Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 39 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala HRAUNVANGUR VIÐ HRAFNISTU, HAFNARFIRÐI Glæsilegar fullbúnar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri við Hraunvang við Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða glæsilegar fullbúnar íbúðir á fyrstu og þriðju hæð, 75 fm og 113 fm. Íbúðirnar eru sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Húsin standa við Hrafnistu í Hafn- arfirði og njóta íbúarnir öryggis og þjónustu frá heimil- inu. • Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. • Einstakt útsýni og skemmtilegar gönguleiðir. • Fjölbreytt þjónusta frá Hrafnistu s.s. félagsstarf og skemmtiferðir. • Völ er á neyðarþjónustu allan sólarhringinn. • Samkomusalur og útivistarsvæði. • Lyftur og bílageymsla. • Innangengt í Hrafnistu. Íbúðirnar eru boðnar til leigu sem er nýr valkostur í húsnæðismálum eldri borgara. Auk leigu er greitt fyrir afnotarétt og er sú greiðsla verðtryggð og fæst endur- greidd við flutning samkvæmt nánari reglum. Allar upp- lýsingar veita sölumenn Hraunhamars, einnig er hægt að nálgast upplýsingar á hraunhamar.is eða mbl.is.  FJÖLNIR 6003112519 III  HLÍN 6003112519 IV/V Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Skóga- og Seljahverfis verður haldinn þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00 í Álfabakka 14, 3. hæð, Félagsheimili Sjálfstæð- isfélaga í Breiðholti. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. ATVINNUHÚSNÆÐI 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Miðvikud. Bænastund kl. 20. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Laugard. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb. 1  15311258- E.T.2.Kk. Félagsfundur Læknafélags Reykjavíkur Almennur félagsfundur verður haldinn mið- vikudaginn 26. nóvember kl. 20-22 í húsnæði læknafélaganna, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Dagskrá. 1. Staða samninga LR við TR kynnt. 2. Staða sjálfstætt starfandi sérfræðilækna um áramót kynnt. 3. Önnur mál. Stjórn LR.  EDDA 6003112519 I R A Ð A U G L Ý S I N G A R Nordplus ný menntaáætlun norrænu ráðherra- nefndarinnar tekur gildi í janúar 2004 af því tilefni stendur Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins fyrir kynningarfundi á Nordplusáætluninni í Norræna húsinu fimmtudaginn 4. desember kl 14:30 Allir áhugasamir um norræna samvinnu á sviði menntamála eru velkomnir. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku með því að skrá ykkur á vefsíðu www.ask.hi.is/page/sprogreg eða í síma 5254311 fyrir 2. desember n.k. Dagskrá fundarins: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra flytur ávarp. Nordplusáætlanirnar Ulla-Jill Karlsson frá nor- rænu ráðherranefndinni. Kynning á einstökum þáttum Nordplusáætlun- arinnar  Nordplus - fyrir háskólastigið  Nordplus tungumálaáætlun  Nordplus junior -fyrir grunn- og fram- haldsskóla  Nordplus fullorðinsfræðsla  Nordplus nágrannar -samstarf við Eystr- asaltsríkin og NV-Rússland Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur nokkur lög. Léttar veitingar Upplýsingar um Nordplus áætlanirnar fást á www.ask.hi.is ATVINNA mbl.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is Í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um vændisfrumvarpið sl. sunnudag misritaðist orð í setningu sem var höfð eftir Gunnlaugi Jónssyni í Frjálshyggjufélaginu og hann sagður telja heillavænlegra að einblína á vandamálið sjálft en að einblína á or- sök þess. Rétt er að Gunnlaugur telur heillavænlegra að einblína á vanda- málið sjálft en á afleiðingar þess. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangar upplýsingar um verk Mozarts Rangar upplýsingar voru um verk eftir Mozart sem flutt var á tónleikum í Bústaðakirkju sl. sunnudag. Klarin- ettukvintettinn kv 581 fyrir klarinettu og strengi er fjórir kaflar, saminn fyr- ir bassethorn. Flutt var upprunaleg útgáfa verksins fyrir bassettklarin- ettu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kári Halldór leikstýrði Í umsögn um sýningu Íslensku óp- erunnar á Werther eftir Massenet í blaðinu í gær láðist að geta leikstjór- ans, Kára Halldórs, í upptalningu á listrænum stjórnendum. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Gylfi Zoëga prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands mun í dag þriðjudag 25. nóvember kl. 12.00 flytja innsetningarfyrirlestur sinn, í Odda, stofu 101. Þar mun Gylfi gera grein fyrir niðurstöðum rann- sókna sinna og meðhöfunda á orsök- um langtímasveiflna atvinnustigs og framleiðslu. Spurningar sem hann leitast svara við eru m.a.: Af hverju er atvinnuleysi jafnt hátt og raun ber vitni á meginlandi Evrópu? Af hverju hefur hátt atvinnustig í Bandaríkj- unum undanfarin ár ekki valdið vax- andi verðbólgu? Hvers konar stofn- anaumhverfi er vænlegast til þess að örva atvinnu og hagvöxt þegar til lengri tíma er litið? Allir velkomnir. „Af hverju ritaði Snorri Eglu?“ Í dag þriðjudaginn 25. nóvember klukk- an 20:30 mun dr. Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, halda fyrirlestur sem hann nefnir: ,,Af hverju ritaði Snorri Eglu?“. Fyrirlest- urinn verður fluttur í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Í fyrirlestrinum mun Torfi ræða lít- illega þau rök sem færð hafa verið fyr- ir því að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu Skalla-Grímssonar og bæta nokkrum nýjum við. Þá mun Torfi lýsa hugmyndum sínum um eðli sög- unnar sem bókmenntatexta frá mið- öldum. Einnig reynir hann að henda reiður á hvaða aðstæður í lífi Snorra og í íslensku samfélagi Sturlungaaldar kunni að hafa leitt til þess að saga á borð við Egils sögu var sett saman. Aðgangseyrir er 500 kr, og verður boðið upp á kaffi í hléi. Erindi í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands, Anna Agnars- dóttir sagnfræðingur heldur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Ís- lands, Hvað er (um)heimur?, í dag, í Norræna húsinu og hefst það kl. 12:05. Erindið nefnist Ísland í klóm imperíalismans og lýsir Anna efni þess á þennan hátt: Hvað er imperíalismi? Hvernig snart hann Ísland? Hvaða þjóðir ásældust Ísland? Og af hverju? Hvaða hlutverk spilaði Ísland á sviði alþjóðastjórnmála fyrr á öldum? Var Ísland með “hlutverk“? Af hverju lögðu Bretar ekki Ísland undir sig fyrr en í síðari heimsstyrjöld? Af hverju vildu Danir halda dauðahaldi í Ísland eftir að þeir þurftu að borga með land- inu?. Fjallað verður um áhuga ýmissa þjóða á að ná Íslandi á sitt vald allt frá Pétri mikla til Napóleons. Hér koma Austurríkismenn og Rússar á 19. öld til sögunnar auk, eins og við mætti bú- ast, nýlenduveldanna Bretlands og Danmerkur. Opið hús hjá Skógræktarfélagi Ís- lands. Í kvöld þriðjudaginn 25. nóv- ember kl. 20.00 standa skógrækt- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu fyrir opnu húsi í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Þetta er annar fundur vetrarins í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Kaupþings- Búnaðarbanka og er í umsjón Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Dagana 28. september til 5. október s.l. ferðaðist 50 manna hópur um Írland, þrír þátt- takenda segja frá ferðinni í máli og myndum; Einar Gunnarsson, skóg- fræðingur hjá Skógræktarfélagi Ís- lands, dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður,Rannsóknarstöðv- arinnar á Mógilsá og Freysteinn Sig- urðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofn- um og varaformaður Landverndar. Í hléi verður sýning á skyggnum úr ferðinni. Upplýsingar hjá Skógrækt- arfélagi Íslands. Listasafn Íslands kl. 12.10. – 12.40. Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og deildarstjóri sýningadeildar safnsins, verður með hádegisleiðsögn um Raunsæi og veruleika – Íslenska myndlist 1960 – 1980. Útgáfutónleikar Söngkvartettsins Rúdolfs í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.30, sem fagnar um þessar mundir útgáfu geisladisksins Allt annað! Söngkvartettinn Rúdolf skipa þau Sigrún Þorgeirsdóttir sópran, Soffia Stefánsdóttir alt, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Þór Ásgeirsson bassi. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.