Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003051 2 03 TÍ Í m F rí tt t il á sk ri fe n d a ! Næsta tölublað af tímaritinu sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5. desember n.k. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 2. desember kl. 16. Auglýsendur! Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is KALDBAKUR hf. hefur samþykkt kauptilboð í 46% eignarhlut sinn í Lyfjum og heilsu hf. sem lagt var fram af félagi í eigu Karls Werners- sonar og Steingríms Wernerssonar. Hagnaður Kaldbaks hf. af sölunni er í tilkynningu til Kauphallar Íslands sagður um 570 milljónir króna. Að sögn Karls Wernerssonar, stjórnarformanns Lyfja og heilsu, ákváðu þeir bræður að kaupa hlut Kaldbaks í félaginu, þar sem þeim þótti orðið sýnt í haust að Kaldbakur hefði áhuga á að beina kröftum sín- um annað, og innleysa þann ávinning sem hefði áunnist í samstarfinu um Lyf og heilsu. „Eftir að hafa lagst yfir málin ákváðum við að kaupa hlutinn af þeim til að tryggja þann stöðugleika sem hefur verið í þessu félagi.“ Karl segir sameiginlegan eignar- hlut þeirra bræðra auk systur þeirra eftir þennan samning um 95%. „Við eigum eftir að fara yfir hvernig þessu verður háttað til framtíðar en búumst frekar við því að leita okkur að samstarfsaðilum, sem gætu styrkt félagið enn frekar og skotið frekari stoðum undir okkar framtíð- aráform,“ segir Karl. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að upphaf sölunnar megi í raun rekja til sölu á helmings eignarhlut félagsins í matvöruverslunarkeðjunni Sam- kaup. „Við ákváðum á haustmánuð- um að selja Samkaup. Það markaði þá stefnu hjá okkur að losa okkur út úr verslun að svo stöddu. Þá lá bein- ast við að við innleystum þann ávinn- ing sem við áttum hjá Lyfjum og heilsu og seldum okkur frá þeirri verslun. Okkur þótti ánægjulegt að Karl og systkini hans sýndu þessum hlut áhuga en við stofnuðum þetta félag saman og höfum byggt það upp í sameiningu ásamt starfsfólkinu.“ Eiríkur segir þessar tvær sölur Kaldbaks, þ.e. á Samkaupum og Lyfjum og heilsu, vera vitnisburð um það að vinna þeirra í þessum fé- lögum sé að skila hluthöfum Kald- baks góðum ávinningi. „Við erum því í mjög góðri stöðu til að takast á við ný verkefni.“ Hann segir Kaldbak vera að skoða nokkur verkefni, bæði innanlands og erlendis, þessa dag- ana. Kaldbakur selur Lyf og heilsu Morgunblaðið/Jim Smart Karl Wernersson og tvö systkini hans eiga 95% í Lyfjum og heilsu. ÞRIÐJA stærsta tónlistarfyrirtæki í heimi, EMI, hefur dregið sig til baka í keppninni um að kaupa þá deild Time Warner sem heldur ut- an um útgefna tónlist fyrirtæk- isins, Warner Music. EMI hafði boðið Time Warner samning sem er talinn vera um 1,6 milljarða dala virði, um 120 milljarða króna, og hefði falið í sér að Time Warner hefði átt um fjórðung í sameinuðu fyrirtæki EMI og Warner Music. Hópur fjárfest- ingafélaga í einkaeigu undir for- ystu fjölmiðlamannsins Edgar Bronfman yngri bauð á móti EMI, en auk þess að bjóða í útgefnu tónlistina buðu þessi fyrirtæki í útgáfudeildina. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 2,6 milljarða dala, um 195 milljarða króna, og hefur Time Warner sagst munu taka því tilboði. Í síðustu viku var EMI komið nálægt því að takast að kaupa Warner Music, en þá ákvað Time Warner að gefa Bronfman þrjá daga til að leggja fram tilboð og það nægði. Hætta á inngripum Talið er Time Warner líti svo á að hagstætt sé að grynnka meira á skuldum með því að taka tilboði Bronfman frekar en EMI. Þá hafi tilboð EMI þann ókost að hætta sé á að því muni fylgja inngrip sam- keppnisyfirvalda, en sú hætta fylgi ekki Bronfman og félögum. EMI hefur tvisvar lent í því að samkeppnisyfirvöld hafi hindrað samruna fyrirtækisins við önnur tónlistarfyrirtæki. Í annað skiptið var samruni við Warner Music stöðvaður og í hitt skiptið við tón- listardeild Bertelsmann, BMG. Sumir telja að þrátt fyrir að EMI hafi beðið lægri hlut að þessu sinni kunni að fara svo að EMI muni sameinast Warner Music eft- ir að Bronfman og félagar hafa keypt það fyrirtæki. Þá eru uppi vangaveltur um að EMI kunni sjálft að verða yfirtöku að bráð. EMI missir af Warner Music STEFNT er að samstarfi Íslendinga og Færeyinga um færeyskan verð- bréfamarkað sem rekinn verði í Kauphöll Íslands. Til að leggja grunn að slíku samstarfi voru í gær skráðir í Kauphöllinni þrír flokkar skuldabréfa sem landstjórn Færeyja gefur út. Útgáfan jafngildir 1,5 millj- örðum danskra króna eða sem svar- ar rúmum 18 milljörðum íslenskra króna. Kauphöll Íslands og Virðisbræva- marknaður Föroya P/F (VMF) und- irrituðu í gær viljayfirlýsingu um að færeysk verðbréf verði skráð í Kauphöll Íslands. Viljayfirlýsingin kveður á um meginþætti samstarfs- ins en þess er vænst að endanlegur samningur geti legið fyrir í byrjun komandi árs og viðskipti geti hafist seinni hluta vetrar eða næsta vor. Gert er ráð fyrir að færeysk verð- bréf verði skráð með sama hætti og íslensk verðbréf en þegar er hægt að skrá bréf í dönskum krónum í við- skiptakerfi Kauphallarinnar og birta tilkynningar á dönsku og færeysku. Búist er við að fjármálafyrirtæki í Færeyjum gerist aðilar að Kauphöll- inni til að eiga viðskipti með bréfin en núverandi aðilar munu einnig geta skipt með bréfin svo fremi þeir hafi gert samning við dönsku verð- bréfaskráninguna, Værdipapir- centralen A/S. Vilja eignaraðild að Kauphöll Mikilvægur grundvallarþáttur þessa samstarfs er að mati Færey- inga að þeir gerist eignaraðilar að Kauphöll Íslands. Verið er að kanna hvort íslenska ríkið vilji selja þeim 4,4% hlut sinn í móðurfélagi Kaup- hallarinnar og hefur stjórn Kaup- hallarinnar sent fjármálaráðherra erindi þess efnis. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, bauð Færey- inga velkomna til samstarfs við Kauphöllina við undirritun viljayfir- lýsingarinnar í gær. Hann sagði áherslu lagða á að samstarfið yrði gott og hagkvæmt fyrir báða aðila. Þetta væri stórt skref í þróun verð- bréfamarkaðar í Færeyjum og jafn- framt mikilvægt skref fyrir Kaup- höllina. „Með þessari viðbót bréfa og þátttakenda í viðskiptakerfinu eflum við markaðinn hér á landi enn frek- ar.“ Tvö ríkisfyrirtæki einkavædd Fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen, sagðist fagna því að færeyskir fjárfestar sem og aðrir fengju tækifæri til að fjárfesta í fær- eyskum verðbréfum. „Við vonum og höfum trú á að skuldabréfaútgáfan nú muni leggja grunn að virkum færeyskum verð- bréfamarkaði í samstarfi við Kaup- höll Íslands.“ Hansen segir að skuld- ir ríkissjóðs Færeyja hafi nær eingöngu verið fjármagnaðar með lánum frá danska ríkinu á síðustu ár- um. Hagkvæmara sé að endurfjár- magna lánin með skuldabréfaútgáf- unni. Sparnað ríkissjóðs á næsta fjárhagsári taldi hann nema um 30 milljónum danskra króna í fjár- magnsgjöldum, en það svarar til um 360 milljóna íslenskra króna. Ráðherrann lagði áherslu á mik- ilvægi þess að markaður með fær- eysk verðbréf yrði virkur og áhuga- verður kostur vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja í Færeyjum. Sagði hann stefnt að því að innan eins árs yrði fyrsta ríkisfyrirtækið sett á markað. Fyrst yrði sennilega um að ræða símafyrirtækið Föroya Tele og bankann Föroya Banki. Vænlegasti kosturinn Sigurd Poulsen, bankastjóri Landsbanka Föroya, skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd VMF, sem er hlutafélag sem til var stofnað fyrir þremur árum með víðtæku samstarfi færeyskra hagsmunaaðila fyrir hönd útgefenda, fjárfesta, miðl- ara og hins opinbera í Færeyjum. Poulsen sagði að gera mætti ráð fyrir að níu færeysk hlutafélög, þar af tvö í eigu færeysku þjóðarinnar, tveir verðbréfasjóðir og átta skulda- bréfaflokkar yrðu skráð í Kauphöll Íslands fyrir árið 2007. „Stefnt er að því að markaðsvirði hlutabréfa verði 30% af vergri þjóðarframleiðslu eftir fjögur ár og 60% eftir tíu ár. Sam- starf Kauphallar Íslands og VMF er vænlegasti kosturinn til að ná þess- um markmiðum,“ sagði Poulsen. Í hálffimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka í gær er haft eftir fréttamiðlinum Intrafish að þau fyr- irtæki í Færeyjum sem gætu átt er- indi inn í Kauphöllina væru helst fjármálastofnanir, sjávarútvegsfyr- irtæki, fiskeldisfyrirtæki en einnig flugfélagið Atlantic Airways sem reyndar þyrfti að einkavæða fyrst. Færeysk verðbréf í Kauphöll Íslands Morgunblaðið/Kristinn Sigurd Poulsen, bankastjóri Landsbanka Föroya, staðfestir viljayfirlýs- inguna fyrir hönd VMF og Þórður Friðjónsson fyrir Kauphöll Íslands. Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Kauphallarinnar, fylgist með. KAUPÞING Búnaðarbanki er stærsti hluthafinn í Medcare Flögu hf. að loknu lokuðu hlutafjárútboði. Alls á bankinn 22,6% hlut en Kaup- þing í Lúxemborg er næst stærsti hluthafinn með 10,9% hlut. Bandaríska fyrirtækið ResMed er fjórði stærsti hluthafinn og þýsku hjónin Helmke og Dieter Priess eiga 3,9%. Rögnvaldur J. Sæmundsson, stjórnarmaður í Medcare Flögu, er einnig meðal 10 stærstu hluthafa og ZIP-Holding, sem er í eigu Sigurjóns Kristjánssonar, stjórnarformanns Medcare Flögu. Auk þess á Saffran, eignarhaldsfélag í eigu Eggerts Dag- bjartssonar, stjórnarmanns í Med- care Flögu, 2% hlut. Gert er ráð fyrir að hlutabréf Medcare Flögu verði skráð á aðallista Kauphallar Íslands næstkomandi fimmtudag en gengið var 6 í útboðinu sem lauk á fimmtudaginn í síðustu viku. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu eða fyrir að söluandvirði rúmlega 4 milljarða króna en alls voru seld hlutabréf fyrir 1,2 milljarða. Í útboðslýsingu sagði að mikilvægt væri að fá í hlutahafahóp- inn aðila með burði og vilja til að styðja við félagið í framtíðinni. Kaupþing Búnaðarbanki hafði um- sjón með útboðinu og skráningarlýs- ingu.            !"#$ % & '(  ) *  + "" ,-. ""/   "0  #+1-/2-"   !3 4 ($ 5 60  $"" 7%+1')($ 68 6 -- - 9/2-"-:( 6    "0" "  ("                  Kaupþing Búnaðarbanki stærsti hluthafinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.