Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 35
hafði mjög gaman af að vera á gönguskíðum og keppti í þeirri grein, þess báru merki bikararnir á hillunni og verðlaunapeningarnir sem voru á veggnum við hliðina á stólnum hans. Þegar við Árni eignuðumst okk- ar börn þá kölluðu þau hann alltaf Tryggva afa og var gott samband á milli þeirra. Hann leyfði þeim allt- af að strjúka uppstoppuðu rjúp- unni og öndinni sem voru í glugg- anum á ganginum á Háaleitisbrautinni, og marglitu steinarnir sem voru í skápnum hans voru mjög vinsælir. Hann hafði líka gaman af að sýna okkur útsýnið úr gluggunum á Háaleit- isbrautinni, en þaðan sá yfir Reykjavík og á Snæfellsjökul sem var honum mjög kær. Þegar heilsu Tryggva fór að hraka fluttust þau Svana á Snorra- brautina og hafði hann áfram gott útsýni, sem var honum mjög mik- ilvægt. Var þá líka stutt í Sund- höllina en hin síðari ár var sundið mjög stór þáttur í lífi hans. Við Árni minnumst Tryggva með hlýhug og sendum aðstand- endum hans samúðarkveðjur. Anna Halldóra Sigtryggsdóttir. Elsku Tryggvi afi. Ég mun aldrei gleyma brosinu á vörum þínum í hvert sinn sem ég kom og heilsaði þér eða kvaddi með kossi. Þegar þið amma fóruð í Hvera- gerði á sumrin þá gengum við um og skoðuðum staðinn, og þurfti Svana amma alltaf að fá að taka mynd af þér með okkur krökk- unum undir trjánum þar. En núna ertu farinn á betri stað og ég veit að þú munt ætíð fylgjast með mér. Þín afastelpa Svanhildur Anna. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 35 ✝ Brynhildur Krist-insdóttir fæddist í Jörva á Húsavík 17. júní 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Sig- urpálsson búfræðingur og verkstjóri frá Útibæ í Flatey á Skjálfanda, f. 30. júní 1878, d. 6. október 1961, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir, sauma- kona, f. 19. maí 1887, d. 18. októ- ber 1981. Alsystkini Brynhildar eru: Dóróthea, húsfreyja á Akur- eyri, f. 15. janúar 1914, d. 18. des- ember 1995; Bjarni, afgreiðslu- maður og bifreiðastjóri á Akureyri, f. 30. des. 1916, d. 15. júlí 1975; Rannveig, húsfreyja, Reykjavík, f. 21. júlí 1918; Aðal- heiður, húsfreyja í Reykjavík, f. 22. nóv. 1920; Jón , kennari og skólastjóri, f. 17. maí 1925, d. 24. desember, 1997; Marsilía, hús- freyja, Reykjavík, f. 19. septem- ber 1929. Hálfsystkin Brynhildar, samfeðra, voru: Valdimar, sýslu- skrifari á Húsavík, f. 23. febrúar 1901, d. 1. janúar 1985, og Sig- fríður, húsfreyja á Húsavík, f. 23. ágúst, 1903, d. 29. júlí, 1979. Hinn 8. september 1934 gekk Brynhildur að eiga Jóhann Sig- urðsson, smið, frá Göngustöðum í Svarfaðardal, f. 2. október 1910, d. 19. maí 2001. Brynhildur og Jó- hann eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Sigurður Óskar, f. 7. júlí 1935, d. 23. febrúar 1959 í Þýska- landi. 2) Kristinn Gunnar, f. 21. desember 1936. Kona hans er Guðbjörg Sigurðardóttir og þeirra börn eru Sigurður, f. 24. nóvember 1963, Brynhildur, f. 1. desember 1965, og Gunnar, f. 14. mars, 1967. 3) Arn- grímur Brynjar, f. 7. apríl 1940, kvæntur Þóru Guðmunds- dóttur, dóttir þeirra er Thelma, f. 19. des- ember 1986, og fóst- urdóttir Arngríms er Vilhelmína Vil- hjálmsdóttir, f. 6. mars 1978. Dætur Arngríms og Matt- hildar Sigurlaugar- dóttur, fyrrverandi eiginkonu, eru Sig- urlaug Brynja, f. 21. maí 1962, og Sigrún Arna, f. 30. nóvember 1966. Börn Arngríms og Hrafnhildar Gunn- arsdóttur fyrrverndi eiginkonu eru Ragnheiður, f. 24. nóvember 1971, og Gunnar, f. 20. júlí 1974. 4) Ingi Þór, f. 26. september, 1944. Börn hans og fyrrum eiginkonu Ernu Pétursdóttur eru Jóhann, f. 25. apríl 1964, Pétur, f. 1. desem- ber 1965, og Hildur Erna, f. 17. júní 1974. 5) Davíð, f. 30. maí 1952. Sambýliskona hans er Þór- dís Ósk Sigtryggsdóttir. Börn Davíðs og fyrrverandi eiginkonu, Margrétar Einarsdóttur, eru Berglind Hólm, f. 9. september 1969, d. 1. september 1973, Berg- dís Hólm, f. 21. september 1971, Einar Hólm, f. 21. júlí 1974, og Nanna Hólm, f. 29. mars 1981. Barnabarnabörn Brynhildar og Jóhanns eru 18. Eftir fyrstu búskaparárin á Dalvík fluttu Brynhildur og Jó- hann til Akureyrar og áttu þar heima alla tíð síðan. Brynhildur helgaði stóru heimili krafta sína lengst en eftir að fækkaði heima hafði hún um árabil umsjón með kaffistofu starfsfólks Landsbank- ans á Akureyri. Útför Brynhildar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma. Nú ertu farin yfir í betri heim. Ég mun sakna þín mik- ið og sérstaklega á 17. júní, þar sem við áttum báðar afmæli þann dag. Ég minnist þess þegar farið var í kaffi á sautjándann í Lönguhlíð- ina. Alltaf glæsilegt kaffiborð og veitingar. Öll fjölskyldan saman- komin á gleðistund. Við áttum ýmislegt sameiginlegt ég og amma og ég fékk þann heið- ur að fá seinni hlutann af nafninu hennar þegar ég var skírð. Við höfðum báðar áhuga á að vera fín- ar. Amma var alltaf vel til höfð. Eftir að ég lærði snyrtifræði reyndi ég að halda ömmu vel til. Ekki það að hún þyrfti á því að halda, því hún var alltaf svo glæsi- leg. Með uppsett silfurlitað hárið, snyrtar augabrúnir, lakkaðar negl- ur og fín í tauinu. Snyrtimennska ömmu var einstök og sennilega hef ég smitast dálítið af henni. Í bernsku fór ég mjög oft í Lönguhlíðina til afa og ömmu í pössun eftir skóla. Þar var ým- islegt brallað, þar á meðal bakaðar jógúrtkökur, sírópskökur og annað góðgæti. Spilað og lagður kapall. Einnig fékk ég að fara með í Hús aldraðra sem var æðisleg skemmt- un. Á framhaldsskólaárunum var reglulega farið í mat til ömmu og hélt hún mér, sísvöngum náms- manninum, vel í holdum. Enda BRYNHILDUR KRISTINSDÓTTIR maturinn hennar ömmu besti mat- ur í heimi og ekki má gleyma laug- ardagsgrautnum sem brást aldrei og allir voru velkomnir. Amma var alltaf í góðu skapi. Hún vildi allt fyrir alla gera og hjálpaði mér í gegnum ýmsa erf- iðleika. Í sumar var hún á spítala í Reykjavík og reyndi ég að heim- sækja hana á hverjum degi. Þá náðum við að spjalla um heima og geima. Hún var ótrúlega minnug og hún mundi alla afmælisdaga allrar fjölskyldunnar, sona sinna, allra barnabarna og barnabarna- barna. Hún gat endalaust sagt mér sögur úr bernsku sinni, þegar hún var að byrja að búa og um strákapör sona sinna. Merkilegt þykir mér að hún hafi haldið söns- um með fimm stráka sem voru rosalega stríðnir og gerðu ýmis- legt sem ekki mátti. Yndislegir strákar sem urðu að góðum mönn- um og einn þeirra er faðir minn sem er dásamlegur. Amma þér tókst, þrátt fyrir lætin í þeim, að gera þá ágæta. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú skilur eftir stórt skarð í hjarta mínu. Guð veri með okkur öllum. Hildur Erna Ingadóttir. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, ég hitti þig síðar og ég veit að þú tekur á móti mér þegar minn tími kemur. Elsku amma, pabbi, Aldís, Kristín, Björn, Ásta og Kolla, megi Guð vera með ykkur öllum. Þín afastelpa Lára Dóra Valdimarsdóttir. Afi er dáinn. Sárt þykir mér að hafa ekki náð að kveðja þig. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég og foreldrar mínir bjuggum hjá þér og ömmu á Heiðar- brautinni þegar ég var þriggja til fimm ára en því miður man ég ekki mikið frá þeim tíma. Ég man hvað ég var leið þegar ákveðið var að selja hús- ið því mér þótti svo vænt um þetta hús og á þaðan margar góðar minningar. Um tíma bjugguð þið amma í Reykja- vík og fékk ég stundum að fara í helg- arferð til ykkar og þá fórum við oftast á myndlistarsýningu í listasafni ASÍ en þar vann amma stundum um helg- ar. Sem betur fer fluttuð þið aftur á Skagann og samverustundirnar urðu margar á Stekkjarholtinu. Ég fór að vinna í Stykkishólmi hjá Eyjaferðum sumarið 1990 og komst þú ásamt ömmu, mömmu og pabba í heimsókn til mín. Við fórum í siglingu um eyj- arnar og man ég að þér þótti þessi ferð stórkostleg. Þú veiktist síðan á nýárs- dag 1991, eftir það fórstu lítið og er ég ánægð að þú gast heimsótt mig í Hólminn. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði en líka gleði því ég veit að nú ert þú kominn á stað þar sem þér líður vel og hleypur um allt eins og þú varst vanur. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Ég bið Guð að styrkja ömmu og aðra aðstandendur. Þín sonardóttir María Valdimarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Tryggva Halldórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegi maðurinn minn og faðir okkar, HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON, Krókabyggð 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 13.30. Guðbjörg Sumarliðadóttir, dætur og fjölskyldur þeirra. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, REYNIR VILHELMSSON, Skarðshlíð 11c, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar Akureyri. Eysteinn Vilhelm Reynisson, Jórunn Marinósdóttir, Páll Birkir Reynisson, Kristín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs sonar okkar, stjúpsonar og bróður, VICTORS PÁLS JÓHANNSSONAR. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Margrét Ormsdóttir, Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, Almar Yngvi, Daníel Aron og fjölskyldur. Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ÁRÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 28. nóvember kl. 13.30. Hörður H. Bjarnason, Ása Lilja Arnórsdóttir, Sveinn M. Guðmundsson, Sigríður Ása Harðardóttir, Þröstur Hjartarson, Bjarni Einar Harðarson, Ebru Günaydin, Katla Guðrún Harðardóttir og barnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, GUÐNÝ HREIÐARSDÓTTIR, Þrastanesi 3, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardag- inn 22. nóvember. Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Auður Helga Hafsteinsdóttir, Karl Stefánsson, Rannveig Kristín Hafsteinsdóttir, Haukur Ragnar Hauksson, Hulda Fanný Hafsteinsdóttir, Kjartan B. Kristjánsson, ömmubörn og langömmubörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.