Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eins og beljur á svelli. Innsetningarfyrirlestur Eðli atvinnu- leysis krufið Gylfi Zoëga, prófess-or í viðskipta- oghagfræðideild Há- skóla Íslands, mun á morg- un klukkan 12 flytja inn- setningarfyrirlestur sinn í Odda, stofu 101. Hann mun gera þar grein fyrir niður- stöðum rannsókna sinna og meðhöfunda á orsökum langtímasveiflna atvinnu- stigs og framleiðslu. Mun Gylfi leitast við að svara hinum ýmsu spurningum, en hann svaraði líka nokkr- um sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. Hvert er efni fyrirlestr- arins? „Fyrirlesturinn fjallar um orsakir þess að at- vinnuleysi mælist hærra í sumum löndum en öðrum og breytist frá einum áratug til annars. Af hverju var atvinnuleysi lágt á meginlandi Evrópu á sjötta og sjöunda áratuginum en hátt næstu áratugi á eftir? Af hverju var atvinnuleysi lægra í Evrópu en í Bandaríkjunum á fyrra tíma- bilinu en mun hærra á því síðara? Hvað útskýrir mikinn hagvöxt stöðugt verðlag og mikla atvinnu í Bandaríkjunum fram til ársins 2000? Segja má að slíkar lang- tímahagsveiflur skipti meira máli fyrir lífskjör og breytingar lands- framleiðslu frá einu ári til annars.“ Segðu okkur í stuttu máli frá rannsóknum þínum undanfarin ár… „Hagfræðingarnir Milton Friedman og Edmund Phelps settu fram kenningu árið 1968 um svokallað „náttúrulegt atvinnu- leysi“. Samkvæmt þessari kenn- ingu getur atvinnuleysi einungis haldist lágt, það er að segja undir náttúrulegu stigi sínu, ef því fylgir vaxandi verðbólga. Þess vegna leitar atvinnuleysi ávallt í eitt- hvert jafnvægi sem samrýmist stöðugu verðlagi. Reynsla Íslend- inga á árum áður sannar til dæmis að mjög hátt atvinnustig skapar verðbólguvanda. Þannig varð verðlag ekki stöðugt hér á landi fyrr en atvinnuleysi var leyft að hækka á síðasta áratug. Í fyrstu var nafngiftin náttúrulegt at- vinnuleysi tekin bókstaflega á þann hátt að um óbreytanlegan fasta væri að ræða. Í kjölfar olíu- verðhækkana árið 1974 hækkaði atvinnuleysi mikið í flestum ríkj- um OECD. Samkvæmt kenning- unni hefðum við einungis þurft að bíða í nokkur ár eftir því að eðli- legt ástand myndaðist á vinnu- markaði, en sú bið varð æði löng í mörgum tilvikum. Síðustu tíu árin hef ég unnið með fyrrnefndum Edmund Phelps, og öðrum sam- verkamönnum á þessu sviði, að því að útskýra á hvern hátt náttúru- legt atvinnuleysi ákvarðast og hvaða þættir valda, annars vegar, breytingum þess frá einu timabili til annars og, hins vegar, mismun þess á milli landa.“ Segðu okkur eitthvað frá niður- stöðum rannsókn- anna... „Niðurstöður rann- sóknanna eru í stuttu máli þær að áhrifa- valda náttúrulegs at- vinnuleysis sé að finna í samspili stofnana vinnumarkaðar og þjóðhagslegra þátta. Við vitum að háar atvinnu- leysisbætur sem fólk getur notið í langan tíma valda hærra atvinnu- leysi, einnig verkalýðsfélög sem taka ekki tillit til þjóðhagslegra af- leiðinga gerða sinna, og sömuleiðis sektir sem fyrirtæki þurfa að greiða upp við uppsagnir starfs- fólks. En það sem mestu máli skiptir er að þessar stofnanir vinnumarkaðar koma ekki svo mikið að sök þegar hagvöxtur er mikill og framleiðni eykst ár frá ári. Þessi varð raunin í Evrópu á sjötta og sjöunda áratuginum. Á árunum í kringum 1975 dró hins vegar úr hagvexti, framleiðni jókst hægar en áður og framtíð- arhorfur fyrirtækja urðu óvissari. Þá varð það öryggisnet sem búið var að binda í formi velferðarkerf- is til þess að atvinnuleysi jókst. Hækkun olíuverðs krafðist þess að kaupmáttur launa lækkaði en slík kaupmáttarlækkun reyndist ekki framkvæmanleg í Evrópu við óbreytt atvinnustig og atvinnu- leysi jókst þá til muna. Í Banda- ríkjunum, og reyndar á Íslandi einnig, voru raunveruleg launa- kjör mun sveigjanlegri og því varð ekki sama atvinnuleysisvandamál til. Um þessar mundir vinn ég með samstarfsmönnum mínum að því að kanna tengsl hlutabréfamark- aðar og atvinnuleysis. Hugmyndin er sú að verð á hlutabréfum end- urspegli væntingar um framtíðina og þessar væntingar séu ráðandi um vinnuaflseftirspurn á hverjum tíma.“ Skipta þessar rannsóknir máli á Íslandi? „Á undanförnum árum hafa orð- ið miklar breytingar á fjármála- mörkuðum hér á landi; einkavæð- ing banka, tilkoma hlutabréfamarkaðs, frjálst fjármagns- streymi á milli landa, sjálfstæði Seðlabankans og svo framvegis. Það er augljóslega mikil- vægt að velta því fyrir sér hverjar afleiðingar þessara breytingar verða fyrir þróun framleiðni og atvinnu. Í framtíð- inni verður væntanlega einnig um- ræða um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Ljóst er að slíkt hefði í för með sér veru- legar breytingar á stofnunum samfélagsins.“ Gylfi Zoëga  Gylfi Zoëga er fæddur í Reykjavík 14. febrúar 1963. Cand. oecon frá HÍ 1987. MA í hagfræði frá Colombiu-háskóla 1989 og MPhil frá sama skóla 1991 og lauk doktorsprófi árið 1993 og hefur kennt hagfræði við Birkbeck Collage í Lund- únum undanfarin tíu ár. Fyrst sem lektor, síðan sem dósent. Var skipaður prófessor við við- skipta- og hagfræðideild HÍ 2002. Sérgrein er vinnumark- aðshagfræði og þjóðhagfræði. Eiginkona er Marta G. Skúla- dóttir og eiga þau þrjú börn, öll fædd í júlí 2003. Atvinnuleysi leitar ávallt í eitthvert jafnvægi BÖRN eru hér að leik við áberandi auglýsingaskilti frá Víking verksmiðjunni á Akureyri sem var nýlega kom- ið fyrir á bakhlið bílskúra við Álftamýri í Reykjavík, sem snúa að Háaleitisbraut og Lágmúla. Í fyrstu stóðu vegfarendur í þeirri trú að um bjórauglýsingu væri að ræða þar sem hvergi kom fram á stóru skiltinu að hér væri léttöl á ferð. Er Morgunblaðið hafði samband við lögregluna í Reykjavík og Áfengis- og vímuvarnaráð höfðu engar kvartanir eða kærur borist, en samkvæmt gildandi lögum má ekki auglýsa bjór eða áfengi. Að sögn Jónasar Hallssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var ætlunin að skoða málið betur. Hjá Vífilfelli, sem framleiðir Víking ölið, fengust þau svör að um mistök hefði verið að ræða hjá auglýs- ingastofunni. Gleymst hefði að merkja auglýsingarnar sem „léttöl“ og eftir ábendingar Morgunblaðsins var það umsvifalaust gert sl. föstudag. Sagði markaðsstjóri Vífilfells fyrirtækið taka þessi mál mjög alvarlega og unnið væri eftir ströngum fyrirmælum í gerð auglýs- inga. Morgunblaðið/Þorkell Auglýsing á bjór eða léttöli?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.