Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 11 Ítarleg úttekt á þróun alifuglaræktar í 11 aldir, mikilvægri grein íslensks landbúnaðar . Bókin er til í flestum stærri bókaverslunum . Pöntunarsími 566 6229. Á MÁLÞINGI um tjáningarfrelsi og faglegt sjálfstæði háskólamanna sem BHM og Læknafélag Íslands stóðu að sl. fimmtudag komu fram nokkrar áhyggjur af bæði raunveru- legum eða upplifuðum ástæðum til þess að óttast um að menn nytu tján- ingarfrelsis og faglegs sjálfstæðis í starfi. Gísli Tryggvason, formaður BHM, sagði í pallborðsumræðum að loknum framsöguerindum að hægt væri að benda á allmörg slík tilvik á undanförnum misserum. Gísli benti á að Ísland væri ungt lýðræði og ekki mikil „fjölræðishefð“ komin á. Hann og fleiri fundarmenn bentu á að borgaraleg skylda manna væri ekki síður við samfélagið, fagið og sannleikann en við ráðamanninn. Þá var og bent á það að ekki væri alltaf við hæfi að opinberir starfsmenn notuðu tjáningarfrelsi sitt hvar og hvenær sem er; trúnaður hlyti auð- vitað að gilda og skynsamleg viðmið en í því efni hefðu menn þó ekki allt- af skýra slóða að feta sig eftir. Óbeinar takmarkanir hættulegastar Einar Páll Tamini lektor sagðist í framsöguerindi telja óbeinar tak- markanir á tjáningarfrelsi vera mun hættulegri en beinar takmarkanir. Taldi Einar að þar væri einna mest hættan á því að menn í skjóli valds til þess að veita stöður, víkja mönn- um úr stöðum eða færa menn til í starfi, heftu tjáningarfrelsi þeirra manna sem þeir hefðu þessi völd yf- ir. Með frumvarpi sem rýmkaði rétt yfirmanna til þess að geðþótta og hentisemi að víkja fólki frá með því í reynd að taka stjórnsýslulögin úr tengslum við ákvæði um starfslok ríkisstarfsmanna væri verulega veg- ið að tjáningarfrelsi ríkisstarfs- manna. Einar sagðist ekki sjá nein augljós rök sem réttlættu það, hvorki hagkvæmnissjónarmið né knýjandi þörf sem þar gæti búið að baki. Þá vísaði Einar og til þess þegar sérfræðingar eða aðrir væru svo að segja „teknir af lífi“ í opinberri um- ræðu eftir að hafa tjáð skoðanir sín- ar. Í henni væru send skilaboð til þeirra sem ráða yfir sérfræðingum um að þeir væru ekki þóknanlegir einhverjum mikilvægum mönnum í samfélaginu, hvort sem væri í einka- eða opinbera geiranum. Einar taldi þessa yfirmenn eða fyrirtækja- eigendur, sem fengju slík skilaboð, geta oft séð sér oft hag í því eða þá að þeir fyndu sig knúna til setja ofan í við eða láta umrædda starfsmenn kenna á „misnotkun“ á tjáning- arfrelsinu. Einar benti og á að tjáning- arfrelsið væri einskis virði ef menn hefðu ekki vettvang til þess að koma skoðunum sínum á framfæri; þá skyti upp kollinum spurningin um eignarhald á fjölmiðlum. Sagði Ein- ar tjáningarfrelsið marklaust ef ákveðnir aðilar stjórnuðu öllum eða flestum fjölmiðlum og gerðu mönn- um erfitt um vik að koma skoðunum sínum að. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, gerði heilbrigðiskerfið og tján- inarfrelsi starfsmanna þar að um- ræðuefni sínu. Hún benti á að menn sæju oft málefni skjólstæðinga heil- brigðiskerfisins koma fram í fjöl- miðlum, m.a. vegna þess að fólk hafi greiðari aðgang að eigin sjúkra- skrám, það þekki réttindi sín betur og geri meiri kröfur. Stundum sjái fólk það ráð eitt að fara í fjölmiðla með mjög viðkvæm mál í því skyni að ná fram rétti sínum. Veikir tiltrú á kerfið ef gagn- rýni er alls ekki svarað Elsa sagði þetta vitaskuld vera erfitt fyrir stjórnvöld og ráðherra, ekki kannski síst fyrir kosningar. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórn- endur hafi talið það andstætt lögum að svara slíku, þ.e. þeir vildu ekki fjalla um málefni einstaklinga. Hún taldi þó að menn gengju of langt í þessu efni, þ.e. túlkuðu málin einum of þröngt. Ef slíkri gagnrýni væri alls ekki svarað veikti hún tiltrú annarra á kerfið, á einstaka starfshópa þess og jafnvel einstaka starfsmenn. Með því að svara alls ekki væri í reynd verið að rýra traust almennnings á kerfinu. Elsa taldi því nauðsynlegt að heil- brigðiskerfið tæki þátt í þessari um- ræðu, ekki með því að fara í skæting eða svara einstökum atriðum heldur reyna að útskýra það kerfi sem held- ur utan um einstaklinga sem væru í sambærilegri stöðu og verið væri að lýsa í fjölmiðlum. Fjölmiðlar þegar allt annað hefur verið reynt Elsa varpaði einnig upp spurn- ingum um stjórnskipulag Landspít- alans; ef starfsmaður þar hefði at- hugasemdir eða tillögur sem lytu að starfseminni bæri honum að fara upp eftir öllu kerfinu, sem væri í mörgum lögum, til að ná til forstjóra svo ekki sé talað um ráðherra. Þetta geti verið tafsamt og erfitt og þá fari starfsmenn gjarna líka í fjölmiðla með athugasemdir eða málefni. Elsa sagði slíkt hafa sína kosti því oft væri brugðist fljótt við en þá oft með plástursaðgerðum til að róa alla en oft í ósamræmi við yfirlýsta for- gangsröðun eða stefnu í heilbrigð- ismálum. Elsa tók þó fram að ef starfsmenn teldu sig vera búna að reyna hinar formlegu leiðir innan stofnunar án alls árangurs gæti það vissulega ver- ið skylda þeirra sem sérfræðinga að fara með sínar tillögur eða at- hugasemdir á opinberan vettvang. Málþing BHM og Læknafélagsins um tjáningarfrelsi og faglegt sjálfstæði háskólamanna Oft skylda að fara með mál á opin- beran vettvang Morgunblaðið/Sverrir Málþingi BHM og Læknafélags Íslands lauk með pallborðsumræðum þar sem skipst var á skoðunum. Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 20 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm síma sölumanna: Ævar 897 6060, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451. KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Ís- lands og Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs munu starfa saman að neyð- araðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs annast úthlutun á matarstyrkjum til fjölskyldna í neyð með stuðningi frá Kópavogsdeild Rauða krossins, sem nýverið afhenti Mæðrastyrks- nefnd styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Úthlutun á fatnaði til þeirra sem þurfa fer fram hjá Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs á þriðjudögum kl. 15–18 í Fannborg 5. Rauði kross Ís- lands úthlutar fatnaði á mið- vikudögum kl. 10–14 í Akralind 2 í Kópavogi. Úthlutunartíminn verð- ur rýmkaður í desember. Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar Kópa- vogs við afhendingu styrksins. Samtökin hafa ákveðið að starfa saman. Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi V öggusæng ur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.