Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 49 STÍLL 2003, hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppni félagsmið- stöðvanna, fór fram í Íþróttahúsi Digraness í Kópavogi á laugar- daginn. Heppnaðist keppnin vel, að sögn Margrétar Ægisdóttur, eins skipuleggjenda, en alls tóku um 160 unglingar frá 42 félagsmið- stöðvum þátt í henni. Kópavogsbúar voru sigursælir og skipuðu sér í þrjú efstu sætin. Í fyrsta sæti var félagsmiðstöðin Mekka, í öðru sæti var Jemen og Igló skipaði sér í þriðja sætið. Jemen fékk einnig verðlaun fyrir hönnun, en Vitinn Lækjó í Hafn- arfirði fékk sérstök verðlaun fyr- ir förðun og Vitinn Víðó í Hafn- arfirði fyrir hár. Þemað að þessu sinni var eldur. Ein fyrirsæta sýndi hönnun frá hverjum hópi. Fötin voru tilbúin fyrirfram en unnið var með hár og farðað á staðnum. Á meðan var skemmtidagskrá á sviði, sem lauk með sýningu á afrakstri dagsins og verðlaunaafhendingu. Morgunblaðið/Kristinn Félagsmiðstöðvar úr Kópavogi skipuðu þrjú efstu sætin. Frá vinstri, Jemen 2. sæti, Mekka 1. sæti og Igló 3. sæti. Stíll 2003 Kópa- vogsbú- ar sigur- sælir Sýning var haldin á afrakstri dagsins í lok keppn- innar en þemað að þessu sinni var eldur. Félagsmiðstöðin Vitinn Lækjó fékk sérstök verðlaun fyrir förðun. Í KVÖLD, í Tónabæ, verða sann- arlega veglegir harðkjarnatón- leikar. Give Up the Ghost, sem áttu að spila hér í maí á þessu ári, munu leiða þessa veislu, en margir nög- uðu sig í handarbökin er tónleikum þeirra í vor var aflýst vegna óvið- ráðanlegra orsaka. Einnig leika samborgarar þeirra frá Boston, The Hope Conspiracy, en báðar sveitir leika það sem mætti kalla melódískt harðkjarnarokk. G.U.T.G. hefur mikið verið hampað undanfarin misseri og koma þeirra hingað er ekkert minna en hvalreki. Ásamt þessum tveimur leika fjór- ar innlendar sveitir, allar ólíkrar ættar. Þær eru I Adapt (tilfinn- ingaþrungið og melódískt pön- krokk), Dys (sígilt pönk í anda Crass og Rudimentary Peni), And- lát (níðþungt „metalcore“) og Fighting Shit (óskilgreinanlegur stuðkjarni). G.U.T.G. leika hraðan og ofur- melódískan harðkjarnann, þar sem söngvarinn ber hjartað utan á brjóstvasanum. Textarnir fjalla þannig meira um persónulega sigra og sorgir fremur en pólitísk deilu- mál. Gott orðspor G.U.T.G. er til- komið vegna stöðugrar spila- mennsku þar sem allt er gefið. Það er helst að sveitir eins og Earth Crisis og Minor Threat komi upp í hugann, þegar maður heyrir G.U.T.G. Önnur breiðskífa sveitar- innar, We’re Down Til We’re Und- erground, kom út í liðnum sept- ember. The Hope Conspiracy er reist á grunni tveggja sveita, Piecemeal og Harvest. Önnur breiðskífa sveitar- innar, Endnote, kom út í fyrra. Tónlist sveitarinnar er ekki ósvipuð og sú sem G.U.T.G leikur, melód- ískur og einlægur harðkjarni og hefur sveitin túrað mikið undan- farna mánuði og það um allar triss- ur. Give Up The Ghost kom með nýja strauma í harðkjarnann á sínum tíma. Give Up The Ghost og Vegleg harðkjarnaveisla Tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ald- urstakmark er ekkert og tónleik- arnir fara fram í Tónabæ, eins og áður segir. arnart@mbl.is The Hope Conspiracy á Íslandi bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.