Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Valdadragt athafnakonunnarhefur vikið fyrir kvenleika ogmildum litum og tvíkynja flík- ur heyra sögunni til, segir The Sunday Times. Stærsta verslun Levi’s á Manhattan í New York hefur breikkað buxnaúrvalið, svo dæmi sé tekið, og í stað einnar buxnagerðar fyrir allar kon- ur er nú boðið upp á mát- unarþjónustu og aðstoð við leit að rétta sniðinu og efn- inu. Kveðst tískurýnirinn Kathryn Letson merkja aft- urhvarf til kvenleikans í kringum sig. „Konur vilja fallega hönnun sem sniðin er að þeirra eigin vexti,“ segir hún. Útivinnandi konum finnst þær heldur ekki lengur þurfa að klæða sig „karlalega“. „Nýverið sat ég á fundi með fram- kvæmdastjóra sem var í daufbleikri kasmírullarpeysu, en ekki blússu sniðinni eftir karlaskyrtu. Hún hefði getað verið á leiðinni að hitta vinkon- ur sínar í hádegismat,“ hefur Times eftir Silviu Hewitt, sem er að skrifa bók um athafnakonur. Mjúkur og kynbundinn klæða- burður er einnig sagður merki um heilindi, til að mynda hjá Sallie Krawcheck, sem nýlega var ráðin stjórnarfor- maður og forstjóri fjár- festingarfyrirtækisins Smith Barney í Banda- ríkjunum. Haft er eftir Sallie Krawcheck að hún bíði þess dags að konur kom- ist til æðstu metorða án þess að þurfa að gera hörkuna að aðalsmerki. Talar við mömmu Sallie Krawcheck er í 14. sæti á lista tímaritsins Fortune yfir valda- mesta fólk í bandarísku viðskiptalífi og er með vel á þriðja milljarð króna í árslaun. Hún hikar ekki við að svara símtölum frá mömmu sinni, þótt hún sé á miðjum fundi með áhrifamiklum bankamönnum. Undantekningin í þessu tilliti er Hillary Clinton, sem sögð er hafa fall- ið í skuggann af fréttakonu í viðtali í morgunþætti í bandarísku sjónvarpi fyrir skömmu. „Hillary Clinton reyndi að líta út eins og skynsamur, duglegur og kyn- laus öldungadeildarþingmaður en Katie Couric, hæstlaunaða sjón- varpskona Bandaríkjanna, tjaldaði öllu sem til var. Hafði sjónvarps- áhorfandi á orði að alvörugefinn klæðaburður Hillary Clinton (buxna- dragt og látlausir hversdagshæla- skór) hefði verið í hrópandi ósam- ræmi við gljáandi fótleggi Katie Couric, háa hæla og sjálfbirgings- hátt. Spurningar fréttakonunnar voru hins vegar hárbeittar, enda stendur mannorð hennar og fellur með þeim,“ segir Times. Valdadragtin víkur fyrir kvenleikanum  KLÆÐNAÐUR AP Margaret Thatcher : Í hefðbundinni valdadragt sem er byggð á karl- mannsfötum. Reuters Nútímaathafnakonur: Þær eru óhræddar við að klæða sig kven- lega. Útivinnandi konum finnst þær ekki leng- ur þurfa að klæða sig karlalega N úna á haustmánuðum hefur starfsfólki Landspítala verið boðið að stunda jóga í húsakynnum spít- alans þrisvar í viku eftir að dagvakt lýkur. Velflestir geta stundað þá lík- amsrækt, sem er einnig andlega og tilfinningalega holl. Hver tími stendur í fimm stundarfjórðunga og eru um tutt- ugu manns sem sækja tímana. Leiðbeinandi er Anna Ingólfsdóttir. Þegar blaðamann ber að garði, er jóga- tími að hefjast og það vekur athygli að í tím- anum eru eingöngu konur sem virðast vera á milli fertugs og fimmtugs. Ekki einn einasti karl. Hvers vegna? „Meirihluti þeirra sem sækja jóganámskeið almennt er konur,“ segir Anna. „Það hringdu að vísu tveir karlar í haust þegar við byrjuðum – en þegar námskeiðið hófst, var það full- skipað konum.“ Eru konur duglegri í sjálfsrækt en karlar? „Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það. Það getur vel verið að karlar leiti frekar að heilsu- rækt þar sem eru karlkennarar.“ Hvers vegna var ákveðið að bjóða starfs- mönnum upp á jógatíma? „Þetta var nú eiginlega mín hugmynd. Ég fór í miðnæturgöngu með starfsfólki Land- spítalans sl. sumar og sá þar að það eru marg- ir sem vinna hjá LSH sem hafa áhuga á útivist og heilsueflingu og vilja gera eitthvað fyrir sig. Fólk sem vinnur á spítala er daglega að meðhöndla vandamál og veikleika annarra inni á spítalanum en þarf auðvitað einnig að hlúa að sjálfu sér. Mér fannst jóga vera tilvalin hugmynd. Það var vel tekið í hugmyndina og miklu fleiri sem vildu komast að en salurinn rúmaði. Það var ákveðið að gera þessa tilraun núna á haustmánuðum og ég vona að þetta sé bara rétt byrjunin og að í framtíðinni verði boðið upp á jóga fyrir starfsfólkið.“ Losnar um vöðvabólguna Hvers vegna strax eftir dagvakt, en ekki rétt á undan kvöldvakt? „Þetta er tilraun og þessi tími varð fyrir val- inu. Konurnar sem eru á nám- skeiðinu eru flestar barnlausar og þurfa því ekkert að flýta sér heim. Ég held að það sé ekki til- viljun að þær eru flestar á fertugs- eða fimmtugsaldri vegna þess að það er oft einmitt á því tímaskeiði sem við áttum okkur á því að við verðum að gera eitthvað fyrir okkur ef við ætlum ekki að sitja uppi með lík- ama sem er fullur af verkjum og hreyf- ingarleysi, það sem eftir er ævinnar. Og hverjir ættu að átta sig betur á því en þeir sem vinna við að lina þjáningar annarra? Samt sem áður hefði hluti kvennanna, sem tekur þátt í nám- skeiðinu, ekki farið á líkamsrækt- arstöð úti í bæ og fengið sér líkams- ræktarkort þar. Þær völdu þetta jóganámskeið vegna þess að það er í boði á tíma sem passar þeim og er á þeirra vinnustað, þannig að þær þurfa ekki að keyra langar leiðir og svo er það á lægra verði en á almennum mark- aði þar sem spítalinn leggur til hús- næði. Ég setti námskeiðið upp þrisvar í viku til þess að þær sem eru í vakta- vinnu geti mætt að minnsta kosti tvisv- ar.“ Eru mikil afföll á námskeiðinu? „Það verða alltaf einhver afföll – en hér er sterkur kjarni alveg frá upphafi. Svo hafa nýj- ar konur tekið sæti þeirra sem dottið hafa út. Og með því að mæta alltaf, í hvern einasta tíma, votta þessar konur að jóga geri þeim gott og þessi hópur hefur verið duglegur að mæta. Þær finna vöðvabólguna losna í öxl- unum, og eru allar að styrkjast og verða sveigjanlegri.“ Hvers vegna jóga? „Jóga er góður valkostur vegna þess að með því að ástunda það, eykur það meðvitund um líkamann og þegar þú kemur í jóga, dregurðu athyglina inn á við, notar meðvitaða öndun, meðvitaða hreyfingu. Eftir ákveðinn tíma nær athyglin að verða tær og vakandi og þegar svo er, verður hlé á því stöðuga hugsanareiki sem ríkir yfir huga okkar í daglega lífinu. Þú ferð að upplifa nýja þætti í þér og hitta sjálfa/n þig fyrir. “  HEILSA Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Ingólfsdóttir: Jóga eykur meðvit- und um líkamann. Starfsfólki Landspítalans hefur í haust verið boðið upp á jóganámskeið í húsakynn- um spítalans. Súsanna Svav- arsdóttir ræddi við leiðbein- anda námskeiðsins sem segir vel hafa tekist til. Eftir ákveð- inn tíma nær athyglin að verða tær og vakandi Jóga fyrir starfsfólk Þátttakendur: Það hringdu tveir karlar en þeg- ar námskeiðið hófst var það fullskipað konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.