Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 50
Heimildarmynd um herstöðina sýnd í Bæjarbíói HEIMILDARMYNDIN Mið- nesheiði, saga herstöðvar í herlausu landi verður sýnd á vegum Kvik- myndasafns Íslands í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld og á laugardag- inn. Höfundur er Sigurður Snæberg Jónsson en um er að ræða 90 mín- útna langa mynd frá árinu 1987. Myndin var lengi í vinnslu þannig að fyrstu tökur eru eldri. Myndin fjallar um hlutverk hersins í tengslum við varnir í Norður- Atlantshafi og hvernig Ísland yrði varið ef til stríðsátaka kæmi. Einnig er fjallað um áhrifin sem vera hersins hefur á íslenskt samfélag og þá sér- staklega nágrannabyggðir herstöðv- arinnar. „Kvikmyndasafnið væntir þess að sýning myndarinnar geti orðið for- vitnilegt innlegg í umræðuna nú um veru bandaríska hersins hér á landi,“ segir í tilkynningu frá safninu. Leikstjórinn Sigurður Snæberg tekur undir það. „Hún virðist eiga mjög vel við núna,“ segir hann en myndin var sýnd í Sjónvarpinu ’87 og hefur ekki verið sýnd síðan. „Þetta er kjörið tækifæri til að sjá hana. Mynd- in hefur elst mjög vel finnst mér, þó ég segi sjálfur frá. Umræðan í þjóð- félaginu í dag er mjög áþekk um- ræðunni í myndinni,“ segir hann. „Ástæðan til að ég fór út í þetta var sú að ég var við nám og störf í Banda- ríkjunum og kynntist því hvað þeir eru strangir hvað varðar innflytj- endur,“ rifjar hann upp. „Svo eru þeir með hermenn heima hjá mér en eru með stæla við mig út af tittlingaskít.“ Sigurður Snæberg ítrekar að hann hafi ekki verið virkur herstöðvarand- stæðingur og segir að myndin snúist ekki um að senda herinn burt, heldur vekja umræður um hlutverk hans. „Markmiðið með myndinni var að skoða þetta mál og ýta undir umræð- ur. Það sem kemur vel fram í mynd- inni er atvinnuástandið. Þarna eru menn að segja fyrir 16, 17, 18 árum síðan að helsta vandamálið á Suð- urnesjum sé að atvinnuppbygging þar hafi setið á hakanum vegna her- stöðvarinnar. Og núna standa málin þannig að það er búið að segja upp hundrað manns á Keflavíkurflugvelli og menn hafa miklar áhyggjur af því vegna þess að það er enga aðra vinnu að hafa.“ Hlutverk og áhrif Morgunblaðið/Þorkell Hermenn frá Varnarliðinu í þyrlu á sveimi yfir Reykjanesskaga. Miðnesheiði, saga herstöðvar í herlausu landi, verður sýnd í Kvikmyndasafni Íslands í Bæj- arbíói í Hafnarfirði í dag kl. 20 og á laugardaginn kl. 16. Miðasala opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 kr. 50 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 kl. 5.40, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Beint átoppinn í USA! Will Ferrell  Kvikmyndir.com Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Beint átoppinn í USA! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 8. B.i. 10.Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6. HINN alræmdi dómari úr Americ- an Idol, Simon Cowell, heldur því fram að meinlegar athugasemdir hans séu til þess fallnar að byggja upp, en ekki að brjóta niður þá keppendur sem koma fram í þætt- inum. Cowell liggur ekki á skoðunum sínum varðandi tónlistargeirann og American Idol í hinni hreinskilnu bók I Don’t Mean to Be Rude, But ..., sem mun koma út 2. desember nk. í Bandaríkjunum. Hann segist vera ánægður með bókina og stend- ur við allt sem þar kemur fram. „Það sem ég geri í þáttunum er að miðla af reynslu minni. Ég hef lært meira af fólki sem segir mér sannleikann í stað þess að hlaða mig lofi sem ég á ekki skilið. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að gera það sama í mínu starfi og þegar ég dæmi keppendur.“ Bókin skiptist í þrjá hluta: „Ævisaga Cowells“, þar sem seg- ir frá fjölskyldu hans og leið hans til frægðar og frama; „Slúður úr American Idol“; og loks gefur hann upprennandi stjörnum góð ráð. „Vondi“ Idol-dómarinn Segist byggja upp en ekki brjóta niður Simon Cowell segist ekki vera vondur í eðli sínu. NOISE er tiltölulega ung rokksveit, leidd af tvíburunum Stefáni og Einari Vilberg sem báðir eru á nítjánda ári. Sveitin var stofn- uð í ársbyrjun 2001 en fyrst vakti hún eft- irtekt þegar hún tók þátt í Músíktilraunum það árið. Komst hún þá í úrslit. Allar götur síðan hefur sveitin reglulega haldið tón- leika hér og þar á höf- uðborgarsvæðinu. Nú er komin út fyrsta plata sveitarinnar og nefnist hún Pretty Ugly. Stefán, sem er bassaleikari sveit- arinnar, segir að sjálfar upptök- urnar fyrir plötuna hafi ekki tekið langan tíma en eftirvinnsla og það að koma gripnum út hafi tafist vegna fjárskorts. „Framleiðslukostnaður er svo mikill,“ segir Stefán. „Platan er eig- inlega búin að vera tilbúin í átta mánuði.“ Það vekur athygli að Ragnar Sól- berg sér að mestu um trommuleik á plötunni. Ragnar er aðalsprautan í Sign, þar sem hann leikur á gítar og syngur. „Við höfðum heyrt að hann væri góður trommari. Ég prófaði að hringja í hann og þetta virkaði mjög vel. Hann er þrusutrommari,“ segir Stefán. Platan var tekin upp í hljóðveri Rafns Jónssonar sem jafnframt gef- ur plötuna út undir merkjum R&R Music. Á bandarískan safndisk „Við sáum um alla hönnun á plöt- unni sjálfir en filmuvinna og fram- leiðsla hljóp á hundruðum þúsunda,“ segir Stefán. „En þetta er það sem við viljum gera. Við erum að vinna að draumnum.“ Nafn Noise hefur verið áberandi undanfarið í tónleikahaldi. Stefán segir þá engu að síður hafa tekið sér hálfs árs hlé í fyrra vegna manna- breytinga. Nú er gamli trommarinn, Hálfdán Helgi Harðarson, hins veg- ar genginn til liðs við sveitina á nýj- an leik. Faðir Stefáns og Einars er Einar Vilberg, tónlistarmaður. Stefán seg- ir þá staðreynd hafa hjálpað þeim frekar en hitt. „Hann styður okkur með ráðum og dáð og hvetur okkur áfram.“ Tónlist Noise er óneitanlega undir sterkum áhrifum frá bandaríska gruggrokkinu. „Við byrjuðum í þessu öllu saman útaf Nirvana,“ útskýrir Stefán. „Við erum miklir gruggarar og hlustum mest á þannig tónlist. Mér finnst tónlistin okkar í dag þó vera aðeins þyngri og tilraunakenndari en í blá- byrjun. Við vorum pínulitlir þegar við fórum að hlusta á Nirvana þann- ig að það hlýtur að hafa áhrif.“ Pretty Ugly verður fylgt eftir næstu mánuði með tónleikum. Lagið „Freeloader“ er þá að koma út á safndiski í Bandaríkjunum sem verður dreift til yfir 150 útvarps- stöðva þar í landi. Noise kynnir Pretty Ugly á Gauknum Það er hart að vera rokkari Noise heldur útgáfutónleika á Gauknum í kvöld. Útgáfutónleikar vegna Pretty Ugly eru í kvöld á Gauk á Stöng og hefjast kl. 22.00. Lokbrá hit- ar upp. Aðgangur er ókeypis og diskurinn verður til sölu á sér- stöku tilboðsverði. arnart@mbl.is Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.