Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 39 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala HRAUNVANGUR VIÐ HRAFNISTU, HAFNARFIRÐI Glæsilegar fullbúnar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri við Hraunvang við Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða glæsilegar fullbúnar íbúðir á fyrstu og þriðju hæð, 75 fm og 113 fm. Íbúðirnar eru sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Húsin standa við Hrafnistu í Hafn- arfirði og njóta íbúarnir öryggis og þjónustu frá heimil- inu. • Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. • Einstakt útsýni og skemmtilegar gönguleiðir. • Fjölbreytt þjónusta frá Hrafnistu s.s. félagsstarf og skemmtiferðir. • Völ er á neyðarþjónustu allan sólarhringinn. • Samkomusalur og útivistarsvæði. • Lyftur og bílageymsla. • Innangengt í Hrafnistu. Íbúðirnar eru boðnar til leigu sem er nýr valkostur í húsnæðismálum eldri borgara. Auk leigu er greitt fyrir afnotarétt og er sú greiðsla verðtryggð og fæst endur- greidd við flutning samkvæmt nánari reglum. Allar upp- lýsingar veita sölumenn Hraunhamars, einnig er hægt að nálgast upplýsingar á hraunhamar.is eða mbl.is.  FJÖLNIR 6003112519 III  HLÍN 6003112519 IV/V Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Skóga- og Seljahverfis verður haldinn þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00 í Álfabakka 14, 3. hæð, Félagsheimili Sjálfstæð- isfélaga í Breiðholti. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. ATVINNUHÚSNÆÐI 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Miðvikud. Bænastund kl. 20. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Laugard. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb. 1  15311258- E.T.2.Kk. Félagsfundur Læknafélags Reykjavíkur Almennur félagsfundur verður haldinn mið- vikudaginn 26. nóvember kl. 20-22 í húsnæði læknafélaganna, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Dagskrá. 1. Staða samninga LR við TR kynnt. 2. Staða sjálfstætt starfandi sérfræðilækna um áramót kynnt. 3. Önnur mál. Stjórn LR.  EDDA 6003112519 I R A Ð A U G L Ý S I N G A R Nordplus ný menntaáætlun norrænu ráðherra- nefndarinnar tekur gildi í janúar 2004 af því tilefni stendur Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins fyrir kynningarfundi á Nordplusáætluninni í Norræna húsinu fimmtudaginn 4. desember kl 14:30 Allir áhugasamir um norræna samvinnu á sviði menntamála eru velkomnir. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku með því að skrá ykkur á vefsíðu www.ask.hi.is/page/sprogreg eða í síma 5254311 fyrir 2. desember n.k. Dagskrá fundarins: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra flytur ávarp. Nordplusáætlanirnar Ulla-Jill Karlsson frá nor- rænu ráðherranefndinni. Kynning á einstökum þáttum Nordplusáætlun- arinnar  Nordplus - fyrir háskólastigið  Nordplus tungumálaáætlun  Nordplus junior -fyrir grunn- og fram- haldsskóla  Nordplus fullorðinsfræðsla  Nordplus nágrannar -samstarf við Eystr- asaltsríkin og NV-Rússland Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur nokkur lög. Léttar veitingar Upplýsingar um Nordplus áætlanirnar fást á www.ask.hi.is ATVINNA mbl.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is Í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um vændisfrumvarpið sl. sunnudag misritaðist orð í setningu sem var höfð eftir Gunnlaugi Jónssyni í Frjálshyggjufélaginu og hann sagður telja heillavænlegra að einblína á vandamálið sjálft en að einblína á or- sök þess. Rétt er að Gunnlaugur telur heillavænlegra að einblína á vanda- málið sjálft en á afleiðingar þess. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangar upplýsingar um verk Mozarts Rangar upplýsingar voru um verk eftir Mozart sem flutt var á tónleikum í Bústaðakirkju sl. sunnudag. Klarin- ettukvintettinn kv 581 fyrir klarinettu og strengi er fjórir kaflar, saminn fyr- ir bassethorn. Flutt var upprunaleg útgáfa verksins fyrir bassettklarin- ettu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kári Halldór leikstýrði Í umsögn um sýningu Íslensku óp- erunnar á Werther eftir Massenet í blaðinu í gær láðist að geta leikstjór- ans, Kára Halldórs, í upptalningu á listrænum stjórnendum. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Gylfi Zoëga prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands mun í dag þriðjudag 25. nóvember kl. 12.00 flytja innsetningarfyrirlestur sinn, í Odda, stofu 101. Þar mun Gylfi gera grein fyrir niðurstöðum rann- sókna sinna og meðhöfunda á orsök- um langtímasveiflna atvinnustigs og framleiðslu. Spurningar sem hann leitast svara við eru m.a.: Af hverju er atvinnuleysi jafnt hátt og raun ber vitni á meginlandi Evrópu? Af hverju hefur hátt atvinnustig í Bandaríkj- unum undanfarin ár ekki valdið vax- andi verðbólgu? Hvers konar stofn- anaumhverfi er vænlegast til þess að örva atvinnu og hagvöxt þegar til lengri tíma er litið? Allir velkomnir. „Af hverju ritaði Snorri Eglu?“ Í dag þriðjudaginn 25. nóvember klukk- an 20:30 mun dr. Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, halda fyrirlestur sem hann nefnir: ,,Af hverju ritaði Snorri Eglu?“. Fyrirlest- urinn verður fluttur í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Í fyrirlestrinum mun Torfi ræða lít- illega þau rök sem færð hafa verið fyr- ir því að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu Skalla-Grímssonar og bæta nokkrum nýjum við. Þá mun Torfi lýsa hugmyndum sínum um eðli sög- unnar sem bókmenntatexta frá mið- öldum. Einnig reynir hann að henda reiður á hvaða aðstæður í lífi Snorra og í íslensku samfélagi Sturlungaaldar kunni að hafa leitt til þess að saga á borð við Egils sögu var sett saman. Aðgangseyrir er 500 kr, og verður boðið upp á kaffi í hléi. Erindi í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands, Anna Agnars- dóttir sagnfræðingur heldur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Ís- lands, Hvað er (um)heimur?, í dag, í Norræna húsinu og hefst það kl. 12:05. Erindið nefnist Ísland í klóm imperíalismans og lýsir Anna efni þess á þennan hátt: Hvað er imperíalismi? Hvernig snart hann Ísland? Hvaða þjóðir ásældust Ísland? Og af hverju? Hvaða hlutverk spilaði Ísland á sviði alþjóðastjórnmála fyrr á öldum? Var Ísland með “hlutverk“? Af hverju lögðu Bretar ekki Ísland undir sig fyrr en í síðari heimsstyrjöld? Af hverju vildu Danir halda dauðahaldi í Ísland eftir að þeir þurftu að borga með land- inu?. Fjallað verður um áhuga ýmissa þjóða á að ná Íslandi á sitt vald allt frá Pétri mikla til Napóleons. Hér koma Austurríkismenn og Rússar á 19. öld til sögunnar auk, eins og við mætti bú- ast, nýlenduveldanna Bretlands og Danmerkur. Opið hús hjá Skógræktarfélagi Ís- lands. Í kvöld þriðjudaginn 25. nóv- ember kl. 20.00 standa skógrækt- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu fyrir opnu húsi í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Þetta er annar fundur vetrarins í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Kaupþings- Búnaðarbanka og er í umsjón Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Dagana 28. september til 5. október s.l. ferðaðist 50 manna hópur um Írland, þrír þátt- takenda segja frá ferðinni í máli og myndum; Einar Gunnarsson, skóg- fræðingur hjá Skógræktarfélagi Ís- lands, dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður,Rannsóknarstöðv- arinnar á Mógilsá og Freysteinn Sig- urðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofn- um og varaformaður Landverndar. Í hléi verður sýning á skyggnum úr ferðinni. Upplýsingar hjá Skógrækt- arfélagi Íslands. Listasafn Íslands kl. 12.10. – 12.40. Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og deildarstjóri sýningadeildar safnsins, verður með hádegisleiðsögn um Raunsæi og veruleika – Íslenska myndlist 1960 – 1980. Útgáfutónleikar Söngkvartettsins Rúdolfs í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.30, sem fagnar um þessar mundir útgáfu geisladisksins Allt annað! Söngkvartettinn Rúdolf skipa þau Sigrún Þorgeirsdóttir sópran, Soffia Stefánsdóttir alt, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Þór Ásgeirsson bassi. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.