Dvalarheimilinu Höfða. Lárus tók vélstjórapróf 1938 og vann sem vélstjóri á fiskibátum hjá Haraldi Böðvarssyni til ársins 1956. Hann fór þá í vélvirkjanám hjá því fyrirtæki og vann þar áfram bæði til sjós og lands til ársins 1967. Starfaði síðan í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts til ársins 1979. Þá flytja þau hjón til Reykjavíkur og vann hann við vélgæslu hjá Sláturfélagi Suð- urlands til ársloka 1986, flytja þá aftur heim á Akranes. Útför Lárusar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sigurjón, f. 1923, lát- inn, og Ingibjörg Þór- dís, f. 1927, látin. Þessi systkin og for- eldrar þeirra voru yf- irleitt kennd við Ós. Lárus kvæntist 29. nóv. 1941 Júlíönnu Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1918 á Akra- nesi. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Guðmundsson sjó- maður á Akranesi, f. 4. sept. 1884 í Reykja- vík, d. 24. júlí 1938, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1881 á Akranesi, d. 3. mars 1966. Börn Lárusar og Júlíönnu eru 1) Aldís, f. 2. sept. 1942, maki Leifur Rúnar Guðjónsson, f. 16. júní 1943. Þau eiga fjögur börn. 2) Kristín Munda, f. 23. des. 1943, maki Ingvar Sveinsson, f. 15. maí 1943. Þau eiga tvö börn. 3) Björn, f. 2. febr. 1945, maki Sigríður Jóns- dóttir, f. 5. febr. 1954. Þau eiga þrjú börn. 4) Ásta Þórey, f. 25. febr. 1948, maki Björn Gunnar Yngvason, f. 15. maí 1944. Þau eiga fimm börn. 5) Valdimar, f. Elsku besti afi, nú ert þú kominn á þann stað sem þér líður vel. Búinn að fá máttinn aftur og kominn upp til himna. Það er svo ótrúlega margt sem kemur upp í hugann og mig langar bara að segja þér hvað ég elska þig mikið og hversu mikið ég sakna þín. Daginn sem Guð ákvað að fá þig til sín kom ég til þín, tók utan um þig, kyssti þig og strauk fallega andlitið þitt og talaði smá við þig. Þótt þú hafir sofið allan tímann vona ég að þú hafir fundið fyrir mér, elsku afi. Þá stund mun ég varðveita í hjarta mínu. Þegar ég skrifa þessi orð horfi ég á fallega mynd af ykkur ömmu, tár streyma niður kinnar mínar og ég hugsa um svo margt sem ég hef feng- ið að gera með þér, t.d. ferðirnar til Reykjavíkur þegar þið áttuð heima þar. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom til ykkar og amma var að vinna á myndlistarsýningu og þú fórst með mig til hennar og ég var ægilega montin að geta labbað beint inn með þér. Ekki fannst mér heldur leiðinlegt að standa við gluggann og sjá lög- reglubílana þjóta um með blikkandi ljós og sírenurnar á fullu því að það sást aldrei neitt svoleiðis á Skagan- um. En loks fluttuð þið amma aftur upp á Akranes og stundum fengum við systkinin að vera hjá ykkur á Stekkjarholtinu, það var alltaf gam- an. En afi minn, ég varðveiti allar aðr- ar minningar sem ég á um þig í hjarta mínu og kveð þig með þessu sálm- versi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, LÁRUS BJÖRNSSON Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.