Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 13 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Minneapolis 17.000kr./100 kg m.v. flug frá Minneapolis til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 20 67 11 /2 00 3 MÆLINGAR Hafrannsóknastofn- unar á stærð loðnustofnsins í nóvem- ber skiluðu ekki tilætluðum árangri. Aðeins mældist einn tíundi hluti þess magns af stórri loðnu, sem við hefði mátt búast og einn tuttugasti hluti venjulegs fjölda smáloðnu á þessum árstíma. Hjálmar Vilhjálmsson, leið- angursstjóri, segir öruggt að veiði- stofninn sé miklu stærri en þessar mælingar gefi til kynna. Stofnunin ráðgerir annan leiðangur í janúar. Hjálmar segir að niðurstaðan nú sé svipuð og í fyrra, en þá fannst mjög lítið af loðnu í leiðangrinum, en skipin byrjuðu að veiða hana um miðjan desember. Mikið af loðnu mældist svo í leiðangrinum í janúar. Hlýindin breyta miklu „Það er ljóst að hlýindin í sjónum hafa breytt miklu um göngur loðn- unnar eins og fram hefur komið síð- ustu árin. Það var ekki byrjað að fylgjast með loðnunni fyrr en á haf- ísárunum og því skortir okkur sam- anburð við fyrri hlýsjávartímabil. Það þarf því að endurskoða skipulag rannsóknanna og reyndar hefur leg- ið fyrir tillaga frá mér um það í tvö ár. Það þarf að setja upp nýtt rann- sóknaprógramm til að finna út hvað er að gerast og finna leiðir til að ná mælingu á stofninn. Til þess þarf bæði peninga og tíma. Loðnan er verðmætasti fiskistofninn við Ísland því hún er undirstöðufæða flestra nytjafiska við landið. Það má því ekki spara neitt til að endurbæta rannsóknirnar þannig að þær skili okkur meiri vitneskju um stofninn,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson. Farið langt í vestur Mælingar hófust á rannsóknaskip- inu Árna Friðrikssyni vestur af Vestfjörðum. Þar var farið allt vest- ur á 31°V, sem er talsvert lengra vestur en venjulega. Þar tók rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson einnig þátt í mælingunni, en skipið er nú í ársfjórðungslegum umhverf- isrannsóknum umhverfis landið auk síldarmælinga austanlands. Norður af Vestfjörðum var farið norður á 68°20’N, en austan við 22°V náði at- hugunarsvæðið að 68°N. Mælingum lauk miðvikudaginn 19. nóvember úti af Langanesi. Niðurstöður leiðangursins eru í stuttu máli sem hér segir:  Utan við kantinn úti af Vestfjörð- um var mjög gisin dreif af stórri loðnu á blettum, frá um það bil 30 sjómílum norðan við Víkurál norð- ur og austur um á Kögurgrunn um 22°V. Meira fannst ekki af þessum hluta stofnsins.  Úti af Vestfjörðum, sitt hvoru megin við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, varð sömuleiðis vart við gisna dreifarflekki sem reyndust vera ársgömul smáloðna. Lítillega varð einnig vart við þenn- an hluta stofnsins á utanverðu Kögurgrunni og djúpt norður af Hornbanka.  Samtals mældust um 10 milljarð- ar fiska, sem skiptust nokkurn veginn jafnt milli fullorðinnar loðnu og hins ókynþroska hluta stofnsins. Þessi niðurstaða er ekki fjarri því að vera um það bil tíundi hluti þess sem búast hefði mátt við af stórri loðnu og tuttugasti hluti „venjulegs“ fjölda smáloðnu á þessum árstíma.  Á vestasta hluta leitarsvæðisins (milli 28°V og 31°V) fundust ein- göngu loðnuseiði frá í vor (2003) og sama er að segja um allt leit- arsvæðið austan 20°V úti af Norð- ur- og Norðausturlandi þar sem mikið var af loðnuseiðum á köfl- um.  Af þeirri ástæðu einni hvað lítið fannst af loðnu getur niðurstaða leiðangursins vart talist trúverð- ug. Einnig liggja til þess önnur rök eins og fram kemur í frétta- tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun. Mælingar mistekist frá 1999 „Það er alkunna að mikið hefur hlýnað í hafinu við Ísland, einkum norðanlands og austan, á seinustu þremur árum eða svo. Þessu hefur fylgt vaxandi frumuframleiðni og aukning dýrasvifs. Slíkar breytingar hafa einnig áhrif á ýmsa fiskstofna, einkum uppsjávarfisk, afkomu þeirra, göngur og hegðun. Loðna er uppsjávartegund og kaldsjávarfisk- ur og líklega sá fiskstofn íslenskur sem viðkvæmastur er fyrir umhverf- isbreytingum. Vegna aukningar svif- dýra eru hófleg hlýindi eins og hér um ræðir sennilega til bóta fyrir af- komu loðnuseiða. Stærð loðnu- árganga er talin ráðast að mestu leyti á fyrsta vetrinum/vorinu á ævi loðnunnar og þess vegna er nið- urstaða nýafstaðinna smáloðnu- mælinga alger andstæða þess sem búast hefði mátt við. Þá hafa haustmælingar á veiðistofninum mistekist allt frá 1999 og loðnan ekki komið úr hafi upp undir landgrunnið norðanlands fyrr en undir miðjan desember eða jafnvel ekki fyrr en í janúar. Í því ljósi ber að taka með fyrirvara að stóra loðnu vantar í haustmælingu nú,“ segir í frétt stofnunarinnar. Þarf að endurskoða skipulag loðnurannsókna Morgunblaðið/Kristján Breytt göngumynstur loðnunnar vegna hlýnandi sjávar veldur erfiðleikum við mælingar á stofnstærð hennar. Mjög lítið fannst af loðnu í árlegum haustleiðangri Hafrannsókna- stofnunar FIMMTÍU og þrjú sjávarútvegs- fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota í Noregi á síðasta ári og það sem af er þessu. Samtals nemur tapið allt að 20 milljörðum króna, en á árinu 2002 var tap sjávarútvegsfyrir- tækja samtals 8 til 9 milljarðar króna. Ýmsar skýringar eru gefnar á þessu mikla tapi í norskum fjölmiðl- um, en aðalskýringin er skortur á fiski til vinnslu og hátt gengi norsku krónunnar. Þá er sam- keppnin frá Kína einnig nefnd til sögunnar. Miklar skuldir Það er samtekt frá Fiskerifor- skning, Rannsóknastofnun sjávar- útvegsins í Tromsö, sem leiðir þess- ar hrakfari í ljós. Þar kemur í ljós að líta þurfi allt aftur til áranna fyr- ir 1990 til að sjá jafnslæman rekstr- arárangur, þegar selaplágan reis sem hæst og þorskstofninn var í lægð. Þá fóru erfiðleikar í saltfiski árin 1968 og 1982 og 1983 mjög illa með sjávarútveginn og aflabrestur og erfiðleikar á fiskmörkuðum al- mennt árið 1975 ollu Norðmönnum miklum búsifjum. Það er erfitt að bera saman fyrri tíma og vandkvæðin í ár, sérstak- lega hvað varðar gjaldþrot, þar sem hið opinbera greip miklu meira inn í með styrkjum og alls konar aðstoð áður fyrr. Verst er staðan í Finnmörku nú, en þar hafa 19 fyrirtæki orðið gjald- þrota á þessu ári og því síðasta. Það er ríflega þriðjungur allra sjávar- útvegsfyrirtækja í fylkinu. Sjávarútvegurinn í Noregi stenzt illa samanburð við aðrar atvinnu- greinar. Meðaltals niðurstaða iðn- fyrirtækja í Noregi á síðasta ári var 4,8% hagnaður af tekjum fyrir skatta, en útkoman hjá sjávarút- veginum var 2,4% tap. Miklar skuldir plaga útveginn, en síðustu fjögur árin var fjárfest mikið í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski og vinnslu á laxi. Norska ríkisútvarpið hefur það eftir framkvæmdastjóra FHL, sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi, að skýringin á slakri frammistöðu sé skortur á hráefni. Nú er fjórðungi kolmunnaaflans landað í Danmörku, þar sem þar fæst meira fyrir hann. Þá hefur ver- ið mikið um það að norskar útgerðir selji heilfrystan þorsk til Kína, en þar er hann unninn og seldur á vestrænum mörkuðum í samkeppni við þorsk, sem unninn er í Noregi. Fjöldi gjaldþrota í norskum útvegi TÆPLEGA 60.000 tonnum af síld hefur nú verið landað til vinnslu það sem af er vertíð. Þá er ótalinn sá afli vinnsluskipanna, sem þau hafa unnið um borð. Ekki liggur fyrir hver hann er, en engu að síður er ljóst að heildaraflinn er kominn vel yfir 60.000 tonnin. Síðustu daga hefur verið tilkynnt um 4.500 tonna afla til Samtaka fiskvinnslustöðva. 23.600 tonnum hefur verið landað til söltunar og frystingar en 35.000 tonn hafa farið í bræðslu, mest vegna þess hve síld- in er smá. Leyfilegur heildarafli á vertíðinni er 130.000 tonn og sam- kvæmt því sem hefur verið tilkynnt til SF eru því óveidd ríflega 72.000 tonn. Skinney Þinganes á Höfn hefur tekið á móti mestum afla, 13.600 tonnum, en Síldarvinnslan í Nes- kaupstað er í öðru sætinu með 10.000 tonn. Loðnuvinnslan á Fá- skrúðsfirði hefur tekið á móti 7.700 tonnum, Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum er með tæplega 7.700 tonn og Ísfélagið með tæpleg 6.900 tonn. Búlandstindur á Djúpavogi er með 6.300 tonn. Samherji í Grinda- vík hefur tekið á móti 4.300 tonn- um, Hraðfrystistöð Þórshafnar er með 2.000 tonn og Síldarvinnslan á Seyðisfirði með 170 tonn. Morgunblaðið/Líney Júpíter landar fullfermi af síld, 1.360 tonnum, á Þórshöfn. 60.000 tonn af síld veidd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.