Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjartmar Jónas-son fæddist í Reykjavík 13. mars 1998. Hann lést á heimili sínu 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jónas Björn Sigur- geirsson, forstöðu- maður hjá Kaupþingi Búnaðarbanka, f. 4.10. 1968, og Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, f. 29.11. 1965. Systkini Bjartmars eru Sigurgeir, f. 25.3. 1995, og Margrét Lovísa, f. 16.7. 2002. Foreldrar Jónasar eru Sigurgeir Jónasson, f. 4.11. 1928, og Margrét Björnsdóttir, f. 25.2. 1930, d. 4.6. 1993. Foreldrar Rósu eru Guðbjartur Jónsson, f. 20.7. 1944, d. 16.4. 2002, og Margrét Lovísa Jónsdóttir, f. 7.4. 1946. Bróðir Rósu er Ásgeir Jón, f. 1968. Systkini Jón- asar eru Ágústa Rut, f. 1951, Sigrún Mar- grét, f. 1953, Halla, f. 1961 og Sigurgeir Orri, f. 1967. Bjartmar ólst upp í Hafnarfirði, þar sem hann var búsett- ur, að undanskildu einu ári, sem fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum. Útför Bjartmars verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lífshlaup litla ljúflingsins okkar spannaði einungis tæp sex ár. En þær eru margar fallegu minningarn- ar sem við eigum um brosmilda gló- kollinn okkar, sem svo sannarlega kunni þá list að njóta lífsins og gefa af sér ást og hlýju. Bjartmar greindist tæplega tveggja ára með illkynja krabba- mein. Við tók hörð meðferð og þegar fram leið, virtist sem hún hefði tekist vonum framar. Mánuðir og ár liðu, án þess að meinið bærði á sér, og trú okkar og lækna hans á að lífið hefði sigrað jókst að sama skapi. Samhliða þessu óx Bjartmari ásmegin og brátt hafði hann náð jafnöldrum sínum í einu og öllu. En skyndilega nú í haust bloss- aði sjúkdómurinn upp aftur. Bænum okkar sem og fjölmargra annarra var ekki svarað. Bjartmari hrakaði ört. Bjartmar naut sín vel þau þrjú góðu ár sem hann var á leikskólanum Hjalla. Þar eignaðist hann kæra vini og tók ástfóstri við leikskólakennar- ana sína, sem svo sannarlega end- urguldu honum. Bjartmar var mikill knattspyrnuáhugamaður eins og Sigurgeir stóri bróðir hans og fyr- irmynd. Bjartmar var á meðal þeirra fyrstu sem hófu haustið 2002 að æfa fótbolta með nýstofnuðum 8. flokki Hauka. Æfði hann tvisvar í viku í vetur og var áhuginn slíkur að hann missti vart úr æfingu. Í júlí tók Bjartmar svo þátt í sínu fyrsta og eina fótboltamóti, þegar hann lék með 7. flokki Hauka í Lottó-mótinu á Akranesi. Það var mikil upplifun. Bjartmar var mjög félagslyndur og aðlaðandi drengur. Hann var mik- ill keppnismaður og hafði unun af því að spila „veiðimann“ og tölvuleiki ýmiss konar. Blandaðist þetta saman við áhuga hans á hugarreikningi en Bjartmar átti stærðfræðibók sem hann reiknaði í og þáði stimplaðar stjörnur að launum. Hann var einnig mikill safnari og „bissnessmaður“ í sér og naut þess að skipta á ýmiss konar myndum við bróður sinn og vini hans og urðum við þess ekki áskynja að hann færi halloka út úr þeim viðskiptum, þrátt fyrir nokk- urn aldursmun. Hann var einnig mikill húmoristi, hafði innilegan og heillandi hlátur. Snemma varð Bjartmar mikill matmaður og hafði hann einlægan áhuga á flestu sem viðkom matargerð. Sérstakt áhuga- mál mæðginanna voru matreiðslu- þættir í sjónvarpi og stóð ekki á hjálpseminni þegar móðir hans fékkst við bakstur og matreiðslu. Í annað sinn á rúmu ári sjáum við á eftir nákomnum ættingja en í fyrra lést Guðbjartur Jónsson, móðurafi Bjartmars, einnig úr krabbameini. Einstaklega miklir kærleikar voru á milli þeirra. Sigurgeir, stóri bróðir, og Margrét Lovísa, litla systir Bjart- mars, sjá ennfremur á eftir kærum bróður. Þeirra missir er mestur. Þau sjá nú af lífstíðarfélaga. Við viljum að endingu koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra fjölmörgu vina og vanda- manna sem studdu Bjartmar og okk- ur með ráðum og dáð í veikindum hans. Þá viljum við færa því frábæra starfsfólki Barnaspítala Hringsins, sem annaðist Bjartmar okkar kær- ustu þakkir. Þar kynntumst við fag- mennsku og hlýhug. Þeim fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samhug á einn eða annan hátt vegna fráfalls Bjart- mars, færum við ennfremur okkar hjartans þakkir. Hann staldraði stutt við, blessað- ur, en eftir stendur minningin um bjartan og góðan dreng. Ótrúlegt er til þess að hugsa að Bjartmar sé nú horfinn á braut, en við sem eftir stöndum getum huggað okkur við að hans skamma lífshlaup var gleðiríkt. Blessuð sé minning Bjartmars Jónassonar. Farðu í friði, elsku vin- ur, og hafðu þökk fyrir allt. Pabbi og mamma. Elsku besti Bjartmar bróðir minn. Ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Þú varst alltaf kátur, skemmtilegur og ljúfur. Það var frábært að vera bróðir þinn og við brölluðum ýmis- legt saman. Ég verð að trúa því að þú sért kominn í fangið á afa Badda og þið séuð að fylgjast með okkur. Kannski eruð þið aftur farnir að skipuleggja bústörf og veiðiferðir. Elsku Bjartmar, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þinn stóri bróðir, Sigurgeir. Sá sem missir einstakan dreng hefur átt einstakan dreng, skrifaði Steinunn Sigurðardóttir í bók sinni Síðasta orðinu. Þessi orð snertu streng í hjarta mínu fyrir 15 árum, þegar ég las þau. Í dag eru þau mér enn frekar umhugsunarefni. Þrettánda mars árið 1998 kvikn- uðu tvö ný ljós í lífi okkar hjónanna þegar við eignuðumst tvö barnabörn, með aðeins tveggja klukkustunda millibili, voru þó ekki tvíburar. Bjartmar Jónasson var annað þess- ara ljósa, Andrea Lóa Ásgeirsdóttir hitt. Við kölluðum þau tvíburafrænd- systkini. Í dag verður Bjartmar lagður til hinstu hvílu við hlið afa síns, Guðbjarts. Bjartmar var á margan hátt ein- stakur. Hann bar nafn með rentu, bjartur og sviphreinn glókollur, einstaklega blíður; hvers manns hugljúfi. Snemma kom í ljós brosmildi hans, traust og hlýja í garð náung- ans. Þessir eiginleikar hans komu sér vel, svo og sterk líkamsbygging og einbeittur vilji, í því stríði sem hann háði við sjúkdóm sinn, krabba- meinið, fyrst á árunum 2000–2001 og í lokaorrustunni, sem var háð á sl. tveimur mánuðum. Alltaf bar hann fyllsta traust til læknanna sinna og hjúkrunarfólks og hræddist ekki, hvað sem á gekk. Færi ég þeim nú hjartans þakkir fyrir allt. Fljótt mynduðust einstaklega sterk tengsl milli Bjartmars litla og móðurafa hans, Guðbjarts, enda sterklíkir persónuleikar, sem og í út- liti, kraftmiklir og spaugsamir. Af- anum tókst, á mettíma, að gera litla dóttursoninn að sönnum Hauka- manni og ýmis fleiri áhugamál áttu þeir sameiginleg. Margar ánægju- stundir áttu þeir saman, þau fjögur ár sem þeir voru samskipa. Nú trú- um við því að þeir hafi hist aftur, eft- ir 19 mánaða aðskilnað, og hafa það orðið fagnaðarfundir. Við ykkur, elsku Rósa mín og Jonni, Sigurgeir og Margrét Lovísa, vil ég segja: Bjartmari hefði ekki getað hlotnast betri fjölskylda hér á jarðríki og ást ykkar og samband við hann var ein- stakt, eins og hann var sjálfur óspar á að láta í ljós í orði og verki. Síðustu orðin hans í þessu lífi voru: „Mamma, ég vil vera hjá þér.“ Og þar endaði hann skamma, oft á tíðum erfiða, en fallega ævi, á sama stað og hún hófst, í fangi móður sinn- ar, við sömu himnesku tónlistina; hjartslátt hennar. Eins og upphafsorð þessa grein- arkorns fela í sér, ber okkur, sem syrgjum nú, að þakka af alhug fyrir að hafa átt Bjartmar Jónasson; muna að undanfari sorgar er gleði. Ljósið þitt mun skína áfram í hjörtum okkar sem elskum þig, eng- illinn minn; hugprúða hetjan mín. Amma. BJARTMAR JÓNASSON Bens Musso. Erum að rífa Bens 190, 220d, 230, 250d, 280 og 500. Musso 2,9TD árg. 96-2000. Símar 565 0455 og 691 9610. Isuzu Crew cab 33" mög góð dekk, árg.'91, ek. 188 þús. km. Verð 490 þús., tilboð 300 þús. Uppl. í síma 824 1200. Til sölu M. Pajero '98 Breyttur fyrir 32", leðurklæddur, topplúga. Einn með öllu. Uppl. í síma 896 1339. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun. Litla Bónstöðin, sími 564 6415. Bens Musso. Erum að rífa Bens 190, 220d, 230, 250d, 280 og 500. Musso 2,9TD árg. 96-2000. Símar 565 0455 og 691 9610. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Nýleg jeppadekk 31" m. nöglum á álfelgum. Passa undir Terrano II. Uppl. í síma 898 2116. Lítið notuð Michelin snjódekk með nöglum, 175/R14. Uppl. í s. 587 3161 og 698 3510. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Gisting í Brautarholti. Sértilboð: Stúdíóíbúð kr. 45 þús. og 2ja manna herbergi kr. 30 þús. á gistiheimili án þjónustu. Langtímaleiga. Sími 860 2991 og 897 8605. Ertu með gigt, vöðvabólgu eða er þér kalt á fótunum? Hrís- grjónabakstur er lausnin. Eina sem þarf er örbylgjuofn. Góð gjöf. Verð 1.200. S. 891 7161, Steinunn. Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 30 kg, Ægir um 7,5 kg. á 6 vikum. Ég um 25 kg og Dóra um 15 kg. www.diet.is Hringdu núna! Margrét, s. 699 1060. Antikljósakróna Glæsileg 10 arma antikljósakróna til sölu. Verðtilboð. Uppl. í síma 696 9220. Barcelóna. Íbúð til leigu í mið- borg Barcelóna, einnig á Men- orca. S. 899 5863. Herbergi til leigu nálægt HÍ, að- gangur að eldhúsi og baði, ein- ungis reglusamur og reyklaus ein- staklingur kemur til greina. Uppl. í síma 897 2241 eftir kl. 20.00. Steðjar - tilboð - steðjar 25 kg. steðji kr. 9.995,- 40 kg. steðji kr. 14.995,- Verkfæralagerinn, Skeifunni 8, sími 588 6090. Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. Til leigu að Trönuhrauni 10, Hf, 166 fm iðnaðar- verslunar- eða þjónustuhúsnæði á jarðhæð. Flís- alagt gólf og innkeyrsludyr. Upplýsingar í síma 895 9780. Til sölu Fálki eftir Guðmund frá Miðdal, Móðir hafsins eftir sama höfund og antikljósakróna. Einnig Reinbow-ryksuga, lítið notuð. Sími 892 2329/892 9278. Óska eftir nagladekkjum 205/50, 16", Low profile. Uppl. í s. 557 4483 og 867 8045. Til sölu Lexus RX 300 Nýskráður nóv. 2001, ek. 31 þús. Upplýsingar í síma 892 1270. Baðborð, barnabílstóll, 9-18 kg, SÍMÓ-barnavagn m. kerrupoka og skiptitösku og barnarúm. Allt vel með farið. Uppl. e. kl. 17 í síma 481 1979. Danskt eikarsófasett (gegnheil eik) vel með farið, 3+1+1 með sterku ullaráklæði, til sölu. Verð 20-30 þús. S. 551 4371 milli kl. 17 og 19. Frábært beitiland Til sölu í Land- eyjum u.þ.b. 100 ha. Verðtilboð, hagstæð fjármögnun. Möguleiki á að fá minni spildu. Uppl. gefur Óskar í s.553 7380 og 898 2590. Hillusamstæða með sjónvarps- skáp, beyki, Bonde frá IKEA til sölu. Upplýsingar í síma 567 1125 eftir hádegi. Heilsuhringurinn. Áskriftarsími 568 9933. Góður bíll. Til sölu er Opel Astra st,14 16v, ekinn 131.000. Tímareim o.l. nýtt, álfelgur og krókur, góð dekk. Ásett verð 450 þús. Tilboð 350 þús. Einnig Sunny '95 sjálfsk. ekinn 101 þ km. Ásett 380 þ. Fæst á 300 þús. S. 565 1681/824 6474. Til sölu kerruvagn, rimlarúm og bílstóll (0-13 kg) strax. Uppl. í síma 699 6858. Ísskápur á 5000 kall. Vel með farinn stór gulur Genaral electric 70's ísskápur. Upplýsingar í síma 698 7544. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.