Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 19
Byggðarannsóknastofnun í samvinnu við
Sparisjóð Norðlendinga boðar til ráðstefnunnar
Samgöngubætur, samfélag og byggð
föstudaginn 28. nóvember 2003 í Háskólanum á Akureyri v. Norðurslóð
sal L201 klukkan 13:00.
13.00 Setning: Þorsteinn Gunnarsson rektor HA.
13.10 Ávarp: Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra.
13.20 Ávarp: Jón Björnsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga.
Samgöngur, samfélag og byggð
13.25 Dr. Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Byggðarannsóknastofnunar; Um tilgang samgöngubóta.
13.40 Hjalti Jóhannesson landfræðingur, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri; Stærra samgöngusvæði - betra mannlíf.
14.05 Kjartan Ólafsson félagsfræðingur, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri; Samgöngur og ferðavenjur.
14.30 Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur; Vaðlaheiðargöng, virkjun auk vegganga.
14.55 Spurningar og umræður.
15.15 Kaffihlé.
Reynsla - væntingar - framtíðarsýn
15.35 Gunnar Vignisson Þróunarstofu Austurlands; Þróun samgöngumála á Austurlandi - Áhrif, væntingar og framtíðarsýn.
15.55 Páll Brynjarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð; Áhrif samgöngubóta á byggð í Borgarfirði.
16.15 Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi; Efling atvinnu- og þjónustusvæðis með tilkomu bættra samgangna.
16.35 Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri; Jarðgöng á Eyjafjarðarsvæðinu: Samfélagsáhrif.
16.55 Umræður.
17.20 Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Vegagerðarinnar; Lokaorð.
Léttar veitingar í boði Sparisjóðs Norðlendinga
Ráðstefnustjóri: Birgir Guðmundsson, fjölmiðlamaður og aðjúnkt við HA
Skráning fer fram hjá Byggðarannsóknastofnun milli klukkan 8 og 14
í síma 463 0570 eða á netfanginu gh@unak.is. Skráningu lýkur miðvikudaginn 26.nóvember.
kennslu í grunnskólum Reykjavíkur, þar sem
foreldrar nemenda lýsa miklum áhyggjum og
segja yfirvöld fræðslumála annaðhvort ekki
virða sig viðlits eða þeir viti ekki um hvað málið
snúist,“ sagði Björn og beindi þeirri spurningu
til Stefáns Jóns hvað hann hefði gert til að koma
til móts við sjónarmið foreldra í þessu máli.
Miðstýrt námsefni
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæð-
isflokki, sagði aðalatriði að foreldrar væru ekki
sáttir við kunnáttu eða árangur barna sinna í
stærðfræði. „Til að leita lausna og skoða ein-
staka þætti málsins óska þeir eftir samstarfi við
fræðsluyfirvöld og aðra.“ Hún sagði foreldra
hafa margar hugmyndir til úrbóta og væru til-
búnir að leggja sitt af mörkum og furðulegt að
fræðsluyfirvöld hefðu snúist til varnar í stað
þess að fagna þessu framtaki.
Stefán Jón fagnaði þessum vilja foreldra til
Reykjavík | Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
gagnrýndu viðbrögð fræðsluyfirvalda í Reykja-
vík þegar foreldrar lýstu yfir áhyggjum af slöku
gengi nemenda í samræmdum prófum í stærð-
fræði. Voru 73% nemenda með sex eða minna í
einkunn. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, sagði að Gerður Óskarsdóttir,
fræðslustjóri í Reykjavík, hefði komið af fjöllum
þegar kallað var eftir viðbrögðum. „Hún vissi í
raun ekki neitt um málið og velti því fyrir sér
hvort foreldrar væru óánægðir með nám-
skrána, námsefnið eða hvort þeir væru að gagn-
rýna samræmdu prófin eða hvernig væri gefið
fyrir frammistöðu á þeim prófum,“ sagði hann.
Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans
og formaður fræðsluráðs, fagnaði vilja foreldra
til að taka höndum saman við fræðsluyfirvöld í
landinu og gera enn betur í stærðfræðikennslu.
Sagði hann að mörgu að hyggja og benti á atriði
þar sem fræðsluyfirvöld í Reykjavík hefðu haft
frumkvæði að því að bæta kennsluna. Nýlega
hefði verið byrjað á því að leggja fyrir stöðupróf
í stærðfræði í þriðja bekk í ellefu grunnskólum
Reykjavíkur til að finna þá sem ættu sér-
staklega undir högg að sækja. Þetta mundi
verða útfært fyrir alla grunnskólana og þeir
nemendur markvisst leitaðir uppi sem þyrftu á
sérstakri aðstoð að halda í stærðfræði.
Foreldrar ekki virtir viðlits
Björn sagði að Haraldur Ólafsson, ritari
Samtaka foreldra og skóla (Samfok), hefði lýst
sérstökum áhyggjum yfir þekkingarleysi á því
hvers vegna foreldrar væru óánægðir. Hafði
hann eftir forystumönnum samtakanna að
fulltrúar fræðsluyfirvalda í Reykjavík hefðu
ekki gefið neinar vísbendingar um að taka ætti
á þessu máli af þeirri festu sem foreldrar vildu.
„Ég hef dregið hér saman umræðurnar um
að vinna að betri árangri í stærðfræði. Sagði
hann að fleiri en fræðsluyfirvöld í Reykjavík
hefðu verið kallaðir til ábyrgðar, m.a. rík-
isvaldið. Það undanskildi þó ekki borgaryfirvöld
að bregðast við. Hann ræddi viðbrögð fræðslu-
yfirvalda sem vekti upp spurningar um náms-
efnið. „Námsefnið kemur að ofan eins og boð-
orðin tíu. Það kemur frá hinni ríkisreknu
Námsgagnastofnun ríkisins, sem er líklega
tákngervingur miðstýringar í menntamálum í
dag ef eitthvað er,“ sagði Stefán og benti á að
námsefnið væri orðið 20 ára gamalt. Lítil þróun
hefði verið í námsefnisgerð í stærðfræði.
Hann sagði ekki til mælitæki til að sýna sam-
hengi milli getu nemendanna og þeirra krafna
sem gerðar væru í námsefni. Ólíkum aðferðum
væri beitt við að meta getu nemenda í stærð-
fræði þegar gefnar væru vetrareinkunnir kenn-
ara annars vegar og svo einkunnir á samræmd-
um prófum hins vegar. Einkunnagjöf á
samræmdum prófum væri ekki algildur mæli-
kvarði á hvernig nemendur stæðu sig miðað við
kröfur sem gerðar væru í námskrá. Finna
þyrfti tryggan mælikvarða á raunverulega
stöðu nemenda og árangur frá ári til árs.
Stefán Jón sagði stefnt að einstaklingsmið-
aðra námi og möguleiki væri að taka framhalds-
nám í grunnskólum fyrir duglega nemendur.
Reykjavíkurborg var líka með þrjú námskeið
fyrir kennara um stærfræðikennslu í haust sem
nýttist 140 kennurum. „Þetta er í raun og veru
framtak Reykjavíkurborgar til þess að tryggja
það að þróun og framgangur sé í stærðfræði-
menntun í grunnskólunum.“ Þá væri að hefjast
samvinna milli borgar og Kennaraháskólans
um námskeið til að þjálfa kennara í grunn-
skólum. Lagðar væru 50 milljónir til símennt-
unar kennara umfram það sem lagaskyldan
byði.
Stefán sagði útkomu nemenda á prófum í
Reykjavík að meðaltali betri en á landsvísu. Í
könnun sem gerð var í OECD-löndum hefði Ís-
land verið yfir meðallagi í útkomu í stærð-
fræðiþættinum og einungis átta lönd fyrir ofan.
Stærðfræðigetan síst minni
„Það er ýmislegt sem þarf að ræða þegar leit-
að er að leiðum til úrbóta,“ sagði hann og það
þyrfti að átta sig á stöðunni eins og hún vær í
raun. Kallað hefði verið eftir viðbrögðum vegna
ályktunar Samfoks. Í þeim hefði komið fram að
getan í stærfræði færi að minnsta kosti ekki
versnandi milli ára. „Hún fari að líkindum batn-
andi í alþjóðlegum samanburði og ekki sé hægt
að fella dóma byggða á gögnum sem fyrir liggja
um að stærðfræðikennsla í landinu sé yfirleitt
léleg,“ bætti Stefán Jón við en sagði það ekki
breyta því að áhyggjur foreldra væru rétt-
mætar.
Sjálfstæðismenn gagnrýna viðbrögð fræðsluyfirvalda vegna samræmdra prófa í stærðfræði
Slakir nemendur markvisst leitaðir uppi
Morgunblaðið/Kristinn
Samræmd próf: Útkoman betri í Reykjavík en á landsvísu, segir formaður fræðsluráðs.
Mosfellsbær | Hringtorg geta að
mörgu leyti vafist fyrir fólki og þá
sérstaklega ef akreinar eru margar
og annað slíkt. Þó ættu flestir að
vita í hvaða átt skal halda þegar ek-
ið er inn í hringtorg en það virðist
mönnum þó ganga misvel.
Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu
sér leik að því að keyra yfir eitt
hringtorganna í Mosfellsbæ eftir að
snjóföl lagðist þar yfir á dögunum
en slíkt getur valdið miklum
skemmdum á gróðrinum sem ligg-
ur í dvala. Ofan á hringtorginu eru
meðal annars blóm sem hafa eflaust
mátt muna sinn fífil fegri.
Morgunblaðið/Jim Smart
Úti að aka
Lesið í Setbergsskóla | Nú stend-
ur yfir lestrarátakið Ég les fyrir
aðra í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Í
átakinu er lögð áhersla á upplestur,
skýra og góða framsögn og einnig að
nemendurnir hafi gaman af, segir í
Fjarðarpóstinum. Allir bekkir fá
vinabekk sem þeir eiga að lesa fyrir
en að auki þarf hver og einn nemandi
að finna einhvern til að lesa upphátt
fyrir. Markmiðið er að finna sér
a.m.k. 20 áheyrendur en í lokin verð-
ur tíminn lagður saman. Fjarð-
arpósturinn telur að hugsanlega
verði slegið Íslandsmet í upplestri.
Spurt í Strandgötunni | Hafin er
vikuleg spurningakeppni á veit-
ingastaðnum Shalimar í Strandgöt-
unni í Hafnarfirði. Keppnin hefur
hlotið heitið „Shalimar spyr“ og var
fjölmennt á fyrstu tveimur kvöld-
unum. Í Fjarðarpóstinum kemur
fram að spurningakeppnin sé haldin
til að lífga upp á miðbæinn fyrir jól-
in. Hún fer fram hvern fimmtudag
og hefst kl. 20. Þrír eru í hverju liði
og er skráning á staðnum. Fjöl-
breytt verðlaun eru í boði og eru
spurningarnar einnig úr ýmsum átt-
um.