Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Símaefni VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Hjá okkur fær›u efni til símalagna w w w .d es ig n. is © 20 03 Lögmaður á landsbyggðinni | Berglind Svavarsdóttir hdl. mun fjalla um starf og starfsskilyrði lög- manna á landsbyggðinni á Lög- fræðitorgi félagsvísinda- og laga- deildar Háskólans á Akureyri í dag, þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður í Þing- vallastræti 23, stofu 14. Berglind mun fjalla um starf lög- manna almennt og starfsumhverfi lögmanna á landsbyggðinni og þeirra sem starfa á Reykjavík- ursvæðinu. Einnig mun hún gera að umtalsefni lágt hlutfall kvenlögfræð- inga í lögmennsku.    Tilburðir til innrásar | Hópur ungmenna var með ógnanir og til- burði til innrásar á heimili á Ak- ureyri aðfaranótt laugardags að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en hún var kvödd að húsinu. Voru allir á bak og burt þegar lögregla kom á staðinn, en nokkrir náðust síðar og töldu þeir sig eiga harma að hefna við einn íbúa hússins.    Ætluðu að innheimta skuld | Kvartað var til lögreglu undan stöðugum símhringingum með hót- unum um að leggja heimili manns í rúst, yrði hann ekki við kröfum þess sem hótaði um að greiða peninga sem hann taldi sig eiga útistandandi hjá manninum. Nokkru eftir þessa tilkynningu hringdi nágranni mannsins og sagði tvo menn standa við dyr hans, annan vopnaðan horna- boltakylfu. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt, en númer á bíl sem þeir voru á náðist. Voru þeir handteknir síðar og færðir til yfirheyrslu, en í dagbók lögreglu segir að hin meinta skuld tengist gömlum bílaviðskiptum rukkarans og þriðja manns.    Hressingardvöl | Starfsmaður sjoppu á Akureyri tilkynnti um tvo menn í annarlegu ástandi í verslun sinni á sunnudagskvöld og væri þeir með uppivöðslusemi við af- greiðslufólk og hótuðu því öllu illu. Þegar lögregla kom á staðinn svör- uðu mennirnir engu nema skætingi og hafði annar þeirra á orði að leggja staðinn, og raunar bæinn allan, í rúst og berja vel á lögreglumönnum, því hann hresstist allur við það. Í dagbók lögreglu kemur fram að hann hafi verið handtekinn og færð- ur á lögreglustöð þar sem hann var látinn gista fangageymslur sér til hressingar.    Tölvum og timbri stolið | Eitt- hvað hefur verið um innbrot og þjófnaði síðustu daga að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Akr- ureyri. Þannig var tveimur bor- vélum, timbri og sandi stolið úr ný- byggingu í Teigahverfi, brotist var inn í íbúðarhús á Brekkunni og stolið tveimur tölvum, fartölvu, skjá og stafrænni myndavél auk lyfja og loks má nefna að hurð var brotin í stigagangi í blokk, en frekari skemmdir ekki unnar. MEÐAL þess sem kynnt verður á ráðstefnu um samgöngubætur, samfélag og byggð í Háskólanum á Akureyri á föstudaginn er hug- mynd um að gera göng undir Vaðlaheiði og virkja Fnjóská í þeim sömu göngum. Það er Jón Þorvaldur Heið- arsson hagfræðingur sem ræðir málið og kynnir jafnframt meist- araverkefni sitt í hagfræði sem fjallar um þessa hugmynd hans. Grétar Þór Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Byggðarannsókna- stofnunar Íslands við Háskólann á Akureyri, hyggst spyrja þeirr- ar spurningar hvort samgöngu- framkvæmdir séu atvinnubóta- vinna og tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar, Hjalti Jóhannes- son og Kjartan Ólafsson, flytja framsöguerindi sem byggjast á rannsóknum sem stofnunin hefur gert. Þá verður fjallað um sam- gönguframkvæmdir frá sjónar- hóli hinna ýmsu landshluta; Gunnar Vignisson frá Þróunar- stofu Austurlands, Páll Brynjars- son, bæjarstjóri í Borgarbyggð, Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj- arstjóri á Blönduósi, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, gera það. Þór Eyþórsson talar líka. Bergþór Ólafsson, aðstoðarmað- ur samönguráðherra, ávarpar einnig samkomuna, svo og Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Skráningu á ráðstefnuna lýkur á morgun. Vaðlaheiðargöng virkjuð? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 UNGLINGARÁÐ knattspyrnu- deildar Þórs hefur rekið knatt- spyrnuskóla í vetur í samstarfi við grunnskólanna í Glerár-, Síðu- og Giljahverfi. Knattspyrnuskólinn býður upp á æfingar og fræðslu fyrir stráka í 9. og 10. bekk, eða 3. flokki karla. Einnig stóð strákum í Odd- eyrarskóla til boða að taka þátt í starfi skólans en þar var enginn í þessum aldursflokki að æfa, að sögn Sigurjóns Magnússonar formanns unglingaráðs knattspyrnudeildar Þórs. Hátt í 30 strákar í hinum skól- um þremur eru í knattspyrnuskól- anum og er Sigurjón mjög ánægður með þátttökuna. Hann sagði að um frumkvöðlastarf væri að ræða, alla vega væri sér ekki kunnugt um að knattspyrnuskóli væri rekinn með þessum hætti annars staðar á land- inu. Fyrsti fræðslufundur skólans í vetur fór fram í Hamri sl. laugardag og voru fyrirlesarar þeir Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari A-landsliðs karla, Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari U-21 árs liðs karla og fyrr- um atvinnumaður í knattspyrnu og Sigurjón Magnússon formaður ung- lingaráðs. Logi fræddi strákana um hvernig staðið væri að landsliðs- málum, undirbúningi, leikskipulagi og hverjar helstu áherslur hans og Ásgeirs væru með hópinn. Einnig ræddi Logi um hvaða atriði ungir knattspyrnumenn þyrftu að hafa í lagi ætluðu þeir sér að ná langt í fót- boltanum. Eyjólfur fór í gegnum líf atvinnumannsins, hvað þarf að gera til að vera búinn undir að komast í atvinnumennsku og hvað hann þurfti að leggja á sig til að ná ár- angri. Eyjólfur svaraði síðan spurn- ingum strákanna sem höfðu mikinn áhuga á að vita sem mest um at- vinnumennskuna, allt frá því hvern- ig þjálfunin byggðist upp til þess hver launin væru. Þá gerði Sigurjón grein fyrir uppbyggingu knatt- spyrnuskólans, hugmyndafræðinni á bak við hann og hvert hlutverk strákanna er í skólanum. Knattspyrnuskóli Þórs er við- urkennd valgrein í skólum og er ein æfingin á skólatíma og inni í stunda- skrá. Fyrsta starfsárið er skólinn eingöngu fyrir stráka í 9. og 10. bekk. Sigurjón sagði að í framtíðinni væri ætlunin að stelpur ættu einnig aðgang að skólanum, sem og yngri börn. Það er Páll Viðar Gíslason kennari í Síðuskóla sem haft hefur stjórn skólans með höndum. Góðir gestir í heimsókn Morgunblaðið/Kristján Góðir gestir: Eyjólfur Sverrisson og Logi Ólafsson með strákunum í Knattspyrnuskóla Þórs, en Eyjólfur og Logi voru fyrirlesarar á fyrsta fræðslufundi. Knattspyrnuskóli Þórs er viðurkennd valgrein og æfingar í stundaskrá FJÖLDI fólks lagði leið sína á úti- lífssýninguna Vetrarsport 2004 í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Það er Félag vélsleða- manna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýninginni og nú var hún haldin í 17. sinn. Vélsleðar og búnaður tengdur þeim settu sem fyrr mest- an svip á sýninguna en þar var einnig margt annað að sjá, sem strákar á öllum aldri eru hvað hrifnastir af. Markmiðið með sýn- ingunni er að efla áhuga fólks á úti- vist að vetrarlagi og sýna það helsta sem fólk þarfnast til útiveru og ferðalaga. Margt að sjá fyrir stráka á öllum aldri Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.